Vísir - 30.04.1957, Blaðsíða 1

Vísir - 30.04.1957, Blaðsíða 1
¥1 W LHH 47. árg. Þriðjudagiiin 30. apríl 1937 98. tbl. Riis§ar hafa í hótunuin. íbúatala íslands rúm 162 þús. Vísir hefir spnrzt fyrir um jiað í Hagstofu Islands hver tala landsmanna hafi verið 1. Jes. sl. og fekk þœr upplýsing- ar, að samkvaemt bráðabirgða- talningu væri hún 162.400. Til samanburðar er þess að geta, að 1. desember 1955 var heildartalan 159.500, og hefir landsmönnum því fjölgað á einu ári um 2.900 Ungur maður í Ohio, Banda- ríkjunum, hefur verið hand- tekiim fyrir að myrða fyrr- verandi konu sína og tengda móður með því að aka yfir þær og skjóta lögregluþjón til bana. Enn eru tugir þúsunda flótta- manna í Austurríki og bíða eftir að komast eitthvað lcngra á heimalandinu, þar sem kommúnistar ráða. Hér sjást feðgar, sem eru að leggja af stað frá Vinarborg til Englands. Bretar leita á fjartægari mið en áður tii síldveiða. Ný tegund síldveiðibáta smíðuð til veiðanna. Bretar eru um þessar mxmd- ir að hefja síldveiðar á fjarlæg- ari miðum en áður. Nú fyrir mánaðamótin seinustu átti íyrsta síldveiðiskipið, sem fer á þessar veiðar, að lát úr höfn í Yarmouth. Er, það síldveiðibáturinn „Autumn Sun“, sem var sérstak lega byggður til þessara veiða. Brezkir síldveiðibátar hafa á- vallt til þessa farið til veiða síðdegis, veiðarnar stundaðar á kvöldin og fram eftir, og komið inn næsta morgun. Síldveiði- bátarnir, sem þessar veiðar Gnndavíkurbátar landa í Keflavík. Frá fréttai-itara Vísis Grindavík í morgun. Grindavíkurbátar landa nú flestir í Keflavik og er aflanum ekið þaðan til Grindavikur og veginn þar. í gær lönduðu 15 bátar 150 lestum og er aflinn venjulegast svipaður því, Jiessa tlagana. Nú er næstum alveg tekið fyrir fisk fyrir sunnan Reyja- nes, þar sem mest aflaðist í vet- ur og bátarnir hafa flutt net sín í Faxaflóa, en flestir munu þó vera öðruhvoru megin við Skagann. Einn bátur lagði þó net sín hér á heimamiðum og fékk rúm- ar 6 lestir, en annars er hér talið íiskilaust. Búast flestir við að halda áfram veiðum til 11 maí. stunda, eru um 90 ensk fet á lengd, en Autumn Sun er all- miklu lengri eða 130 fet, enda verður gert að aflanum á skips- fjöl. Bretar gera sér nú vonir um, að þetta geti orðið til þess að koma nýju lífi í síldarútveg þeirra. Árig 1913 flutti Bretar út um einn milljarð tn. af síld, en vegna erfiðleika af völdum tveggja heimsstyrjalda o. fl. hefur útgerðinni síhrakað, þótt Yarmouth-síld, söltuð og reykt, þyki enn ágætis vara og sé eft- irsótt, og sé aðalútflutningur- inn frá Austur Angliu til Ítalíu enn í dag. Sú var tíðin, að um. 100 síldveiðibátar voru gerðir út frá Yarmouth, en þeim hef- ur farið mjög fækkandi á liðn- um áratugum. — Systurskip Autumn sun, „Autumn star“ er í smíðum, og verður tilbúið á hausti komanda. Á Autumn sim er 16 manna áhöfn, 8 Englendingar, 7 Hol- lendingar og einn Pólverji. Skipið mun hafa farið til veiða úti fyrir Noregsströndura, a svonefndum ,,Víkinga-miðum“ (Viking Banks). Husseín og Saud ræddu samtök gegn komm- únismanum. Viðlnn'ílsi'iiír i .lót'daníia algert iitiianríkismál. Viðræður fara nú fram milli fulltrúa ríkisstjðrna Bandaríkj- anna og •Jórdaníu nm efnahags- lega aðstoð, en JórdaniiLstjórn: óskaði eftir efnaliagslegri aðstoð fyrir tveinmr dögrun. Hefur Bandaríkjastjórn boðið Jórdanui 10 milljónir dollara og er rætt um hversu fénu skuli varið. Sú efnahagsaðstoð sem áðúr hefur verið látin í té og nam 5 milljónum dollara var til umbóta á sviði heiibrigðis- og menntamála og var gert ráð fyr- ir. að hinni nýju aðstoð verði einnig varið þannig, en þó geti j komiö til gréina að nota féð að ■ einhverju leyti í þágu Jórdaniu- hers. Ekki áhugi fyrir Bagdadsáttmála. U tanríkismálaráðher ra Jór d- aníu, en hann fór með Saud kon- ungi til Saudí-Arabíu, sagði í gær, að Jórdanía vildi þiggja efnahagslega aðstoð hvaðan sem hún kæmi.en þvi aðeinsað henni fylgdu engar skuldbindingar, sem væru skerðing á fullVeldi og sjálfstaéði landsins. — Hann kvað Jórdaníu mundu berjast gegn kommúnismanum, en hún hefði ekki áhuga fyrir Bagdad- sáttmálanum. Yfirlýsing kanunga. Hin sameiginlega yfirlýsing Husseins Jórdaníukonungs og Saud konungs Saudi-Arabíu var birt í gær og vekur einkum at- hygli fyrir tvennt: Að þeir séu sammála nm samtök í baráttunni gegn sameiginlegum óvini, þ. e. kommúnismaniun. Að viðburðimir í Jórdaníu •^séu algert innanrikismál. I yfirlýsingunni segja þeir ennfremur, að þeir séu fylgjandi þjóðlegri arabiskri stefnu og lýsa yfir hollustu í garð Araba- bandalagsins. Ali Sabri, helzti ráðunautur Framhald á 7. síðu. ★ Dr. Dibelius, hiskup evang- elisk-lúhersl:ra manna í Berlín, prédikaði í kirkju í Austur-Berlin s.l. suimiidag og hvítti harðlega hvcrnig sannleikamun væri lialdið * viðjumt þar ssm kommún- iskt skipúlag ríkti. Kjarnorkudeild Breta vekur athygíi. Kjamorkudeildin brezka á kaupstefnunni í Hannover vek - H2r mikla athygli. Þar er m. a. sýning til kynna á Calder Hall-kjarnorkuverinu. Fyrirspurnir um kjarnorku- vélakaup hafa þegar borist frá ýmsum þjóðum, m. a. Banda- ríkjunum, Finnlandi, Grikk- Iandi og jafnvel Austur-Þýzka- landi. Vertíðarlok í nánd í Vestmannaeyjum. Afli minnkar og vermenn á heim- leið með fremur lítinn hlut. Frá fréttaritara Vísis. Vestm.eyjum í morgun, Atviunulífið í Vestinannaeyj- um ber þess merki, að lokin eru í nánd. Að vísu róa allir bátar enn, en aflinn fer minnk- andi dag frá degi, nema hjá handfærabátum, sem afla nú aftur vel. | Aðkomufólkið, sem unnið hef 1 ur við fiskverkun, er nú á för- um heim og í morgun kom Esja við á austurleið og fóru með henni tugir vertíðarfólks til 1 Austíjarða. i Það rættist betur úr vertíð- inni en á horfðist í fyrstu og má telja þetta sæmilega vertíð í heild þótt afkoma bátanna og sjómanna sé æði misjöfn. Lifr- armagnið er orðið meir en það hefur nokkru sinni verið og mun það vera nærri 3000 lestir og gera má ráð fyrir að nokkuð bætist við enn. Aflinn svipaður og í fyrra. Það mun láta nærri, að héild-1 araflinn sé svipaður og í fyrra, en þess ber að gæta, að út- gerðarkostnaður er stórum meiri og róðrar fleiri og afkoma útgerðarinnar og sjómanna því lakari. Línuvertíðin er sem ann ars staðar mjög léleg og net tek in fyrr en venjulega, Netafisk- iríið stóð lengur og var heldur jafnara en venja er, en svo var heldur ekki um neina sérstaka aflahrotu að ræða og páskahrot an svonefnda brást. Enginn farizt. Það er mikið gleðiefni, að þriðja eða fjórða vertíðin er nú að líða án þess að alvarlegt slýs eða mannskaðar hafi órðið á sjálfri vertíðinni. Öryggi manna og skipa hefur fleygt fram síð- ustu árin. Skipin eða bátarnir eru orðnir stærri, traustari og betur búnir en áður var og eft- irlit með öryggi sjófarenda er betur tryggt. Aldrei er þó hægt að fyrirbyggja slys við hin á- hættusömu störf á hafinu, en það ber vott um hið vökula starf forsjármanna, að ekkert slys skuli hafa orðið, þegar þess er gætt, að daglega eru um 10C0 manns við störf sín í misjöfn- um vetrarveðrum á sjónum um- hverfis Vestmannaeyjar, Siökkviiiðsstjóri vaidur að íkveikju. Það er ekki oft sem það skeð- ur að slökkviliðsstjórai' eri ákærðir fyrir að kveikja í luis- um, en þetta skeði nú samt í Mexico-borg í sl. viku, Slökkviliðsstjórinn Rafacl Garcia Esparza, sem hefir verið 32 ár' við góðan orðstír í slökk'. :- liði borgarinnar, og sölumaður fyrir vátryggingafélög í sömu borg hafa verið handteknir oj’ ákærðir um að hafa valdið 61 stórum eldsvoðum i borginni á, nokkrum mánuðum. Hafa þe:r báðir viðurkennt að ákæran sé rétt. Prentarar hafa sagt upp santnlngum. Eiwuaifj gjms önnuw télög Fundur var haldinn í Hinu íslcnzka prentarafélagi s.l. sunmidag. Var þar rætt imi uppsögn samninga. Var þar ákveðið að láta fara fram allsherjaratkvæðagreiðslu um það, hvort segja skyldi upp samningum eða ekki. Lauk allsherjaratkvæða- greiðslunni í gærkveldi og för fram talning atkvæða að lok- inni atkvæðagreiðslimni. Var samþykkt með 136 atkvæðum gegn 82 að segja upp samning- um. Þá var á almennum fé- lagsfundi í Verzlunarmannafó- lagi Reykjavíkur, sem haldinn var í gær, samþykkt tillaga stiórnar og trúnaðarmannaráðs að segja upp samnnigum við at- vinnurekendur frá 1. maí. Samningar renna út 1. júní. í gær var einnig fundur í Bókbindarafélagi fslands. Var þar samþykkt samhljóða a5 segja upp gildandi kaup- og kjarasamningum frá og með 1. maí. í gær barst Vinnuveitenda- sambandi íslands í gær bréf frá Stéttarfélagi verkfræðinga, þar sem verkfræðingar segja upp gildandi kjarasamningum við vinnuveitendur frá 1. júní n. k. Var uppsögnin samþykkt á fundi, sem verkfræðingar héldu s.l. laugardag, þar sem rætt var um launamál og uppsögn kjarasamninga. Þá Jhefur einnig verið talið í atkvæðagreiðslu hjá félagi bak- arasveina og féllu atkvæði.i þannig að samþykkt var með yfirgnæfandi- meirihluta áð segja upp samningum, 39 voru með uppsögn cn 7 á móti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.