Vísir - 29.04.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 29.04.1957, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Mánudaginn 29. apríl 195? •........... • • • • • « • • • • t • • ANÐNE3MARNIR EFTIR • • RUTH HIOORE • • • • • • • • • 2Í5 • • • • en við hugsunina um það að draga vagninn upp alla brekkuna aftur, dró úr honum allan mátt. Hann skildi vagninn eftir á sandbakkanum og lagði af stað inn í fenin. Vatnið var hsei’ra en það hafði verið þrem dögum áður. í>að gcrir mér auðveldara að koma bátnum út, hugsaði hann. Og norðvestanvindurinn mundi létta undir. Hann átti að verða kominn út á sjó eftir örstutta stund. Hann mundi komast í þurr föt aftur, áður en hann frysi í hel. Það var gott, að hann hafði með sér föt til skiptanna. Hann fann bátinn nákvæmlega eins og hann hafði skilið vi/ hann. Hann fór um borð í hann og það hafði annað hvort rignt í hann, eða hann hafði lekið eitthvað, því að vatnið var upp fyrir gólfþiljurnar. Hann sagði við sjálfan sig, að fyrsta verkið sem hann gerði, yrði að skola bátinn og mála hann síðan og setja svo í hann þilfar í stað strigans, sem var yfir honum í þilfars- stað. Hann fann austurtrogið og jós nógu miklu vatni úr bátnum til að létta hann. en hitt gat hann notað sem kjclfestc. Honu mhafði hlýnað ofurlítið við að ausa bátinn, en ■ þfcgar hann reisti sigluna varð hann þess var að hnútarnir á stög- unum höfðu þrútnað svo, að hann gat ekki leyst þau en varð að skera á hnútana, því að hann var orðinn svo loppinn. Hann r'eisti mastrið. Rennvott seglið greiddist sundur og vatnið ýrðist yfir hann. Striginn var rennvotur og leirugur og blóðsletturnar voru farnar að dofna, en þær mundu ef til vill skýrast, þegar seglið þox-naði. Iivað sem öðru liði yrði hann að fá sér nýtt segl. Hann ýtti bátnum og reri stundarkorn, þangað til vindur komst í seglið. Bara að mér væri ekki svona kalt, hugsaði hann, Vindurinn næddi gegnum vöt föt hans. Hann var dofinn á fótunum af kulda. Hann var jafnvel hættur að rabba við sjálf- an sig. Honum fannst líkami sinn vera allur dofinn. Norðvestan vindurinn stóð í seglið og hann var aðeins tíu mínútur að komast út úr fenjunum. Stöku sinnum varð hann að rifa seglin, þegar hann þui’fti að bejrgja fyrir nes eða odda. Þegar hann beygði fyrir siðasta oddann og kom út í árósinn, hrökk hann við Tvær manneskjur, karlmaður og kvenmaður, stóðu þar á ströndinni. Þau höfðu kveikt bál úr rekaviði og stóðu rétt við bálið og sneru baki að honum. Hann hefði stöðvað bátinn, ef hann hefði getað það og hann blótaði með sjálfum sér fyrir að hafa ekki gægst fyrir síðasta oddann, áður en hann sigldi fyrir hann. Þá hefði hann hlotið að sjá reyk. En við hvað þai’f ég að vera hræddur? Það versta, sem þau geta gert mér, er að tefja fyrir mér stundarkorn. Og hann þráði að komast að þessu báli. Maðurinn sneri sér að honum og benti honurn. Natti sá, að maðurinn var Piper, konan. Karólína. Hún var í þykkri kápu og vel dúðuð. Piper kom niður að bátnum, tók í stefni hans og dró hann svo langt upp, að Natti komst þurrum fótum í land. — Farðu að eldinum, sagði hann. Natta var svo kalt, að hann gleymdi því að skamma Karólínu fyrir að eltá hann niður eftir. Hann sagði við hana: — Snúðu bakinu að. En hann hafði svo miklar munnherkjur, að hann gat naumast komið orðunum út úr sér. Hún sneri sér undan án þess að segja orð og Natti klæddi sig úr votum og leirugum fötunum. Ylurinn frá eldinum lék um hann. Hann fór í þurr föt, sem Karólína var búin að verma við eldinn. Því næst drakk hann te, sem Karólína hafði hitað á eldinum, svo að hann fengi ekki kvef. Það gerði honum gott og honum hitnaði öllum. — Þetta var notalegt, sagði hann. — Mér hefur víst verið þörf á þessu. Og meðal annara orða, ég er þakklátur þeim, sem var svo hugulsamur að kveikja þennan eld, hver sem það hefur verið. — Það var hún, sagði Piper og benti með höfðinu í áttina til Karólínu. — Hún gelik fram hjá húsi mínu með heilmikið drasl með sér og bað mig að hjálpa sér með þetta niður að ströndinni. Þegar hún sá, að þú ætlaðir upp í fenjamýrina, lét hún mig kveikja bálið. Ég sé ekki betur, en að þú munir fá förunaut á þessu ferðalagi, Natti. Hamx þagnaði, hló við lítið eitt og' leit á þau til skiptis. — Það er ekki svo vitlaust, sagði hann. — Láttu þér ekki detta þessa heimsku i hug, Piper, sagði Natti og það kom á hann. En nú sá hann farangurinn, sem hann hafði ekki veitt athygli áður. Það voru pottar og pönnur, koppar og kirnur, smáöskjur og dósir. Og auk þess strigapoki, fullur af kver.fatnaði. Allt hlutii’, sem tilheyrðu kvenfólki. — Karólína! hreytti hann út úr sér. — Þú tekur þetta drasl og hypjar þig heim með það. Nei, sagði Karólína. — Það verður ekki af því. Hún var enn þá rauðeygð, en hún var hætt að gráta. Hún var einbeitt og þrákelknisleg á svipinn. Hann þekkti þennan svip frá gömlum dögum. Hann táknaði það, að hún ætlaði ekki að gefast upp. — Þó að ég fái ekki að fai’a með þéi’, fer ég ekki heim aftur. — Þú skalt fara heim aftur. Finnst þér sennilegt, að ég fax-i með þig í rennblautum bátnum í ferðalag, sem ég hef ekki hugmynd um, hversu langt verður. Þú mundir verða ótta slegin, kannt að veikjast eða deyja úr kulda. Þú verður að fara heim. — Nei, sagði hún. — Ég á ekkert heimili lengur, Natti. Eddi rak mig burt. Hann var korninn niður, þegar ég kom inn. Hann sagði mér að fara og koma ekki aftur, eða hami skyldi. . .. skyldi. Hún þagnaði. Augu hennar urðu stór og dökk. Sterkleg haka hennar titraði ofui’lítið. Natti hoi’fði á hana. — Vertu ekki svona mikið flón, sagði hann. — Beta er heima. Mamma kemur bráðum heim. Hún mun ekki þola það, að Eddi hagi sér eins og . . . — Beta elskar hann. Hún var á hans bandi. — Beta? Þín éigin systir! — Hún vill ég fari, sagði Karólína. — Ég trúi því ekki. — Hvað sem um það ei’, þá fer ég ekki heim aftur, Natti. Ég er hrædd við hann. Allt í einu greip Piper fram í og sagði: — Væri ég í þínurn sporum, Natti, mundi ég taka hana með. Hún mun aldrei verða þér til trafala. — í hamingju bænum, Piper! Þú veizt ég get það ekki. Hvers vegna ekki? Þú ert svei mér heppnuí, að hún skuli vilja fara með þér. En ef þú heldur svona áfram lengi, hættir hana sð langa til að fara með þér. Það væri betur, ef svo yrði. Ev Piper spýtti í eldinn, svo að hvissaði í honum. — Mér liggur við að hlæja að þér, sagði hann. — Annað hvort hefurðu aldrei notið konu, eða þú veizt ekki, hvað það er að vera án kvenmanns. Á þeim stað, sem þú fei’ð á, er eng- inn kvenmaður. Þú ert nú meiri kjáninn. Þú veizt ekki neitt. do Z4 k*v*ö«l*d*v*ö*k*u»n«n-í Eiginmaður er sá, sem óskar að hann skemmti sér eins vel þegar hann fer út án konunnar og hún heldur að hann geri. ★ Amerískur ferðalangur var að koxna heim úr skemmtiferð í Frakklandi með konu sinni og dóttur. Þar hafði hann keypt nokkur glös af dýrindis ilm- xvatni, sem hann vildi ekki látá ] tollverðina finna. Tollverðirnír opnuðu töskurnar hverja af annari og gerðu engar athuga- semdir, en þá kallar sú litla: „Pabbi, já nú eru þeir að verða heitir.“ ,,Eg hefi ekki séð þig í kirkj- unni undanfarna sunnudaga," sagði presturinn við eitt af sóknarbörnum sínum. „Eg vona að þú sért ekki að ganga af trúnni.“ „Nei ekki beinlínis,“ sagði maðui’inn kindarlega, „en dóttir mín er að læra að leika á hörpu og satt bezt að segja, þá er eg ekki eins hrifinn af að eiga himnaríki í vændum og eg vai' áður en dóttir mín fór að æfa sig á hörpuna.“ ★ Menntaskólanemandi hlust- aði af mikilli athygli, en litlum skilningi, á efnafræðikennar- ann útlista eiginleika sýim. „Jæja,“ sagði kennarinn við nemandann: „Hér er silfurdal- ur og eg læt hann ofan í þetta glas, sem fullt er af sýru. Leys- ist silfurpeningurinn upp?“ ,Nei kennari,“ sagði nemand- inn allhreykinn. „Jæja,“ sagði kennarinn. „þér getið þá ef til vill útskýrt fyrir bekknum hvers vegna hanrx leysist ekki upp.“ „Vegna þess,“ sagði nemand- inn, „að allir í bekknum vita, að þér mynduð ekki láta hann í sýruna, ef hann leystist upp.“ ★ En hvað þetta er fallegt barn, sagði gesturinn. Er það ekki líkt manninum yðar? Frúin: Eg vona ekki. Við tókum þetta barn í fóstur. £ /?. SumuqkA TARZAN - 2345 hans reyndist réttur. Þarna lá óvin- laus upp í himinblámann. Hinn ur hans, Sam, sem hann hafði svo slungni Sam, sem alltaf hafði getað sloppið undan hendi réttvísinnar, gröf hans, en litið grunaði hann, að stóðst ekki hamfarir náttúrunnar. hin viðsjála eyðimörk væi’i að búa Tarzan gróf Sam og stakk sverði á honum sjálfum sama dauða og Sam.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.