Vísir - 11.06.1957, Blaðsíða 5

Vísir - 11.06.1957, Blaðsíða 5
Þriðjudaginn 11. júní 1957 VlSIH Gnýfari sigraði á 350 metra stökkfæri. (jtiiitoppur fyrstur á skeiSinu. Kappreiðar Hestamannafé- lagsins Fálís fóru fram í gær á skeiðvellinum við Elliðaár. Var þar f jöldi manns saman kominn og veður hið dásamlegasta. Kappreiðarnar hófust með því, að hópur knapa í forn- búningum, sem Þjóðleikhúsið lánaði, reið um götur bæjarins. Hófst sú ferð kl. 1.15 frá Varðarhúsinu. Þaðan var farið um Lækjargötu, Sóleyjargötu, inn á Hringbraut og síðan inn að skeiðvelli. Þá hófust kappreiðarnar kl. 2.30 eins og auglýst hafði verið. Úrslit urðu sem hér segir, og að sjálfsögðu eru tölur allar sek- úndur: Stjórn mynduð í Frakklandi. Snemma. í morgun tókst Bourges-Maunorey að mynda stiórn í Frakklandi. Eru í henni fjórtán ráðherrar lir flokki hans, Róttæka flókknum og í'Iokki jafnaðarmanna, eða smá- flokkum þessum tveimur flokk- lun nátengdum. Pineau utanríkisráðherra heldur sínu embætti sem utan- ríkisráðherra og La Coste er áfram ráðherra Alsírmála. — Forsætisráðherrann mun leggja ráðherralista sinn fram á morg un, á þingi, og fara fram á traust þess. í brezkum blöðum er því fagnað, að B.-M', skyldi heppn- ast stjórnarmyndun, óg óska honum góðs gengis. Sá er tónn- inn í flestum, að allsendis ó- "víst sé, að stjórn hans verði langra lífdaga auðið, en telja að jafnvel þótt svo fari, sé mik- ið við það unnið, að endir var bundinn á stjórnarkreppuna. Skeið, 250 metra sprettfæri: Fyrstur varð Gulltoppur, eig- andi Jón Jónsson Varmadal, 25,6, annar Nasi, eigandi Þor- jgeir Jónsson í Varmadal, 26,8 og þriðji Gammur, eig. Björn Þórðarson, Reykjavík. 300 m. stökk. 1. Blesi, eig. ; Þorgeir í Varmadal, 23,7 2. Gígia, eigandi Bjarni skólastj. á Laugarvatni, 23.9, 3. Vinur, eigandi Guðmundur Guðjóns- son, Reykjavík, 23,9 og 4. Roði, eigandi Guðmundur Agnarsson, Kvík, 23,9. 350 m. stökk: 1. Gnýfari, eig. Þorgeir í Varmadal, 26,8. 2. Blakkur, eig. sami, 27,2. Fleiri hestar voru ekki reyndir á þessu sprettfæri. 250 m. stökk: 1. Eldur, eig. Guðm. Ragnarsson, 20,0, 2. Þröstur, eig. Ólafur Þórarins- son, 20,0 og 3. Krummi, eig. Jón Ólafsson, 20,4. Þá fór fram góðhestakeppni. Sigraði þar Börkur, eigandi Þorlákur Ottesen, næstur var ■ Höttur, eigandi frú Snúlla Ein- arsdóttir frá Miðdal og þriðji I varð Skjóni, eigandi Aðalsteinn ’ Þorgeirsson í Nesi. J Svo sem áður er sagt var geysilegur mannfjöldi viðstadd ur kappreiðarnar og hefur aldr- ei verið annar eins fjöldi og nú. • Er áætlað að 5—6 þúsundir manna hafi verið viðstaddar kappreiðai’nar. Ocean kom í gær. FerðaSög og keppni í íþróttum. Brezka skipið Ocean kom hingað í gær. Er það hér í opin- berri heimsókn, sem fyrr hefur verið getið, og verður hér fram eftir vikunni. Skip þetta er mjög frægt, það er 13.190 smálestir, með 1300 manna áhöfn. Skotið var af fall byssum skipsins í gær til heið- urs Philip prinsi, maka Elísa- betar drottningar, en henni til heiðurs verður skotið af fall- byssum (royal salute) á fimmtu dag á afmælisdegi drottningar. í dag gefst almenningi kostur á að skoða skipið og eru bátar í förum frá Grófarbryggju frá 13.30—17.30. — Einnig er farin héðan bílferð um nágrennið, 70 skipsmenn, í boði ríkisstjórnar. Ríkisstjórnin hefur boð inni fyr ir yfirmenn. Skipherra hefur fund með fréttamönnum í dag. Frá knattspyrnukeppni er sagt annars staðar í blaðinu. Gaf sig fram við íögregluna. AUmikið annríki var lijá lög- reglunni yfir hvítasunnuhelgina í sambandi við umferðina og að vanda bárust allmargar kærur um ölvun á almannafæri. Á laugardag var bifreiðastjóri tekinn og grunaður.um að vera undir áhrifum áfengis. Nokkuð bar á ölvun í bænum það kvöld. Á hvítasunnudag var lögregl an kvödd að vöruskála SÍS við Kaplaskjólsveg, en þar vonar nokkrir drengir að skemmta sér við það að aka dráttsrvélum, sem geymdar eru þar, í gær barst lögreglunni kærá frá Undralandi við Suðurlands- braut, þess efnis að ekið hefðc. verið á grindverk og hefði öku- maðurinn ekið síðan brott. —< Nokkru síðar kom bifreiða- stjórinn og gaf sig frarn við lög- regluna. Sama dag var lögregl- an kvödd að Rauðarárstíg, en þar hafði kona fengið aðsvif og fallið í götuna. Var hún flutt k slysavarðstofuna. Vatnajökull - Er nafnið sem unnið hefur sér traust. OMEGA fást hjá Garðíii'i Ótafssyni9 úrsmið ] Lækjartorgi. — Sími 80081. Affiendir skiíríki. Herra Andrew Graham Gil- christ afhenti forseta íslands trúnaðarbréf sitt sem ambassa- dor Bretlands á íslandi laugar- daginn 8. júní 1957 við hátíð- lega athöfn. (Frá skrifstofu forseta íslands). Frh. af 8. síðu. hrikalegt landslag mjög, allt rjúkandi, en snjó- og jökulhengj- ur slúta yfir hingað og þangað. Á laugardag héldu leiðangurs- farar kyrru fyrir á Grímsfjalli og undirbjuggu heimförina, en héldu árla morguns daginn eftir niður af jökli og komu um átta- leytið niður í Jökulheima. Um vísindalegan árangur af förinnl gat Jón þess að hann hafi mælt dýpt vetrarsnævis á tveim stöðum, í 1200 metra hæð milli Grímsvatna og jökulsrand- ar og reyndist snjódýpt þar 4% metri, en 6I2 metri i ca 1500 metra hæð í skarðinu austan við Grimsfjall. Um yfirborð Grímsvatna hafði Jón það að segja, að það hefur hækkað verulega tvö undanfarin ár og vantar ekki lengur mikið á að þau séu komin í áþekka hæð og þau voru fyrir Skeiðar- árhlaupið 1954. En mælingar á yfirborði Grímsvatna geta haft mikla þýðingu i framtíðinni til að sjá fyrir hlaup. Jón sagði að síðustu að þeir Guðmundur Jónasson og Flug- björgunarsveitin hafi gert ferð þessa mögulega með.því að lána farartæki, ennfermur hafi snjó- bíll Jöklarannsóknafélagsins verið með í förinni og loks snjó- bíll, sem þeir Gunnar Guðmunds son og Magnús Jóhannesson eiga. BERU bifreiðakertin fyrirliggjandi í flestar bifreiðir og benzínvélar. BERU kertin eru „OriginaI“ hlutir í þýzkum bifreiðum, svo sem Mercedes Bens og Volkswagen. 40 ára reynsla trvggir gæðin. SMYRILL, Húsi SameinaSa. — Simi 6439. RAFGEYMAR fyrir báta og bifreiðir, hlaðnir og óhlaðnir 6 volta: 90—105—125—150—225 ampertíma. 12 volta: 60—75-—90 amperstunda. Rafgeymasambönd, allar stærðir. SMYRILL, Húsi Sameinaða. —- Sími 6439. Mremsuharðar í rúiiam 1] /2“x3/'16“ 13/“x3/16“ 2“x3/Í6“ 2] 4“x3/16“ 2i/2“x3/16“ 134“xK4“ 2“x]4“ 2]4“x!4“ 2] /“x]4“ 3“x]4“' 3] /2“xi/4“ 3“x5/16“ 3] /2“x5/L6“ 4] /2“x3/8“ SMYRILL, húsi Sameinaða, sími 6439. S. 1. miðvikudag var þess minnzt víða um lönd, að þá voru liðin 10 ár frá því að George C. Marsliall, fv. hcrshöfiðngi flutti bina merku ræðu sína, þar sem hann baj: fram tillögu. sína um aðstoð Bandaríkjanna við þjóðir Evrópu, en aðstoðin var síðan kennd við.hann. Marshall var sæmdur. heiðursmerki af Efna- hagssamvinnustofnuninni í París, en 17 þjóðir eiga aðild að henni, cn auk þcss voru honum færðnr ýmsar gjafir. Myndin liér að ofan sýnir Eisenhower óska frú Marshall til hámingju með sæmdina. ! Íþróttakeppni í kvöld kl. 7,30 fer fram íþróttakeppni (frjálsar íþróttir og knatt- spyrna) á Melavellinum milli Reykvískra íþróttamanna og sjóliða af flugstöðvarskipinu H.M.S. Ocean. -— Lúðrasveit skipsins leikur. Ökeypis aðgangur. « ^ i K.R.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.