Vísir - 22.05.1957, Blaðsíða 9

Vísir - 22.05.1957, Blaðsíða 9
•Miðvikudaginn 22. mai 1957 VISIB * BRIDGEÞ&TTUR 4. VÍSIS & Á sunnudaginn hófst éinvígi milli tveggja sveita um það, hyor skipa skuli landslið ís-, •lands í bridge. Þær eru sveit Arna M. Jónssonar, sem öðlað- ist þáíttökurétt sem önnur sveit í landsmóti og sveit Ein- ars Þorfinnssonar, sem Bridge- samband íslands valdi. ís- iandsmeistararnir. sveit Harð- ar Þórðarsonar, höfnuðu sem kunnugt er sínum rétti og gekk h'ann þá til sveitar númer tvö, þ. e. sveitar Árna. í sveit Árna eru auk hans þeir Guðjón Tómasson, Gunnar Pálsson, Sigurhjörtur Pétursson, Vil- hjálmur Sigurðsson og Þor- steinn Þorsteinsson. í sveit Einars eru auk hans þeir Gunn- ar Guðmundsson, Hallur Sím- onarson, Lárus Karlsson, Stef- án Guðjohnsen og Stefán Stef- ánsson. Reglur þær, 'sem gilda fyrir þettá einvígi eru í stór- nm dráttum þessar: Spiluð skulu 120 spil og skal hver ein- i-'.taklingur spila minnst 40 spil. Jafntefli telst það, ef önnur sveitin hefir ekki 16 stig yfir hina. Verði jöfn stig eftir íramlengingu, skal f ramlengt um 8 spil í einu þar til önnur sveitin er yfir. Eftir fyrstu 40 spilin. sem spiluð voru á sunnudaginn, hef- ir sveit Árna 58 stig gegn 29. í hálfleik stóðu leikar 36 gegn 19 Árna í vil og í seinni hálfleik bættu þeir við sig .12 stigum. Fyrri hálfleik spiluðu fyrir Arna hann sjálfur og Viíhjálm- ur, og Guðjón og Þorsteinn, en fyirr Einar spiluðu Lárus og Stefán St., og Hallur og Stefán. í seinni hálfleik kom Sigur- hjörtur inn fyrir Guðjón, og Einar og Gunnar Guðm. fyrir Halí og Stefán. Eitt spil er mér sérstaklega minnisstætt frá þessum leik, enda ekki óeðlilegt, þar sem það kostaði okkur 14 stig. í lokaca herberginu sátu norður og suður, Guðjón og Þorsteinn, en austur og vestur, Hallur og Stefán Guðjohnsen. Staðan var allir á hættu og sagnir gengu eftirfarandi: V: P. N: 1G, A: 2L, S: 2H. V: 3L, N: 4H, A: P, S:4S. V: P, N: 6H. Allir pass. Fyrsíi „Stjez-skurðurif&n" var grafinn fyrir 3500 árum. Stutí ágrip af sögu þessarar siglinga- leiðar. * A-K-D-x-x V D-8-x * A-10-x * A-x A G-10-8 V K-7-x > D-x * G-9-x-x-x A ekkert V 9 ? G-9-x-x-x-x * K.D-10-x-x-x A 9-x-x-x-x V A-G-x-x-x * K-x «J» ekkert . Eg kom út með lauf, en eins pg sjá má, þá er spilið niðri með spaða út. í opna herberg- inu sátu norður og suður. Lár- us og Stefán St.. en austur og yestur, Árni og Vilhjálmur. Þar gengu sagnir eftirfarandi: V: P, N: 2S, A: 3L, S:4T. . V:P, N: 5T, A:P, S: 5H. Allir pass. Auðsjáanlega hafa þeir fé- llagar misskilið hvorn annan | illilega og fór því ver, þar sem ! þeir voru á leiðinni í slemmuna í. réttum samning. Sjö-laufa- fórnin ex ágæt, en ekki lái eg Halli að fara ekki í hana, þvr að það var aldrei að vita nema spaði kæmi út. tÞ&ria Shaíik.. Framh. af 4. síðu. þessi þrætugjarna Nílardóttir þó gert. Hún hefir komið á fót lestrar- og skriftarkennslu víðsvegar fyrir fullorðnar kon- ur og hafa þær sýnt góða fram- för eftir 3ja mánaða námskeið. Stjórnin lallar á eftir með kvöldskóla, því að á Egifta- landi er meiri hluti manna ó- læs. Kvöldskólar fyrir ólæsa. En það er lítið gagn í þessu, segir Doria Shafik. Og það er ekkert gagn að því þó að stjórnin segi, að það sé svo mörg vandamál, sem þurfi fyrst að ráða bót á, því það er aðeins eitt mál sem er Doriu Shafik og fylgjendum hennar áriðandi, manngildi konunnar og réttindi. En hún er ekki sérlega bjart- sýn, þó að hún berji áróðurs- bumbuna jafnt og þétt. „Það 3íða mörg ár áður en nokkuð gerist í Austurlöndum.' Napoleon mikli var sá fyrsti, sem ráðgerði að grafa Súez- skurðinn í þeirri mynd, sem haiin er nú. En það eru 3500 ár síðan skipaskurður var gerður á þess- um slóðum, og tengdi saman Rauðahafið og Níl. Að vísu var sá skuröur mjög frábrugðinn Súezskurðinum, sem við þekkj- um. Selei Faraó I lét hefja skurðgröft frá eystra Nílardaln- um til Timsahvatns og þaðan til Rauðahafs, en það var Ramses II er lauk gerð þessa skurðar og um hann er getið í Biblíunni. Herodot og Flinius telja þó, að þetta hafi verið fyrr, eða «m 2000 árum fyrir Krist. Hvað, sem þessu líður, hefur gamli skurðurinn lokast' aftur, því að árið 690 f. kr. hóí Necko Farao gröft nýs skurðar, sem Herodot segir, að hafi kostað 120.000 mannslíf. Þótt Necko hafi gumað mikið áf fram- kvæmdum sínum, var skurð- greftrinum aldrei að íullu lokið og var ástæðan sú, að þv-í hafði verið spáð að skurðurinn yrði engum að gagni nema útlending- um (Fönikíumönnum og Pers- um) og að hann væri ekki guð- unum þóknanlegur. Arabar koma til sögunnar. Það varð líka hinn sigursæll Da.rius, Persakonungur, er lét fu.Ugera skurðinn öld síðar. Plin- ius segir, að skurðurinn hafi. verið 12 m. djúpurog m. breið- ur. Var hann i notkun í 4 aldir, en lokaoist á stjórnarárum Kleo- pötru. Trajanus reyndi að lag- færa hann, en þá hafði hann ver- ið ónothæfur í 150 ár. Það var þó ekki fyrr en um 600 e. Kr., sem ¦vcrkiriu var lokið og voru það Arabar er grófu skurðinn í það sinn. Um 756 e. kr. lét kalif- inn eyðileggja skurðinn, „þar sem hann var enguin til gagns nema liinum kristnu hundum." Nú liðu meira en 10 aldir. Þá gerðu Feneyingar áætlun um nýjan slmrðL en ekkert varð úr íramlcvæmdum. Loks var það þýzki heimspekingurinn Leibniz, sem lagði til við Loðvík XIV, að hann legði lígyptaland undir sig og græfi nýjan skurð. Báðir frönsku kommgarnir, sem nú settust að völdum, höfðu þessi áform i huga, en það var Napo- leon mikli, sem réðst í að leggja undir sig Egyptaland, eins og kunnugt er. Áform hans um skurðgröft fóru þó út um þúfur o.'f liggja til þess tæknilegar orsakir-misíök. Franskir séi'- fræðingar iiéldu því sem sé fram, að 10 metra munur væri á sjáv- arboi'ðinu á Miðjarðarhafinu og Rauðahafinu og yrði þvi að hafa mikla skipastiga í skurðinum. Óx verkfræðingunum þetta svo í augum, að hætt var við öll áform um skurðgröft. Spádómur Mohammeds Alis. Nokkrum áratugum seinna var þó stofnað félag í París, sem hafði það markmið að gera skurð, sem tengdi sarnan Rauða- ha'f og Miðjarðalia.f. Töldu fé-, lagsmenn, er voru m'jög b.jart- sýnir á framtíðina. að slík sam- göngubót mundi færa Evrópu- mönnum mikla blessun og eíla sambúð þeirra og bæta. Áætlun þessi varð lögð fyrir egypzka vara.konunginn, Mohm- ed Ali Pasha, sem svaraði á þessá leið: ,,Ef ég læt grafa þennan skurð, færi ég Egypta- land nýtt Bosborussund. Hið- kæra land mitt er þegar mjög undirokáð og skurðurinn mun draga áð. sér útlenda fjárplógs- menn. Skurðurinn mun aðeins færa landinu, mér og mínum af- komendum auknar hættur. Þegar Metternich leiðrétti mis- skilning hinna frönsku verkfræð- inga árið 1841 og» sýndi fram á, að lítill munur væri á sjávannali á Miðjarðahafi og Rauðahafi, gat ekkert lengur stöðvar framvind- una, og skurðurinn var grafinn. og getur nú hver sem vill gert það upp við sjálfan sig, hversu mikill spámaður sá var, sem sagði, að skurðurinn yrði engum til gagns nema útlendingum og að guðirnir hefðu vanþóknun á honum. Átökin um Súezskurðin hafa nú þegar leitt miklar hættur yfir heiminn og hann stendur enn á þröm styrjaldar út af þeim mál- um. Vonandi hvilir ekki ,,bölvun guðanna" yfir þessu verki mann- anna, og vonandi verður styrjöld afstýrt. Geflð bféð - úthellft því ekki. „Gefið blóð, en úthellið því ekki" — eru einkunnarorð í nýrri baráttu til ai'.kinnar vin- áttu Frakka og Þjqðverja. Farinn er til Karlsruhe 2S manna flokkur franskra manna til blóðgjafa í sjúkrahúsi, en jafnstór flokkur er væntanleg- ur til Frakklands frá Þýzka- landi, og fleiri munu eftir fara. Vilja brezk vopn, ekki rússnesk. Fjárlög hafa verið lögð fyrií* Indlandsþing og fer 1/3 áætlaðra gjalda til landvarna. M.a. fer mikið fé til kaupa á flugrvélaskipi, sem Bretar eru að sniíða fyrir Indverja, og þot- ur, sömuleiðis breíkar. Bretar eru ánægðii- með, aðeinhugur er um það meðal yfirmanna land-' hers, flugliers og flota Indlands^ að kaupa áfram hergögn af' Bretum, en Kússar hafa mikið g'ert að því að fá Indverja til þess að kaupa rússnesk her- S'ögn. Engin fórn of stór til að halda Afsír. Fidltrúaráð franska jafnaðar- mannaflökksins vottaði Mollet óg ráðheiTum hans fnllt traust á fundi siniim í París í gær. Hlutföllin við atkyæðagreiðsl- una voru Mollet 5:1 í vil. Hann flutti ræðu 'og sagði m.a., að engin fórn væri of stór til þess, að Frakkar gætu haldið stöðu sinni í Alsír •— og uppreistar- menn þar hefðu misst alla trú á, að þeir myndu iiafa sitt fram með hernaðaraðgerðum. Ævintýr H.C. Andersen CRENITREÐ Nr. k Uti í skóginum stóð svo fallegt genitré. Það- var líka.á góðum stað, þar sem sólm gat skinið á það og nóg var af fersku lofti og allt "um kring uxu stórir félagar bæði fura og greni. Bændabörnin gengu um masandi og tíndu jarðar- ber eða hindber og þau settust við htla tréð og sögðu: — Nei, en hvað þetta er fallegt lítið tré. Þetta vildi tréð nú samt ekki heyra: Á veturna þeg- ar snjórinn lá sindrandi hvítur yfir jörðinni", lilupu hérar stundum fram hjá og fyrir kom að þeir stukku yfir tréð. ö, þetta er svo leiðinlegt, hugsaði tréð. — Syo liðu tveir vetur og tréð var orðið svo stórt að hér- arnir gátu ekki stokkið yfir það en urðu að taka á sig krók umhverhs það. Um haustið komu menri til að höggva við í eldinn og mmm _...-...... þeir hjuggu nokkur stærstu trén. Þetta skeði á hverju hausti og litla tréð skalf er það hugleiddi þetta. Hin stóru tré féllu með braki og brestum. Hvert ætli stóru trén fari og hvað átti fyrir þeim áð liggja?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.