Vísir - 26.06.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 26.06.1957, Blaðsíða 4
HIRIA Miðvikudaginn 26. júlí 1957. WISIH DAGBLAD yislr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Eitstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Bitstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 1660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. 50 ára afmæli Búnaðar- sambands Vestfjarðar. Sambandið hefur í huga að ráða til sín ráðunaut. Krékodílistar Tímans. Á sunnudaginn fjallaði forustu- grein Tímans' —• öll og ó- skipt — um Ungverjalands- skýrsluna, sem kom út í síð- ustu viku. Eins og menn rekur minni til, kaus alls- herjarþingið á sl. hausti sérstaka nefnd til að rann- saka alla atburði í sambandi við frelsisbyltinguna, og nefndin hefir nú skilað áliti eftir hálfs árs starf. Niður- stöður hennar hafa verið birtar hér að nokkru leyti, eða eins og rúm þeirra blaða leyfir, sem telja ekkí á- stæðu til að halda öllu leyndu um hana. og menn vita því, að skýrslan er í alla staði hörð ákæra og miskunnar- laus fordæming á kommún- istastjórninni í Moskvu fyr- ir athæfi hennar gagnvart Ungverjum, svo og á þjónk- un Kadars og annarra slíkra kvislinga. Og vitanlega er Tíminn fullur hluttekningar með Ungverj- um. Hann kemst meðal ann- ars syo að orði í forustugrein sinni á sunnudaginn: „Með þessari framkomu sinni í Ungverjalandi hefir stjórn Sovétríkjanna sýnt, að hún metur einskis rétt og frelsi smáþjóðanna, þegar völd- hennar eru annars vegar. Þess vegna er f urðulegt, að til skuli vera menn meðal : smáþjóðanna, sem dá fram- ferði hinna rússnesku vald- hafa og telja stjórnarhætti þeirra hina'" sönriu fyrir- mynd. Það minnir vissulega á þá, sem létu blindast af Hitler forðum." Ennfremur segir Tíminn: ,,Nú- verándi stjórn er bersýnilega fylgislaus meðal þjóðarinn- ar og byggir völd sín éin- göngu á rússneska hernum, sem dvelur í landinu. í skjóli hans fremur hún hin full- komnustu myrkraverk.Menn hafa verið fangelsaðir þús- undum saman, fjöldi dauða- dóma hefir verið kveðinn uþp, jafnvel konur hafa ver- ið fluttar nauðugar úr landi o. s. frv. Það litla frelsi, sem þjóðinni var veitt á síðast liðnu ári, hefir verið afnum- ið aftur. Kúgun og ofríki fer vaxandi að nýju á flestum málum .'. . . Eina hjálp er þó örugglega hægt að veita henni (ungversku þjóðinni). Það er að gleyma ekki því, sem gerzt hefir og er að ger- ast í Ungverjalandi, heldur halda því stöðugt vakandi, unz hinir rússnesku valdhaf- ar gera sér ljóst, að það er þeim og áliti þeirra fyrir beztu, áð liha á heljartökun- um á Ungverjalandi og draga her sinn þaðan í burtu." Fleira skal ekki til tínt úr þessari grein Tímans —• — að sinni. Já, Tíminn grætur örlög Ung- verjalands, en hvað aðhefst flokkur Tímans meðan, rit- stjórarnir kjökra? Ju, hann situr sem fastast í stjórn með þeim flokki, sem óskar einskis annars en að komast í aðstöðu Kadars hér á landi. Beztar sannanir fyrir því, að kommúnistaflokkurinn hér er á Kadarslínunni, fengust fyrir aðeins fáeinum dögum, þegar Brynjólfur Bjarnason vítti einn blaðamann Þjóð- viljans fyrir að láta sér til hugar koma, að kommún-J istaflokki Kína litist ekki á aðf arirnar í Ungverjalandi m. m. Það væri öðru nær. Og sami Brynjólfur Bjarnason' er ráunverulegur stjórnandi stærsta stjórnarflokksins,' Alþýðubandalagsins, enda þótt hann sé ekki látinn sjást þar að jafnaði. Búnaðiirsamband Vestfjarða hélt aðalfund dagana 22. til 24. þessa mánaðar á ísafirði og minntist þá hálfrar aldar afniæl- is síns. Sambandið var stofnað 1907 og hafði Guðjón sálugi Guð- mundsson búnaðarráðunautur aðalforgöngu um stofnun sam-J bandsins. Fyrsti formaður sam- bandsins var síra Sigurður Stef- ánsson í Vigur. Er sr. Sigurður lét af formannsstörfum tók Kristinn Guðlaugsson bóndi og búfræðingur að Núpi við, og síð- ar núverandi formaður Guðm. Ingi Kristjánsson bóndi að Kirkjubóli í Bjarnadal í Öriund- arfirði. Þeir" Arngr. Fr. Bjarnason, Páll Pálsson, á Þúfum, Bjarni Sigurðsson Vigur og Ásgeir Guð- mundsson, Æðey, afhentu. sam- bandinu kr. 6493.54 frá Slátur- félagi Vestfjarða, sem stofnfé sjóðs er varið sé til eflingar sauð fjárrækt á Vestfjörðum, og setur sambandið nánari reglur um meðferð hans. Sjóðurinn heitir Sauðfjárræktarsjóður Slátursfélags Vestfjarða. Sambandið hefir ákveðið að gefa út rit í tilefni afmælisins, þar sem gert er grein fyrir störí- um þess í aðaldráttum. Fjárhagsáðetlun sambandsins fyrir næsta ár nemur rúmlega 150 þúsund, og ganga um 2/3 hlutar af þeirri upphæð til efl- ingar ræktun. Rætt var um að sambandið ráði til sín sérstakan ráðunaut. Voru fulltrúar yfirleitt því hlynt-. ir, en fjárráð sambandsins ekki bóndi i Grænumýrartungu síðari hluta fundarins sem fulltrúi Búnaðarfélags Islands. Núverandi stjórn sambands- ins skipa: Guðm. Ingi Kristjáns- son formaður, Jóhannes Davíðs- son ritari og Kristján Jónsson (frá Garðsstöðum) féhirðir. Á siðastliðnu ári var keypt ný jarðýta. Er hún nú að störfum i Önundarfirði. Mun síðar í sumar vinna norðan Breiðadalsheiðar. Á mánudaginn skoðuðu fulltrú- ar Önundarfjörð. Var sameigin- legur hádegisverður að Holti í Önundarfirði. Var þar góður fagnaður og margar ræður flutt- ar. Veður var hið fegursta og bjart yfir vestfirzku bændunum, sem strax eftir heimkomuna taka til við heyannir. Er spretta þegar sæmileg á deiglendum túnum, en víða lakleg á harð- velli. En vestfirzku bændurnir láta sér fátt fyrir brjósti brenna. Þeir eru vanir að glíma við grjót bg mold og mislynda veðr- áttu. Arn. Rithöfundar sitja fund í Finnlandi. 26. júní fara til Finnlands þeir Kristján Bender, formaður Rithöfundafélags íslands, og Þóroddur Guðmundsson, for- maður Félags íslenzkra rithöf- unda. til þess að sitja fund Nor- ræna rithöfundaráðsins í Hels- ingfors 27. júní sem fulltrúar |;l|j|| „.„,(„.„., „nk!l lH ,u.ss „5 íslenzku rithöfundafélaganna. nýbreytni, að A fundin"m verða rædd þessi mál: i taka upp þá óbreyttum ástæðum. Fundinn sátu fulltrúar frá 23 búnaðarfélögurn. Auk þess sat Gunnar Þórðarson fyrrverandi Fyrir hverja er skrifað? Það er eðlilegt, að spurt sé, fyr- ir hverja Tíminn sé eigin- lega að skrifa. þegar hann gerir sér upp grát með ekka- sogum eins og á sunnudag^ .inn? Gerir hann ráð fyrir, að nokkur maður hér á landi sé svo skyni skroppinn, að hann geri sér ekki grein fyrir því, að menn af Kadars-taginu eru meðal helztu stuðnigs- ..mánna ríkisstjórnárinnar, ; enda þótt hér starf i áð nafn- ; inu til enginn kommúnista- ilokkur? -. Þap er ekki tiL neins . fyrir Tímann að reyna að telja al menningi trú um, að hann sé harmi lostinn yfir því,' hvernig kommúnistar hafa leikið Ungverjaland, þegar . flokkur hans situr sem fastast í stjórn með faun- verulega sömu mönnum og eykur áhrif-þeirra og hús-! bænda. þeirra með. hverjum deginum. Nýjasta dæmið er það, að íslenzkir vísinda- menn eru látnir látá Rússum í té.upplýsingar um.athug-.j . anir sjnar og. stbrf, svo aðt hægt sé að senda;rússneskan bezL <ezia ¦ /' • auálúáinaa- biaóió uiíir 1) Þóknun til rithöfunda af hálfu útvarpsstöðva. 2) Ellistyrkur rithöfunda. 3) Afgjöld af utlánum bóka úr söfrium í ýmsum löndum. Einnig var fulltrúunum boðið á 60 ára afmælishátíð finnska rithöfundafélagsiris, '¦ Suomen Kirjaiiijaliitto í; Savonlinna (Nyslott), sem haldd á dagana 29. og. 30 júní. Menntamálaráðherra veitti styrk til fararinnar. veiðiflota upp a'ö landstein- um hcr. Tíminn ætti að skammast sín fyrir hræsni þá, sem fram kom í forustu- grein háns á sunnudaginn. Hann hefir oft verið' ósvífinn en sjaldán ;ein's og að þessu slnni. Samsýning þríggja listamanna. Þrír listamenn hafa samsýn- ingu um þessar mundir í sýn- ingarsalnum í Alþýðuhúsinu. Var hún opnuð kl. 10 f. h. í dag. Eru þetta 20 myndir alls, og allir hafa þessir listamenn sýnt áður og eru Reykvíkngum að góðu kunnir, en þeir eru: Benedikt Gunnarsson, Eiríkur Smith og Guðmunda Andrés- dóttir. Benedikt sýnir glermjmdir, olíumálverk og vatnslitamynd- ir, Eiríkur sýnir sípólíumyndir iog Guðmundá sýnir olíumál- I verk. [ Allt! erú.'þetta ný málverk, máluð í ár og í fyrra og hafa aldrei verið sýnd áður. ÖU eru -mályerkin til sölu- • . ~ Sýningin verður opin til 8. júlí og verður ópin daglegakl. [lÓt-12 i. h. og 2—10 e. h. „Trillukarl" skrifar Bergmáti eftirfarandi: „Mig langar til að biðja Berg- mál fyrir nokkrar línur til for-; ráðamanna Reykjavíkurhafnar, því svo er mál með vexti að nú á að útskúfa okkur trillubátaeig- endum algerlega úr höfninni. Aðstaðan með trillubáta versn- ar alltaf og nú er svo komið að hvergi er friður með bátana, og það endar með því að við verð- um að taka þá á land því okkur virðist ekki vera ætlaður tilveru- réttur innan hafnargarðanna. Menn gerðu sér vonir. Fyrir fjórum árum þegar , Faxaflói var friðaður, gerðu margir sér vonir um að hægt væri að hafa nokkrar tekjur af trillubátaútgerð frá Reykjavik. Margar trillur voru smíðaðar eða keyptar að. Þessi hagnaðat- von brást að mestu leyti, því þr.iú undanfarin sumur hefur varla fengist bein úr bugtimú þó svolítið riaxi liskast skár í • sumar en áður var. Þótt margir hafi gefist upp á trillubátaútgerðinni eru þó nokkrir, sem halda áfram og það er alltaf svo að þeir fiska, sem á sjó fara en aðrir ekki. Þess vegna finnst okkur,' sem enn höldum áfram, að við eig- um rétt á því eins og hverjir aðrir að hafa viðlegupláss fyrir bátana okkar, ekki síður en þeir, sem eiga stóra báta og láta þá liggja bundna árum saman. Legufærin flutt. Fyrir atbeina smábátaeigenda- félagsins, sem stofnað var fyrir nokkrum árum voru settar bauj- ur og viðlegufæri fyrir smábáta við Ægisgarð og Grandagarð. ; Þetta bætti aðstóðu okkar að mun, því við þessi legufæri voru bátarnir nokkurn veginn örugg- ir. Nokkrir trillubátaeigendur • • gerðust þá svo djarfir að byggja sér beitingaskúra á Grandagarði, þar sem bátar þeirra lágu. Nú hafa þessir skúrar verið fluttir i burtu og legufærin tekin upp, svo ekki er annað að gera en : flytja eitthvað með bátinn og þá helzt upp á land, en þaðan verður þeim ekki róið. Höfnin stækkar ekki. Við erum í miklum vanda. Þó við- viidum gera hafnarstjóra það til geðs að selja bátana, þá er bara alls ekki markaður fyrir : þá^ svo við yrðum að gefa þá burtu, en því miður er vist eng- inn okkar það efnaður, að hann geti það. En ég vil að lokum benda á það, að þótt trilluaflinn sé ekki mikill að vöxtum, myndu margir kvartk undan því að fá ekki færafisk yfir sumarmánuð- ina. Annars mega allir borða kraminn togarafisk fyrir mér, ef þeir kjósa hann fremur en færa- fisk. Á hin.n boginn skal ég við- urkenna vanda þann, sem hafn- arstjóri á við að etja, það éru þrengslin í höfninni, en eins og mér og nokkrum körlum kom samah um, þegar við vorum að ræða þessi mál, þá stækkar hofnin ekkert við að fylla hana upp. Trillnkarl. BF.ZTAÐAUGLYSAIV1S1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.