Vísir - 02.05.1957, Blaðsíða 8

Vísir - 02.05.1957, Blaðsíða 8
Mr, tem gerast kaupendur YlSIS eftir XC. kvera mán&Sar fá blaðið ókeypis til mánaðamcta. — Síml 16(9. Ví 8IR VlSIIt er ðtiyrasta blaðið og þó það f jðl- breyttana. — Hringið I sima 1*11 og gerrst áskrifendor. Fimmtudaginu 2. maí 1957 FerÓafélag fslands efnir til rúmlega SO ferða í sumar. Af því eru um 20 langferðir fyrir orlofs- og sumarleyfisfólk. 1 Ferðafélag Islands auglýsir milli 80 og 90 ferðir frá Reykja- vík á sumrinu, sem nú er að byrja. Rúnilega 20 þessara. ferða e.ru Iangíerðir, aetlaðar fólki sem er í sumarleyfi eða Iiefur rúman tíma, en 60 ferðir eru áætlaðar um helgar og teka frá 1 og upp í 2Yz' dag hver. Lengsta ferðin varir í 13 daga, en það er ferð um Norður- og Austurland, sem hefst í júlí- foyrjun. Verða sóttir heim feg- Urstu staðir á Norðurlandi og íarið alla leið austur á Austfirði og Fljótsdalshérað. Af öðrum langferðum má nefna ferð um Vestfirði, ferðir um SkaftaíeHssýslur, ferð um Breiðafjörð, miðlandsöræfin, Fjallabaksleið, Snæfellsness, DaSí og Strandasýslu, til Veiði- vatna, í Herðubreiðarlindir, norð- ur um Kjöl o. íl. Má segja að Jeiðir félagsins liggi um landið nær þvert og endilangt, jafnt uim öræfi sem byggðir og komið við á flestum fegurstu stöðum iandsins. Næsta langferðin er hvíta- sunnuferð á Snæfellsnes, gengið á jökulinn ef veður leyfir og íarið út að Lóndi'öngum. Það hefur jafnan verið mikil þátt- taka S þeirri férð, enda náttúru- fegurð mikil sérkénnileg og stór- brotin. Stuttu ferðirnar eru ílestar Uim nágrenni og nærsveitir höfuðstaðarins, en á þeim stöð- tim eru margir fagrir og ein- Um 80 listaverk selcf. Geysi aðsókn hefur verið að sýningu Guðmundar Guð- mundssonar listmálara í Lista- znannaskálanum og myndir hans sclst að sama skapi vel. Frá því er sýningin var opn- txð s.l. laugardag hafa 1600 manns sótt hana og rúmlega helmingur myndanna — 79 af 150 — hafa selst. Er þetta mik- S1 aðsókn hjá jafn ungum lista- manni sem Guðmundur er og salan svo af ber. Sýningin er opin í rúma viku ennþá, eða til 10 þ. m. Sýning- artími er frá kl. 1 til kl. 10 síð- degis daglega. Víöskipíasaitmmgur gerður við Frakka. Hiim 10. apríl s.l. var undir- lítaður í París samningur um Viðskipíi milli Islands og Frakk- lands fyrir tímabilið frá 1. apríl 3957 til 31. marz 1958. 1 samningnum er gert ráð fyrir útflutningi til Frakklands aðal- lega á fiski og fiskafurðum og Innflutningi á frönskum iðnað- arvörum til Islands á svipuðum grundveíli og' verið héfur. Samninginn undirritaði fyrir Xslands hönd Agnar Kl. Jónsson ■Séndiherra. kennilegir staðir, og sumum þeirra hefur fólk ekki veitt nægjanlega eftirtekt. Þess má geta að Ferðafélagið efnir til vikulegra ferða í Þórsmörk og Landmannalaugar frá 8. júní n.k. til ágústmánaðarloka. Þannig að fólk getur dvalist á þessum stöð- um milli ferða og hafzt við í sæluhúsum félagsins á meðan. Þá verður og efnt til ferða á Esju öðru hvoru um helgar og til margra gróðursetningarferða í Heiðmörk, einnig að kvöldlagi í vor. Ferðafélag íslands á orðið átta sæluhús í óbyggðum og er gist í flestum þeirra að meira eða minna á hverju sumri. I tveim- ur þeirra, Þórsmerkur- og Land- mannalaugahúsinu fellur naum- ast úr gisting frá vori til hausts, svo mjög er sózt eftir að gista í þeim. Annars hefur Ferðafé- lagið tjöld meðferðis í flestum ferðunum. í fyrrasumar voru fleiri þátt- takendur í ferðum Ferðafelags íslands heldur en nokkru sinni áður og sýnir það m. a. vaxandi vinsældir þess. „Sugar“ Ray sigraði. Keppni um heimsmeistara- titil í ,,millivigt“ í hnefaleik fór fram í Chicago í gærkvöldi. Keppendur voru Gene Fulmer og ,,Sugar” Ray Robinson. Leikar fóru svo, að Robinsoa endurheimti heimsmeistaratit- ilinn og er þetta í 4. ginn, sem hann verður heimsmeistari. — Keppendurnir eru báðir Banda- ríkjamenn, Robinson blökku- maður, hinn hvítur, Mormóni. Daufur dagur fyrir kommúnssta. Kommúnistar efndu til kröfugöngu og útifundar í gær í tilefni af 1. maí. Veður var óhagstætt, eins og menn vita, suddarigning nær allan daginn, en ef áhuginn hefði verið fyrir hendi, hefðu menn ekki sett slíkt fyrir sig. Fylkingin var heldur þunn- skipuð, svo að ýmsir telja, að þetta hafi verið fámennasta kröfuganga, sem hér hefir ver- ið farin, því að í henni voru til- tölulega fáir umfram þá, sem báru spjöld og fána, eða for- ingjana, er gengu lausir. Á Lækjai'torgi var efr.t til útifundar, og töluðu þar Guð- mundur J. Guðmundsson cg Hannibal Valdimarsson. Voru ræður þeirra venjulegt stór- yrðaglamur, og fækkaði held- ur á torginu, meðan á þeim stóð. Leifélagið sýnir Hæ, þarna úti og Browning-þýðinguna í Iðnó í kvöld kl. 8,15. Er það síðasta sýning á þessean ágætu leik- ritum. Myndin hér að ofan er af Þorsteioi Ö. Stephensen og Helgu Valtýsdóttur í hlutverkum sínum í Browning-þýðing- unni, sem þau hafa bæði hlotið mikið Iof fyrir. Landvamir Bandaríkja byggjast á kjarn- orkusnætti. Wilson landvarnaráðherra Bandaríkjanna hefur lýst yfir, að landvamastefna Bandaríkj- anna byggðist á kjarnorku- mætti. i Þessi yfirlýsing ’hans var gerð fyrir þingnefnd í vetur sem leið, en vitnisburður Wil- sons hefur ekki verið birtur fyrr en nú. Wilson var margs spurður og m.a. svaraði hann fyrirspum um kjarnorkumátt Rússa í hernaði. Kvað hann það álit sitt, að þeir væru þess ekki megnugir, að leggja borgir meginlandsins og Bretlands í rústir á einni nótt. — Það var vegna landvarnaútgjalda, sem nefndin kvaddi Wilson á sinn fund. Floti V. Þ. Burke flotaforingi sagði x gær, að hinn litli floti, sem Vestur-Þýzkaland mundi hafa eftir 3 ár, yrði fullkominn, og gæti komið í góðar þarfir, ef til styrjaldar kæmi, ekki sízt á Eystrasalti, þar sem hann gæti truflað siglingar Rússa. Togarar á norðurmiðum spilla veiði báta. Hlýindi á Norðuriandi og byrjaE að grænka. Fró fréttaritara Vísis. — Akureyri í gærmorgun. Byrjað er að grænka í görðum á Akureyri, enda er þar nú sunnanátt og hiti. I morgun var ll stiga Jhiti og í gærkyeldi var rigning. í gær var opnaður bóka- markaður í Skjaldborg á veg- um Bóksalafélags íslands. Þar eru um 1000 bókatitlar á markaðnum. Úr Mývatnssveit. Síðastliðið laugardagskvöld efndu Mývetningar til mikils sumarfagnaðar og við það tæki- færi var tekinn í notkun flygill sá, sem hefur verið í eigu Þjóð- leikhússins til þessa, en seldur norður er Þjóðleikhúsið fékk hinn nýja flygil sinn, Var flýg- illinn vígður með ræðuhöldum og söng. Fagnaður þessi var haldinn á vegum ungmennafé- lagsins í félagsheimilinu að Skjólbrekku. Snjólaust er orðið í Mý- vatnssveit og vatnið autt að mestu. Veiði í því hefur verið sæmileg í vetur en silungurinn smár. Vegir eru færir orðnir austur að Möðrudal og frá Grímsstöðum er bílfært um Hólssand norður til Kópa- skers og Raufarhafnar. Fréttir frá Tjörnesi. Á Tjörnesi hefur verið frost á hverri nóttu að undanfönu og fyrir bragðið hafa litlir bilar j komizt daglega um hinn nýja veg um Tjörnes milli Keldu- hverfis og Húsavíkur. Rauðmagaveíði hefur verið lítil í vor vegna óvenju mikilla vestanstorma, sem hafa verið tíðari að undanförnu en menn minnast um margra ára skeið. Reki á nesinu hefur ver- ið lítill nema helzt á Máná. Togarar við Norðurland. Undanfarnar vikur heíur sézt mikill fjöldi togara við austan- vert Norðurland, einkum aust- ur af Grímsey og suma dagana hafa sést þar yfir 20 togarar að McLeod verkamálráðherra skýrði frá því í neðri mál- stofunni nýlega, að nú væru um 15.500 ungverskir flótta- menn í Bretlandi yfir 16 ára að aldri, þar af 4000 konuiv Ráðuneytið hefir séð 7.500 fyrir vinnu og 2000 fengu' vinnu með annara aðstoð. — Á vegum kolaráðsins brezka eru 3500 í þjálfun. veiðum, flestir erlendir. Er talið að þessi mikli togaraskari spilli verulega veiði, einkum fyrir Húsvíkurbátum. Viscount vélarnar komust ekki í gær vegna dimmviðris hér. Eru væntanlegar kl. 4 í dag. Ráð hafði verið gert fyrir því að hinar nýju Vickers-Vis- count-flugvélar Flugfélags fs- ilands kæmu í gær klukkan 4 síðdjegis, en fresta varð ferð þeirra vegna þess að flugvöll- urinn í Reykjavík var lokaður. Var dimmviðri svo mikið í gær að ekki var lendingarfært á flugvellinum og var hann lok- aður fyrir alla flugumferð. í hádegisútvarpinu í gær var skýrt frá því að ekki yrði af komu flugvélanna fyrr en í dag, en þær myndu væntanlegar um kl. 4 e. h. í dag ef lendingar- skilyrði leyfðu. Veðurstofan taldi í morgun fullar horfur á bjartara veðri og að varla myndi þörf á að loka flugvellinum nema stund og stund í verstu hryðjunum. Það eru því allar horfur á að flugvélarnar komi á tilteknum tíma f dag. í flugsKýlinu norðan við af- greiðsluhúsið fer fram móttöku athöfn þegar eftir lendingu vél: anna. Þar flytur Guðmundúr Vilhjálmsson framkvæmda- stjóri ávarp, en hann er formað ur stjórnar Flugfélags íslands. Enn fremur flytur flugmála- ráðherra, Eysteinn Jónsson, ræðu og Lúðrasveit Reykjavík- ur leikur. Að því búnu fer fram skírnarathöfnin, þar sem báð- um vélunum verða gefin nöfn. Eitthvað verður af farþegum með flugvélunum. Fer önnui vélin í áætlunarferð til Glasgow og Kaupm.hafnar í fyrramál- ið og kemur aftur á laugardag. Er það fyrsta ferðin í hinni nýju sumaráætlun Flugfélagsins. — Brezkir flugstjórar verða með vélinni fyrst í stað en aðstoð- arflugmenn eru íslendingar. Hin flugvélin verður í æfinga- flugi, út þennan mánuð, mest erlendis, en e. t. v. einnig eitt- hvað hérlendis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.