Vísir - 07.05.1957, Blaðsíða 1

Vísir - 07.05.1957, Blaðsíða 1
k! H Ú 47. arg. Þriðjudaginn 7. maí 1957 98. tbl. Grænlandsferðir byrja fyrr en undanfarið. Sæmilegur afli á þeím miðum síðustu daga. í síðustu viku var sæmUegur afli hjá togurum, en undanfarið hefiu' yfirleitt verið lélegur afli, þótt einstaka togari hafi gert góðan túr. Sennilega hefir verið einna beztur afli hjá Bjarna Ólafssyni sem landaði 270 lestum á Akra- nesi á laugardag. 1 Reykjavík hafa landað þessa viku: Hval- fell um 250 lestir, Egill Skalla- grímsson 220, Marz 301, Askur 283 og í dag er verið að landa úr Karlsefni 110 lestum og Jóni Forseta 170 til 180 lestum. Tveir togarar eru farnir á salt- fisk til Grænlands, Akurey frá Akranesi og Þorkell Máni. Hall- veig Fróðadóttir var fyrsti ís- lenzki togarinn, sem fór til Grænlands í vor og er hún vænt- anleg úr þeirri veiðiför á fimmtu- dag. Reykjafoss mel ofn í sementsverksmföjuna. Með Eeykjafossi, sem nú iiggur í Keykjavíkurhöfn^ og híður þess að komast tU Akra- ness, eru geysistórir vélahlutar, sem eiga að fara tU sements- ver ksmiðj unnar. All miklum erfiðleikum er bundið, að skipa þessum véla- hlutum á land þar og hafa því ýmsar stórvirkar vinnuvélar verið fluttar frá Reykjavik upp á Akranes til þess að ná véla- hlutunum úr skipinu og flytja þær frá skipshlið og upp að verksmiðj ubyggingunni. Meðal þessara vélahluta er hinn stóri ofn eða hlutar lians. Danskir sérfræðingar hafa verið ráðnir til þess að hlaða upp ofninn. Gert er ráð fyrir að sements- verksmiðjan geti tekið til starfa á árinu 1958. Margir af hinum erlendu tog- urum sem voru við ísland í vet- ur fóru til Grænlands eftir að fiskini á Selvogsbanka lauk. Hófust Grænlandsferðir mun fyrr í ár en venjulega gerist. Fór Hallveig: norður á Fyllu- banka. Gekk veiðin fremur stirð lega i fyrstö \'egr,a storma og isreks og þá sérstaklega sunn- arlega við iandið, en minna ís- rek er norðar dró. Aflinn fór heldur vaxandi eftir því sem leið á og var kornin sæmileg veiði síðustu daga skips- ins við Grænland. Nýtt áfail fyrír ítalska kommúnista. Verkalýðsfélög kommúnista á Italíu hafa eim orðið fyrir áfalli. Samband félaga burðar- mann, sem í eru um 20.000 fé- lagar, hefir sagt sig úr samttik- urn þeirra. Leiðtogar þessara félaga segja, að ákvörðunin hafi verið tekin vegna þess, að kommún- istar láti ávallt stjórnmálalega hagsmuni sitja fyrir, en skeyti lítið um hagsmuni verka- manna. Þeir bættu því við, að sambandið mundi hér eftir verða óháð, en leitast við að fá upptöku í Alþjóðasamband flutningamanna frjálsu þjóð- anna. Eldgos í Etnu. Undanfarna fjóra daga hefir verið gos í Etnu á Sikiley, en ekki hefir það verið alvarlegt. Hefir opnazt gígur um 2000 fetum fyrir neðan fjallstindinn, sem er nærri 10,800 fet á hæð, og vellur hraun úr honum. Menn vona, að gosinu Ijúki fljótt. Ford og Chrysler sækja á. Ett selur meira en bæ5i þau fyrlr- tæki samtals. Ford og Chrysler hafa sótt mjög á á bílamarkaðinum vest- an hafs á þessu ári, en sala hjá General Motors gengið heldur saman. Ford tilkynnti í apríl, að í lok fyrsta fjórðungs ársins hefði fyrirtækið verið búið að selja meira en á nokkru öðru jafn-löngu tímabili í sögu þess. Nam umsetningin hvorki meira né minna en 1570 milljónum dollara ' (sem svarar 27 n'íil- jörðum ísl. kr. með banka- gengi), en áður hafði ársfjérð- ungsumsetning verið mest á fyrsta fjórðungi 1955, þegar bún varð 1410 milljónir dollara. Hreinn hagnaður í ár varð 100 millj. dollara, en hafði orðið 102 millj. 1955. j Umsetning Chrysler-verk- | smiðjanna á fyrsta fjórðungi jkomst upp í 1100 millj. dollara, ' en hafði áður verið mest 999 millj. dollara fyrir tveim áru’.n. Hinsvegar hafði salan aðe’rs verið 742 millj. dollara á 1. áíd- fjórðungi síðasta árs, er rekst,- urinn gekk slælega. i General Motors hefir hins- í vegar selt meira en bæði þessi fyrirtæki samanlangt, því að umsetning fjórðungsins nam 3076 milljónum dollara, en hafði iorðið mest 3101 milli. á sl. ári. Kona finnst rænulaus og mikið brennd á legubekk. Taflið að í Siafi kvikn&ð tít frá Þessi fjögurra ára snáði á Seylon, Mohammed Sidik, er vafalaust yngsti slöngutemjari heinis. Hann lærði ,.iðaina‘‘ lijá föður sínum, og hefir svo mikl- ar tekjur af að sýna kunnáttu sína. að hann, móðir hans og fjögur systkini komast vel af. Hann er yngstur í fjölskyld- unni. Stjérnerkreppa á Ítalíu. Pdsimannaverk- ialll aflýsl. Gronchi forseti Ítaiíu iiefur beðið Segni og stjórn hans um að starfa áfram til bráðabrigða. — Heíur Gronehi nú hafið við- ræður við leiðtoga stjórnar- flokkanna. Segni baðst lausnar fyrir sig og stjórn sína, eftir að Sarragat leiðtogi jafnaðarmanna, hafði boðað að flokkur hans myndi draga sig í hlé úr samsteypu- stjórninni, til þess að greiða fyrir sameiningu við flokk Nennis, sem hefur slitið sam- starfi við kommúnista. Var stjórnin þar með komin í minni hluta á þingi. Vegna þessara atburða var póstmannaverkfallinu aflýst, þar sem við engan væri að semja fyrr en ný ríkisstjórn hefði verið mynduð. Seinni hluta nætur í nótt j fannst ineðvitudarlaus kona á Iogandi legubekk í herbergi að Hrísateig 19. Var liún með mikil brunasár og var ekki homin til meðvitundar nokkru fyrh- hádegið í dag. Á sjótta tímanum í morgun vaknaði fólk í húsinu Hrísa- teigur 19 við reykjariykt og fór að athuga hvaðan reykinn lagði. Komst það að raun um, að hann mydi leggja frá her- bergi í kjallara, þar sem bú- sett var kona ein, Sigríður Þór- árinsdóttir. Var þá ráðist inn í herbergið og logaði þá svefn- bekkurinn sem hún svaf á, en hún var sjálf meðvitundarlaus orðin. Var slökkviliðinu gert aðvart um eldinn og beðið að koma með sjúkrabifreið á staðinn. En sjálft var fólkið búið að slökkva eldinn, þegar siökkviliðið kom á vettvang, enda var ekki um annan eld að ræða en í bekkn- um og rúmfötunum. Skemmdir urðu því ekki aðrar á húsmun- unura eða herberginu, en aftur á móti var konan með mikið brunasár sem náði frá hæl á öðrum fæti hennar og upp á lend. Hún var flutt meðvitund- aiiaus í sjúkrahús Hvítabands- ins þar sem henni var gefið j súrefni, en ekki var hún komin1 I til meðvitundar nokkru fyrir I liádegið í morgun. Sýnt þykir að eldurinn muni hafa kviknað út frá rafmagns- hitapoka, sem konan hafði sett í samband áður en hún sofnaði og' hafði í rúmi sínu. Pokinn, eða leiðslan frá honum, mun hafa bilað og kveikt í bekknum og sængurfötunum. Sýnir þetta að- hitapokar eru ekki hættu- lausir fremur en ýmis önnur rafmagnstæki. Atomsprengingum skaf hætt stig af stigi. Tilllögnr, sem Noble, fulltrúi Breta i undirnefnd afvopnunar- nefnclar S. Þj. bar fram í ga'r, vekja núkla atliygli og er mjög vel tekið í brezkum blöðum. Þær eru í meginatriðum, að kjarnorkuvopnaprófunurn verði hætt stig af stigi, og með öllu, um leið og samkomulag er feng- ið um bann við framleiðsíú og nptkun kjarnorkuvopna. Sar:v einuðu þjóðunum sé tilkynnt fyrirfram um allar prófraunif. 1 blöðunum er sagt, að þar sem þessar tillögur komi fram rétt fyrir prófanirnar á Jóia- eynni, megi lita á það sem próf- stein á einlægni Rússa hversu þeir taki þeim. Blöðin telja þær líklegar til samkomulags. ★ Norsk blöð segja, að veiðst hafi 34 kg. þorslcur við Nor- eg í vetur. Stærstí kopti hesms s symar. Mesta helikopterflugvél í heimi, Fairey Botodyne, verður tekin í notkun í sumar. Smíði tveggja flugvéla af þessari gerð er hartnær lokið. Þær eru ætlaðar til íéiigrá flugs en helikopterflúgvélar, sern nú eru í notkun, og réymst bær, eins og vonir standa tií, verður hafin fjöldaframleiðsia þeirra. Flugvélar þessar eiga að geta flutt 40—50 farþega og fljúga með allt að 240 km. hraða á klst. Uppþot í Péllendi bælt niður með hervddi. Vishlnsky fer á fund páfa - kvaddur með sálmasöng af miklum mannfjölda. Ha"ia<5ur hjá GM varð nú 261 millj. dollara. Mikið upphot varð í bæ nokkrum ; Suðaustur-Póllandi í gær og varð að bjóða út her- liði, til þess að tvístra mann- söfnuði. — Margir öryggislög- reglumenn voru hart leiknir í átökunum. Upptökin voru, að öryggis- lögreglumenn handtóku drukk- I inn sjómann og reyndu félagar j hans að koma honum til hjálp- j ar. Dreif nú að fólk, sem gérði lóp að lögreglunni og lét óspart : í ljós andúð sína á kommún- istum. Var það mikill skari, sem fylgdi lögreglumönnunum eftir með fangann að fangels- inu, en þar réðst múgurinn á lögregluna, og meiddust marg- ir. — Voru kvaddar til tvær her- deildir og ruddust þær fram með táragasi og dreifðu mann- fjöldanum. Mesta athygli vekur í sam- bandi við þessa frétt hve andúðin gegn kommúnistum og lögreglunni bersýnilega er mikil undir niðri, þar sem hún brýst svo kröftulega fram af ekki meira tilefni en hér var um að ræða. Önnur fregn frá Póllandi vekur athygli. Vishinsky kardí- náli er nú lagður af stað í löngu fyrirfram ákveðna ferð til Rómaborgar á fur.d páfa. Hann sat sem kunnugt er í fangelsi um langan tíma þar til í októ- ber s.l. Við burtförina safnaðist múgur og margmenni saman í stöðinni til þess að kveðja hann og söng allur mannsöfn- uðurinn hvern sálminn á fætur öðrum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.