Vísir - 06.06.1957, Blaðsíða 5

Vísir - 06.06.1957, Blaðsíða 5
í'mimtudaginn 6. júní 1957 VlSEH Frá Arnarstapa á Snæfcllsnesi. Feröaskrifstofa Páls Arasonar gefur út ferðaáætlun. Efiit til fjölilaferða í siimar. í byriun maí kom út hjá Ferðaskrifstofu Páls Arasonar ferðaáætlun skrifstofunnar á ensku og þýzku. Nú fyrir skemmstu er áætl- unin komin á íslenzku, og eru í henni allar ferðir, sem flokk- ast undir þann flokk að mega heita sumarleyfisferðir, en þær eru samtals 24. Sumarstarfsem- in, hvað viðvíkur innanlands ferðum hefst komandi laug- ardag með ferð á Snæfellsnes, en í þeirri ferð verður farið kringum jökulinn, og komið meðal annars til Sands og Ólafsvikur. Ódýrar ferðir. Verði allra ferða er stillt í hóf, svo sem frekast er unnt og sem dæmi upp á það kostar 17 daga hringferð um ísland 2.880.00. Öskjuferðin, sem var- ir í 11 daga, kostar 2.000.00 og í báðum þessum ferðum sem hér hafa verið nefndar er allt innifalið, svo sem matur gist- ing og öll ferðalög. Óbyggðaferðir. Það færist nú í vöxt með hverju ári að fólk hafi meiri áhuga fyrir að kynnast öræf- um lands síns, enda orðið mikið aðgengilegra að komast um þvert og endilangt hálendið. Páll Arason mun sjálfur ann- ast og stjórna flestum öræfa ferðum, en auk hans mun Gísli Eiríksson stjórna ferðunum. í allar ferðir verða fengnir far- arstjórar með sérstaka mála- þekkingu, þar eð búizt er við iöluverðri þátttöku erlendis frá. Ferðir urn helgar. í sumar eru ákveðnar ferðir inn i Þórsmörk og Landmanna- laugar og 'mun Bjarni Guð- mundsson annast þær ferðir en Sigurjón Danivaldsson mun verða fararstjóri. Fyrsta ferð- in er í Þórsmörk, þann 15. júní, að öðru leyti verða ferðir um helgar ávallt auglýstar jafn- hraðan og þær verða farnar, en ýmislegt er í bígerð svo sem ferðir um Borgarfjörð og suð- urlandsundirlendið. Miðnætursólarflug. Efnt verður til miðnætur- sólarflugs norður til Gríms- eyjar, og er það aðallega gert fyrir útlendiriga, sem hafa far- ið þess á leit, að komast þang- að. Upplýsmgar. Fólk ætti sem fyrst að ná sér í bæklinginn og kynna sér verðið, og leiðir. Allar upplýs- ingar eru veittar í Ferðaskrif- stofu Páls Arasonar Hafnar- stræti 8, sími 7641. Myndin cr frá Arnarstapa en þangað verður farið um hvíta- sunnuna. Tvö erindi um norræn fræði. Dr. Richard Becli prófessor í Grand Forks hcfir nýlega lialdið tvö erindi um norræn efni fyrir háskólakennara og stúdenta í Ameríku. Dr. Richard Beck var einn af þrem ræðumönnum á fundi deild ar kennara í norrænum fræðum, sem haldinn var í sambandi við ársþing Félags kennara í erlend- um málum í Mið-Vesturríkjun- um (Central States Modern Language Teachers Association) á ríkisháskólanum i Iilinos, Ur- bana, Iliinois, föstudaginn og laugardaginn 12. til 13. apríl. Flutti hann erindi síðdegis á laugardaginn og nefnist það ,,On Ancestral Trails in Norway“ (Á fornum ferðaslóðum í Noregi); bvggði hann þá ræðu sína á heimsókn á fornar stöðvar margra heiztu landnámsmanna Islands í Noregi og jöfnum hönd um á íslenzkum sagnaheimild- Uffi. Fundinn sátu allmargir há- skólakennarar í Norðurlanda- málum og bókmenntum. 5 "'-'4 'Æ® fc ® w W ® Æfflæ i PLASTIC - VÖRUR F/öibreyti úrval Heildsölubirgðir: Garðastræti 2. — Sími 5333. Vinningar í happ- drætti S.Í.B.S. Dregið var í 6. fl. vöruliapp- rættis S.Í.B.S. > gær um 350 vinninga að upphæð alls 460 þúsund krónur. Hæsti vinningurinn 100 þús- und krónur kom á miða nr. 39.538 í umboðinu á ísafirði. 50 þúsund króna vinningur- inn kom á miða nr. 38.322, seld- ur í umboðinu Austurstræti 9. 10 þúsund krónur komu á eftirftalin númer: 7889, 26921, 30603, 36531, 36775, 44135, 45035, 53133. 5 þúsund krónur komu á eftirtalin númer: 3447, 10903, 15271, 31876, 33194, 43626, 50458, 51532, 64374, 64565. í næsta mánuði verður dreg- ið um 500 þúsund króna vinn- ing. (Birt án ábyrgðar). -----♦------- Austurríki mótmælir hlutleysisskerðingu. Austurríska stjórnin hefur sent ungversku stjórninni harð- orða mótmælaorðsendingu út af framkomu ungverskra landa- mæravarða, sem þrásinnis hafa skert hutleysi landsins. Nefnt var sem dæmi, að í fyrri viku eltu tveir vopnaðir her- menn þriðja ungverska her- manninn inn yfir landamærin, skutu á hann þar og særðu, og drógu hann svo með sér austur Föstudaginn 5. apríl flutti dr. Beck sérstakan fyrirlestur um ísland á vegum blaðamennsku deildar rikisháskólans í Norður Dakota (University of North Dakota) fyrir allfjölmennum hópi kennara og stúdenta þeirrar deildar háskólans. yfir landamærin aftur. Með þess- um atburði voru og brotnar allar mannúðarreglur, segir í orðsend- ingunni. Þá er mótmælt því, að enn hafa Ungverjar lagt spi’engjur í jörðu nálægt landa- mærunum en af því stafar mönnum og skepnum mikil hætta. Banatilræði við Peron. JPeron, uppgjafaforseta Argen- tínu, var sýnt banatilræði í s.l. viku í Caracas, höfuðborg Vene- zuela. Varð sprenging í bifreið hans, þegar hún var á leið að sækja hann. Er talið, að Peron hefði orðið fyrir sprengingunni, ef hún hefði orðið fimm mínútum siðar. Bifreiðin eyðilagðist og ekiliinn meiddist. ------♦------- ! • Að lokinni viku dvöl í Madrid eru írönsku keisarahjónin á ferðalagi inn Suður-spán. — í lok viðræðna keisarans og Frajico var birt sameiginleg tilkynning um vináttu, menn- ingarlega samvinnu o. s. frv. • Austurríki og Sviss liafa af- nmnið vegabréfaskyldu inn- • byrðis. Mynd þessi er af Peter Twiss, brczka flugmanninum heims- fræga, sem starfar hjá Fairey flugfélaginu, við að fljúga í reynslu skyni nýjum flugvclum. Á myndiuni er hann að horfa á Scgrave verðlaunagripinn, en Twiss hlaut hin fræga og eftir- sóttu Segrave verðlaun fyrir árið 1956, fyrir að ná um 1220 km. hraða á klst. í þotu, sem var búin einum hreyfli. Aubrey Jones ráðherra afhenti verðlaunin. Flugvélin, sem metið var sett í nefnist Fairey Delta II. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLAIVDS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.