Vísir - 28.05.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 28.05.1957, Blaðsíða 4
i aisu Þriðjudaginn 28. maí 1957 iri’Sxxt D A G B L A Ð Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 1660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Vaxandi hhitdrægni — minnkandi traust. Götnut sttt/ttz Sé frelsis krafist svara Riíssar með stáli. Fyrsta dæmið gearðist í Kronstadt 1921. Sjaldan hefir nokkur ríkis- stjórn hér á landi átt eins litlu trausti að fagna eftir i jafn skamma setu og komm- únistastjórn Framsóknar- flokksins. Hvar sem komið er, hvar sem menn ræðast við, láta þeir í ljós vanþóknun sína á stefnu og gerðum stjórnarinnar. Þó er hitt enn meira áberandi hversu fáir bera traust til ' hennar og hversu margir ; bera kvíðboga fyrir framtíð- | inn af þeim sökum. Þetta á ekki við sjálfstæðismenn sérstaklega, þetta á við um menn í öllum flokkum. Þegar ríkisstjórn hefir svo ger- samlega glatað trausti al- mennings eins og sú stjórn sem nú fer með völdin, þá hefir það lamandi áhrif á ■ alla starfsemi þjóðarinnar. | En þegar það svo bætist við, að störf stjórnarinnar miðast | við flokkshagsmuni og feimnislausa hlutdrægni ! gagnvart andstæðingunum, ■ verður hún að þola fyrir- ' litningu allra hugsandi manna. Það er niðurlæging sem engin ríkisstjórn fær þolað til lengdar, Bankamálafrumvörp ríkis- stjórnarinnar eru gott dæmi um það þegaf flokksiegir hagsmunir eru látnir ráða. En ráðherrarnir sögðu, að þetta væri gert til þess að frelsa þjóðina undan ofur- valdi sjálfstæðismanna í bönkunum og þeirri pólitísku hludrægni sem þeir beittu þar. í umræðunum á þing- inu var margsinnis skorað á stjórnarflokkanna að sanna þessa staðhæfingu, þótt ekki væri nema með einu einasta dæmi. Enginn treysti sér til að verja rógburðinn þangað til ungur krati hljóp fram fyrir skjöldu og gerði allt stjórnarliðið hlægilegt. Hann sagði að hlutdrægni sjálf- stæðismanna mætti sanna með því, að Hafnarfjarðar- bær skuldaði ekki nema 300 þús. kr. í bönkunum! Fram- sóknarmenn hristu höfuðið. Ástæðan var ekki stjórn sjálfstæðismanna í bönkun- um. Ástæðan var sú, að stjórnarflokkarnir vildu ná í og skipta milli sín banka- stjóra-embættunum og bankaráðsstöðunum. Ástæð- an er ofur eðlileg þegar at- hugað er hvaða flokkar það eru sem ætla að skipta á milli sín embættunum. Hjá þeim koma flokkshagsmunir á undan þjóðarhagsmunum. En til þess að slá ryki í augu almennings er með bérum orðum sagt, að verið sé að vernda hann fyrir hlut- drægni sjálfstæðismanna. Auðfélög framsóknar. Með fjálglegum orðum hafa stjórnarflokkarnir lýst því, þó einkum málgagn fram- sóknar, hversu mikil nauð^- syn sé á því að láta hina ríku borga nokkuð af þeim auði sem verðbólgan hefir fært þeim. Þeir láta þá borga sem lagt hafa í framleiðslu- fyrirtækin, flugfélögin og Eimskipafélagið, svo nokkuð sé nefnt. En það er einn auð- hringur í þessu landi, sem líklega er ríkastur allra, Sambandið og kaupfélögin, sem ekkert þarf að borga í stóreignaskatt. Þetta auðvald þarf ekki að borga. Þetta auðvald er ekki látið leggja af mörkum til húsabygginga í bæjum og sveitum gegn- um stóreignaskattinn. Skipa- félag Sambandsins og hin mörgu hlutafélög þess þurfa 1 ekki að borga stóreigna- skatt. Hvers vegna? munu margir spyrja. Það er ofui' •] einfalt. Framsóknarflokk- urinn heimtaði, að stór- eignaskatturinn næði ekki til milljónaeigna samvinnufé- laganna. Þau máttu ekkert borga. Hinum, andstæðing- unum, átti að blæða. Þetta eru menn sem kunna að nota aðstöðuna. Er nú nokkur furða þótt menn beri ekki traust til ríkis- stjórnar, sem svo feimnis- laust kemur í veg fyrir það að sínir menn og þeirra fyrirtæki verði að bera að sínu leyti sömu byrðar og aðrir. Stjórnarflokkarnir reyna ekki að verja hlutdrægni sína og afglöp. Þeir setja traust sitt á það, að misgerðirnar gleymist fljótt og þegar þeir ganga næst til kosninga gera þeir ráð fyrir að þeir geti glapið kjósendurna með nýjum loforðum og endur- teknum fagurgala. Þannig hugsa allir sem stjórna af hlutdrægni og skammsýni. í fregnum frá Vínarborg er vikið að því, að vert sé að minna á það, að það sé ekki í fyrsta skipti eftir heims- styrjöldina, að rússnesku her- liði sé att fram gegn frelsis- unnandi þjóðum, að ógleymdu ýmsu, sem gerst hefur á löngu liðnum tímum. Rússnesku herliði var beitt gegn austur-þýzkum verka- mönnum í 17. júní uppreistinni 1953 í Berlín, og að minnsta kosti sjö sinnum hefur rúss- nesku herliði verið beitt gegn frelsisunnandi fólki í Ráð- stjórnarríkjunum sjálfum, frá árinu 1921 auk þess, sem það var sovét-borgari og marskálk- ur í Rauða hernum rússneska, Rokossovski, þótt Pólverji sé að ætt, sem atti pólskum hersveit- um gegn verkamönnum í Poznan. Kronstadt 1921. í byltingunni í Kronstadt 1921 var rússnesku herliði beitt gegn sjóliðum og verka- mönnum í byltingartilraun, er krafist var frjálsra kosninga, mál- og ritfrelsis og lýðræðis- legs þings. — 15 þúsund menn létu lífið. Þá eins og í Berlín og Búdapest var rússneskum byssukúlum að mæta. í hinum alræmdu fangabúð- um í Vorkuta braus út upp- reist 1953. Lið var sent í skyndi frá Moskvu og hundruð vinnu- fanga biðu bana eða særðust. í fangabúðum í Kengir, Kazh- aktan, var skriðdrekum beitt gegn föngum. í einni fangastöð af mörgum biðu 300 bana, að sögn fyrrverandi þýzkra fanga, sem komu heim 1955. Sama ár voru öryggissveitir sendar til nokkurra fangabúða í Síberíu, þar sem menn höfðu krafist bættra kjara. A. m. k. 200 biðu bana. Dæmið frá Grúsíu. Snemma á síðasta ári risu menn upp í Grúsíu, landi Stalins. Herlið skaut á mann- fjöldann í Tiflis, sem vildi engu illu trúa um „föður Stalin“, en ólgan í hugum fólksins hjaðn- aði ekki við þetta. Hundruð Grúsíumanna voru drepnir. Mesta byltingin gegn hinum rússnesKu kúgurum, þar til frelsisvinirnir í Ungverjalandi risu upp, var 17. júní uppreist- in í Austur-Þýzkalandi. Fram Reykjavík- urmeistari. Fram sigraði Val í úrslita-- leik Reykjavíkurmótsins, sem fram fór í gærkveldi, með tveim mörkum gegn engu. Leikurinn var allan tímann mjög hratt leikinn, en hvorugt liðið virtist hafa tök á hraðan- um. Þrátt fyrir það brá oft fyrir skemmtilegum köflum með góðum og léttum samleik. Er 15 mín. voru til leiksloka hafði ekkert mark verið skor- að, en þá var dæmd vítaspyrna á Val fyrir áberandi gróft brot. Skúli Nielsen tók spyrnuna og skoraði örugglega. Eftir þetta náði Fram meiri tökum á' leiknum og nokkrum mín. síðar kom annað mark, laglega gert af Karli Bergmann. Rafskinna. Allra veðra von. Jóliannes Ilelgi: Allra veðra von. Sex sögur. Útgefandi: Setberg h.f., Reykjavík 1957. Veðurspáin í nafni þessarar litlu bókar er nokkuð vægilega orðuð, því að veðrin eru þegar skollin á, ofsaveður og mann- ! það er nú einu sinni svo, aS drápsveður, bæði á sjó og landi, jmörgum þykir „vafasamur heið- og einnig utan við Íandamæri Á. S. skrifar: „Með línum þessitm langar mig til að láta í ljós ánægju mína yfir þeirri fregn, sem Vísir færði lesendum sínum í gær, að sá ágæti maður Björn Pálsson flugmaður væri að fá nýja flug- vél í stað þeirrar, sem ónýttist í lendingu í Grundarfirði s. 1. ár. Það dylst engum hvert öryggi er í því, enda margsinnis búið' að koma í ljós hver not eru að slíkum flugvélum — það getur oltið á þvi, að hægt sé að bjarga mannslífum að slik varaflugvél si til taks. Bílstjórarnir á sandinum. Vísir hafði það eftir B. P. í gær, að líklega væru enn tepptir austur á söndum bílstjórarnir tveir, sem tepptust þar í vik- unni sem leið ef ekki hefði verið' unnt að lenda hjá þeim s.l. föstu- dag því að ekki hefði verið ílug- fært síðan, en mennirnir matar- lausir á sandinum. Ber sannar- lega að fagna því hve vel tókst um björgun þessara manna, sem þarna voru strandaðir milli hættulegra vatna í miklum vexti. Kom mér enn í hug sem oft fyrrum, hve þjóðin má vera þakklát fyrir, að eiga slíkan mann sem Björn er, og hún gleðst áreiðanlega yfir því, er aðstaða hans batnar til þess að' rækja sitt mikilvæga starf, eins og nú verður, er varaflugvélin verður tekin í notkun. Mesta viðurkenning. Oft hefi ég heyrt menn minn- ast á það, er birtir eru listar yfir þá menn, sem sæmdir eru heiðursmerkjum fyrir störf sín í þjóðar þágu, að fáir eða engir væru betur að slíkri viðurkenn- ingu komnir en menn eins og B. P., og fleiri, sem þrásinnis hafa lagt líf sitt í hættu til að bjarga fólki, stundum fólki, sem í lífshættu er statt. Um það verð- ur ekki deilt, að fáir eða engir eru viðurkenningar maklegri, en þessarar plánetu. I fjórum sagnanna eru yrkisefnin sjó- mennska. Stormur gerist á tog- ara, Nikolja á síldveiðiskipi, Blóð í morgunsárinu á hval- fangara. Allar bera þessar sög- ur það með sér að höfundurinn þekkir sviðið og lífið sem þar er lifað, það er sjálfsreynslu- blær sem ur" að því, að verða „krossberi“, og þá menn, sem hér um ræðir hefur þjóðin áreiðanlega heiðrað í hjarta sínu og vafalaust munu. beztu mennirnir ekki óska annarar viðurkenningar, enda er það í rauninni sú mesta og bezta viðurkenning, sem nokkur maður getur óskað sér. Á. S.“ Ófeigi grallara Jóhannesar úr á nálega sérhverju atviki Kötlum, og kann ekki að meta lýst er, ósvikið, en oft gripinn. nokkuð svakalegt, víða virðist Þá er ótalin síðasta saga bók- manni höfundurinn fremur arinnar, Hlið himinsins, skrifuð vera „saltdrifin 'hetja stigin í ævintýraformi, þannig að upp úr bárum“ en listamaður. Gabríel erkiengill er látinn Rafskinna Gunnars heitins'Sögurnar Stormur og Róa sjó- fræða Drottin um þróun jarð- Bacmanns flettir nú blöðum sínum enn einu sinni I sýning- arskálanum við Austurstræti, og vekur mikla athygli vegfar- enda sem jafnan fyrrum. Höfundur hennar, sém lézt fyrir nokkru, hafði unnið að úndirbúningi hennar í vetur, enda ber hún merki hugmynda- auðgi hans og snilli á .liðnum tíma. Var um það bil lokið við að teikna myndirnar í hana, er hann lézt. Þar sem verkinu var svo langt komið hefir ekkja hans, frú Hrefna Bachmann, látið ljúka því til fullnustu. Það munu nú vera um 20 ár siðan Rafskinna fyrst kom til sögunar og hefir jafnan verið til ánægju og tilbreytni og mun svo enn. . menn eru þó ritaðar af allmiklu lífsins allt frá fornsögutíma 'til listfengi, sérstaklega Stormur. vetnissprengjualdar, og er Sagan Nikolja er aftur á móti Drottinn helzt að hugsa um að lítt unnin, gróft riss, einhvers eyða þessari plánetu, en lætur konar hráviði í brimrótinu. — þó ógert. Ævintýri þetta er Blóð í morgunsárinu er .ekki skynsamlega hugsað, skraut- eiginleg smásaga heldur afar legt í smíðum og skemmtilegt kröftugur og litríkur frásögu- aflestrar. Allra veðra von er fyrsta bók Jóhannesar Helga, og verður þáttur af drápi stórhvelis norður í íshafi. Svarti sauðurinn er með af- ekki annað sagt en gusti hressi- brigðum reyfarakennd saga af lega af honum. Hann fylgir bók tröllauknum presti, gífurlegum sinni úr hlaði með formála, þar stóðhesti til sálar og líkama,1 sem hann lýsir tilhlaupi sínu sem flýr svo til Ameríku með( út á ritvöllinn og aðdragandan- hest sínum, fellur í fyrri heims-( um að því fyrirtæki. Jón Eng- styrjöld í Frakklandi og er ilberts hefur myndskreytt bók- heiðraðui’ dauður vestra með ina, Oddi h.f. prentað hana, og því að steypa hann og Glófaxa Arnbjörn Kristinsson — Sét- hann í brons. Mér fannst þetta berg h.f. gefið hana myndar- hált í hvoru vera eitthvert nýtt lega út. afbrigði af Saúra-Gísla ogl Guðm, Daníclsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.