Vísir - 17.05.1957, Blaðsíða 3

Vísir - 17.05.1957, Blaðsíða 3
Föstudaginn 17. mai 1957 VISIR ♦ FRAMFARIR OG TÆKNI Sóiarofiiirsri fulikomnasta að- ferðin tii að nýta sólarorkuna. fVíifiitéðarlítusn ú ©Hk*#- VUntlíESSS ÚÍÍ B9SUSS BB Bi SýBSSÍttS. ■ í>að liefur lengi verið draiunur mannkynsirLS ai'i' fiiina leiðir til að' geta- notfserl sér hita sðlar- innar. Frá lienni kemur allur hiti og allt Ijós, sem er undirstaða lífs- ins á jörðinni. Sólarofninn er nú orðinn að veruleika og heíu'r verið tekinn í notkun í iðnaðin- «m í Bandaríkjunum. Þetta er auðveldasta eða að minnsta kosti 'beinasta leiðin til að framleiða — eða safna — hita. Þegar við brennum kolum eða viði erum við reyndar að leysa úr læðingi sólarhita, sem fyrir aldaröðúm „tók sér bólfestu“ i efninu. Þessi aöferð, til að afla sér hita- orkunnar, er hinsvegar króka- leið, og þar fer mikið forgörðum, nýtnin er tiltölulega lítil. Þá er allur sá búnáður, sem nauðsyn- iegur er til þess að framkalla bitann all viðamikill og rekstur- ■ inn venjulega óhagstæður, að ■minnsta kosti fræðilega séð. Þá eru takmörk fyrir þvi hversu mikinn hita er hægt að fram- leiðá á þennan hátt eða yfirleitt .við brennslu algengra efna. Vis- indamönnunum hefur nú tekist að framleiða allt að 3350°C hita í sólarofni, en það er um 60r/c ai yfirborðshita sóiarinnar. Speglar eru aðalatriði. Aðallilutar sólarofnsins eru speglar, sem safna geislum sól- - arinnar. Speglum ' þessum er þannig komið fyrir að þeir end- uryarpa geislunum á milli sín þannig að þeir falla loks saman í einn brennipunkt eða safnara. Þá er þar hitastillir, hann getur verið'- í líkingu við ljósop á myhdavél eða eins og rimla- gluggatjald. Loks er því sem hita skal komið fyrir á hentugan hátt, þannig að geisiarnir eða hitinn falli á það. Með hitastill- inum má ákveða hitastigið hverju sinni og getur munað þú- undum stiga milli lægsta og hæsta hita. Úr sólarofninum koma engin úrgangsefni svo sem aska eða reykur og má nærri geta hversu þýðingarmikið það er í sjálfu sér. Af þessu leiðir ennfremur að lykt eoa bragð skapa engin vandamál — það sem liitað er, verður ekki fyrir áhrifum af neinu sliku. Og loks ber að gera sér grein fyrir þeim mikla kosti, að það, sem hita skal, kemur ekki í snertingu við hitagjafann — getur verið innilokað í um- búðum eða á annan hátt þannig að það verði ekki fyrir utanað- komandi áhrifum öðrum en hitanum sjálfum. Það geta því engar keðjuverkanir átt sér stað eða efnabreytingar aðrar en þær, sem hitanum einum er ætlað að framkalia. Sóiarofninn er kominn n mark- aðinn i Bandaríkjunum og er verð hans frá-verksmiðjunni um 14500 dollarar. I>ar sem sólar nýtur .... 1 ýmsum suðrænum lönduni. svo sem Indlandi, hafa verið teknir í notkun einfaldir sólar- ofnar, sem eingöngu eru ætlaðir til að framleiða hita til heimilis- notkunar og eru seldir vægu verði. Að vísu liggur það í aug- um uppi, að sólarofn verður að vera vel staðsettur, Þ.e.a.s. hann verður að vera þar sem sólar nýtur vel og lengi. Hér á vorum norðlægu sióðum er sóiargangur að vísu langur að sumrinu, en vegna veðurskilyrða mundi þess ekki njóta til fulls eins og kunnugt er. Að vetrinum mundi sólarofn ekki koma að neinu verulegu haldi hér. Hinsvegar eru þeir staðir á jörðinni, sem vegna mikils sólarhita eru orðnir að eyðimörkum. Mundi þar ekki skoría sólarljósið til hagnýting- ar i sólarofnum og má geta nærri hvilikir möguleikar gætu skapast þar, ef sú geysiorka, sem saína má með sólarofnum yrði hagnýtt. Það er skoðun bjartsýnismann- anna, að kjarnorkan, sem undan- farið hefur verið talin framtiðar- orkan, muni brátt hverfa í „skuggann" af sólarorkunni, enda má segjá, að það sé fullkomn- asta leiðin til að hagnýta sér náttúruöflin, að taka hitann beina leið úr sjálfum frumorku- gjafanum, sólinni. Hljóðlausir steinborar. ítalskt fyrirtæki, Societa Bretvetti Piazza í Mílanó, hef- ir fundið upp ný liljóðlaus tæki til að bora mcð í stein. Eru tæki þessi svo hljóðlát, að unnt er að vinna með þeim ao næturlagi. í tsða lofts er notast við sveigjanlegar steng- ur til að knýja borana. Orkan fæst frá raf- eða benzínmótor, og- orkuþörfin er fimmtungur þess, sem þarf við loftbora með sömu afköstum. Knapar v Englandi verða nú að hafa hjálin á höfði til þess að forðast mciðsli er þeir dctta af baki í hita kapprcið- anna. Plastpokar til sjóhreinsunar. Vísindamenn hafa fundið upp nýja tcgund af plasti, sem gerir( það mun ódýrara cn áður, að' i ná salti úr sjó. I Er sjórinn látinn í poka eða 1 geyma úr plasti þessu, og sólin . síðan iátin ná að skína á hann, j ’en þá gerist breytingin sjálf- | krafa. Plast var áður notað við þet.ta, en entist illa. Nýja gerð- in endist í 10 ár. Handhægt tæki til dauðhreinsunar. Bretar hafa fundið upp létt, handhægt tæki til að sótthreinsa loft. Það getur dauðhrinsað allt að 350 rúmfetum á mínútu með geislun. en engin geislunar- hætta stafar þó af því. Tækið er gert til notkunar í sjúkra- húsum og matvöruverzlunum. 18 kjarnorkurafsfö5var í undirbúníngi. Tilkynnt hefir verið að Yankee Atomic Electric-fyrir- tækið í Bandaríkjunum hafi nú gengið frá samingum um smíði á 134.000 kílówatta kjarnorku- 1 rafstöð. j Þetta fyrirtæki er samsteypa af 12 smærri iðnfyrirtækjum, sem aosetur hafa í Nýja-Eng- landi í norðausturhluta Banda- ríkjanna. | Westinghouse Electric Cor- poration mun gera uppdrátt afS og byggja kjai’norkuofninn. jBygging orkustöðvarinnar, sem þessi kjarnorkuofn verður í, hófst snemma á árinu 1956. i Stöðin er í Rowe, í vesturhluta Massachusetts, og er búizt við, ^ að hún geti tekið til starfa árið 1960. Þessi rafmagnsstöð er ein af 18 slíkum kjarnorkustöðv- um, sem nú er verið að byggja i eða í ráði er að byggja á næst- j unni í Bandaríkjunum og verða þær allar byggðar og reknar af einkaf yrirtækj um. Ekur bæði á vegi og teinum. Bandarískt jámbrautarfélag hefir látið smíða vagn, scm bæði má nota á vcgum og tein- um. Undir honum eru bæði gúmmi- og stálhjól, svo að hægt ^er að' nota hann sem dilkvagn aftan í bil eða hluta af járn- brautarlest. Rekstur á slíkum vagni — sem hluta af lest — mundi vera 20 c/c ódýrari en ef dilkvagn væri fluttur á járn- brautarvagni, eins og oft tiðk- ast. Vatnsdropinn leysti vandaiut. Bandarískir flugvclafram- leiðendur hafa varið miklum tíma og fc í að Ieita að efni og aðferð til að ganga úr skugga um, livort málmflctir séu hrcin- ir áður en þeir cru sctfir saman. Sérstaklega er þetta nauð- synlegt við samsetningu hinna ýmsu hluta á bol þrýstilofts- flugvéla, því styrkur flugvél- anna byggist mikið á því, að hlutarnir falli vel saman. Eftir margháttaðar tilraunir komust vísindamennirnir að því, að hreinn vatnsdropi var lausnin. Þegar vatnsdropi er settur á hveinan flöt breiðir hann úr sér þar til hann er næstum flatur, en séu óhrein- indum á fletinutn heldur hann ikúlulögun sinni vegna þess, að óhreinindaagnir, sem ekki ! verða séðar með berum augum, hindra hann í a'ð fletjast út Því er nú haldið fram, að innan skamms muni verða ódýrara að framleiða rafmagn í kjarnorkustöð, heldur en í stöðvum, þar sem brennt er ol- íu eða kolum. Er nú í ráði að reisa kjarnorkustöð i New York, þar sem það mun þykja bezta lausnin á raforkuþörfinni þar um slóðir. Koptar notaðir vii fiskleit. IJrctar hafa fyrir nokkru tekið að sýna nýja aðfcrð við fiskileit. Nota þeir „ko'pta", scm búinn cr einskonar fisksjá, er tengd cr við bcrgrnáls- tæki. En það er hinsvegar dregið í sjó — nærri yfrr- borði — og gcfur nrerki, þeg- ar það ,,finnur“ einhem lilut í nánd. Er vonast til, að, að með þessu móti vcrði unnt að spara skipum langa og kostnaðarsama leit, og árangurinn verði einnig meiri og betri og ódýrari fiskur. Tilraunum með leit- araðferð þess.a og tækin er ekki að fullu lokið (Ur.esco). Furðulegastastríðssagan! IVBððurinn sem var ekki ti fræði, Sir Bernards Spilsburys prófessors. Prófessorinn sagði, að það væri einn sjúkdómur. sem erfitt væri að greina frá drukknun, sem dauðaorsök, jafnvel þótt líkkrufning færi fram; það væri lugnabólga. Að vísu mundu færustu sérfræð- ingar sennilega komast að réttri niðurstöðu, en á Spáni væru engir slíkir snillingar, svo kunnugt væri. Nú var leitað til sjúkrahús- anna í London og grenslast eftir manni, sem dáið hefði úr lungnabólgu þá dagaiia. Hami fannst. Hver maðurinn var, mun heimurinn sennilega aldrei fá að vita. Þeir geta þagað, menn- irnir í brezku leyniþjónustunni. En við vitum hvaða hlutverk honum var falið og hvernig hann vann mikinn sigur yfir naz istunum og hérna segir frá því. Hinn dauði fékk nú nafn — William Martin skyldi hann heita. Hann fékk líka vegabréf og öll skilríki ásamt mynd, eins og hermanni í þjónustu hans hátignar sæmir. Hann var gerð- ur að majór. Síðan var opnaður bankareikningur í nafni hans og íé lagt inn á reikninginn — majórar eiga fé á banka! Og þar sem ungir, kvongaðir maj- órar eiga vanalega vinkonur, var ein starfsstúlkan í leyni- þjónustunni valin til að gegna því hlutverki. Hún skyldi hér eftir heita Pam — stytting úr Pamela. Að svo búnu var hinn nýbakaði majór lagður í ís. Það var þá, sem hann fór að ,,lifa“ lífinu í raun og veru, majórinn sá. Hann fór að taka fc út úr bankanum og leggja fé inn. Veskið hans fylltist af kvittunum, aðgöngumiðum og því um líku, eins og gengur og gerist. Hann keypti aðgöngu- miða að „Prince of Wales“ leik- húsinu, miðinn gilti á leik- húsínu, miðinn gilti á leiksýn- inguna 22. apríl og var reyndar búið að rífa af honum. MÍðinn fór að vísu ekki strax í vasa hins endurfædda, heldur báru liðsforingjar hann í vösum sín- um til að byrja með, en svo lenti hann í veski majórsins eins og- ýmislegt fleira, svo sem eins og ástarbréf frá Pam. „Elsku Bill“, stóð þar, „eg er alveg brjáluð, eg er svo hrifin af hrignum, hann er svo aga- Iega fallegur — þú veizt að eg elska demanta — ég get ekki Margir kossar .... þín elskandi Pam.“ Það var líka reikningur yfir hringinn einhversstaðar í veskinu hans. Reikningurinn var frá hinu þekkta fyrirtæki S. J. Philipps í Bondstreet. Bill majór átti líka föður á lífi og eins og aðrir góðir feður, hafði hann skrifað syni sínum, og þar mátti lesa þessar venjulegu áminningar og þar var lýst á- hyggjum föðurs, sem á son sinn á vígvöllunum. Bréfið var skrif- að í Wales, þar sem faðirinn bjó og pappírinn í bréfsefninu var vissulega frá Wales og um- slagið stimplað þar á staðnum, enda látið þar í póstinn. Þannig var komin til skjal- anna í London einn gráan þokudag árið 1943 vofa majórs eins, sem ferðaðist með spor- vögnunum, fór í bíó og reykti

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.