Vísir - 22.05.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 22.05.1957, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Miðvikudaginn 22. maí 195.7 ....... ••• £ ANRNEMARNIR • • EFTIR • RUTH MOORE • • • • • • • • • • • • • • • 47 • • Cork hnussaði. Þetta var spurning, sem ekki kraíðist svars. Hann sagði: — Maynard Cantril í Somerset mun þekkja þig; Það er til- gangslaust fyrir þig að skipta um nafn. — Maynard er vinur minn. Og auk þess-mun ég líka láta mér vaxa skegg. Vertu nú skynsamur, Corkran. Þú verður að. breyta um nafn. Hvað ætlarðu að kalla þig, þegar þú stÍTJr. á'. land í Somerset. — O'Neil, sagði Corkran raunarlega. — Það er nafn móður minnar. En ég sleppi ekki Corkran-nafninu. — Það er ágætt, sagði Mike og klappaði honum á öxlina. — Við munum með tímanum verða vellauðugir. Og borgin, sem við byggjum, verður stór og auðug. Angandi matarlykt barst nú neðan úr eldhúsinu. Og Mike nasaði í allar áttir. — Strákurinn hann Frank, sagði Mike, — hann hefur fengið konu sína til að malla eitthvað góðgæti handa sér. Ég sagði þér, að hún leyndi á sér og byggi yfir fleiru, en maður sér við fyrsta tillit. Komdu nú, Corkran O'Neil. Við sk'dum athuga, hvað er á seyði. Hann gekk eftir þilfarinu og stakk höfðinu inn. í eldhúsið. — Já, nú þykir mér týra, frú Ellis, sagði hann. — Áttu nokk- uð eftir að þessu handa soltnum bróður þínum og vini hans? Frank bandaði til hans hendinni. — Það er frú Carnavon, sem þú ert að ávarpa, sagði hann. — Taktu orð þín aftur eða ég mola á þér hausinn. Mike greip um hnefa hans og sveigði handíegg hans fram og aftur. — Nei, Frank. Frú Ellis verður hún að heita. Og hann sagði honum, að þeir yrðu að breyta um nöfn. Þorpið Somerset við Cropkshankfljót, var ellefu íbúðarhús' og auk þess skúr, hlöður, sögunarmylla, skipasmíðastöð og bryggja. Húsin stóðu í röð upp með ánni og í ¦ þeim bjugguj synir, sonarsynir og aðrir ættingjar Andrew Cantrils. Bak við húsin var skógurinn og enginn vissi hversu langt hann náði inn í landið. Þetta voru ekki biálkakofar heldur vandlega byggð hús eftir fyrirmynd húsa í Englandi og Massachusetts, sem Andrew Cantril hafði þe.kkt vel. Þetta voru allt stór hús og voru átta til fimmtán herbergi ^í hverju húsi. Því að Andrew gamli hafði ekki verið í neinu hraki með byggingarefni, og hann byggði með tilliti til framtíðarinnar. , Andrew Cantril hafði horft langt fram í tímann. Hann varð fimmtugur snemma á öldinni. Hann var trésmiður og báta- smiður og hafði, ásamt níu fullorðnum sonum sinum, siglt hér . upp að ströndinni á skipi, sem hann hafði teiknað og smíðað, sjálfur og haft innan borðs sögunarmyllu. Hann hafði séð í huganum hundruð skipa, sem hann hefði smíðað sjálfur, sigla út úr höfninni í Somerset með farm frá Cantril-fyrirtækinu — mestmegnis tilhöggvin tré. Landið var auðugt að skógum og því gnægð af timbri. Þegar hann var búinn að reisa sögunar- myllu sína og hafði sagað timbur í húsin, skúrana, hlöðurnar, í annað skip og bryggjuna, tók hann að safna birgðum af til- höggnum trjám og undirbúa timburv-erzlun. ! Hann var gæddur flestum þeim kostum, sem nýtast mönnum til farnaðar. Hann var mjög gáfaður, allt af því snillingur, duglegur, einbeittur og hinn mesti manndómsmaður. Og hann átti hrausta syni. Þó hafði hann einn galla sem var horium mikil hindrun og eyðilagði að lokum fyrirætlanir hans og fram- tíðardrauma. Hann var allt að því sjúkur af sjállbirgingshætti. Kona hans, sem hafði veslast upp og dáið af hugsýki, löngu áður en hann flutti með fjölskyldu sína til Somerset, hafði innrætt sonum sínum mildi og mannúð, en það kom ekki að neinu haldi. Þeir voru föður sínum hlýðnir og undirgefnir og lærðu viðskipti og kaupsýslu af honum. Hann fékk oft æðisgengin bræðisköst. Sextugur var hann enn þá fær um að lúberja strákana og gerði það meira að segja stundum. En enginn sona hans var fær um að stjórna fyrir-. tæki leiðbeiningarlaust nema Maynard, og þegar gamli mað-( urinn fór að hrörna, þá hrörnaði fyrirtækið líka, eins og gamall vagn, sem smám saman liðast sundur. Gamli Cantril áttí fjörutíu og sjö sonasyni og í þeim öllum var eitthvert brot af gamla manninum. Þegar Andrew kom til Somerset, var þar aðeins Indíána- þjóðflokkur fyrir og hafði búið þar kynslóð fram af kynslóð. En ekki var hægt að kalla að þess háttar lýður ætti landið. En samt fór það svo, að Andrew keypti af þeim landið fyrir hnífa, fatnað og þess háttar. Hann gerði sjálfur kaupsamninginn og víðátta hins keypta lands átti að vera, „svo langt vestur, sem skógar næðu og í suðvestur átt að mynni íljótsirs." Það er að segja allt það land, sem nokkurs var nýtt. Hann lét foringja þeirra, sem kallaður var Reykjarpípan og alla fullvaxna menn skrifa undir kaupsamninginn með krossi, því að auðvitað voru þeir a'llir óskrifandi. Og hann sýndi þeim, hvar þeir áttu að setja krossinn. Því næst byrjaði hann að reka þá í burtu. Því að sú var skoðun Andrews, að engum, sem ekki bar nafnið Cantril, mætti eiga eða búa á svæðinu við Crookshank-fljót. Indíánarnir, sem vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið, því að þeir skildu ekki samninginn, fóru burt án þess að hreyfa mikl- um mótmælum. Þeir voru friðsamir menn og latir. Og þeir þekktu fleiri ár, sem var eins friðsamlegt áð búa við og Crookshank. Fyrsta árið gekk Somerset-fyrirtækið vel. Cantrilfegðar byggðu fáein hús og smíðuðu annað skip. Sögunai'myllan reynd- ist svo vel, að Andrew gamli gat sent nokkra farma af til- höggnu timbri til Boston. En synir Andrews gamla sem voru ungir menn, voru daufingjar. Öll harka var úr þeim lamin undir járnaga gamla mannsins. Lífið í þessu auðnarlega landi var hræðilegt fyrir, menn, sem .aldir voru upp í borg. Og þeim virtist þeir ekki eiga neina framtíð fyrir sér hér. í Somerset var ekki heldur neitt kvenfólk. En Andrew gamli þóttist kunna ráð við öllu. Hann fór á skipi sínu upp eftir ánni, þangað, sem Indíánarnir, sem hann hafði rekið burt, höfðu tekið sér ból- festu og verzlaði enn þá við þá. Hann seldi þeim enn þá hnífa og fatnað og fékk í staðinn níu ungar Indíánastúlkur, sem hann j færði í búið sem tengdadætur. I Andrew gamli var hagsýnn maður, það var ekki hægt að I segja arinað. Hann hefði alveg eins getað látið syni sína íara, einn af öðrum, í bónorðsferð til Boston. Skip hans fóru alltaf með ' vissum millibili til Boston með Maynard sem skipstjóra og þrjá eða fjóra af sonum hans sem skipverja. Maynard var sá eini, ' sem hann gat treyst, þegar komið var úr sjórimáli. En hann sór og sárt við lagði, að ef nokkur þeirra kæmi með kvenmann frá Boston, skyldi hann skjóta hana. Hann vildi hafa fjöl- skylduböndin traust. Hann vildi ekki tengdadóttur af óþekkt- um ættum eða með óþekktum eiginleikúm. Það gat komið fyr- ir, að hann eignaðist, á þann hátt, tengdadóttur, sem hann réði ekkert við og gæti spillt öllu í fjölskyldunni. Hann hafði það á vitundinni, að Indíánarnir voru hinir raunverulegu og sönnu innbyggjar svæðisins við Crookshank-frjótið, auk Cantrilfjöl- skyldunnar og harin lagði fjandskap á alla áðra. Hagsýni hans leysti vandamálið á mjög einfaldan hátt. Synir hans þörfnuðust eiginkvenna. Hann gat ráðið við syni '*"••"-••••••••••••••••»* sína og hann gat ráðið við Indíánana. Hann sá fram í tímann, k*v*ö*!*d«v*ö«k*u*ii*n*i •^•••••••••••••••••••••, Englendingur, sem var ny- kominn heim frá Skotlandi, sendi skozkum fylgdarmanni sínum, sem alltaf hafði verið berhöfðaður í frosti og kulda i fjallaferðunum, hlýja vetrar- húfu með eyrnaskjóli, þegar hann kom til Englands aftur. Löngu seinna fór Englend- ingurinn aftur til Skotlands og hitti þá hinn gamla fylgdar- mann sinn. Englendingurinn. spurði Skotann hvort haim minntist húfunnar, sem hanrt hefði sent honum. \ Jú vissulega mundi Skotinn eftir húfunni. Hvernig honum hefðu líkað hún. „O, jæja," svaraði Skotinn. Eg hefi nú aldrei sett hana upp síðan ógæfan 'skeði." „Hvaða ógæfa," spurði Eng- lendingurinn felmtsfullur. „Það var hérna þegar McNepp bauð mér Whiskyið. Þá hafði eg dregið eyrnaskjólið niður fyrir eyrun og heyrði fyr- ir bragðið ekki hvað hanri" sagði." *' „Og nú loksins þegar tekið er áð glaðna í veðri ætlið þér að fara," sagði hóteleigandinn áhyggjufullur við góðan gest. „Eg má til," sagði konan, en mér þykir það ákaflega leiðin- legt, því mér hefir liðið svo dósamlega vel hérna í gisti- húsinu." „Er eitthvað að heima hjá yður?" „Já, ábyggilega eitthvað al- varlegt, því maðurinn minii hefir sent mér peninga í hvert skipti, sem eg hefi skrifað efíir þeim. „Hvað eruð þér að vilja héf?'* spurði forstjórinn starfsmann sinn í byrstum rómi. ,,Eg ætlaði bara að láta yður vita að eg ætla að gifta mig á morgun." „Guði sé lof!" sagði forstjór- inn og glaðnaði mjög á svip- inn, „kvæntir menn eru miklu betri starfsmenn heldur en hin- ir, því þeir þurfa aldrei að flýta sér heim." £ & 8unw$hA -TARZAN 23(i$ Þegar Tarzan hafði sigrað Bulat kallaði hann á apahópinn og sagði þeim að Tarzan hefði aldrei gert öpunum mein, því hann væri vinur þeirra. Við trúum því, sagði Bulat, en svo ygldi hann brýrnar og sagði, Gomangani veit um lygara hérna skammt frá. Þetta var eitthvað í sam bandi við hina drepandi froðu og Tarzan sagði Bulat að hann ætlaði að gæta nánar að þessu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.