Vísir - 07.05.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 07.05.1957, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 7. maí 1957 . VfSIB % • * • • • o • • • • i ANDNEMAMNIR • • EFTIR * • • • • • 34 RUTH MOORE • • • • • • ••••. • var breiddur strigi yfir. Hann tók hana upp. Hún var tandur- hrein. Hvergi sandur í henni. En allt í einu hrökk hann við eins og höggormur hefði bitið hann. Á segldúknum, þar sem byssan hafði legið var ofurlítil hrúga af gullpeningum. Það var gullið, sem hann hafði troðið í vasa sinn. þegar hann var að reyna að koma einhverju af gullinu undan fyrir Edda bróður sinn. Þetta voru peningarnir, sem hann hafði ætlað að fá Edda . Hann hafði steingleymt þeim. Hann hafði farið á burt með þá, eins og venjulegur þjófur. Auðvitað hafði Karó- lína fnuidð þá, þegar hún þvoði fötin hans. Og það var ekki nóg með það, að hann hefði farið burt með fullan vasa af gulli. Hann hafði ekki fengið færi á því að segja Edda frá gullinu, sem hann hafði falið undir járnarusl- inu í naglabauk föður síns, en það hafði hann þó ætlað sér að gera. Hann hafði bara falið það og síðan farið burt í þeim til- gangi að koma aldrei heim aftur. Og þarna var gullið, á hill- unni í vagnskýlinu, falið undir nöglum og járnarusli, sem faðir hans hafði skilið eftir. Enginn, nema hann, Natti, vissi um þetta. Hann varð að fara heim aftur, eftir alit saman. Hann varð að fara heim og segja Edda frá þessu. f örvæntingu sinni kraup hann niður á segldúkinn, þar sem gullhrúgan lá og starði á peningana. Hann hafði haft svo margt í huganum, þegar hann fór, að hann hafði steingleymt pening- unum. Hann hafði munað eftir smíðaverkfærunum, önglunum, færunum og striga. Hann hafði alls ekkert hugsað um peninga. Hann hafði ekki gert sér ljóst, að hann þyrfti neina peninga. Viðvíkjandi viðgerðinni og breytingunni á bátnum hafði hann hugsað sér að stanza í bátasmíðastöðinni í Dulverton og fá sér vinnu þar í nokkra daga, rneðan hann væri að vinna sér inn peninga fyrir viðgerðinni á bátnum. Það mundi ekki taka langan tíma. Hann var lagtækúr við bátasmíði. Matarbirgðir hans mundu ekki endast lengi, en ef hann fengi salt, mundi hann geta lifað á veiðum. Hvað mundi fólk segja, ef það vissi, að hann hafði troðið vasa sína fulla af gulli Edda og flýtt sér síðan burt. En enginn vissi neitt um það nema hann. Og hann vissi, að hann hafði ekki gert það í þeim tilgangi að auðga sjálfan sig. Eftir andartak var honum orðið ljóst, að hann mundi ekki fara heim aftur. Eftir meðferðina á okkur, eins og hún hefur nú verið skuldar Eddi okkur talsvert, hugsaði hann. Ég hef fengið bátinn.j Karólína á þessa peninga. Hún ætti að fá þá. Þegar alls er gætt, hefur hann rekið hana að heiman. Að minnsta kosti verður hún þá ekki á flæðiskeri stödd, þó að ég skilji hana eftir í Dulver- ton. Einhverntíma, þegar ég get, mun ég borga Edda þessa pen- Færið var langt og hann var óvanur byssunni. Hann missti álgérlega marks. En hann varð mjög hrifinn af byssunni. Hann langaði til að vita, hvar Eddi hafði fengið hana.- En hve það hefði verið gaman, ef Eddi hefði komið heim sami maður og hann fór. Hvernig gat það skeð að nokkur maður gæti breyzt svona mikið. Hvernig' gat það skeð, að einn maður breyttist í tvo menn. Því að í Edda voru tveir menn. Þó að Eddi væri bráðlyndur, áður en hann fór, hafði hann verið maður, sem hægt var að treysta. Máður, sem hægt var að afsaka. En nú var allt breytt. Hann hafði tekið þátt í ránum og manndrápum á skipi Ringgolds. Hann gat myrt mann og látið líkið reka fyrir straumi. Ungan pilt með blá augu og opinn munn. Ég vildi, að ég hefði ekki séð það. Bara að ég hefði ekki séð það. En þessi sýn hvarf ekki úr huga hans'.' Það var ekki hægt að afsaka Edda lengur. Hvernig gat annað eins og þetta komið fyrir mann. Mundi þetta geta hent hann sjálfan, Natta? Segjum svo, að ég lenti í því sama og Eddi? Hvernig var hægt að vita það? Nei, um það gat engimi sagt. Maður varð að taka öllu, sera að höndum bar og reyna að gera úr því það bezta sem hægt var. Og fyrst þetta hafði komið fyrir Edda, gat það hent hvern sem var. Þegar honum datt þetta í hug, var eins og honum hefði verið greitt högg. Fyrst maður hugsaði svona, gat maður ekki trúað því, að maður væri raunverulega maður, heldur aðeins leik- fang þeirra tækifæra, sem urðu á vegi hans. Ég trúi því ekki. Ég hef að vísu fengið sönnun fyrir því, en ég trúi því ekki samt. Hann var undrandi og ruglaður og stóð þarna meðal runn- anna, sem náðu honum í mitti. Þessi fjandans byssa, hugsaði hann. Ég ætti að grafa holu í jörðina, láta hana þar og moka síðan ofan á. í hvert skipti, sem ég snerti hana, minnir hún mig á Edda og þá man ég eftir hinu, sem er að gera mig vitlausan. Talsverðan spöl frá sér, sá hann hreyfingu á limi runnanna og hann stóð grafkyrr. Þarna stóð lítill villiháfur með mjó inga og einhvern veginn mun ég finna ráð til að koma orðum til hans um að skoða í naglabaukinn hans pabba. En fjandinn1 hafi það, að ég fari heim núna. Landið upp frá ströndinni var flatt og sendið og þakið runn-1 um. Natti hafði ekki gengið meira en um mílufjórðung, þegar | hann kom auga á kanínu, sem hoppaði þar milii runnanna. Múgsefjun, eskur og hávaðf. Þegar hafa verið haldnar níu Tónaregnsskemmtanir og þá kominn tími til að minnast á fyrirbrigðið án þess áð slík ummæli þurfi að hafa skað- vænleg áhrif á gróða aðstand- enda. Hljómleikarnir upphefjast með leik Gunnars Ormslev og félaga hans. Hljómsveitin er skipuð afbragðsgóðum ein- staklingum, en sem hljómsveit hefur hún enn ekki náð saman. Annars var hlutverk hennar á þessum hljómleikum fyrst og fremst, að annast undirleik fyrir hina fimmtán ára dægur- lagasöngkonu Helenu Eyjólfs- dóttur. Helena er bráðefnileg söng- kona, með geðþekka framkómu og verður gaman að heyra til hennar eftir eitt tvö ár. Síðari hluti hljómleikanna var undirlagður af „Tony Crombie and his Rockets“. Ofboðslegur hávaði, æðis- gengin öskur og algjör múg- sefjun. Þannig gæti stutt lýs- ing á síðari hiuta hljómleik- anna hljóðað. Það var ekki stnazað frá fyrsta lagi til hins síðasta. Hamagangurinn óskap- legur, en músikgæðin harla lítil. Mér kemur ekkert annað til hugar tii samanburðar, eh þeg- ar Snoddas plataði okkur Reykvíkinga hér á árunum fyrir milligöngu SÍBS;. Það sama er að ske nú, en slíkt er vel falið, því hvorki méira né minna en tveir brezkir áróðurs- og auglýsingamenn ferðast með Crombie hljómsveitinni og hér ku heilla hópur af Ólöfum Stephensenum hafa verið ráðinn þeim til aðstoðar. Ég á eiginlega bágt með að trúa því, að SÍBS sé viðrið þessi ósköp. .Sé svo, þá vona ég að húsfyllir verði þessi kvöld, sem eftir eru því hver vill ekki styðja SÍBS? Spói. J 1 k»v*ö»l«d«v»ö4*u*n*n*i „Eg var svei mér óheppinn í morgun.“ „Hvað kom fyrir?“ ,,Eg var kallaður fyrir saka-» dómara.“ „Fyrir hvað?“ „Eg hafði kysst ókunnugan kvenmann og hlaut fyrir það 200 króna sekt, en þegar saka- dómari var búinn að sjá kven- manninn hélt hann því fram, að eg hlyti að hafa verig dauða- drukkinn og dæmdi mig fyrir það í 100 króna sekt til við- bótar.“ ★ Mario Mattioii í Genoa á Ítalíu var staðinn að því, að hafa logið til um herskyldu- tíma sinn og verið einu ári leng- ur í flotanum en honum bar að vera. Ítaiíustjórn sakaði hann um að hafa platað út 730 mál- t.íðir, 1125 bolla af kaffi, 2190 sígarettur, tvenn einkennisfot, tvenna skó, tvær húfur, þrenna sokka, þrennan nærfatnað, 7 vasaklúta og 620 kr. í pening- um. k Meyer var sakaður um að hafa stolið úri en þar sem ekki var unnt að sanna stuldinn á hann var hann sýknaður í réíli. „Þér eruð sýknaður,“ endtók dómarinn. „Sýknaður!" át sákborning- urinn eftir. „Hvað er það nú?“ „Það þýðir, að dómstólinn .er sannfærður um sakleysi yðar og að þér megið fara frjáls ferða yðar.“ „Og má eg þá halda úrinu líka?‘" Heima er bezt. 3. hefti 7. árg. er komið út. — Efni þess er m. a. viðtal Við Bryndísi Pétursdóttir leikkonu eftir Vigni Guðmundsson, Reka málið eða plahkamálið í Vest- ur-Skaftafellssýslu eftir Bjarna Sigurðsson Þættir úr Vestur- vegi eftir Steindór Steindórs- son, Blaðað í dómsmáium eftir Hákon Guðmundsson, Gamlir kunningjar eftir Jóh. Ásgeirs- son Veðrið í júlí 1956 eftir Pál Bergþórsson, Jökuldalur og Jökulsá í Dal eftir Stefán Jóns- son, framhaldssaga, myndasaga, íþróttaþáttur .c. fl. C /lufMuqkA TARZAN- íiiutu aó . fcia nærri, því nú var Sam orðinn að þremur mönn- um sem tilbúnir voru að taka Tarzan af lífi. Ósjálfrátt greip apamaðurinn til bogans og lagði ör á streng. Hann skaut örinni að einum þeirra, en hið furðulega var að hún fór í gegnum manninn án þess að gera honuni mein, L - •• •

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.