Vísir - 03.05.1957, Page 1

Vísir - 03.05.1957, Page 1
12 bls. 12 bls. 47. árg. Föstudaginn 3. maí 1957 95. tbl. Nýju faxarnir heila Hrísn- faxi og Gullfaxi. Mikill mannsöfnuður viðstaddur virðulega móttökuathöfn í gær. Önnur nýju flugvélanna renn v aS flugskýlinu. Gagnrýni vegna varn- arstefnu Breta. Nokkur gagnrýni kom fram á Breta á Bonnfundinum í gær fyrir að gerbreyta í skyndi stefnu í vopnamálum, þ. e. að miða aðallega við notkun kjamorkuvopna. Selwyn Lloyd varð fyrir svörum af Breta hálfu og kvað stefnu Breta vera í samræmi við þær skoðanir, sem nú væru uppi meðal vestrænu þjóðanna og stefnu, um hlutfallið milli kjarnorku- og venjulegra vopna. í skýrslu varanefndar Evrópuráðsins sem birt er í Strassbourg eru Bretar gagn- rýndir fyrir að fækka í her sín- um á meginlandinu, en jafn- framt er viðurkennt að þeir beri þungar fjárhagslegar byrðar vegna varnaskuldbind- inga sinna á meginlandinu. Fyrsta golfkeppni ársins verður háð á morgun. AÍSs verða 24 kappleikir í sumar. Sumarstarf Golfklúbbs Rvík- ur hósft 1. maí Golfvöilurinn hefur nú verið tekin í notkun til sumarstarfsins og skálinn opinn klúbbfélögum frá þeim tíma. 1 : | ! Að vísu hefur völlurinn verið notaður af allmörgum klúbb- félögum í allan vetur. Jafnvfel meðan snjór var á, héldu þó nokkrir félagar uppi æfingum, og lituðu bolta sína svarta til þess að sjá þá betur. Hópur iðkendanna hefur farið sívax- andi síðustu vikurnar og nær sennilega hámarki í þessum og næsta rnánuði. Tæplega 40 nýir meðlimir gengu í klúbbinn á síðasta starfsári hans, og flestir Tvö umferðarslys í morguii. * I gær tsrðu einnig ávö sijs. í morgun urðu tvö umferðar- slys hér í bænum, en í morgun hafði Vísir ekki fregnir af því Jiversu alvarleg þau voru. Það slysið, sem átti sér fyrr stað varð á mótum Furumels og Hringbrautar. Þar varð Geir Ólafsson, Blönduhlíð 28, fyrir bíl og meiddist allmikið. Geir var á hjálparmótorhjóli en féll af hjólinu og í götuna. Hafði hann hlotið meiðsli á öxl, hlaut hejjahristing og jafnvel talið að hann hafi rifbrotnað. Sjúkra- bifreið flutti hann í slysavarð- stofuna. Hitt slysið varð á Reykja- nésbraut móts við Þóroddsstaði. Þar var maður á fefð í bil, er vélkrani sem þar var á fe'ð mun eitthvað hafa lent utan í bílnum. Líklega hefur bílstjór- inn þá farið út úr bílnum því svo mikið er víst að kranaskófl- an slóst í höfuð honum svo hann rotaðist. Einhvern áverka hlaut hann líka, en blaðinu er ékki kunnugt um hve mikil meiðsli hans eru. Maður þessi heitir Guðbjartur Þorgilsson til heimilis að Hringbraut 113. Hann var fluttur í sjúkrabifreið í Slysavarðstofuna. í gær urðu einnig tvö slys, annað varð umferðarslys á mótum Tryggvagötu og Kalk- ofnsvegar. Þar varð drengur á reiðhjóli fyrir bxl og skrámað- ist hann á hendi, en hjólið skemmdist mikið. Hitt slysið varð með þeim hætti að maður datt um þrösk- uld og brotnaði á hnéskel. Þann 30. apríl varð slys við Áburðarverksmiðjuna í Gufu- nesi. En þar féll maður af bíl- palli og var hann fluttur í slysavarðstofuna til athugun- ar. Innbrot. í fyrrakvöld var brotizt inn í benzínafgreiðslu B.P. á Laugavegi. Inhbrotsþjófurinn, sem var 15 ára unglingur, náðist og var afhentuf lö^réglunni. Eitthvað fanst af skiptimynt i vösiun hans. þeiri’a æfa nú af kappi. Búast má við, að allmargir hefji golf- leik á þessu ári; og ættu þeir, sem hafa hugsað sér að ganga í klúbbinn ekki að draga þa'ð um of. Hér er um að ræða iþrótt sem hentar öllum jafn- vel, á hvaða aldri sem menn eru, jafnt körlum sem konum. Kappleikaskrá klúbbsins hef- ur nýlega verið gefin út. Sam- kvæmt henni eru þegar á- kveðnir 24 kappleikir á vegum klúbbsins nú í sumar, en auk þess fara nú fram, eins Og und- anfarið bæjarkeppnir, sem klúbbfélagar taka þátt 1, bæði á heimavelli og að heiman. Fyrsta keppnin á vegum klúbbsins fer fram á morgun 4. maí kl. 14, en síðan eru ein- hverjir leikar í hverri viku. — Fyrsta keppnin er bogey- keppni, en það er forgjafar- keppni, svo sem flestar aðrar keppnir klúbbsins, og veitir slík tilhögun byrjendum sömu möguleika til vinnings sem reyndum leikurum. Fyrir vikið verður keppnin ávallt tvísýnni og fjörugri og fjölmennari. — Búast má við mikilli þátttöku þegar í þessari fyrstu keppni, enda eru menn óspart hvattir til þátttöku. Kennsla í golfleik á vegum klúbbsins hefst þegar í þessum mánuði, og ættu þeir, sem á- kveðið hafa að hefja golfleik nú í sumar að tryggja sér til- sögn, sém fyrst, þar sem búast má við mjög mikilli aðsókn að kennslunnj. Mikill mannfjöldi beið komu hinna nýju flugvéia Flugfélags. Islands, sem komu hingað um kl. 4 í gær. Var óslitinn straum- ur bifreiða og gangandi fólks suður á flugvöll, er leið að komu- tíma. Var veður orðið gott. Viðbúnaður var mikill af fé- lagsins hálíu til þess að mót- töku- og skírnarathöfnin gæti farið fram á veglegan og eftii'- minnilegan hátt. Var komið fyrir ræðupalli fyrir miðjum, opnum dyrum stærsta flugvélarskýlis- ins, en inni í því voru bekkir fyrir fjölmarga gesti. Allt var fáijum skreytt og Lúðrasveit Reykjavikur lék. Eftir komu flugvélanna, sem eru af Vickers Viscpuntgerð, var þeim komið íyrir á flugbrautinni fjTÍr fram- an ræðupallinn, svo að þær næstum „stungu þar saman nefjum", og ræðuhöld hófust. Guðmundur Vilhjálmsson for- maður Flugfélags Islands og rakti allan aðdraganda að kaup- unum á flugvélunum, eftir að hafa boðið gesti og alla vel- komna. Enfremur ræddi hano mikilvægi flugsins og flugþjón- ustunnar og lýsti nokkuð hinum nýju ílugvélum. Þær eru nokkru minni en Skymasterílugvélamar (28% smál. fullhlaðnar móti 33), en hreyflamir fjórðungi aflmeiri þ. e. 1780 hestöfl hver, og er því aukið öryggi. Flughraði er 525 km. á klst og styttist flugtíminn til muna, milli Reykjavíkur og [ Glasgów 3 st. í stað 4% og til Lundúna á 4 klst í stað 6 og Hafnar á 4% í stað 7. Jafngildir þetta 30 min. flugi til Akureyi'ar. Þá lýsti G. V. ioftþrýstiútbúnaði í farþegasal, en hans vegna er hægt að íljúga í mun meiri hæð en elia án þess farþegar verðí fyrir óþægindum af völdum súr- efnisskorts. I lok ræðu sinnar þakkaði G. V. öllum sem stutt hefðu að framgangi málsins. Kæstur talaði Eysteinn Jóns- son flugmálaráðherra og óskaði ílugmönnunum, félaginu og þjóðinni allri til hamingju með flugvélarnar. Þá fór fi’am skírnarathöfnin. Skríði fi'ú Kristín, kona Guðm. Vilhjálmssonar fyrri flugvélina, og hlaut hún nafnið Hrímfaxi, en ung mær, dóttir Arnar Johanson fi'amkvæmdastjóra fé- lagsins hina, og hlaut nafnið Gulifaxi. Kampavinsflöskur voru brotn- ar á stefni hvorrar flugvélar um sig, að skírn lokinni. Að öílu þessu loknu var síð- degisdrykkja í afgreiðslusal. Var athöfnin vix'ðuleg og ánrtgjuleg. — Vísir óskar féiag- inu til hamingju með nýju Fax- ana. Fimm bræður h&ncEteknir. Stjómin £ Marokkó hefur fyrh-skipað handtöku fimm sona soldánsins í Marrakesh. Hann var, þar til hann féll frá í fyrra, mestur áhrifámað- ur meðal Berbaþjóðflokkanna. — Handtaka bi'æðranna var fyrirskipuð af öryggisástæðum, en þeir eru grunaðir um sam- særisáform. Sex menn aðrir voru hand- teknir. Nýr rithöfundur af íslenzkum ættum í Danmörku. UeEitr geíið ú í másagnasafn og gerizf aalalsagait iittt Ito.rð í FJalEffossi. Richards kvaddur heim. Eiscmhower forseti hefur kvatt heim Richards, sem að undanfömu hefur ferðast um löndin fyrir botni Miðjarðar- hafs eg nálæg lönd, til þess að kynna áætlun forsetans um að- Stóð við þatt. Núna rétt fyrir mánaðamótin kom út bók í Danniörku, eftir ungan rithöfmid af íslenzkum ættum. • Höfundurinn heitir Knud Barnholdt og er 31 árs gamall. Er þetta smásagnasafn, sem heitir „Kontrakten" og er það fyrsta bók höfundar. Móðir hans er íslenzk, en faðirinn danskin’. Hann er fæddur á Helsingjareyri, hefur ferðast víð og m. a. verið hér á íslandi um skeið. Knud Bern- holdt er útlærður skipasmiður, hefur gengið í leikskóla, en ævintýralöngunin var of sterk og hann hætti við hvorttveggja. Hann þótti mjög efnilegur leik- ári, en þégar hartn átti að koma fram í fyrsta sinn á Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn, hætti hann við allt saman og fór til íslands. Meðan hann var hér á landi, stundaði hann margskonar störf. Síðan hefur hann ferðast og flækst um mörg lönd, svo sem Noreg, Finnland, Þýzkaland og Belgíu. Hann hefur unnið sem fiski- maður, lem.pari, vörubílstjóri og þjónn, múrari og jarðyrkju- maður. Hann hefur því fengizt við margt um dagana. Smásagan, sem bókin ber nafn’af, Kontrakten, gerist um borð í Fjallfóssi á leið til Akur- eyrar og heitir áðalpersónan íslenzku naíni, Halldór Gríms- soh.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.