Vísir - 13.05.1957, Blaðsíða 6

Vísir - 13.05.1957, Blaðsíða 6
6 VÍSIR Mánudaginn 13. maí 1957 WISXK. DAGBLAÐ Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skriístofur blaðsins eru í Ingólfsstrœti 3. Ritstjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 1660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskriít á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Fegurðardrottningin verður valin eftir mánuð. Tekur síðan þátt í keppnt í Katíforniu. Uppgjef Pólverja. Fyrir skemmstu var sagt laus- lega frá því í fréttum, að nefnd ein frá Bandai'íkjun- um, sem hefði verið við at- huganir í Póllandi, og hefði skilað áliti um ástandið þar í landi á ýmsum sviðum. Komst hún meðal annars að þeirri niðurstöðu, að land- búriaður Pólverja væri að minnsta kosti tíu árum á eftir þ\d sem tíðkaðist í ýrrisum löndum, og ber að hafa það í huga i þessu sam- bandi, að landbúnaðurinn héfir til skamms tíma verið aðalatvinnuvegur Pólverja. Ilinsvegar stæðu Pólverjar cðriun þjóðum jafnfætis að sumu öðru leyti, til dæmis á sviði læknavísinda. Það vekur að sjálfsögðu nokkra furðu, að bandarísk nefnd skuli fá að koma til Póllands og hnýsast þar í ýmislegt, sem hingað til hefir verið taiið til ríkis- ef ekki hern- aðarleyndarmála í ríkjum kommúnista. Og það er enn einkennilegra, að það eru pólsk yfirvöld — stjórn kommúnista — sem fara þess á leit, að Bandaríkjamenn sendi þessa nefnd, af því að þau hafa séð sig nauðbeygð til þess að biðja þetta land dollaraauðvaldsins um að- stoð í þrengingum sínum. Fyrir fáeinum áriun hefði sá maður sennilega verið tal- inn viti sínu fjær, er hefð: lialdið því fram, að komm- únistastjórn í leppríki Rússa mundi fara þess á leit við auðvaldsríki, að það hlypi undir bagga, þegar illa gengi. En það hefir einmitt ggí’zt, að pólskir kommúnistar hafa gefizt upp á kommúnisman- um að þessu leyti, og má segja, að ekki hafi verið seinna vænna. Hvað táknar þetta Ilvað táknar þessí hjálparbeiðni Pólverja til Bandaríkjanna, þegar málið er skoðáð ofan í kjölinn? Ilún táknar ekk- orl annað en það, að pólska stjórnin, undir forustu Go- mulku, treystir hvorki kommúnismanum heima fyrir né hinum russneska til að hjálpa pólsku þjóðinni úr þcim vanda, sem hún hefir komizt i á undahfrönum ár- um, þegar hún hefir verið cin helzta mjólkurkýrin í fjósi Stalíns, Krúsévs & Co. Þetta er einhver merkilegasta játnxng, se.ri kommúnistar hafa gert varðandi skipulag það, sern þeir dásama og reyna að vinna fylgi með þjóðum heimsins. Það hefir verið að koíria sér fyrir og ,,byggja upp sósíalismann'1 í Sovétríkjunum í næstum fjöi'utíu ár og þrátt fyrir það gcfur það ekki hjálpað Pól- verjum, þegar þeir komast í J ógöngur. Það-fer að verða( erfitt" fyrú' kommúnista að lá menn til að trúa'því, að sovétskipulagið sé eins- heilladrjúgt, og þeir hafa af látið, þegar það reynist svo| vamnegnugt, er á herðir og citt af bandalagsríkjum þess lendir í ógöngum. Þetta er í fyrsta skipti sem kommúnistaríki leitar að- stoðar utan járntjaldsins, en gera má ráð fyrir, að fleiri hafi þörf fyrir slíka hjálp, enda þótt þeim hafi ekki tekizt að gerast svo sjálf- stæð gagnvart Sovétríkjun-’ um, að þau hafi treyst sér til að koma hjálparbeiðni á framfæri. Erfiðleikar Pól-1 verja eru aðeins eilt dæmi af mörgum um skipbrot kcmmúnismans. „Fcgurðardrottning íslands 1957“ verður kjörin i Tívolí um miðjan næsta mánuð. Sú, sem fyrir valinu verður, mun fara vestur til Californíu og keppa þar um titilinn „Miss Universe“. en sú keppni fer fram í Long Beach í júlímáriuði næstkomandi. í Long Beach munu fegurstu stúlkur 42 þjóða keppa um hinn eftirsótta titil „Miss Uni- verse“, en auk þess munu þær 14 stúlkur, sem næstar verða henni í röðinni hljóta verðlaun, sem jafngilda samtals hálfri þriðju milljón íslenzkra króna, en allar stúlkurnar, sem þátt taka í keppninni hljóta einhver verðlaun og sumar munu eiga þess kost að undirrita samninga við kvikmyndaframleiðendur. Hátíðahöldin vegna keppn- innar þar annast borgarstjórnin í Long Beach, stærsta snyrti- vörufirma heimsins, Max Fact- or, Catalina verksmiðjurnar og ileiri fyrirtæki og stofnanir. Fegurðarsamkeppnin í Long Bcach vekur jafnan atheimsat- hygli og nú í ár mun verða sjónvarpað frá henni um allan heim. í fyrra tóku þátt í keppninni stúlkur frá 40 þjóðum. Sigur- vegaririn var amerísk, stúlka. Önnur í röðinni var þýzk, en hin þriðja sænsk. Geta má þess til gamans, að stúlkur frá Norð- urlöndunum hafa þrisvar borið sigur af hólmi í þessari keppni. Reynslan hefur sýnt, að fjöld inn allur af öðrum þátttakend- um en þeim, sem komizt hafa til úrslita, hefur fengið marg- vísleg og glæsileg tilboð um at- vinnu.við sjónvarp, hjá heims- frægum tízkuhúsum og víðar, en auk þess hafa þær fengið mikið af gjöfum frá alls konar fyrirtækjum, félagasamtökum, t. d. flugfélögum, verið bonir styrkir til náms í bljómlist, leiklist og fleiru. Forráðamenn Miss Universe keppninnar hér á íslandi hafa nú ákveðið að taka í annað sinn þátt í Long Beach keppn-’ inni. Þótti vel takast um val íslenzka fulltrúans í fyrra,1 enda þótt hann kæmist ekki í úrslit. Var það mál manna, að islenzka stúlkan hefði með framl komu sinni orðið Iandi og þjóð til sóma. í keppninni hér heima verð- ur sem fyrr segir valin „Feg-* ui'ðardrottning íslands 1957“,^ sem jafnframt verður ‘fulltrúi* íslands í Long Beach. Auk fyrstu verðlauna verða veitt fern verðlaun, sem öll eru mjög ft-eistandi. Fegurðardrottning- in fær, auk ferðarinnar til Kali forníu, ríflegan farareyri, tvo kvöldkjóla og sundföt. Önnur verðlaun eru ferð til megin- lands Evrópu, þriðju verðlaun ferð til Lundúna, fjórðu verð- laun gullúr og fimmtu verðlaun dýrmætar snyrtivörur frá Maxj Factor. Mjög verður vandað til j keppninnar og munu forráða- j menn hennar sjá um að saum- • að.ir verði sams konar kjólar á allar stúlkurnar' sem þátt taka ’ í henni. Allar stúlkur á aldrinum 17 —28 ára éru hlutgéng'ar til keppninnai. Þar sem vitað er, að hér á landi, er margt fallegra stúlkna, sem til greina gætu komið í væntanlegri keppni, eru það tilmæli foiTáðamanna keppn- innar að vitneskju um þær sé komið á framfæri í símum 6056, * 6610 eða í pósthólf 368, hið1 allra fyrsta. Er þess að vænta,' að aímenningur taki sem virk-! astán þátt i að velja stúlkur,' sem liklegastar væru til þess að verða landi og þjóð til sóma' hér heima og á erler.dum vett- vángi i væníanlegri keppni. Menningarsaga og skóla- rit í einu riti. Virðingarverð framtakssemí ti! variveizlu sögu- og menningarsögufegra gagna. Eftirfarandi bréf hefur borist írá K.: „Það var fyiir skörnmu vikið að þvi i Bergmáli, að talsvert bryddaði á áhuga fyrir Ameriku- ferðum. Var þar sagt, að heilar fjöldskyldur hefðu tekíð sig upp og fluzt til Kanada, á s.l. ári og þessu, og margt fólk mundi vera á biðlista til að komast til Kanada og Bandaríkjanna. Þetta var kannske ekki orðað svoria, en það var eitthvað í þessa átt. Hver cr orsökin? Það mun því miður vera alveg satt, sem þarna var haldið fram. og hefi ég í rauninni ekki neitt að athuga við það, sem um það var sagt, en ég vil ekki láta hjá liða að drepa á það, er ekki var sagt, en það þarf sannarlega að koma í ljós. Ég held neínilega, að meginorsök þess, að þessi nýi áhugi fyrir Ameríkuferðum er kominn til sögunnar, stafi af þvi, að hér er stefnt að því af þeim, sem með völdin fara, að kæfa ailt einstaklingsframtak. Menn eru skattpindir hcr úr hófi fram, hér má enginn eiga neitt, — og menn sjá ekki frárn á, að hér sé hægt að reka fyrir- tæki svo, að þau gefi neinn arð, menn hafa jafnvel misst trúría á, að hægt sé að láta alit standa í járnum, en ef það væri hægt. myndu sennilega margir þrauka, í von um, að breyting yrði til hins betra, þegar þcir s.em nú x’áða missa völdin. 1 Saindráttur. Er ekki öllum vitanlegt nú oi'ðið, að hér á sér stað mikiil samdráttur hjá fyrirtækjum, og að fjölda mörgum mönnum lieí- ur verið sagt upp atvinnu? Menn minnka við sig eða hætta. Menn eru að missa trúna á, að þeir geti notið hæfileika sinna og séð sómasamlega íyrir sér og sinum við þau störf, sem menn áður liafa stundaö. Er þá nokkur furða, þótt. einhverjir leiti fyrir sér annarsstaSar? — Hitt er svo hárrétt, að íramtíö- armöguleikar eru hér miklir og menn ættu að geta komist eins vel af hér og jafnvel þar, sem framtíðarmöguleikar cru eiris miklir, eins og t.d. i Kanada, ef valdhafarnir hefðu sanna vel- íerð lands og þegna að marki. —K.“ Mergsogin jsjéð. Spvétstjórnin hefir mergsogið öll lcppríkin frá þeirri stundu, þegar þau komust undir áhrif hennar. Fyrir þessu fékkst f ulikomnasta sönnun, sem hægt var að I hugsa sér á síðasta ári, þegar Pólverjar fóru að ókyrrast. Þá var tilkynnt, að sovét- stjórnin mundi lána pólsku 4 stjórninni t.ltekna fúlgu, og síðan var því bætt við, að Pólverjar byrftu ckki að ondurgreiða „lánið“, því að þcir væru - raunverulega búnir að því,'þar sem Rúss- ar hefðu árum saman keypt pólsk kol undir heimsmark- aðsverði. Þar kom „skipu- iagið“ ágætlega frarn í dags- birtuna. Þessi hjálp sovétstjórnarinnar hefir ekki nægt til að koma Póiverjum úr erfiiS- leikunum, og þess vegna yerður nú að reyna að út- vega hinum sjúka auðvalds- blóð. Fleiri kuhna að koma á éftir til að biðja um blóð-! gjöf, því að ekki virðist: Gagnlræðaskólinn í Vest- inannaey.jum Iicfur iun undan- i'arln ár gefið út myndarlcgt ársrit, sem er næsta einstakt í sinni röð, og f.jallar frekar um Vestmaiuiey.jar og ibúa þeirra en um mál skolans, nemenda hans og kennara, Fyrir bragðið nær rit þetta tii Vcstmanneyinga alira, jafnt iivort þeir eru eða ltafa vérið nemar gagnfræðaskólans eða ekki, og sama hvár þcir eru bú- settir á landinu. En ritið heíur líka gildi fyrir þá som láta sig rússneski ,,blóðbankinn“ of birgur, en spurningin er, hvcrsu vel hann þolir vax- andi sjálfstæði leppríkjanna. Þótt Krúsév og félagar hans tali digurbarkalega, getur svo farið, að þessi ókyrrð verði uppltaf þess, að veldi líommúnismáris taki að lið- ast sundur. varöa sögu lands og þjóðar i heild, því að það geymir mikinn fróðleik úr athafna- og menn- ingarsögu, fvrr og siðar. Ritið nefnist „Blik" og hefur ! nú komið út í 18 ár samfleytt. Ritstjóri er Þorsteinn Víglunds- son skólastjóri og liefur hann gert sér ailt far um að vanda til ritsins hið bezta, jafnt að frá- gangi sem efrii. Síðásta ársritið -— það 18. í röðinni - er nýkomið út. Það hefst á hugvekju, sem ritstjór- inn Þ. Þ. Víglundsson skóla- stjóri, fiutti í Gagníræðaskólan- um s. 1. haust Af öðru efni má nefna grein um Landakirkju eftir Jóhann Gunnar Ólafsson bæjarfógeta á ísafirði, grein eftir ritstjórann um gamla konu, Þórunni Ketilsdóttur að nafni, j sem lengst af ævinnar átti heima , í Vestmanncyj um og dó þar. j-Sérá Jés Á. Gíslason skrifar um I ginkiofann í Eyjum og Baldiir héraðsíæknir Johnsen þátt af Hallgrímur Lúðvíksson tögg; skjalaþýðandi í ensku 1 ‘f’9108 Í^IS — So dr. Schleisner og baráttunni við ginklofann í Vestmannaeyjum og viðar um miðja s.l. öid. Þá . er i ritinu skýrsla um gagn- íræðaskólann i Eyjurri 1955-56 og þáttur nemenda, sem er næsta íjölbreyttur að efni og margt skemmtilegt. Jón I. SJg- urðsson iiafnsögumaður skrifar um hafnsögumannsstörfin áður fyrr, Þ. Þ. Víglundsson skrifar um Stakkagerðisvöli, þá eru birt gömul skjöl varðandi málefni Eyjarskeggja, ennfremur grein um sæstreng til Eyja, gaman- sögur myndir og íróöleiksmolar ýmsir. Er gott til þess að vita þegar einstakar stofnanir, byggöalög- eða einstaklingar taka sér fýrir hendur að viða að sér jaín víð- tækum sögulegum og menning- arsögulegum heimildum og forða þéim frá gleymsku, svo sem hér er gert.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.