Vísir - 12.06.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 12.06.1957, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 12. júní 1957 VÍSIB • • • • • • • • X * ANÐNEMARNUi • • * @i EFTIR • IU TH MOOSIE •* *•••• ...... •••••; Þetta borgaði sig. Maður getur ekki haft allt eins og maður helzt kýs. Ef honum svipar til móður sinnar — reyndar föður síns líka, hugsaði hún og minntist Joel Ellis — þá á uppeldið sinn þátt í því og hann getur ekki gert að því. Henni hafði fundizt, að það, að setjast að á þessari ókunnu strönd og reisa þar heimili, væri framtak þeirra beggja, og hennar þáttur í því væri sízt minni en hans. Hún lagði eins ha!rt að sér og raun bar vitni; hún gat séð að jaínvel í utan- hússtörfum, sem hann taldi sér einum tiíheyra, var hún tals- verð hjálparhella. Vissulega var ýmislegt, sem aðeins hann gat gert. Það var líka allt í lagi, hún óskaði engrai hlutdeild- ar í þeim störfum. En við skipulagsatriði — eins og til dæmis innréttingu heimilisins — hefðu ráð þeirra beggja komið að gagni, ef hann aðeins hefði viljað ræða málið fyrirfram. í stað þess hafði hann vikið henni til hliðar rétt eins og ódælli systur, en þannig hafði hami ætíð umgengist hana heima, þó nú væri erfiðara að sætta sig við það. Af þessu leiddi, að eldstóin var of lág og sömu sögu var að segja af niðurfallinu, þau urðu bæði hokin af að bogra yfir því. En þegar hún vakti athygli hans á þessu meðan á bygg- ingunni stóð, tók hann það óstinnt upp sem hverja aðra gagn- rýni og hélt ótrauður áfram, þar til hann hafði lokið verkinu r.ákvæmlega eins og hann ætlaði sér í upphafi. Hann var svo stoltur af því, þegar því var lokið, að hún lagði algjörlega árar í bát. En hún velti því fyrir sér, hve langt mundi líða þangað til hann lyki við að færa eldstóna og niðurfallið þannig að ekki ylli bakverkjum, — ef hann þyrfti að gera það. Þessu var eins háttað með vinnuna utanhúss. Hann hlustaði alls ekki á eina einustu tillögu hennar. Einu áhrifin, sem þær virtust hafa á hann, komu stöku sinnum í Ijós nekkrum vikum eftir að hún hafði borið þær fram, en þá átti harm til að láta sér „detta þær í hug“ sjálfur og þá voru þær stórkostlegar. Og hann komst í sólskinsskap yfir sniili sinni. Hún gizkaði á að þetta væri viss tegund af tvíeggjuðu hóli. Enginn vildi liggja undir stöðugu hrósi. Aðeins stundum, fannst henni, stundum gat það verið til gleði. Henni mundi hafa gengið betur að umbera þetta, ef hann hefði haldið sig frá hennar störfum, úr því hann kærði sig ekki um hennar hlutdeild í því, er að honum snéri. En þegar hann var innanhúss, var hann með nefið ofan í öllu, daginn út og daginn inn með allskyns uppástungur um eldhúsmálefni — hvernig fara hefði mátt betur að einhverju/ eða hvers vegna hún gerði ekki þetta eða hitt. Hví hún hengdi ekki eldhús- áhöldin upp þarna? Stundum voru uppástungur hans góðar og hún færði sér þær 1 nyt. Sú um eldhúsáhöldin hafði þó ekki verið það, en hún var gerð að loknu löngu og erfiðu dagsverki. Svo hún fór að henni engu að síður og setti áhöldin þar sem hann hafði lagt til; og í fyrsta sinn sem hann kom nálægt þeim, rak hann ennið harkalega í stóra koparketilinn, i’étt eins og hún háfði vitað að hann mundi gera, og bölvaði hroðalega. Þegar maður er ein með einhverjum, eins og nú var, hugsaði; hún í uppreistarhug, verður þó að ætlast til þess, að báðir aðilar I hagi sér eins og menn. Ekki aðeins annar fullorðinn, sá eini, sem allt veit, hagandi sér eins og hinn væri ekkert nema krakka- kjáni. Það gerir mann svo asnalegan. Andartak velti hún því fyrir sér, hvernig það mundi vera að búa með Natta, ef hún ekki elskaði hann, og hún sá ömurlega mynd Ijótra og óbærilegra leiðinda standa sér fyrir hugskots- sjónum. Sú mynd gerði hana skelkaða, næstum verr á sig komna en skógarflækingurinn hafði gert um daginn, og hana hryllti við. æli afgreiðsluborð til sölu. Síld & fiskur Bergstaðastræti 37. |tim taka á leigu litfa mótordrifna steypuhrærivé! Upplýsingar á skrifstofu Hamars h.f., sími 1695 eða hjá Bjarna Jónssyni, sími 2885. , AUGLÝSING Öll brunatryggingafélögin hér á landi hafa athugað tjónareynslu sína á innbúi í hinum ýmsu bvggingaflokkum íbúðarhúsa, og þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið til eldsvarna víðsvegar um landið. Með tilliti til þessara athugana hafa félögin ákveðið brunatryggingataxta fyrir iimbú í steinliúsum frá 1%0 til 2,15^0, og í tunburhúsum frá 2.75// til 5.35%0. Á sama hátt hafa verið ákveðin iðgjöld fyrir heimilis- tryggingar, en miðað við kr. 100.000,00 tryggingafjárhæð eru iðgjöldin í steinhúsvm frá kr. 300,00 til kr. 325,00 og í thnburhúsum frá kr. 475,00 til kr. 635,00. ; * i . irafiatrygglngafélögín á íslandi KENNI bifreiðaakstur. —> Nýr bíll. Uppl. í síma 1687. SVARTUR kettlingur með hvíta bringu og tær er týnd- ur. Vinsamlegast skilist að Flókagötu 1. (348 GULLARMBANÐ, mjótt, tapaðist í Hlíðunum á hvita- sunnudag. Finnandi góðfús- lega hringi í 4835. Fundar- laun. (398 KRÓMUÐ úlnliðsfesti (merkt) tapaðist fyrir nokkru. Vinsaml. gerið að- vart í síma 81447. (372 HANDPRJONUÐ krakka- húfa tapaðist sl. miðviku- dag á Miklatorgi, Finnandi vinsaml. hringi í síma 7931. (382 RAUÐ ÚLPA tapaðist á Klambratúni 1 gær. VinsamL skilist á Hrefnugötu 7, (417 TAPAZT hefir silfurbúinn tóbaksbaukur, merktur: V. Þ. 1955. Vinsamlega hringið í síma 81299. Fundaidaun. (410 Nýlegur amerískur bílt með sjálfskipíara, helzt Chevrolet óskast. Stað- greiðsla. Uppl. í síma 2335. NÆRFATNAÐUR karlmanna og drengja fyrirliggjamdL LH. Muller Tekið á móti flutningi tif Hvammsfjarðar og Gilsfjarðar- hafna árdegis á morgun. i £ (£. Sumuqks “ "I" A K Z Æ 2377 injj. tajai K.ccourrovKiu. nc.—m V s. fíc.w.i. [Distr. by Unlted Feature Synciicate. It.c. Bister tók stóran sopa úr áfengis- flösku. Látrnn þá vera eins þrjóska eins og þeir vilja því á morgun munu þeir allir deyja, Taktu þessa dós, Wezil. Við þurfum að ná í meira úr hellinum áður en þú heldur þíná ji'píf'' '? síðustu messu. Mer.nirnir skildu brátt. Tarzan beið þar til þeir voru( báðir horfnir út í skóginn. Nú vai* tækifærið til að rannsaka kofann, j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.