Vísir - 21.05.1957, Blaðsíða 8

Vísir - 21.05.1957, Blaðsíða 8
frtfr, »en» feravt kanpe-ndur YtSIS eftir 19. kvers mánaUar fá blaSiS ökeypb tll ■támaSamóta. — Sfmi 1119. WfiSXK. VÍSJR erMyrasta blaðlS »2 þó þaff fJ«J- breytuusa. — HringiS i tfma 1119 mg gernt áskrifendur. Þriðjudaginn 21. maí 1957 20 þiís. fangar sluppu í byltingunni ungversku. Tíu þúsuncfa er enn fieltað. Misseri eftir að byltingin iiófst í Ungverjalandi s.l. haust héldu kommúnistisku yfirvöldin áfram leit að föngum, sem frels- issinnar slepptu úr fangabúðum og fangelsum, en það mun liafa verið allt að 20.000, sem sluppu. Um 10.000 eru ófundnir, en . mörgum þeirra mun að visu hafa tekist að flýja land. Einnig er leitað mikilla vopnabirgða, . sem hurfu í byltingunni, eða um 27.000 byssna af ýmsum gerðum o. fl. Það var hinn 23. október, sem mótspyrna stúdenta og verka- manna komst á það stig, að vopnum var beitt. Eftir viku bar- daga horfði svo, að Imre Nagy, sem er Titoisti, hefði sigrað, en að liðinni annari viku til var allt breytt aftur, því að Rússar höfðu byrjað ofbeldisaðgerðir sínar og flutt nýtt lið til lands- ins. Nú sjást ekki mörg merki byltingarinnar, nema á bygging- um, sem ekki hefur verið unnt að gera við, er það var viður- kennt opinberlega að enn væri leitað fanga og vopna og enn eru handtökur manna, sem vopna- foirgðir hafa fundist hjá, og enn eru menn dæmdir í fangelsi og fangabúðir. 10 lierfylki Rússa. Og nú situr Janos Kadar við völd, því að Rússar hafa 10 her- fylki í landinu, og allir vita að þau verða þar eins lengi og Rússum hentar. Þeir hafa látið Kadar tilkynna það þjóðinni og umheiminum oftar en einu sinni. Eina skipulagða mótspyrnan kemur frá rómversk-kaþólsku kirkjunni og valdhafarnir leggja fast að henni að hætta mót- spyrnunni, en kirkjunnar menn hafa stöðugt neitað. Hér er að sjálfsögðu ekki um beina mót- spyrnu að ræða, heldur óbeina — og nokkurrar óbeinni mót- spyrnu eiga valdhafarnir enn að mæta í verksmiðjunum. Þannig hafa verkamannaráðin verið leyst upp, en þau starfa áfram eigi síður. Áhrifalítil eru þau að sjálfsögðu eins og nú er komið. KinullKpvnus: Akranes og Hafnar- fjörður í kvöld. I. deildarkeppni verður hald- ið áfram í kvöld og leika þá Akurnesingar gegn Hafnfirð- ingum. Verður það 3. leikur móts- ins og síðasti leikur utanbæjar- liðanna innbyrðis. Eins og kunnugt er láku Hafnfirðing'ar við Akureyringa á föstudag og lyktaði þeim leik með jafn- tefli, 2—2, eftir spennandi og tvísýnan leik, og á sunnudag sigruðu Akurnesingar Akur- eyringa með 3—0. Utabæjarlin hafa þegar sett sinn svip á þetta mót og hefur verið fjölmenni mikið á báð- um leikjunum, sem þegar hafa farið fram, og má gera ráð fyrir' (mikilli aðsókn að leiknum í ^ kvöld, sem verður síðasti leik- | 'urinn fyrir Pressuleikinn n. k. ' fimmtudag. Suezdeilan em rædd • • ■ Oryggisráðinu. Bretar styðja Frakka. Afstaða Bandaríkjanna óviss. Ársþing Bridge- sambands Islands. Ársþing Bridgesambands ís- lands 1957 verður lialdið í Borg'- arnesi, og liefst föstudaginn 31. maí, og lýkiir þinginu á laugar- dag. Að ársþinginu loknu hefst sumarmót sambandsins, og gefst þar öllum félögum innan sam- handsins kostur á að spila í sveita- og tvímenniskeppni. For- menn félaganna verða að hafa tilkynnt þátttöku til sambands- stjórnarinnar fyrir 26. maí. 26 skip til Græn- lands. «9 Grænlandsfélaglð hefiu' látið nppskátt að 26 færeysk skip, skonnortur kútterar og togarar muni stunda veiðar við Græn- land í sumar. Jafnvel er búizt við að skipin verðí fleiri er á líður. Átta togarar eru þegar farnir til Grænlands og fyrir þremur vikum var flutningaskipið Car- iba í Þórshöfn og tók þar 50 manns til Færeyingahafnar á Grænlandi. Fréttir hafa borist af mikilli fiskigengd við Grænland og hyggjast Færeyingar bæta sér upp lélega vetrarvertíð við Fær- eyjar og Island þar sem vertíðin var mun verri en venjulega, segir blaðið 14. september. Meðal afli netaskipa við Island var ekki nema 200 skippund og voru þar 18 stór skip í vetur. Hjá skipum sem voru með handfæri og línu var aflinn heldur skárri og var afli þeirra um 300 til 400 skip- pund. Rússar sýna, hvernig ekki á að fara að..." Kuldaleg u:mmæli eins nán- asta samstarfsmanns Titos. „Nú er eins og' hundur hund hitti á tófugi'eni", má segja um sambúð Júgósluca og Rússa síðustu árin. Það kom mjög greinilega fram, þegar einn nánasti samstarfs- maður Titos, Vladimir Dedijer, sem ritaði ævisögu hans en féll síðan í ónáð, þegar hann gerðist talsmaður meira lýðræðis en Tito þótti henta, var á ferð um Norðurlönd fyrir skemmstu, Hafði honum verið boðið þangað til að flytja fyrirlestra í Dan- íhörku og Svíþjðð, og 5 beim fór hann ómildum orðum um for- ingjana í Kreml. „Sovétríkin hafa gert sósíal- ismanum mikinn greiða", sagði hann meðal annars, „því að þau hafa sýnt, hvernig ekki á að fara að hlutunum. Menn mega ekki láta blekkjast af síðustu umbótum. Fyrirætlanir Krúsvés mun frekar hafa í för með sér stofnanabákn en i’aunverulegan sósialisma, enda þótt ég vilji ekki kalla þær fasisma". Sennilega veit Dedijer talsvert meira um það, sem gerist austur Frjálsræði og ferðalög. A fundi Efnahagsnefndar- innar í Genf fyrir nokkru hvatti brezki fulltr. Gosford lávarður til þess, að Rússar leyfðu fleiri ferðamöimum, að koma til lands síns. S.I. ár hefðu aðeins 187.000 ferðamenn kom- ið þangað, en um ein milljón til Bretlands. Hann lagðist gegn því að skipaðir væru fleiri nefndir til þess að vinna að aúknum ferða- lögum milli austurs og vesturs, — starf þeirra hefði jafnvel haft gagnstæð áhrif við það, sem til væri ætlast, samningum ekki verið fullnægt, og ekki verið endurnýjaðir. Það, sem þyrfti væri aukið frjálsræði ferðamanna í löndunum austan tjalds, og þá mundi ferðamanna straumurinn þangað aukast af sjálfu sér. Fundum Öryggisráðsins um Suezmálið verður haldið áfram í dag. Aði’.r en umræðan hefst af nýju ræðir Pineau utanrik- isráðherra Frakklands við John Foster Dulles, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, en full- trúi Bandarikjanna tók ekki til máls við umræðuna í gær. — Bretar studdu Frakka. Pineau sagði í ræðu sinni, að Öryggisráðinu bærj að nota vald sitt til þess að sjá um, að samkomulagsumleitanir yrðu hafnar af nýju um Suezskurð- inn milli Egyptalands og not- enda skurðsins, á grundvelli 6- atriða samkomulagsins. Hann kvað mikla þörf fyrir, að Sam- einuðu þjóðirnar tækju rögg' á sér og endurvakið væri af nýju traust á þeirn. Fyrir Egyptum kvað Pineau vaka að reyna að nota sáttmál- ann frá 1888 til þess að meina einni þjóð not af skurðinum, og mætti Egyptum ekki hald- ast uppi að hliðra sér hjá að hlýða alþjóðasamþýkktum. Egyptar og Rússar telja málið leyst. Fulltrúar Egyptalands og Ráðstjórnarríkjanna töldu vandamálið þegar hafa verið til lykta leitt, og sagði fulltrúi Egypta, að Frakkar ýttu undir Israel að leggja út í þ'að ævin- týri, að reyna að knýja skip gegnum skurðinn, og ef til styrjaldar kæmi mundi Frakk- land styðja Israel. Fulltrúi Rússa Sobolev sagði, að hann óskaði saniskonar fyr- irkomulag og nú væri á Panamaskurðinum og öllura alþjóðaskipaskurðum. Af Breta hálfu Lýsti Sir Pierson-Dickson yfir því, að þeir siyddu Frakka, því að í fyrirkomulagi því, sem nú væri, en það gæti aðeins verið-til bráðabirgða, væri ekk- ert framtíðar öryggi. Hann. lagði áherzlu á, að brezka stjórnin hefði afturkallað til- mæli sín til skipaeigenda til bráðabirgða, um leið og húra hefði lýst yfir, að hún mundi áfram eftir megni vinna a<5 frambúðarlausn málsins. Bandarísk herskip hefja nú siglingar um skurð- inn af nýju. Sagði ræðismaður Bandaríkjanna í Suez í morg'- un, að tveir baridarjskir tund- urspillar og birgðaskip myndu fara um skurðinn á morgun. Tillaga væntanleg frá Pineau. Kunnugt er, að Pineau hafði meðferðis tifNew York uppkast að tillögum, sem hann leggur ekki fram fyrr en að viðræð- unni við Dulles lokinni, ef til vill breytta, en sá möguleiki er einnig til, að hann leggi enga tillögu fram. Það fer allt eftir því hvernig vindurinn blæs, er á líður umræðuna, og Pineau hefur ráðgast við Breta og aðra stuðningsþjóðir sínar. ArgeníinumaBur vann Monaco-aksturinn. Argentínumaður vann Mon- aco-keppnina í bda hraðakstri. i Meðalhraði hans var 105 km. á klst. Ekið er um bratta og bugð- ótta veg og m.a. um hinar þröngu götur Monte Carlo. —- Gripið hafði verið til víðtækra varúðarráðstafana, t. d. var fólki bannað að hnappast sam- an á gangstéttum í Monte Carlo. Um manntjón í keppninni er ekki getið, en ái'ekstrar urðu, og urðu þrír kunnir brezkir kappakstursmenn að hætta, Collin, Stirling og Hawthorn vegna þess að bíiar þeirrá, skemmdust í árekstrunum. Pravda ræiír um rússnesk blöl á 45 ára afmæli sínu. Kvarfar vfír live }»au séu þurr <>í$ leidiuleg. í Rússlandi en kommúhístar hér á landi, og þess vegna er honum hætt að lítast á það; sem er a.ð gerasb í „föðurlandi,'1 sósialis- mans. Á 45. ára afmæli sínu bLrti blaðið Pravda grein, þar sem rætt er almennt imi blöðin i Ráðst jórnar ríkj unum. Segir þar, að þar sé geíinn út fjöldi leiðinlegra blaða, sem séu þur og fram úr hófi strembin aflestrar, og talar Pravda um embættismannastíl þann, sem sé á blöðunum. Jafnframt leggur Pravda áherzla á það, að „blöðin séu beztu vopn flokksins”, til þess að sameina fólkið í eina fylk- ingu, sem sameinist undir fána Marx og Lenins. Pravda segir, að eittli\:að verði að gera til þess að gera blöðin læsilegri, en stingur ekki upp á neinu til umbóta nema að Ieggja til meira rúm fyrir funda- og ályktanatilkynningar frá fund- uni í verksmiðjunum og því um líkt. Brezkur stjórnmálafréfctarit- ari, sem um þetta ræðir segir; að meðan blöðin í Ráðstjórnar- ríkjunum séu ófrjáls flokksverk- færi sem nú, verði þau jafn til- breytingarlaus og litlaus og nú, og sé engin breyting sjáanleg framundan. Fellibylur veldur manntjóni. Hvirfilvindur hefur valdiJ) miklu manntjóni 1 Kansas Chy í Randaríkjtmum. Biðu 16 m'enn bana, en um 100 meiddust, næstum allir í verzlunarhverfi borgarinnar, sem er verst útleikið eftir hvirfilvindinn. Síðari fregnir herma, a?S om 30 manms Jhafi beðið bama í súðurhverfum Kansas Ciíy, en um 200 menn hafa meiðst meira og minna af völdnum feílibýlsms.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.