Vísir - 15.05.1957, Blaðsíða 6

Vísir - 15.05.1957, Blaðsíða 6
6 VÍSIR Miðvikudaginn 15. mai 1957 VISIB. D A G B L A Ð Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður, Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson, x Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Rltstjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Simi: 1660 (fimm linur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Þögn hins seka. Fyrir viku — síðast liðinn miðvikudag — birti Vísir þá furðulegu fregn, að Sam- vinnutryggingar hefðu gert sig sekar um þann fáheyrða yfirgang að beita aðstöðu sinni í prentsmiðjunni Eddu — sem er eign framsóknar- manna eða Framsóknar- flokksins —til að koma í ’ veg fyrir, að auglýsing frá Almennum tryggingum birt- ist í blaðinu Suðurlandi, senr prentað er hjá þeim fram- sóknarmönnum. Hér á landi hafa aldrei heyrzt önnur eins j dæmi um ofstopa og yfirgang framsóknarmanna, og eru þeir þó ekki vandir að með- ölum, enda þótt þeir láti víst oftast í veðri vaka, að' þeir sé hið eina heilbrigða afl í þessu þjóðfélagi, Svo hefir brugðið við, að Tím- inn hefir ekki treyst sér til að verja atferli Samvinnu- trygginga, og er það mjög að vonum. Framsóknarmenn hafa með' þessu hegðaö sér eins og' þeir siðlausu stjórn- málamenn í Suður-Ameriku, sem Tímanum hefir orðið svo mjög tíðrætt um upp á síðkastið, og hefði þetta at- hæfi áreiðanlega orðið mál- gagni heiðarleikans cg' sómatilfinningarinnar ærið efni til bollalegginga og hneykslunar, ef einhverjir aðrir hefðu átt hlut að máli en stuðningsmenn þess. En hér var það aðalatriðið, og þess vegna er þagað þögn hins seka. En hér er um alvarlegra at- hæfi að ræða en menn gera sér grein fyrir i fljótu bragði, og þess vegna má það hvorki liggja í láginni né vera afskiptalaust. Hér er hvorki meira né minna en um það að ræða, að ósvífin klíka beitir áhriíum sínum til að svifta aðra þegna þjóð- félagsins prentfrelsi. Menn geta gert ,sér í hugarlund, hversu mikið prentfrelsi væri hér á landi, ef fram,- sóknarmenn réðu öllum préntsmiðjum landsins, þar sem þeir beita svo aðstöðu sinni, þar sem þeir hafa tæki færi til. Hættan er einmitt fólgin í því, að framsóknar- menn gangi á lagið, ef þetta verður látið afskiptalaust og engum andmælum hreyft af þeim, sem óréttinum voru beittir. Og með þessu er einnig öðrum g'efið fordæmi, sem mun verða kærkomið, ef aðstaða Verður til að fara eftir því síðar. Hér er það ekki aðalatriði, hver hafi gert sig sekan um þetta. Hitt er miklu mikilvægara og alvarlegra, áð tilraun hefir verið gerð til að skerða prentfrelsið, og að eitt brot af þessu tagi, sem látið er ó- átalið, býður öðru heim. Finnst dómsmálaráðhei'ran- um engin ástæða til að at- huga þetta mál? Það er víst haft fyrir satt, að hann sé maður réttsýnn og þoli eng'- um ójöfnuð. Hér er kærkom- ið tækifæri fyrir hann til að sýna, að ekki er á hann logið að þessu leyti, og þeir, sem áréttinum voru beittir, eiga heldur ekki að láta leika sig þannig, án þess að mótmæla harðlega og reka réttar síns. Þeir eiga ekki að kyssa á vöndinn, hvorki sjálfra sín vegna né annarra. Skýli verði komið upp fyrir ofdrykkfumenn. Avarp um stuðsiing almennmgs vsð þetta málefni. Eins og kunnugt er, eiga nokkrir menn hér í I-leykjavík, karlar og lconur, hvergi höfði sínu að halla og liggja stundum úti um nætur. Hefir sú eymd jafnvel átt sér stað, að leitað hefir verið næturskjóls í um- búðakassa eða bátum niðri við sjó kvöld eftir kvöld, Og með líkum hætti hafa margar næt- urnar oi'ðið langar og erfiðar ofdi'ykkjumönnum, Misjafnlega hefir gengið, þegar þeir hafa leitað. á náðir heimila og ein- staklinga til gistingar og' þeim verið úthýst ósjaldan. Á þessu verður að gerast breyting. Við megum ekki lát;a tómlætið ráffa í þessum efnum og spyrja að'eins: ,,Á ég að gæta bróður míns?“ Því að það eig- um við einmitt að gjöra af fremsta megni og minnast orða Krists: „Gestur var eg, og þér hýstuð mig; nakinn, og' þér klæddr.ð mig .... Sannai'lega segi eg yður, svo framax-lega sem þér hafið gjört þetta einum þessara minna mimistu bræðra, þá hafið þér gjört mér það.“ Eigum við ekki öll, sem get- um, að leggja fram einhverja gjöf til þess, að hér vei'ði ráðin bót á? Það á að vera auðvelt, ef við' ei’um samtaka og enginn bregzt skyldu sinni. Undii'tektir okkar ráða úrslitum. Ef þessi fyrirhugaða fjár- söfnun gengur vel, þá er það ti'yggt, að eigi síðar en 1. ágúst næstkomandi verður opnað skýli hér í bænum til nætur- gistingar hixiu bágstadda fölki, og hefir stjórn Bláa bandsins þá lofazt til að taka að sér starf- ræksluna, en reynsla þess gefur Leltarstöi Krabbameíns- félagsísis opnuð í gær. Ætlast er til að þeir einir, sem ekki kenna sjúkleika komi þangað til rannsóknar. 'góða von um, að vel muni tak- J'ast. Er ætlunin sú, að gisti- .heimilið vei’ði opið hverja nótt frá kl. 11 e. h. til kl. 10 f. h. og að aðhlynning öll sé sem bezt og ókeypis. Þessi stofnun og starfræksla hlýtur að sjálfsögðu að kosta mikið fé, en treystum því, að það verði lagt fram. Margir eru örlátir og jafnan fúsir til hjálp- ar. Mun svo enn íæynast í þessu máli. Tökum höndum saman um þáð. Við undirritaðir munum veita gjöfum viðtöku, svo og öll dag- blöð bæjarins. 13. maí 1957. Ásmundvr Guðmundsson, Biskupsskrifstofan, Arnai’hvoli. Jón Auðuns, Gai-ðastræti 12. Árelíus Níelsson, Njörvasundi 1. Emil Björnsson, Sogavegi 224. Garðar Svavarsson, Kirkjuteigi 9. Gunnar Árnason, Kópavogi. Kristinn Stefónsson, Hringbraut 39. Jakob Jónsson, Engihlíð 9. Jón Thorarensen, Ægissíðu 94. Jón Þorvarðsson, Drápuhlíð 4. Oskar J. Þorláksson, Aragötu 15. Sigurjón Árnason, Auðai'stræti 19. Sveinn Víkingur, Biskupsskrifstofan, Arnarhvoli. Þorsteinn Björnsson, Garðastræti 36. iálpið voluium! Biskupinn yfir íslandi og pi’est- arnir í Reykjavík hafa gefið út. ávarp til almennings og hvatt hann til að leggja frarn fé, svo aí’ komið verði upp; skýli fyrir hina voluðustu í þessu þjóðfélagi, ofdrykkju- mennina, sem eiga hvergi höfði að að halla. Vesalingar þessir verða oft að liggja nótt eftir nótt úti undir ber- um himni eða því sem næst, og' enginn hirðir í rauninni um það, hvort þeir eru lif- andi eða dauðir. Þeir eru hinir útskúfuðu í þjóðfélag- Inu. Menn finna oft til með. hrossum þeim, sem látin eru ganga úti í svcitum landsins i vetr- arhöi-kum, en menn eru: harla hix'ðulausir g'agnvart þeirn mönnum, sem eru í rauninni litlu betur settir, að því er húsaskjól og allan að-( búnað snertir. Þess vegna bregður almenningur vænt- anlega skjótt við, þegar bisk up og prestar taka að sér forustuna í máli þessu. Og hér ætti að vera kærkomið tækifæri fyrir samtök templ- J ara til að sýna í verki, að þeir, vilja vinna gegn afleiðingum áíengisbölsins, úr því að hið opinbera hefir ekki mann- J dóm eöa mannúð til að bjai'ga þeim mönnum, sem. áfengis-! i sala þess heíir komið á von- arvöl I Heilsiiyeriularstöðinni við Barónsstíg Jiefur Knibbaineins- félag; Iteykjavíkur komiö á fót leitarstöð og var iiún opnuð í gær. Alfreð Gíslason formaður Krabbameinsfélags Reykjayikur skýrði frétta möiinum frá að- (Ixagandií að stofnun leifarstöð- varinnar og' tilgangi hemiar. Leitarstöðin staríai’ á sams- konar grundvelli og þær stoín- ahir ei’lendis er nefnast Cancer Detection Clinics og hxiia það verksvið að leita áð einkennum ki’abbameins í fólki, sem slíkur sjúkdómur getur bú'.ð i án þess að það kenni sér nokkurs meins. Öllum sem komnlr eru af barnsaldri er heimilt að leita til stöðvarinnar en gert er ráð fyrir að 'þeir einir komi, sem ekki kenna sér neins meins, aðrir leiía að sjálfsögðu til lækna sinna. Benti Alfi’eð Cislason á þá staðreynd að í sainskonar stöðvum í Bandaríkjunum að eitt hundrað manns, sem kom til skoðunar án þess að haía hug- boð um veikir.di, voru 1 til 3 með krabbamein á byrjunarstigi en hjá fjörutíu af hundraði fund- ust ýmsir aðrir sjúkdómar á byrjunarstigi. Það er markmið stöðvarinnar að reyna að finna krabbamein meðan það er á byrjunarstigi og lækningamöguleikarnir mestir. Tveir læknar eru ráðnir til að annast skoðanir, og liafa þeir báðir kynnst því starfi erlendis. Rannsóknarstoía verður tengd leitarstöðinni. Verða þar gerðar algengar prófanir og mælingar,' en auk þess sérstök frumurann- j sókn, sem er tiltölulega ný og auðveldar fund byrjandi krabba-' meins. Einn íslenzkur læknir heíur fyrir atbeina Krabba- ^ meinsfélagsins numið þessa að-( ferð. Auk þess er í Bandaríkjun- um íslenzk stúlka við nám í þessari rannsóknartækni. IAUG AVEC 10 - SIMI ia«1 Skýrt hefur verið frá þvi, að umferðarnefnd hafi lagt til, að einstefnuakstri um Vallarstræti við Austurvöll og Thorvaldsens- stræti verði breytt, en um þessar götur hefur verið ekið fra Póst- hússtræti og úr Thorvaldsens- stræti út á Kirkjustræti. Nú mun í ráði, að inn í þessar götur verði ekið frá Kirkjustræti, en ekki frá Pósthússtræti sem verið hefir. — „Borgari" víkur að þessu í eftirfarandi bréfi!“, Bílaumferð við Austurvöll. Ég hefi furðað mig nokkuð á þeirri lausn umferðarnefndar, sem um hefur verið rætt í blöð- um og framundan mun vera, til þess að greiða fyrir umferð um Vallarstræti og Thorvaldsens- stræti, eða norðan og vestan megin við Austurvöll. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að menn sem aka bif- , reiðum um þessar götur tefjast oft, stundum í margar mínútur, í Vallarstræti, vegna þess að sorphreinsunarbílar, mjólkurbíl- ar og vöruflutningabílar teppa ' leiðina, og það kannske tiðast á morgnana, þegar menn eru að koma akandi til vinnu sinnar í Landssímahúsinu og öðrum hús- um i miðbænum, en einnig verða menn, sem eiga erindi að reka í Landssimahúsinu fyrir sams- konar töfum. Góð aðkeyrsluskilyrði að húsi sem Landssímahúsinu, þar sem Ríkisútvarpið einnig er til húsa, eru vitanlega bráíT- nauðsynleg, sökum þess hve margir eiga erindi í þessar stofn- anir á öllum tirnum dags. Málið verður að leysa þannig, að um- ferð geti verið greið um fyrr- nefndar götur. Það er alveg ó- fært, að menn verði fyrir jafn- miklum töfum og verið hefur og er, en skiljanlega verður að flytja burt sorp og þess háttar, og flytja vörur til þeirra verzlun- arfyrirtækja, sem snúa bakhlið ; að Vallarstræti. Hvað orsakar öng'þveiti? En það, sem aðallega orsakar , þessi vandræði er, að bílum er ( lagt við Austurvöll á Vallar- , stræti, og skaga bilaníir svo langt út í götuna norðan megin, að allt stöðvast, þegar verið er að losa vörubila við vei-zlunar- húsin eða flytja sorp þaðan. Elcki fæ ég séð að það komi i veg ; fyrir tafir sem hér hefur verið minnst á, þótt einstefnuakstrin- um verði breytt, en það sem sennilega mundi duga, væri að banna bifreiðastöður í Vallar- stræti með öllu, a. m. k. á morgn- ana. Og ég held sannast að segja, að nauðsynlegt sé að tak- marka bifreiðastöður í . Thor- , valdsensstræti, þannig, að þær miðist við 15 mínútur. Þá kæmi það ekki eins oft fyrir og nú, að menn sem koma einhverra ■ erinda í Landsimahúsið akandi í bil, þyrftu að leita sér að bíla- ; stæði í einhverjum nálægum götum. Megin atriðið er, að að ; slíku húsi sem Landsímahúsinu, : og öðrum opinberum býgging- ; um, þarf að vera greið aðkeyrsla. ; Mér er vel ljóst hvert vanclamáí ; er hér við að eiga, vegna skorts j bílastæða í miðbænum yfirleitt, f en ég tel það alvég ótækt að . ekki verði greitt svo að gagni komi fyrir umferðinni um fyrrr ■ nefndar götur, en breyting á einstefnuakstrinum ncegir ekki. • Borgari." Vilji fleiri ræða þetta mál ei' rúm heimilt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.