Vísir - 22.05.1957, Blaðsíða 12

Vísir - 22.05.1957, Blaðsíða 12
N!r, eem ferast kanpendur YÍSIS eftir 19. hver* mánaðar fá blaðið ókeypk iil máaaðamóta. — Sfinl l(5Sf, VI Miðvikudaginn 22. maí 1957 YlSIB er Adyrasta blaðið og þó það fjðl- fereytta^m. — tíriagíð i síma lgff »g gerist áskrifendur. Ákvæði í jarðhitafrumvarpimi skeria elgnarréti jar5sigenda. Sýslufundi Arnessýslu ný lokið að Laugarv&tni. Frá frettaritara Visis. Selfossi, í morgun. Sýslufundur Arnessýslu var "haldin dagana 14. til 18. maí sl. í Húsmæðraskólanum að Laug- arvatni. Samþykkti fundurinn að verja rúmum 700 þús. kr. til ýmissa menningar- og framfaramála í héraðinu. Þá var úthlutað úr sýsluvegasjóði um 800 þús. kr.' til viðhalds og nýbygginga á vegum í héraðinu og 100 þús. - kr. til brúargerðar. Fundurinn samþykkti að leysa til bráðabirgða brýnustu þörf. héraðsins fyrir sjúkrahús með því að hefja þegar næsta j haust rekstur sjúkrahúss í. læknisbústaðnum á Selfossi, en héraðslæknir fengi nýtt hús- næði. dypra en 100 metra undir yfir- borð jarðar. Fundurinn lítur svo á, að bæði þessi ákvæði skerði um of eignarrétt og' athafnafrelsi jarðeigenda og sé ríkið þar með mjög svo að þrengja kost þeirra. Leggur því nefndin til að á- kvæði þessi, er að framan greinir, verði felld niður úr frumva>'pinu og sé því breytt til samræmis við það. Skógræktarstjóri bauð sýslu- fundinum í skemmtiferð til Haukadals til að sjá nýrækt skógarins þar. Var sú ferð hin ánægjulegasta. 19 ára pilfur Eamast skyndibga. Eins.og getið hefur verið í fréttum, var efnt til kosninga í Indlandi fyrir nokkru, en þar sem flestir kjósendur eru ólæsir, er ekki til neins a 1 prenta kjörseðla með venjulegum liætti. —■ Hver flokkur valdi sér því eitthvert tæki eða dýr til að einkenna sig í augum kjósenda. Kon- gressflokkuiinn hefur til dæmis uxa með oki sem einkenni sitt, og má því ráða af myndinni, að hún sýni áróðursgöngu í þágu flokks Nehrus. Jarðhitafrumvarpið. Jarðhitafrumvarpið, sem nú hefir verið til umræðu á Al- þingi og snertir m. a. jarðeig- ■endur í Árnessýslu, var fund- inum sent til álits. í því tilefni var á fundinum m. a. gerð svo- hljóðandi samþykkt: Fundurinn vill mæla með að löggjöf verði sett um þetta efni, en vill jafnframt taka það fram, að frumvarpið, eins og það er nú, hefir að geyma á- kvæði, sem mjög verða að telj- ast varhugaverð, svo ekki sé meira sagt. Ber þar fyrst að telja ákvæði 3. gr. um það að landeigandi megi ekki bora eftir jarðhita nær landamerkjum en 200 metra, nema sérstök kvöð fylgi, sbr. 4. gr. frv. Þá er í frumvarpinu ákvæði um, að ríkið eignist allan jarð- ' hita, sem liggur eða er sóttur r * Ovenjuiegt há- férmí. Frá fréttaritara Vísis Kliöfn í fyrradag. í sl. viku stöðvaði lögreglu- þjónn á Jótlandi bifreið eina, því að þrjú börn sátu á þaki hennar. Við athugun kom í ljós, að ekki var allt með felldu um ( ferðalag þetta, því að í farang- ursgeymslu bílsins — lítils Ren- j aults — voru fjögur börn, og loks voru þrjú við hlið öku- j mannsfris. Hann var á leið til ( baðstrandar með þau, en ferðin varð ekki lengi. Frá fréttaritara Vísis. — Selfossi í morgun. Um síðustu helgi varð 19 ára piltur úr Hveragerði fyrir því að lamast mjög skyndilega. Var hann á heimleið úr Reykjavík í bifreið, er hann kenndi lasleika sem ágerðist svo skjótt að það varð að bera hann úr bílnum er heim var komið. Var álitið í fyrstu að um mænusóttartilfelli væri að ræða, en svo mun þó ekki vera að sögn læknisins í Hveragerði. Pilturinn var fluttur á Land- spítalann til rannsóknar. MmSi heiðruð. Rússnesk stjórnarvöld hnfa heiðrað Ninu Ponomarevu — „Hatta-Ninu“. Hefir hún verið sæmd heiðurs- merkinu „rauða fána vinnunna" fyrir afrek sín í kringlukasti. Hún varð í þriðja sæti á OL í Melbourne.' Júlíana Hollandsdrottning og maður hennar, Bernhard prins, komu í dag til Stokk- hólms í opinbera heimsókn. bjrrfðiílur í Ilreílasajli. Vetur var óvenjnlegá góður í Bretlandi, og' vorið var einnig mjög liagstætt víðast. . Brezk blöð segja frá þvi í þessu sambandi, að sláttur hafi byrjað hjá bændum í Devon- -sýslu um síðustu mánaðamót, mátuiði fyrr en venjulega. í fyrradag var liáð flokka- keppni í skák í Þórskaffi og kepptu 10 fjögurra manna sveitir. Sigurvegari varð sveit Jóns Þorsteinssonar er hlaut 4114 vinning í 72 skákum. Onnur í röðinni varð sveit Ingvar Ásmundssonar með sama vinningafjölda. Þessar sveitir kepptu síðan til úrslita og bar þá sveit Jóns sigur af hólmi með 5% vinning gegn 214 og varð þar með sigurveg- ari. Þriðja varð sveit Hermanns Pilniks með 39 vinninga, 4. sveit Þóris Ólafssonar 3814 v. 5. sveit Lárusar Johnsen 38 v. G. sveit Friðriks Ólafssonar 3714 v. 7. sveit Inga R. Jóhanns- sonar 3514 v. 8. sveit Guðm. S. Guðmundssonar 3414 v. 9. sveit Guðm. Ágústssonar 29 v. og 10. sveit Sveins Kristinssonar með 25 vinninga. I sveit Jóns Þorsteinssonar voru, auk hans, þeir Benóný Benediktsson, Birgir Sigurðs- FIokkiakep|9EBÍ í skák: Sveit Jóns Þorsteinssonar bar sigur úr býtum. A bordi fyrírlllanna ur5u Friðrik Olafssðn og iiigi lo Jóhannsson efstir. son og Róbert Sigmundsson. j Fyrirliðarnir í hverjum ^flokki kepptu innbyrðis á 1. ^borði og var sú keppni í senn hörð og spennandi eins og' [keppnin var öll í heild. Þar fóru (leikar sem hér segir: Friðrik ,og Ingi hlutu 13 vinninga hvor af 18 skákum, Pilnik 1214, Ing- jvar 11, Þórir 914, Guðm. S. 9, Lárus 8.14, Jón 5, Guðm. Ág'. 414, Sveinn 4. Á 2. borði varð Sigurgeir Gíslason efstur með 13 vinn- inga. Næstur varð Eggert Gil- fer með 1214 v. og 3. Benóný í Benediktsson með 12 vinninga. Á þriðja borði varð Ásgeir | Þór Ásgeirsson hæstur með 1314 vinning og næstur Ólafur Magnússon með 1214 vinning. Á þriðja borði hlaut Róbert Sigmundsson flesta vinninga, eða 15 alls og hlaut þar bezta vinningstölu allra einstaklinga í keppninni. Mótið fór í hvívetna vel Iram. Áhorfenaur voru margir. Efnahagsaöstoöin: Aðvörun frá Eisenhower. Eisenhower Bandaríkjafor- seti hefur flutt enn eina ræð- una til þess að kynna þjóðinni betur skoðanir sínar á nauð- syn efnahagsaðstoðar við er- lendar vinaþjóðir. Hann kvað það mundu hafa hinar örlagaríkustu afleiðingar, ef efnahagsaðstoðin yrði skert frekara, en samkvæmt hinni _____♦______ Flugstöð rétt hjá pólnum. Fregnir frá Bandaríkjunum herina, að Bandáríkjamenn sé að koma sér upp flugbækisföð rétt við norðurheimsskautið. Þar sem ísinn er ekki nægi- lega sléttur, er heitu lofti dælt um slöngur niður í nokkurt dýpi, og bræðir það ísinn, en er hann frys aftur, verður hann sléttari. Flugstöðin er hluti af ísjaka ein- u.m stórum, er kallaður er1 „Fletcher-eyja“, og verður hún ' fullgerð í næsta mánuði. endurskoðuðu áætlun, eins og hún nú liggur fyrir þinginu, er gert ráð fyrir heildarfram- lagi, sem er 500 millj. dollur- um lægri en samkvæmt hinni upprunalegu áætlun. Forsetinn kvað menn verða að gera sér grein fyrir að Bandaríkjamenn gætu ekki haldið frelsi sínu, ef land þeirra yrði sem eyja í hafi kommún- ismans. Ræðu Eisenhowers var sjón- varpað um öll Bandaríkin. Forsetinn kom- inn heian. Forseti íslands; lir. Ásgeir Ásgeirsson kom ásamt konil sinni, frú Dóru Þórhallsdóttur, til íslands í gær. Hafa þau dvalið nokkurn tíma á Ítalíu í vor, en farið auk þess víðar m. a. til Þýzka- lands og Bretlands og í gær komu þau flugleiðis frá Londan með hinni nýju Vickers-Vis- count flugvél Flugfélags ís- lands, Hrímfaxa. Flugvélin lenti á Reykjavík- urflugvelli um tíuleytið í gær- kveldi. Myndin er tekin við heimkomuna. (Ljósm.: V. Sig- urgeirsson.) X f jo -’t * «

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.