Vísir - 22.06.1957, Blaðsíða 9

Vísir - 22.06.1957, Blaðsíða 9
Laugardaginn 22. júní 1957 VISIR If s Helmsókn íil umsjónarmanns brunavarna. ■ Það þarf ekki alltaf að færa' langa reisu, til þess að verða rnargs vísari. og haía ánægju af. Óg vitanlega er það ekki í frá- sögur færandi, þó skroppið sé til ^ Hafnarfjarðar, en þangað fór ég . nú einn daginn fyrir stuttu. Var það í þeirn' tilgangi að heim- sækja Erlend Halldórssón eftir- litsmann brunavarna, en hann hafði svo oft boðið mér að koma og sjá hvernig hann byggi þar að starfsemi sinni. Erlendur hefur haft með hönd- um umsjón brunavarna utan Reykjavikur á vegum Bruna- bótafélags Islanas, og undir stjórn vegamálastjóra Geirs Zöega um 25 ára skeið, en bæki- stöð sina hefur hann í liúsi við Álfaskeið. Er þarna skrifstofa hans svo og verkstæði og Dýrasögur barnanna ^umiiííiiiiÍÉk bllítll.'AtÍi. Hjá mýndasmi§num. Eg heí vcrið að velta því fyrir mér, aS þaS fer aS líða að því að Rikka frænka eigi afmæli, tautaði Qæsa- pabbi og við vorum víst búm að loía að gefa henni myndir af ungunum. Alveg rétt, sagði Gæsamamma, en þá verð eg að sjá um að koma þeim til mytida- smiðsins, svo hægt sé að hafa myndirnar lilbúnar í tínia. Gæsaungarnir Klökkuðu óskaplega til að láta taka mynd af sér og þeir skræktu bara alls eklci neitt, ems og venjulega, þegar mamma þeirra var að þvo þeim hátt og lágt með sápu og snurfunsaði á þeim fjaðrirnár og þégar komið vaf fram undir hádegi lcbbuðu þeir í halarófu yfir til Gulla Galtar, sem var ágætur mynda- smiður. Þegar þeir komu þangað svaf hann værum blundi efti-r matinn og það gekk ekki sérlega vef að vekjr hann. Myndavélin stóð á miðju gólfi í svínastíunni cr yfir myndavélina hafði verið breytt svart klæði or ungarnir borfðu á það furðu lcsfmr. Þeim var stillt í röð upp við vegginn, en á hann bafði verið hengdui hreinn stngápcki. Eulli Göltur skréið nú lííídir svarta dúkmn og íór að stilla myndavélma. ínnan úr tjaldmu kailaði hann: Lappi, settu fæturnar betur sundur svona gctt. Og þú Lippi, lokaðu munnmum svolitla stund. Loppi, reyndu að halda augunum opnum, ahn-. ars heldur frænka þín að þú sért soíandi á myndmni. Svona, nú smelii eg af. Takk fyrir, ágætt. Nú er það búið. Allt í einu var kailað á Galla Gölt og hann þau út. Þá notuðu ungarnir tækifænð og opnuðu kassann til að sjá myndma, en þar var engin mynd, aðeins svört' plata. Litlu síðar kom Gulh Göltur og sagði þeim að lcoma aftijr á morgun til að sækja mýndina. Ungarmr komu daginn eftir í halarófu. Gulli sagði þeim að þeir hefðu ekki komið út á myndinm og það væri víst ekki hægt að mynda þá, en hann vissi ekki að piatan hafði skemmst, þegar ungarmr opnuðu kassann. Það verður að hafa það, sagði Gæsapabbi, en við skulum færa frænku rúllupylsu í staðmn fyrir myndina. Og það gerðu þeir og fr,ænka þeirra varð himinlifandi glöð yfir að fá rúllupylsu í staðinn fyrir mynd. birgðágeymsla. Á þessu tima- bili hefur Erlendur haft umsjón með og unnið sjálfur að yfir- byggingu og útbúnaði 26 slökkvi bíla sem dreifðir eru nú um jafn- marga'bæi og kaupstaði á land- iriu. Aðeíns tveir af þessum bíl- úm hafa verið yfirbyggðir utan verkstæðis Erlends. Ennfremur hefur hann séð um dreifirigu á yfir 80' slökkvidælum ásamt ’út- búnaði viðsvegar úti um land. Undir stjórn Erlérids eru og smíðaðir þarria stigar sem notað- ir eru við slökkvistörf og seldir þangáð sem þörf er fyrir þá. Ennfremur eru saumuð segl til yfirbreiðslu á tækjum, til hlífðar slöngum, og sogbörkum, segl til að breiða yfir húsgögn úfi og inni til hlífðar fyrir vatni meðan á slökkvistarfi stendur, og björgunarsegl, „rennur" sem gott er að hafa t.d. í sjúkra- húsum til að bjarga fólki út um glugga ef eldsvoða ber að hönd- um, og svo eru saumuð þarna hin ágætu strigakör, sem taka 1200 lítra af vatni, og er hægt að flytja þau á vörubílspalli mörg í einu þangað sem slökkviliðið býr við vatnsskort í starfi sínu. Eru tengingar á þessum krönum í samræmi við samskonar út- búnað siökkvitækjana, sem dæla úr þeim hverjum vatnsdropa. Erlendur hefur lagt áherslu á það, að ganga vandlega og smekklega frá allri þessari smíði sinni, og jafnvel þótt hann hafi oft þurft að gera upp gamla bíla, og suma frá varnarliðinu, — enda fleiri mátt gera sér það að góðu, — þá hefur jafan verið ■reynt að ganga svo frá öllu, að það yrði sem nýtt. Sjálfur hefur svo Erlendur fylgt þessum tækjum sínum hvert' á land sem þau hafa vérið send, kennt mönnum meðferð þeirra, og gefið upplýsingar um allt sem slökkvistarfinu tilheyr- ir. og ráðleggingar í samræmi við aðstöður á hverjúm stað. 1 eftirlitsferðir fer svo Erlendur hvert vor og sumar, á þessa staði, til að fylgjast með ástandi slökkvitækjana, og sjá um að reglum og fyrirmælum um elds- varnir sé hlýtt. Vinnur Erlendur Halldórsson þarna margþætt starf til að byggja og halda uppi eldvörn- um úti um ailt land, og þó að hann hafi kar.ski ekki al’taf eða alstaðar mætt þeim viðbrögðum manna eða skilningi, sem starf hans raunverulega hefur átt til- kall til, hefur þó — fyrir röskleg vinnubrögð hans og réttláta tagnrýni í þessum málum—stöð ugt þokað í betra hprf víðast Afmæii UMF! Frh. af 4. síðu. jfulltrúa, þá fer fram bænda- Jglíma, þar sem Ungmerináfélag jReýjcjavíkur mætir flokk manna utan af landsbyggðinni, íþróttakeppni, dansaðir viki- vakar og knattspyrnukeppni. Lokaþáttur mótsins, um kvöldið, hefst með ávarpi for- manns U.M.F.Í., þá fer fram verðlaunaafhending og mótinu lýkur með almennum dansi. | Mótsstjóri verður Þorstéinn Einarsson íþróttafulltr. ríkisins, Þórir Þorgeirsson íþróttakenn- ari Laugarvatni mun stjórna ! fimleikasýningunúm, frú Sig- ríður Valgeirsdóttir íþ'rótta- ! " hvar, og menn hafa lært að skilja það, að þrátt fyrir nokkur útgjöld, þá borgar sig að byggja upp eldvarnir til að vernda eigur þegnana og þjóðfélgsins; eítir því sem við verður lcomið. Það má óhætt fullyrða að Brunabótafélag Islands hefur haft í þjónustu sinni trúverð- ugan og dugandi mann þar sem Erlendur Halldórsson er, til að hafa með höndum þessi vanda- sömu störf öll þessi ár, þvi hann hefur alltaf verið, og er enn upp- finningasamur, og fullur áhug'a um allt, sem að þessum málum lýtur, og á skilið að eftir því sé tekið og það metið að verðleik- um. Eftir skemmtilega samveru- stund með Erlendi Halldórssyni í vinnustöð hans við Álfaskeið, kevrði hann m'ig í bíl sinum í S.okkvistöð Hafnarfjarðar, en þangað hafði ég aldrei komið áður. Varaslökkviliðsstjóri Sig- urður Gíslasson tók mér þar af með hinni mestu vinsemd. Slökkvistöðin er í mjög venju- legri skúrbyggingit við Strand- götuna. Var ánægjulegt að sjá hve þar er allt vél um gengið, svo að til fyrirmyndar er, og þó að um stórbyggingu sé ekki að ræða, þar sem slökkvistöðin er til húsa, sýnist allt rúmgott þegar inn er komið, vegna þess hvernig að hlutunum er búið, hvergi óþárfa drasl, veggir og gólf málað, sópað og prýtt, slökkvibílarnir með hverjum hlut á sínum stað hreinir og gljá- bónaðir. Datt mér í bug í alvöru, að menn þyrftu. ekki að þjóta til annara, landa til þess að sjá íyrir myrxdar slökkvistöð — það væri nóg að íara til Haínarfjaroar. Kjartan Ólafsson. kennari, mun verða dansstjóri vikivakanna. Hátíðanefnd skipa fimm menn, 2 eru fulltrúar U.M.F.Í., þeir Stefán Ól. Jónsson kennari og Axel Jónsson sundlauga- vörður, aðrir í nefndinni eru Þórir Þorgeirsson íþróttak., frá Héraðssabmandinu Skarphéðni, Armann Pétursson skrifstofum., frá Ungmennasambandi Kjalar- nesþings og Skúli H. Nordahl arkitekt, frá Ungmennafélagi Reykjavíkur. Ungmennafélag íslands hef- ur látið gera mjög fallegt merici í tilefni þe'ssara tímafnóta, merkin eru nú til sölu um land allt, í Reykjavík hjá verzl. Bækur og ritföng, Austurstræri 1 og Bókabúð Norðra, Hafnar- stræti 4, salan hefur gengið mjög vel og' er það betur því andvirði þessara merkja þaLf að vera aðal fjárhagsleg undir- staða mótsins. Höskuldur Goði Karlsson. íþróttak. heíur undanfarið ver- ið á ferð um landið til að und- irbúa fólk til þátttöku í fim- leikasýningurium og hefur víða stigið vikivaka. í íþróttunum verður keppt um marga fallega gripi, sem ýmis fyrirtæki gefa. Ef veðurguðirnir verða hlið- hollir, er eklci vafi á að margt verður um manninn þessa tvo daga á Þingvöllum og er fólki bent á að hafa með sér góðan útbúnað svo sem tjöld og svefn- polca. Nokkrir einstalclingar og félög hafa fengið leyfi til veit- ingasölu svo þar mun fást. keypt mjóllc, brauð, pylsur, öl, sælgæti og annað til að seðja hungrið. Allar nánari upplýsingar varðandi mót'ið gefur skrifstofa U.M.F.Í., Lindargötu 9 A, sími 80625. Föstudaginn 28. júní verður hadlið 20. sambaridsþing U.M.F.Í. í Valhöll á Þingvöll- um. Þar verða tekin fyrir og rædd ýms menningarleg þjóð- mái eins og venja hefir verið á öllum undanförnum þingum. Þingið hefst kl. 10 árdegis á föstudag. © Dr. Kurt Soluisehnigg, sem var seítur af sem kanslari Austurríkís 1038, og hefir búið síðau vestan hafs, ætlar að heimsækja ættarjörðina í sumar í fyrsta sinn á 10 ár- um. @ Frakbar munn hæíia benzln* skömmtun í byrjun næsta mánaðar. Brag þennan ofti séra Sigurðúr Norland á AIþinglshátíðinni 1930 og flutti á sameiginlegri kvbídvöku presta og prestkvenná í Valhöll 19. þé’ssá mánaðar. Við ökum úr Reykjavík austur á leið um eyðilegt landið, en brautin er greið, og beínum svo för á io fornhelga láð, þars fyrrum við Öxará þingið var háo. Það brunaði óslilin bifreiðalest um bugðótta veginn svo langt 'sem hann sést og'allir til Þingvalla eiga nú leið, þar Alþingishátíðin gestanna beið. Við stigum af vögnum, þars vegurinn lá um vestari barminn á Almarinagjá, og litum á völlunum blikandi borg með blaktandi fána um götur og torg. Við 'höldum í náttstað, en hljótt er um völl ' og hátiðleg gnœfa in alkunnu fjöll, er standa á verði í véglegum hring 1 um vellina frcegu við Öxárárþing.. Og aldrei fýrr hafa hér eins margir hitzt 1 né, annar eins mannfjöldi Þingvelli gist, ' því méira en 30 þúsundir manhs á þingstáðnum gista og umhverfi hans. Að morgrii, er vorsclin vermir á ný, við vöknum, sem gist höfum tjöldunum í, við búumst og höldum þeim hljóðlega- frá að hlýða á messu í Almannágjá. —- En fossinn í Öxará leikur sitt lag og landsmenn til drengskapar eggjar í dag, til orku og dáða, og úðanum slœr á alla, sem voga að koma honum nœr. Sigurður NorlandE

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.