Vísir - 08.05.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 08.05.1957, Blaðsíða 4
VISIR Miðvikndaginri 8. rr.zí 1957 Nú skilja léiðir. Islendingar og Grœn- Nú nálgast lokadagurinn. Leiðir skUJa. Á þessari vertið hafa Fœreyingar og Islendingar, sem oft áður, fiskað saman á miðum vorum, hér við land. En nú skilja leiðir þeirra og vor. Islenzku skipin verða dregin upp í naust, nú þegar blíðasti og bjartasti timi ársins fer i hönd. Sjómcnnirnir missa atvinnu sína. Útgerðarmennirnir verða að bera margvislegan kostnað af hátunum um marga komandi j mánuði, án þess að fá nokkuð í ] aðra hönd. Og landssjóðurinn og þjóðarheildin verður af stórfeld- um tekjum, ef vit og fram- kvœmd væri með. Færeysku skipin sigla þar' á móti eða eru þegar sigld vestur að öðru islenzku landi, sem heit- ir Grænland, þar sem Islending- ar eiga fiskimiðin en eru rétt- lausari þjóð en nokkur önnur, réftlausust allra þjóða, i sínu eigin landi þó. Við Grænland fá Færeyingar aðra þorsk-vertíð, meðan við fá- um ekkert. Að vísu mun heildaraíli þess- arar vertiðar Færeyinga við Grænland vanalega vera heldur m'inni en heildarafli þeirra allt árið hér við land. En til Græn- lands senda þeir heldur ekki smæstu eða lélegustu skipin. Og botnvörpungar þeirra eru ekki stöðugt á veiðum þar. Þennan mikla afla við Græn- land fá Færeyingar með sár- litlum tilkostnaði. Skipin eiga þeir. Kostnað af skipunum, vexti af lánum og annan stofnkostnað verða þeir að bera heima i Fær- eyjum, án tillits til þess, hvar skipin eru. Og það fer ekki betur um þau annars staðar en í bliðviðrinu við Grænland. Ný veiðarfæri þurfa þeir ekki að kaupa til Grænlands. Veiðar- íærin frá vetrarvertíðinni hér sem við verðum að fleygja eru fullgóð í blíðviðrinu þar, og þegar fram á sumarið kemur, auk þess i mjög grunnum sjó. Olíu verða þeir að kaupa svo og salt og vistir. Og kaup eða hlut verður að borga fólkinu. En til þess er nú einmitt förin til Grænlands farin, að fólkið geti haft vel upp úr tíma sínum og vinnu. Kostnaður Færeyinga á Græn- landsvertíðinni er margíalt minni en kostnaður þeirra á vetrarvertiðinni hér, því ailt, sem þeir notuðu hér dugar þeim áfram þar. Eftir heimkomuna frá Græn- landi í haust bíður þeirra ný síldarvertíð austur í hafi. Hvernig, spyr ég, er hægt að búast við því, að íslenzku skipin, sem aðeins er haldin úti (með' nokkurri von um hagnað) i 3-4 veðurhörðustu og dimmustu mánuði ársins, þegar sjaldan gefur á sjó, geti keppt yið fær- eysku skipin undir þessum kringumstæðum þótt allf annað væri i því lagi sem vera- ætti Allir hijóta að sjá, að það er ómögulegt, Á kreppuárunum frá 1930 og fram að stríði'byggðu Færeying- ar upp fiskiflota sinn fyrir gróð- ann af veiðunum við Grænland. Nú er mér sagt, að þeir séu enn að koma sér upp nýjum skipum fyrir gróðann af veiðun- um við Grænland. En hvernig gengur útgerðinni hár? Mér er spurn, því útgerðar- mönnum mun kunnugra um það 'en mér. Hvert sækja þeir gróðánn? II. Er til nokkurs að seilast fyrir íslenzk skip við Grænland? í höll grunnanna við Vestur Grænland, einkum í vesturhöll- in, safnast á siðari hluta vetrar slíkt ógrynni af þorski, að eins- dærhi mu.n vera í allri víðri ver- öld. Þessi fiskur er að bíða eftir því, að sjórinn hitni svo mikið yfir grunnunum (upp í rúmlega 2° við botn), að hann geti gengið' upp á grunnin. Allt fram undir miðjan júlí-standa þarria í höll- um grunnanna á ca. 130 til 150 faðma dýpi 30 til 40 faðma þykk- ar kasir af þorski, sporður við sporð. Sé lína lögð ofan í þessar kasir,"er vís fiskur á hvert járn. Þarna mundi vist ekki þörf að hafa langt á milli öngla! Þarna mundi víst heldur ekki þurfa að vanda beituna, því þessi fiski- mergð stendur þarna — eða hlýtur að standa — i svelti. Ef botnvörpu er kastað ofan í þess- ar kasir, má ekki toga nema örskamma stund, ella springur varpan. Fram að miðjum júlí liggja skipin þarna næstum því stöð- ugt grafkyr. Næstum allur tím- inn fer i aðgerð á fiskinum. Það að veiða hann er aukaatriði. Islenzku botnvörpungarnir hafa getað fyllt sig af karfa við Grænland á 2 til 3 'dögum. Á enn skemmri tima ættu þ'eir að geta : fyllt sig af þorski í vesturhöll-. um grunnanna fram að miðjum júlí, ef þeir hefðu aðstöðu til þess að losa sig við aflann til aðgerðar í höfnum á Grænlandi. Enn skemmri tíma ættu vélbátar að þurfa til að fylla sig þarna, einkanlega, ef þeir hefðu troll, og hefðu getu til að losa sig við aflann til aðgerðar á landi í Grænlandi. Á þessum tíma, fram að miðjum júlí, á ekki að gera við aflann úti á sjó, held- ur „moka honum í land" og gera að honum þar. Þegar kemur fram urn miðjan júlí, eru þessi óskaplegu uppgrip við Grænland búin. Það er mik- ill venjulegur afli þar úr þvi allt fram undir áramót. En eftir miðjan júlí dreifir fiskurinn sér um allan sjó og gengur norður með landinu. Isl. útgerðarmenn, sem ættu skip við Grænland og vildu þó gera hér út á síld, gætu því kallað þau heim nálægt miðjum júlí. Þeir, sem ekki vildu taka þátt i síldarlotteríinu, gætu haft þau við Grænland fram á vetur. I sundunum við suðurodda Grænlands er óskaplega mikil gengd af þorski í september og fram á haust, óvíst hve lengi. III. 1 þessu landi, þar sem pólitík og ríkisvald hafa spennt heljar- greipum. um svo til alla atvinnu- vegi, er það ófyrirgefanlegt, að stjórnmálamenn skuli ekki vilja gefa sér tima til að ganga eftir rétti Islands til Grænlands. Is- lendingar eiga Grænland með alveg sama hætti og þeir eiga þetta land. Það er harðsarinað mál. Þeir eiga og auðvelt með að ná þessum rétti, meðan sú blessaða tíð stendur, að smá- þjóðir geta neytt hins alþjóðlega dómsvalds S.Þ., til að ná rétti sinum. Sá tími stendur varla eilíflega, því á að „vinna meðan dagur er". Og í þessu máli eiga íslendingar allt að vinna, en engu að tapa,~þvi reki þeir ekki réttar síns í þessu máli og það skjótt og með fullri alvöru og festu, eiga þeir það á hættu að svo verði litið á, að þeir hafi gefið Grænland upp og eiga þá ekkert tilkall til þess framar. Sá háski vofir og yfir, að Danir seljí Grænland. Ef svo færi, væri réttur íslands til Grænlands þar með glataður um alla tíma og eilífð. Danir hafa selt nýlendur sem þeir hafa haít hönd á, og ýmis önnur lönd lika. Oft ¦ hafa þeir reynt að selja Island, err aldrei tekist að koma því út. En að Grænlandi skortir ekki kaupend- ur, og í þeim hópi er Stóra-Bret- land, sem 1920 reyndi að knýja Danmörku til að gefa sér for- kaupsrétt á Grænlaiuli, en þar sem Danmörk gat ekki gefið slikan forkaupsrétt, lét stjórnin í Loridon sér nægja það, að Dan- mörk skuldbatt sig þá til aö spyrja Bretland til ráða, ef hún nakkru sinni tæki til yfirvegun- ar að selja Grænland. Er óþarft hér að r^ða, hvað í slikuloforði felst. Til framkvæmdar þessa máls er aðeins til ein leið, sú, sem Pétur Ottesen hefir bent á, að krefja Dani um að afhenda ís- ; landi allt Grænland og ef Dan- mörk verður ekki við þeirri ósk, að sækja það mál i alþjóðadóm S.Þ., sem Danmörk hefir skuld- I bundið sig til að hiíía i öllum 1 greinum. — Færi ísl. landstjórn- in að biðja Danmörk sum hafnir eða einhver réttindi á Grænlandi, mundi það óðara verða lagt út ' sem viðurkenning íslands á yfir- , ráðarétti Danmerkur yfir Græn- l landi, og i reyndinni myndi það < þýða, að Islendingar væru sjálfir I búnir að útiloka sjálía sig frá því, sefn þeir væru að faiðja um. .Tón Dúason. -^- í febrúar sl. björgT.iSu tvær brezkar helikopter ííugvélar heilli áhöfn norska skipsins Dovrefjell (41 manns), en skip þetta hafði strandað á rifi úti fyrir Skoílands- strönd.' Flugvélarraar til- heyrðu flugher og flota Bretlands. Hvasst var og brimrót. Enskur fjölleikamaður, George Grimmond, hefur komið nokkr- um sinnum fram í sjónvarpi í Bretlandi og leikið list þá, sem hefur geri har.n frægan en cr býsna hæituleg, Kann lætur hlCypa af skammbyssu á sig og grípur síðan kúlunu rmeð tönn- unum. En þeir eru víst ekki margir, sera vilja leika þeffa eftir honum. skjölin. Síðan hringdu þeir til Gíbraltar fyrir kurteisissakir og sögðu Bretunum frá því sem skeð hafði og báðu þá að koma ' og sækja líkan. Skömmu síðar , hafði svo aðstoðarmaður lands- | stjórans í Gíbraltar komið með mönnum sínum og sótt þau. Síðan var hermálaráðuneyt- inu í London tilkynnt um slys- ið og þá á Churchill að hafa sagt, að úr því að guð vilji svo vera láta, þá sé þetta enn eitt slysið, sem hafi orðið til þess að Ijóstra upp öllum leyndarmál- unum um landgöngufyrirætl- anirnar og nú muni Þjóðverjar! vita' allt um landgönguna í Norður-Afríku. En heppnin var samt með okkur. Við höfðum j látið falsaðar skýrslur og fyr.ir- skipanír síjast yfír til sendi-1 manna Canaris aðmíráls og af i fcngið vitneskju um allt, sem snerti skipalestirnar, er vpru á ferð um Gibraltar og Norður- Atlarrtshafið í nóvember 1942 og af skjölum þessum réðu þeir, að landgangan væri fyrirhuguð á Sikiley til þess að rjúfa sam- bandið við Afríkuheri Romm- els. Þegar við höfðum drukkið teið og flutt okkur fram í sval- ann í forsalnum, sagði eg ræð- ismanninum frá athugunum mínum. „Getur það verið, að um tvö slys hafi verið að ræða? Að sendimenn hafi farist þarna tvisvar? Að um þriðja líkið sé að ræða?" „Eg veit ekki um annað slys en þetta, sem eg hefi sagt yður frá,", sagði ræðismaðurinn. þeim töldu-Þjóðverjar sig hafa Eg ráfaði fram og aftur um enska kirkjugarðinn í Jerez, þótt skuggsýnt væri orðið, og^ reyndi að átta mig á hlutunum. Þessi kirkjugarður er sennilega Atvikið, sem átti úé stað árið' 1942 undan strönd Barrosa. hafði auðvitað aðeins ýtt undir hugmyndaflug einhvers náunga friðsælasti staðurinn á öllum í leynibruggsdeild hersins Spáni. Akasíur, blómguð mí- mósutré, pálmar og annar suð- rænn gróður vörpuðu skuggum sínum á grafir shen-ykaup- mannanna og ræðismannanna. Þrestir og aðrir smáfuglar tylltu sér á legsteina hinna villuráf- andi ferðamanna, sem hér höfðu, borið beinin á liðnum öldum. Ef það á fyrir mér að liggja, að hverfa til moldar- innar áður en eg kveð þetta fagra land og eg fæ nokkru ráðið, þá mun eg velja-mér Jerez sem minn hinzta hvílu- stað. Skuggarnir voru orðnir lang- ir þegar þan rann loks upp fyrir mér; London og þá hefur fæðst ráða- gcrðin, sem var framkvæmd 1943! Enn var það sherrykaup- niaður, sem kom mér til að- stoðar. Hann hressti mig fyrst á hálfflösku af Solera og svo héldivm vig til Sevilla. „Olíuskinn", tautaM hann fyrir munni sér á meðan hann kíkti. í gegnum glasið sitt á Ijósið á lampanum. „Eg vissi. að þeir voru með einhverjar til- raunir í Gíbraltar, sem miðuSu að því að verja mikilvæg skjöl. Þeir vöfðu þau inn í olíuborið skinn." Eg. sat í vínstofunni i Christ- ina-hótelinu í Sevilla þetta kvöld og horfði á Andalúsíu- stúlkurnar dansa Flamenco- dansana sína. Þær hristu hand- smellurnar og hlógu og sungu. Pilsin sveifluðust um fætur þeirra, þegar þær snerust eftir hljóðfalJinu. | Eg gat ekki slitið hugann írá leitinni. í kirkjugarSinum. Ég" tók fram landabréíið mitt. Þarna fyrir sunnan voru Mar- iasmamýrarnar, þessar eyði- legu flatneskjur, þar sem viltir úlfaldai- ráfuðu um. Þarna.var járngrýtisbærinn H;.;elva, -þar ¦ sem.skipin hlóðu járnið úr Rio Tinto námunum tii ílutnings yfir höfin breið. Höfnin, sem Columbus lagði frá, þegar hann fann Ameríku af eintómum. misskilningi. Og þarna hafði Fritz Baumann majór, leynst með froskmöimum sinum í síð- ustu heimsstyrjöld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.