Vísir - 20.06.1957, Blaðsíða 5

Vísir - 20.06.1957, Blaðsíða 5
S: iiTLmtudaginn 20. júní 1957 ylsnf 3 NINI en JAN BOESMAN 'iwereld) »nl3« lMllonverend «:h*pa< , LITLU HVÍTU RÚMIN I BARNASPÍTALA HRINGSINS Foreldrar: Hollenzku loftbelg’shjónin. Flugdagur á sunnudag Þá svífa hoitenzk hjón hér um í íoftbeig. Ákveðið hefur verið að efna m'i til ,,flugdags“, hins sjötta í i'öðinni frá fyrsta flugdegi Svifflugfélags íslands, er hald- ^ inn var á Sandskeiði sumarið 1938. Verður hann næsta sunnudag. Að þessu sinni er það Flug- málaí'élag íslands, sem for- gönguna hefur, en það hefur fengið aðstoð allra greina flug - starfseminnar og standa því vonir til þess að „flugdagur- inn“ verði nú, eins og að und anförnu, til þess að vekja at- hygli á sem flestum þáttum íslenzkra flugmála, og auk bess til nokkurrar skemmtunar. — Til þess að geta boðið upp á eitthvað, sem ætla mætti, að þætti bæði nýstárlegt og yrði til gamans, leitaði Flugmálafé- lag íslands milligöngu hollenzka flugmálafélagsins um útvegun loftbelgs frá Hollandi, en þar er félag starfandi, sem hefur sýningar og ferðir með slíkum loftbelgjum að íþrótt og skemmtan. Til íslandsfararinn- ar völdust þau einu hjón heimsins, sem gert hafa þenna þátt loftsiglinga að sérgrein sinni. Hafa þau sýnt þessa íþrótt rúmlega 200 sinnum víðs vegar um heim. Þau eru vænt- anleg hingað í kvöld' með allt sitt hafurtask. Stærð loftbeigsins er 460 rúmmetrar og er ummál hans 1 27 metrar. Belgurinn verður fylltur méð vetni, en Áburðar- verksmiðja ríkisins er eini framleiðandi þess hér á landi. Fyrir því verður að flytja belg- inn upp í Gufunes til áfylling- ar, og gert er ráð fyrir að skip !jj sigli honum svo þaðan til Reykjavíkur rétt fyrir byrjun J flUg'dagsins. Eftir að búið er að \ fylla belginn ber hann allt að | íjórum farþegum, sem rúmast : í opinni körfu neðan hans. Við býrjun flugs er. ein smálest af sandi höfð við belginn. Þannig er frá gengið, að vetnið síast smám saman úr belgnum, en með því að losa.sandinn meðan á fluginu stendur er unnt að ráða nokkru um flugþolið, en að öðru leyti ákvarða vindar og loftstraumar fcrðir " belgsins, eftir að honum hefur verið sleppt. Erlendist tíðkast það mjög að siglingar loftbelgjanna séu not- aSar til auglýsinga. Hér hefur það orðið að ráði, að Belgja- gerðin og Skjólfatágerðin not- uðu þenna hollenzka loftþelg til þess að vekja athygli á fram- leiðslu verksmiðjanna. Hafa- þessi fyrirtæki afráðið, að láta koma fyrir auglýsingum á belgnum, klæða áhöfnina skjól- fatnaði sínum, og efna til get- raunar um ferðir hans, eftir að hann hefur leyst landfestar á Reyk j avíkurf lug velli. Þá hefur póstmálastjórnin á- kveðið, að senda 10 kíló af pósti með loftbelgnum, en það ei:u um 2 þúsund sendibréf, sem stimpluð verða sérstaklega vegna þessa. Komið verður upp pósthúsi á Reykjavíkurflugvelli í afgreiðslum Loftleiða, þar sem bréfin verða frímerkt og stimpluð. Bréfin verða svo tek- in þar sem loftbelgurinn lendir og flutt til viðtakenda eftir venjulegum póstleiðum. Leyíið börnum yðar að hjálpa okkur á morgun (föstudag) við að selja merki, sem afgreidd verða frá kf. 10 f.h. á eftirtöldum stöðum: Garðastræti 8, miðhæð, Melaskólanum (íþróttahúsinu), Mið- bæjarskólanum, Austurbæjarskólanum (Vitastígsmegin), Laug- arnesskólanum, Langholtsskólanum, Háagerðisskólanum og Kópa- vogsskólanum. Góð sölulaun. Með fynrfram þakklæti., Fjáröflunarnefndin. Tólf tairása sæsími lagður mifli íslands og Bretlands. Stórbreyting á sambandi íslands við umheiminn. Svo sem skýrt var frá hér í blaðinu í gær, er nú afráðið að 12-talrása sæsíma með neðansjávarmögnurum milli Is- lands og Bretlands með við- komu í Færeyjum. Mun þessi framkvæmd valda stórbreytingu á sambandi ís- lands við umheiminn. Þá verð- ur hægt að fá gott talsímasam- band við útlönd hvenær sem er allan sólarhringinn. Einnig' verður hægt að fá fjar-ritvéla- samband tilteknar mínútur í einu milli skrifstofa hér og er- lendis, auk ýmissa annarra möguleika. Er gert ráð fyrir að símaviðskiptin aukist mjög við þessa framkvæmd, sem gert er ráð fyrir að verði tekin í notk- un snemma sumars 1959. Á 50 ára afmælisdegi Lands- símans síðastliðið haust vakti póst- og símamálastjórnin máls á því við forstjóra Mikla nor- ræna ritsímafélagsins, sem hér var staddur, hvort félagið mundi telja sér fært að leggja ■ fl EGILS KJDfl H.F. LAUGAVEGI 116 SÍMAR 23456 — 23457 NÝJAR VÖRUR DAGLEGA öll fjölskyldan verzlar í Egilskjön. Komið og verzlið í hinni björtu og rúmgóðu kjörbúð. • Nýlenduvörur —- Kjöt — Fiskur — Ávextir — Grænmeti Snyrtivörur og Búsáhöld. VEL.JIÐ VÖRURNAR SJALF — ■■ fé í slíkt kerfi, annaðhvodí míkrobylgjukerfi eða talsæsima með 12 talrásum. Fékk hann áhuga á máilim og lét fara fram frekari athugamir á því. Síðan hafa verið haldntr um það fundir í Londom ©g Kaupmannahöfn • milli síma- málastjórna Bretlands, Dan- merkur og íslands og MMa norræna ritsímafélagsins. Hinn nýi sæsími héðan fektr í sér 12 talrásir, en hverja tal- rás má nota fyrir fjölda skeyta- eða fjarritvélarása. Einntg mundi vera hægt að flytja út- varp um hann, svo og myndir o. þl. í honum verða 20 neðan- 'sjávarmagnarar með lömpum, Jsem eiga að endast í 20 ár. . Lengd sæsímans er nærri 1300 ' (km. Á íslandi endar hann í Vestmannaeyjum sunnanverð- um, en verður þar tengdur við últrastuttbylgju radíósamband til Reykjavíkur. Áætlað er að stofnkostnaður við sæsímann verði um 50 milljón krónur, og þar af legg- ur Mikla norræna ritsímafé- lagið fram 69%, brezka síima- málastjórnin um 23% og danska símamálastjórnin um 8%. Hinsvegar er íslenzksjt símamálastjórninni ætlað að kosta radíósambandið millt Vestmannaeyja og Reykjavík- ur. Það er þó þegar að miklu leyti undirbúið í sambandi i'iS innanlandssambönd þá leið, því að unnt er að nota sömu radío- tæki fyrir hvorttveggja. Þar sem hér er um alveg nýj- an sæsíma að ræða, sem liggur að mestu leyti í miklu dýpi, er ekki gert ráð fyrir bilunum á honum tvisvar til þrisvar sinn- um fyrstu tíu árin. Þegar nýi sæsíminn kemur,, verður gamli sæsíminn lagður niður og sömuleiðis radíótal- sambandið við Bretland og Danmörku. * 4 ' f: I: ísrael og Akabafiói. ísrael hefur neitað að viðux- kenna, að Akabaflói sé arabisk siglingaleið, eins og konungaim- ir Saud og Hussein halda fraim. í sameiginlegri tilkynnÍJigiiH sinni. Tekur ísraelsstjórn fram, að ísrael eigi land að flóanum og á landi ísraels sé eini bærinn við fióánn, sem mikilvægur geti talizt. Muni ísrael standa ;fást á rétti sínum. .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.