Vísir - 10.05.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 10.05.1957, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Föstudaginn 10. maí 1957 • • • • • • • • •* / AXBJVEMARMR •' • • • • • • EFTIR « RUTII MOORE • • • • • • • • • 37 — Hvert ertu að fara? Hún svaraði engu. Hún klifraði upp stigann, dálítið klaufa- lega, vegna byrðarinnar, sem hún bar, og hvarf upp af bryggj- unni. Nallti fór á eftir henni og sá, að hún gekk burt án þess að líta við. Harm náði henni á steinfiötinni fyrir framan eina báta- smíðastöðina. —Ég spurði hverf þú værir að fara? sagði hann hryssings- lega. — Burt frá þér, svo langt sem ég kemst, sagði Karólína. — Jæja, bíddu þá, geturðu það ekki? sagði hann. — Ég hef ekkert á móti því, en ég get ekki skilið bátinn svona eftir. — Eftir hverju á ég að bíða? — Ég held þú sért búin að missa glóruna. Þú veizt að þú getur ekki farið einsömul út í ókunnuga borg í þessum fötum, án þess að hafa nokkurn samastað. — Það er allt í lagi með mig. Hugsaðu um þinn dýrmæta bát og ég skal sjá um mig. Hún talaði ekki hátt. Það var uppgjöf í rómnum, eins og búið væri að bjóða henni meira en hún gat þolað. Það reitti hann meira til reiði en þó hún hefði æpt að honum eða skammað hann. Jæja, hugsaði hann, það er þá bezt að iofa henni að eiga sig. Hann tók upp handfylli sína af gullpeningum. — Hérna er dálítið af gullpeningum. Fáðu þér almennileg föt og farðu í eitthvert gistihúsið. Áður en ég fer, skal ég út- vega þér samastað. — Þakka þér fyrir. En ég þarf ekki þetta allt. Þrír eða fjórir gullpeningar nægja mér til að fá mér föt. Hann sagði: — Taktu við þessu og vertu ekki með nein ólíkindalæti,, Karólína og hann lét peningana í lófa hennar. Karólína hélt á þeim stundarkorn og horfði til skiptis á pen- ingana og framan í hann. — Hvað mundirðu gera, sagði hún — ef einhver, sem væri helmingi stærri en þú, færi að berja þig? Mundirðu ekki verja þig, eins og bezt þú gætir? — Ég mundi aldrei beita neinn iafn svívirðilegum brögðum og þú beittir mig. Ég mundi berjast heiðarlega með hnefunum, sama hvernig ég yrði leikinn. Karólína hló. — Ó, drottinn minn! Hvað þýddi fyrir mig að ætla að reyna að berjast við þig með hnefunum? Er þér það ekki Ijóst sjálfum, hve tilgangslaust það væri? — Nei, alls ekki. —Nú, jæja, einmitt það. Og þú munt sennilega aldrei gera þér það ljóst. Þú munt verða eins og móðir þín, silast áfram gegnum lífið án þess að sjá nokkuð nema þá hlið málanna, sem að þér sjálfum snýr. Ekki þá hlið, sem snýr að öðrum. Svo lengi sem fólk hugsar og finnur til á sama hátt og þú, er allt !í iagi. En ef einhver ætlar að fara sínar eigin leiðir, gerirðu þig að dómara yfir honum. Ég hélt ég mundi gela þolað þetta, en ég get það ekki. —- Ég hef aldrei beðið þig um að þola það. — Nei, þú gerðir það ekki. Ég þarf ekki alla bessa peninga. Taktu við einhverju af þeim aftur. Þú kannt að þurfa á þeim að halda. Hún tók fjóra gullpeninga og stakk þeim í vasa sinn — vas- ann á fötunum hans og rétti honum afganginn. En þegar hann tók ekki við þeim, lét hún þá detta niður. — Jæja, sagði hún, — vertu sæll, Natti, og gangi þér vel. Hann stóð og starði á eftir henni, þegar hún gekk frá hon- um. Hún gekk fyrir horn eins hússins, inn í götuna, sem iá upp í borgina, leit snöggvast um öxl og hvarf svo sjónum hans upp í borgina. Natti tók upp peningana og stakk þeim í vasa sinn. Hann sneri aftur að bátnum. Hún mundi vissulega verðskulda það, sem hún fengi og það yrði ekkert smáræði, þegar það kæmist upp, að hún var kven- maður í karlmannsfötum og var auk þess einmana í framandi borg. Hún var heppin, ef hún endaði ekki ævi sína í einhverjum drekkingarhylnum. Hún mundi eiga það skiiið, að hann færi burl og skildi hana eina eftir. En auðvitað gat hann ekki gert það. Hann ætlaði að láta hana vera eina í borginni svo sem einn dag og vita, hvernig henni geðjaðist að því. Hann leitaði uppi eiganda bátasmíðastöðvarinnar sem var feginn að fá vanan mann í vinnu þó ekki væri nema í nokkra daga. Hann tók þegar í staö til starfa. Hann ákvað að fara strax fyrsta kvöldið upp í borgina og leita að Karólínu. En um kvöldið var hann uppgefinn og veikur í augunum. Hann fór um borð í bátinn og sofnaði og svaf eins og steinn til morguns. Um morguninn gat Gorkan, eigandi bátasmíðastöðvarinnar, útvegað menn til að gera við bát Natta, svo að Natti hafði nóg að gera við að segja þeim, hvað hann vildi láta gera. Hann lét setja í bátinn nýtt mastur, þilfar og káetu Annað kvöldið fór hann upp í borgina, gekk um veitinga- húsin og gistihúsin og leitaði. Það voru fjórir slíkir staðir, þar sem virðingarverð stúlka, eins og Karólína gat hafzt við. Hún var ekki í neinu þeirra og hann varð mjög reiður yfir því. Hann gekk aftur til báts síns og hugsaði: Látum har.a þá eiga sig. í vikulokin, þegar búið var að ljúka við að gera við bátinn og breyta honum, var hann búinn að leita um alla borgina, en hafði ekki fundið Karólínu. Þegar liún hvarf úr augsýn hans fyrir húshornið fyrsta morguninn, virtist hún hafa gersamlega þurrkast burt af yfirborði jarðar. Um það leyti, sem Natti var tilbúinn að fara, hafði hann heimsótt öll gistihús í Dulverton, líka þau, sem höfðu miður gott orð á sér. En enginn hafði séð Karólínu. Og enginn virtist heldur hafa neinn áhuga á henni. Það var svo mikið um að vera í Dulverton, eins og í öllum borgum, sem voru skammt frá Boston. Fréttirnar fóru eins og eldur í sinu um borgina. Ringgold, sjóræninginn frá Vestur-Indíum, hafði loks verið handtekinn. Hamingjustjarna hans var bliknuð og hann mundi sennilega enda ævi sína á gálgahæð á morgun. — Þeir ætla að hengja hann og skipshöfn hans, heyrði Natti þrekinn sjómann segja. — Það er að segja: Það sem er eftir af henni og alla þá, sem hafa aðstoðað hann, eins og t. d. Carna- vonbræðurna. Sjómaðurinn hallaði sér fram á bardisk í knæpu einni niðri við ströndina og var að drekka romm. Hann var orðinn dálítið þvoglumæltur. Þetta var það fyrsta, sem Natti heyrði um málið. Hann hafði verið of upptekinn við að leiía að Karólínu til að geta lagt eyru við tiðindum sem þessum. En hann heyrði nafnið Carnavon og það vakti athygli hans, því að bað v§r nafnið á bræðrunum, sem höfðu keypt vöruhús föður hans. — Hvað hefur komið fyrir Carnavonbræður? spurði hanm Þeir höfðu viðskipti við Ringgold. Keytpu af honum hunang og síróp og seldu honum púður og skotfæri í staðinn, sagði sjó- maðurinn. Dómstólarnir vilja fá að vita, hvers vegna. Þeir hafa vafalaust árum saman verið í félagsskap við Ringgold. Ringgold? sagði Natti. — Jake Ringgold? — Já, morðingínn Jake Ringgold. Það var hann, sem drap frænda minn og syni hans tvo á úthafinu. Og hver veit, hversu k.vö»I*d»v*ö«k*u*n»n*i ............................... Hvert sæti er skipað í veit- ingasalnum og í mörgu að snú- ast fyrir þjónana, sem eru allt of fáir miðað við manngrúann, sem bíður eftir fyrirgreiðslu. Loks nær Guðjón í einn þjón- anna um leið og hann ætlar að þeytast fram hjá borðinu hans. „Viljið þér vera svo góður og láta mig hafa þrjú spæld egg. En ekki steikja þau mikið og ekki nema öðrum megin. Og steikja þau úr feiti að sjálf- sögðu — eg meina smjöri. Eg ætla að biðja yður að strá ekki pipar á þau, en salta þau mátu- lega. Svo ætla eg að biðja yður að hita diskana áður og svo þyrfti eg að biðja yður------“ Lengra komst Guðjón ekki í matarpöntun sinni, því þjónn- inn greip fram í fyrir honum og' spurði: „Og þér viljið náttúr- lega líka fá að vita hvort hæn- an, sem verpti eggjunum, er gráleit eða brún á litinn." ★ Lilly ætlaði að komast að í leikhúsinu og fá eitthvert lítið hlutverk til að byrja með. Síð- an ætlaði hún að vinna sér smám saman frama til heims- frægðar. Þetta er líka draum- ur allra leikkvenna. En Lily kom í mjög æstu skapi til baka. „Hvað er að þér elskan? Fékkstu ekkert hlutverk?“ spurði móðirin áhyggjufull. „Þetta svín!“ æsti dóttirin sig upp. „Þegar eg kom inn til, leikhússtjórans, vildi hann endilega fá að kyssa mig.“ Móðirin, sem sjálf hafði ver- ið leikkona á sínum yngri ár- um var jafn hneyksluð á framferði leikhússtjórans og dóttirin. „Þeir voru ekki svona frekir í gamla daga,“ sagði hún. „Það voru menn, sem kunnu sig. Fyrst gáfu þeir okkur æv- inlega í staupinu — og síðan kom kossinn.“ •fc New York Times birtir í fyrardag fregn um það, að svissn. bankar hafi neitað því, að rétt vswi, að þeir hefðu milligöngu um kaup á bandarískum verðbréfum fyrir kommúnista. £ (2. SuncuqkA -TARZAIM- 2353 Uk»lr. úy un.iv-u i cabure öynciíC«ite, inc. Gamurinn var viss um að fórnar- dýrið var steindautt og sveif til jarðar. Um leið og hann snerti Tarz- an, greip apamaðurinn um fót hans og sigur var unninn. Þarna var von um næringu til að geta haldið ferð- inni áfram.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.