Vísir - 17.05.1957, Side 10

Vísir - 17.05.1957, Side 10
10 VÍSIR Föstudaginn 17. maí 1957 • * • • • • • • • • • » • • i ANBNEMARNIR • • • • EFTIR ItUTH MOORE • • • • • • 43 • • -p- Iívar varstu þessa viku, sem þú varstu fjarverandi? spurði Mike. •— Varstu í Gloucester? Það var talað um þetta mál fram með allri ströndinni. Hvernig gaztu komist hjá því að frétjta það, sem kom fyrir Carnavonbræður? Maður, sem er í giftingarhugieiðingum, lifir ekki í þess- nm, heimi, sagði Frank. — Við dvöidumst í veitingahúsinu og vorum þar cin út af fyrir okkur. I vikulokin fórum við til Boston og ég ætlaði með Elísabetu heim til þín, til að láta hana vera þar, þangað til ég væri búinn að taka til heima hjá mér. En við krossgöturnar mætti ég einum af mönnum Corks, og hann sagði mér frá öllu því, sém komið hafði fyrir okkur. Hann sagði mér líka, hvar ég gæti fundið þig, og að Bessie væri á leið til Riverville, til að taka mig, svo að við snerum við og fórum sömu leið og við komum. Ég var einmitt kominn upp á hæðina nógu snemma til að siá vöruhúsið okkar standa í ljósum loga. Mike bróður mínum er nú ekki fisjað saman, hugsaði ég. — Ég er hreykinn af því að vera Carnavon. Mike lagði hönd sína á öxl Fi'anks. — Jobbick Butler kom um borð síðastur manna kvöldið, sem við sigldum af stað, sagði hann. — Hann var í landi að bíða eftir konu sinni og barni, sem höfðu vei'ið í heimsókn uppi í sveit. Það munaði minnstu, að við yrðum að skilja hann eftir, en hann kom á síðustu stundu. Hann færði okkur fréttir, en það er engihn ástæða til að sú segir konu þinni þær fréttir. -i- Hvaða fréttir voru það? spurði Frank. — Var það við- vikíandi syni hennar? lv|ike kinkaði kolli. — Já, syni hennar, Eðvarð vini henanr. Memn Ringgolds, eða það sem eftir var af skipshöfn hans, komu fógetanum á slóð lians. Það er enginn efi á því, að þeir hafa viljþð hefna sin á honum, því að það var fyrir hans tilvei’knað, að þeir voru handteknii'. Það er búið að taka hann fastan. Það það er engin ástæða til að sú segir konu þinni þær frétitr. — Nei, sagði Frank. — Það er ekki vert að hún frétti þetta. Hver veit um þetta annar en Jobbick? Nokkur, sem kjaftar frá því? — Enginn. Ég bað hann að þegja yfir þessu vegna Elísabetar. Frank varð þögull. Hann sá fyrir sér fölt andlit og skim horaðan líkama, merktan böli, glæpum og ógæfu. Það var Eddi. Það er andstyggilegur dauðdagi að vera hengdur, sagði hann með hægð. — Ég vildi bara, að ég hefði barizt við hann til að gerá út af við hann, til að forða honum frá þessum dauðdaga. — Hvað segii-ðu maður? Það er enginn efi á því, að hann hefði gert út af við þig, en ekki þú hann, sagði Míke. — Satt segir þú hinn frómi, sagði Frank. — En hvert för- um við nú Mike bróðir? — Norður, sagði Mike. — Til Maynard Cantrii’s. Burt frá lögunum og múgnum. — Til Somerset? Þar sem Maynard Cántril er og Indíánarnir hans? Ágætt, sagði Frank. — Það er enginn efi á að við getum samið betri lög, cn þau, sem við höfum búið við og betur við okkar hæfi. — Það munum víð áreiðanlega gera, sagði Mike höi'kulegur á svipinn. Bessie stefndi í norðurátt og' vindur var á suðvestan. Corki’an Teague blótaði skútunni í sand og ösku. En hún fór vel í sjó. Innan borðs voru karlmenn, konur og börn, en hún var ekki vön slíkum farmi Hún sigldi undir blikandi stjörnum og hvarf sjónum Bostonbúa eins og sjórinn hefði gleypt hana. —• Fyrri hluta nætur sat Natti í hnipri við stýrið og stýrði eftir stjörnunum. Tunglið mundi ekki koma upp fyrri en undir moi’gun, en samt var nóttin ekki mjög dimm. Hann hugsaði um móður sína, Edda og Karólínu. Þau voru öll í vanda stödd og í stað þess að vera þeim til aðstoðar, hafði hann flúið af hólmi. Hann beit á jaxlinn, svo að tennurnar glömruðu ekki í murmi hans. Hann reyndi að fullvissa sjálfan sig um, að móðir sín mundi hjálpa þeim til að komast fram úr vandanum. Þau þarfnast mín ekki. Karólína getur alltaf farið heim, ef hún vill. Ef til vill er hún þegar komin heim. Þess vegna hef ég ekki íundið hana í Dulverton. Auðvitað hafði hún farið heim. Hann xeyndi að sannfæra sjálfan sig um það og lét huggast í biii. Fölum bjarma mánans sló á austurloftið. Það var minnk- andi tungl og máninn kom upp um klukkan þi'jú um nóttina. Eftir klukkutíma mundi fara að daga. Og hann hlakkaði til sólarupprisunnar. Hverju bjóstu við? sagði hann gramur við sjálfan síg'. Mátt- irðu ekki eiga von á, að það yrði bæði kalt og einmanalegt á nóttinni? Um leið og það væri orðið svo bjart? að hann sæi til lands, mundi hann sigla að landi, leita upp heppilega vík, fara í land, elda sér moi’gunverð og fara að sofa. Hann reyndi að dreifa huganum frá áhyggjum sínum með því að hugsa um heitan morgunverð og tjaldstað. En allt í einu var.eins og báturinn stanzaði snöggvast, líkt og ósýnileg hönd hefði kippt í hann, en sleppt honum síðan. Hann hallaðist örlítið, en.svo rann hann áfram, og var stöðugur í rásinni. Natti hrökk upp af draumórum sínum. Hann horfði kringum sig uppglenntum augum, en sjórinn var rennisléttur á yfir- boi’ðinu. Það var ekki hægt að sjá neitt undir yfirborðið í þessu skyggni. Eigi að síður hafði hann lent hér á grynningum. Og það fór hrollur um hann af skelfingu. Bölvað fífl er ég að sigla um þessar slóðir að næturlagi, svo ókunnugur, sem ég er hér, hugsaði hann. Ég þekki ekkert siglingaleiðirnar fyrir norðan Boston. Það getur vel verið, að ég sé kominn hér innan um sker og flúðir. í bjarmanum frá hálfri sigð mánans sá hann hvítfreyðandi hafið fyrir austan sig. Og fyrir stafni sá bann stóran, dökkan vegg. Það virtist annað hvort vera strönd eða langt klettaxif. Hann gat ekki séð, hvort heldur var. Hann starði stundarkorn sem steini lostinn á þetta fyi'irbrigði. En allt í einu ýtti hann við stýrinu, eins og í krampateygjum og gaf eftir á segltaum- unum. Hann beygði aftur í norðausturátt. Hann sat þarna í hnipri, kaldur og hrakinn og hélt stýrinu milli upphandleggsins og síðunnar. Hann íæyndi að hreyfa fæturna til að ná úr þeim kuldadofanum. Það gat ekki verið langt til morguns. Hann hafði þó grætt eitt á því að rekast á grynningarnar. Hann hafði hrokkið upp af draumórum sínum. Hann gat hugsað skj'rc nú. Annað hvort verð ég að hafa hugann við það, sem ég er að gera, eða ég vei’ð snúa heim aftur, hugsaði hanri. Hann heyi’ði eins og ofui’litið krafs framan úr káetunni. Og hann lagði hlustir við þessu hljóði. Gat það verið, að rottur væru í bátnum? Það var ekkert ósennilegt, að rottur hefðu komizt um boi’ð í bátinn, þegar hann lá við bryggjuna í Dul- verton. Ef þetta var rotta, hlaut hún að vera í matarskrín- unni hans. Hann hefði átt að hug’sa út í þetta og rannsaka bátinn, áður en hann lagði af stað. Honum varð óglatt við þá tilhugsun, að rotta væri í ldefanum hans. Skollinn hafi það. Hann hafði haft svo margt um að hugsa, að hann hafði gleymt sumu. Hann f' 14 k.vö«í*d*v*ö*k»u*n*n*i ........................ Hans og Friðrik voru í nokk- urra vikna heimsókn hjá afa sínum og ömmu. Eitt kvöldið, þegar þeir voru háttaðir, byi’j- aði Hans að lesa kvöldbænix* sínar upphátt, aldrei þessu vant. Þegar hann var búinn að lesa faðirvorið hélt hann lestr- inum áfram og sagði: — „og svo, elsku guð, ætla eg að biðja. þig að senda mér nigguhest og’ mikið af sælgæti í afmælisgjöf á moi-gun, og svo ætla eg að biðja þig um fallega mynda- bók og — -s--“ „Uss!“ þaggaði Fi’iðrik niður í bróður sínum. ..Hvaða hávaði: er þetta! Það er eins og guð sé heyrnarsljór. Þú ætlar að æi-a mann.“ ,Nei, eg veit að guð er ekki heyrnarsljói', en amma er það.“ Pétur bar mikla vii’ðingu fyr- ir Gústaf eftir að hann frétti, að Gústaf hefði vogað sér að biðja hennar Jóhönnu, sem enginn hafði þorað að biðja fram til þessa. „Er það satt, að þú hafir béð- ið hennar Jóhönnu?" spui'ði. Pétur næst þegar þeir hittust. „Það er satt.“ „Þú hefir náttúrlega orðið að ki’júpa á kné frammi fyrir henni þegar þú baðst hennar.“ I „Það var ekki hægt.“ ,Hvers vegna var það ekki ■hægt?“ „Vegna þess að hún sat á hnjánum á mér.“ Frúin keniur með þjósti miklum inn í eldhúsið. „Heyrðu, Guiina, er það satt, sem eg heyri, að þú sért tím- unum saman á hljóðskrafi með einhvei’jum ókunnugum manni. hérna úti í garðinum á kvöld- in?“ Gunna horfir undrandi á hús- móðurina og segir síðan: „Þetta er skrítin spui’ning. Hvernig var það með þig, frú mín góð, vanstu bónda þinn kannske í happdrættinu?“ 1 TARZAN - 2359 ' Tarzan hélt nú áfram að virða fyrir sér hinn dauða apa, en þá var skyndilega heill hópur af ófrýnileg- iim öpum búinn að umkringja hann. Hann sá að ekki þýddi fyrir sig að útskýra þetta á apamáli, því þeir sýndust vera viti sínu fjær af bræði og hann beið því tilbúinn eftir árás þeirra. Konungur þeirra fetaði sig gætilega í áttina til hans. Hér var enginn sjúklingur á ferðinni heldur ógurlega stór og sterkur karlapi, sem nú ætlaði sér að hefna félaga sinna.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.