Vísir - 29.04.1957, Blaðsíða 12

Vísir - 29.04.1957, Blaðsíða 12
frtlr, tem gerast kaupendur TlSIS eftlr 19. hveri mánaðar fá blaSið ókeypls til naáBaðamóta. — Sími 158f. Mánudaginn 29. apríl 1957 VlSIB eff Oöyírasta blaðið og þó þaS f Jðl- breyttasia. — Hringið i síma 186* *f /crjst áskrifendur. Virðulegir tcnleikar hljóm- leikahátíðarinnar. Síðnsfu liljúinleikui*iiir verða aiin- SðiKjgerðingtif- ann ófuncSinn- Maðnrinn, seni týndist í Sand- gerði nýlega, hefur ekki fundizt að kvöld i Þjúðleikliiisinu. Tvennir hljómleikar liafa þegar verið haldnir í hljóm- leikahátíð íslenzkra tónskálda. Opnunartónleikarnir voru ■ ■ Ihaldnir á laugardaginn í Þjóð- leikhúsinu kl. 4,30 e.h. og fóru . fram samkvæmt efnisskrá. — Voru þeir hátíðlegir og virðu- legir svo sem vera bar. Verk voru flutt eftir 10 tónskáld. í gær voru kirkjutónleikar í Dómkirkjunni kl. 9 eftir há- •degi og var þeim útvarpað. Þar 'léku þeir Páll ísólfsson og Victor Urbancic á orgel, Dóm- kirkjukórinn söng, einsöng sungu þau Þuríður Pálsdóttir og fluðmundur Jónsson og ) strengjakvartett Björns Ólafs- - sonar lék. Var báðum þessum hljóm- 'leikum vel tekið og stemning góð. Síðustu tónleikar hátíðarinn- -ar eru annað kvöld kl. 9 í ’!■' Þjóðleikhúsinu. Það ei-u sin- foníuleikar undir stjórn Olav Kiellands, en áður en þeir hef j - iMý olmstöð í TyrklandL Brezka dlíufélagið, The Brit- ish Ftetroleum Co., ætlar tveini ur öðrum olíufélögum, að reisa olíulireinsunaistöð í Tyrklandi þar sem hreinsaðar verða 3.250.000 smálestir af hráolíu áidega. Verður þar með fullnægt öll- um þörfum Tyrkja fyrir benzín og olíu. Fyrir er olíuhreinsun- arstöð í Batman. — Hvar stöðin verður reist verður ekki endan- lega ákveðið fyrr en í júní. ast flytur Páll ísólfsson tón- skáld ávarp. Verkin sem leikin verða og sungin á lokatónleikunum eru „Sogið“, forleikur fyrir hljóm- sveit eftir Skúla Halldórsson, Canzone og vals eftir Helga Pálsson, „Draumur vetrar- rjúpunnar" — sinfonisk mynd eftir Sigursvein D. Kristinsson, 'son, Hljómsveitartilbrigði við Tvö sönglög eftir Pál ísólfs- rímnalög eftir Árna Björnsson, Sinfonietta serioca eftir Jón Nordal, Tvö sönglög' eftir Jón Leifs og loks Minni íslands — forleikur einnig eftir Jón Leifs. Einsöngvarar eru Guðmundur Jónsson og Kristinn Hallsson. í dag mun menntamálaráð- herra hafa boð inni fyrir tón- skáld og aðra, tónlistarmenn j sem að hátíðinni standa. Bretar sneiða hjá Suez-skurði. Siglmgam álar áðher ra Bret - lands hefur ítrekað ráðleuging- una til brezkra skipaeigenda, að þeir sigli ekki skipum sínum um Súezskurð, eins og sakir standa, Hammarskjöld hefur til- kynnt, að liann muni senda öll- um þjóðum, pem í samtökum SÞ eru seinustu lillögur og greinargerð egypzku stjórnar- ingar um Súezskurð og verða þær lagðar fyrir Öryggisráðið í dag. í London eru tillögur þessar taldar allóljósar og þurfa ná- kvæmrar athugunar við. Frægur kjarnorkuvísindamaður flytur fyririestra hér. Kcimxi* a laiigardaginii á vegaixu Ísleiizk-aiiieríska félagsins. enn þ:i, Heitir hann Lárus Stefánsson og hvarf hann frá. heimili sinu, Tjarnargötu 1 i Sandgerði, að- faranótt páskadags. Hann er 60 ára að alclri, einhleypur og stundaði skrifstofustörf. Hefur lians verið leitað iengi og víða þar suður frá, ein sú leit liefur engan árangur borið. Tvö bmnakölL Nokkurar skemmdir urðu á húsiun Eliiða á Seltjemarnesi af völduni elds i fyrradag. Hafði kviknað þar í fataskáp klukkan rúmlega 10 á laugar- dagsmorguninn og var siökk\i- liðið hvatt til aöstoðar. Urðu slökkviliðsmennirnir að rifa þilj- ur til þess að komast að eldin- um. Þá urðu og nokkurar bruna- skemmdir á húsinu. í gærdag um hádegisleytið, var slökkviliðið hvatt að ný- byggingu við Skaftahlíð. Þar liafði ktiknað í tómum pokum, sem stóðu of nálægt kynntum ofni. Eldurinn var strax slökktur og skemmdir ekki teljandi. Riai'iiadagurxxiii: Tekjur líkar og S fyrra, Ekid er enn vitað með vissu um tekjiir Sumargjafar af barnadeginiun, en samkvæmt ágiskun eru þær svipaðar og í fyrra. 1 fyrra voru tekjurnar 175 þúsund krónur og voru þá mestu tekjur, sem orðið höfðu af barnadegi. Tekjurnar eru af samkomum, sölu á „Sólskini“ og Bamadags- blaðinu og einnig voru seldir fánar. Þá fær Sumargjöf einnig pró- sentur af sölu blómabúða frá kl. 10-2 á barnadaginn. 629 svör bárust í auglýs- ingagetraun Vísis. iíregið hdur vrrið axisi vÍHininga. Þátttaka í auglýsingagetraun þeirri, er Vísir efndi t'il fyrir börnin var óvenjumik’il, því alls bárust sex hundruö tuttugu og niu lausnir. Flestar voru lausnirnar rétt- ar og bendir það til þess, að börnin lesa blöðin engu síður en hinir fullorðnu óg fyigjast með því, sem er að' gerast í kringum þau. Hin réttu svör í getrauninni eru þessi: 1F, 21, 3G, 4C, 5B, 6J, 7H, 8A, 9E, 10D. Kaupirðu góðan hlut þá mundu hvar þú fékkst hann: Álafoss. Þér eigið alltaf leið um Laugaveginn: Clausensbúð. Látið blómin tala: Blóm og ávextir. Piltar, ef þér eigið unnust- una, þá á ég hringana: Kjartan Ásmundsson. Sparið og notið Sparr: Sápu- gerðin Frigg. Fagur gripur er æ til yndis: Jón Sigmundsson, skartgripa- verzlun. Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá: Silli & Valdi. Opið allan sólarhringinn: Hreyfill. Þar sem fjörið er mest, skemmtir fóikið sér bezt: Silfurtunglið. Allt á sama stað: Egill Vil- hjálmsson. Dregið var úr réttum lausn- um og komu eftirfarandi nöfn upp: Helga Karlsdóttir, 10 ára, Skipasundi 6. Atli Vagnsson, 10 ára, Laugateig 24. Kolbrún Óð- insdóttir, 9 ára, Heiðargerði 32. Arnór G. Jósefsson, 12 ára, Mosgerði 14. Vilborg Pálsdótt- ir, 13 ára, Hringbraut 65. Þór- arinn Jónsson, 9 ára, Hávalla- götu 13. Þorsteinn P. Berg- mann, 13 ára, Laufásvegi 14. Hrefna Sigurðardóttir, 9 ára, Laugavegi 76. Hörður Harðar- son, 11 ára, Baugsvegi 32. Kristj án Ólafsson, 11 ára, Samtúni 36. Börn þessi eru beðin að koma í skrifstofu Vísis og vitja verð- launa sinna, eitt hundrað króna hvert. Vísir þakkar öllum þeim bömum er sendu lausnir fyrir þátttökuna og þá einnig hin- um tíu fyrirtækjum er gerðu blaðinu kleift að efna til þess- arar getraunar. y/Nor5lendmguryj fékk tundurdufl í vörpuna. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Togarinn Norðlendingur kom til Ólafsfjarðar s.I. laugardag úr veiðiferð, sem hafði tekið hátt á þriðju viku. Var hann með 209 tonn af nýjum físki, sem fór ýmist í salt, frystingu eða herzlu. Áður en hann landaði fór. hann til Dalvíkur með tundur- dufl, sem hann hafði fengið í vörpuna. Var fenginn maður frá landhelgisgæzlunni til að gera tundurduflið óvirkt. Skáld í utanför. Á vegum Rithöfundasjóðs Rík- isútvarpsins fara tvö íslenzk ljóðskáld utan á næstunni. Skáldin eru Guðmundur Frí- mann og Snorri Hjartarson og er von á útvarpsefni í dag- skrá frá þeim. í Rithöfundasjóði Ríkisút- varpsins eru nú rúmlega 230 þús krónur. Fyrsta útimét í frjálsum íþréttum í kvöíd. Á laugardag, 4. þ. m., mun mjög þekktur amerískur vís- indamaður að nafni John Dunn- ing iíorna hingað til landsins og flytja fyrirlestra á vegum ís- lenzk-Ameríska félagsins. Dr. Dunning er prófessor við Columbia háskólann í New York og munu fyrirlestrar hans hér verða um atómvísindi. — Hann er forstöðumaður verk- fræðideildar Columbia háskól- ans og hefur gegnt mörgum mik ilvægum störfum í sambandi við þróun kjarnorkuvísindanna. Hann átti m. a. sæti í stjórn kjarnorkurannsóknarstöðvarinn ar í Oak Ridge, og var opinber eftirlitsmaður við vísindarann- sóknadeild Bandaríkjanna. Dr. Dunning er frægur fyrirlesari og hefur ferðast víða um Ev- rópu. Er Dr. Dunning fyrsti fyr- irlesarinn, sem kemur hingað og flytur hér fyrirlestra að til- hlutan félagsins en það er ætl- un stjórnarinnar að fá hingað á næstunni fieiri kunna mennta og vísindamenn frá Bandaríkj- unum til erindaflutnings. Ætti | slíkt að geta orðið ríkur þáttur í kynningarstarfsemi milli þess- ara tveggja þjóða. John Ray Dunning er á fimm- tugasta ári. Lauk hann meistara prófi með miklum ágætum frá Wesleyan-háskólanum í Nebr- aska-fylki, árið 1929 og dokt- orsprófi frá Columbia-háskól- anum fimm árum síðar, aðeins 27 ára. Hann hefur um langt skeið verið viðriðinn þróunina í kjarnorkuvísindum veslan hafs og verið heiðraður af for- seta Bandaríkjanna fyrir störf sín á því sviði, jafnframt því sem menntastofnanir hafa sý'nt honum margvíslegan sóma. — (Frá Íslenzk-ameríska félag- inu). Hammarskjöid heim- sækir Róm. Hammarskjöld frkvst Sam- einuðu þjóðanna er á leið tíl Róinaborgar. Þar gengur hann fyrir páfa og ræðir við iíalska stjórnmála- menn. Frá Rómaborg fer hann til Genfar. Áður hafði hann til- kynnt, að hann mundi ekki fara til Budapest, a. m. k. ekki fyrr en fyrir lægi skýrsla og álit Ungverjalandsnefndar Samein- uðu þjóðanna. Þegar Hammarskjöld Vildi fara til Budapest, vildi Ungverzka stjómin ekki Ieyfa honum það, en bauð honum svo að koma þegar búið var að hneppa allt í viðjar aftur með aðstoð rúss- nesks herliðg. Margir færustu íþróttamenn Reyk- víkinga meðal keppenda. Eins o g áður hefur verið skýrt frá efnir íþróttafélag Reykjavíkur til kveðjumóts í frjálsum íþróttum fyrir þýzka þjáifarann E. Rússmann á fþrótíavellinum í kvöld kl. 8. Rússmann hefur dvalið hér á landi um tveggja mánaða skeið og telja íþróttamenn mikinn feng að komu hans. Hann fer af landi burt n. k. miðvikudag. Á mótinu í kvöld verður keppt I 7 eða 8 greinum eftir verðri og þátttöku. Þátttakan er enn nokkuð óviss, því margir vilja ekki keppa nema ef vel rætist úr veðri og að hlýtt verði. Hefur aldrei verið efnt til úti móts I frjálsum íþróttum íþrótt- um svo snemraa á ári sem nú og eru þátttakendur að vonum nokkuð uggandi um veðrið. Af þekktum íþróttamönnum, sem tilkynnt hafa þátttöku sína má m.a. nefna Vilhjálm Þorláks- son í Stangarstökkinu, Kristján Jóhannsson og Sigurð Guðnason í 2000 m. hlaupi, Þórir Þorsteins- son í 200 m. hlaupi, Einar Frí- mannsson og Valbjörn Þorláks- son í langstökki, Skúli Thorar- ensen í kúluvarpi, Þorsteinn Löve í Kringlukasti og Gylfi Gunnarsson og Björgvin Hólm í spjótkasti. En eins og áður get- ur má búast við mörgum fleiri kunnum görpum til keppni ef veður helzt gott. Sjálft mótið hefst kl. 8 í kvöld en áður verður byrjað á keppni i stangarstökki og hefst sú keppni kl. 7.30.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.