Vísir - 26.06.1957, Blaðsíða 5

Vísir - 26.06.1957, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 26. júlí 1957 visnr Farmannadeilan frá sjón- armiði útgerðarfélaganna. Fréttatilkynmng um bréfa- skipti varðandi deiluna. Vegna villandi fréttatilkynn- ingar frá samninganefnd far- manna í dagblöðunum í dag, varðandi samningsuppsagnir, viljum vér undirrituð samtök taka fram eftirfarandi: Kjarasamningar stéttarfélaga þeirra yfirmanna á farskipum, sem nú eiga í verkfalli, voru uppsegjanlegir tvisvar á ári 1. júni og 1. desember og þá með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Til þess að samningarnir gætu fallið úr gildi 1. desember s.l. þurfti þvi að segja þeim upp fyrir lok ágústmánaðar s.l. „Upp sögn“ fór ekki fram fyrr en með b'réfi dags. 29. september s.l. og þá miðað við 1. jan. en ekki 1. des. Þrátt fyrir að uppsögnin væri miðuð við annan dag en ákveðið var í samningnum töldu útgerðirnar ekki rétt að neita að taka uppsögnina gilda og kusu nefnd til viðræðna við farmenn og óskuðu eftir að fá kröfur far- manna í hendur. Á fundi 19. des. eða 11 dögum fyrr en farmenn ætluðust til, að samningar féllu úr gildi höfðu þeir ekki enn tilbúnar ki-öfur sínár til breytinga á samningn- um. Fyrrgreind viðræðunefnd út- gerðanna skrifaði 19. des. s.l. svo hljóðandi bréf til Farmanna- og fiskimannasambands Islands: „15. nóvember s.l. vorum við undirritaðir á fundi fyrir- svarsmanna H.F. Eimskipa- félags Islands, Skipaútgerðar ríkisins, Skipadeildar S.I.S., Jökla h.f. og Eimskipafélags Reykjavikur h.f. kosnir í nefnd, til þess að annast við- ræður við fulltrúa Vélstjóra- félags Islands, Stýrimanna- félags Islands og Félags ís- lenzkra loftskeytamanna um viðhorf í sambandi við fram- komna kjarasamninga þess- ara aðila. 19. nóvember s.l. komu að- ilar. saman á sinn fyrsta fund að frumkvæði okkar. Á þess- um fundi kom fram sú skoð- un okkar, sem ekki var mót- mælt af hálfu gagnaðila, að framkomin uppsögn sé and- stæð ákvæðum kjarasamn- inganna. Hins vegar létum við þess getið, að svar skipa- félaganna um það, hvort upp- sögnin yrði tekin gild, þrátt fyrir allt, kynni að vera undir . ,-því komið, hvaða breytingum yfirmenn hugsuðu sér að koma fram-á gildandi samn- ingum. Fulltrúár yfirmanna tóku •fram, að félög þeirra létu nú fara fram athugun á því,- hverjar kröfur þessar ættu að vera, og myndi greinar- gerð um það efni væntanlega geta legið fyrir eftir svo sem vikutima, og myndi þá verða ‘ hægt að skýra skipafélögun- um frá því, hverjar kröfurnar yr'ðu. 15. þessa mánaðar hefur Farmanna- og f iskimanria- 'sámband Islands, f.h. nefndra , l’riggja félaga skrifað skipa- félögunum bréf, þar sem ósk- að er eftir svari um það, hvort margnefnd uppsögn yrði viðurkennd. Hafa skipa- félögin falið okkur, að svara þessu bréfi, með því, að enn sé ekki lokið þeim viðræðum, sem okkur var falið að ann- ast við yfirmennina. Viljum við hér með ítreka þær yfir- lýsjngar, sem fram komu af okkar hálfu á áðurnefndum fundi 19. nóvember s.l., að svar við spurningunni í bréfi yðar kann að vera undir þvi komið, hvaða kröfur eru fyrir hugaðar. Sjáum við okkur því ekki fært að gefa ákveðið svar fyrr en yfirmenn Tiafa skýrt frá kröfum sinum eins og heitið var af þeirra hálfu á margnefndum fundi. ~ Virðingarfyllst, Björgvin Sigurðsson (sign) Guðm. Ásmundsson (sign) Ingólfur Jónsson (sign) Guðjón Einarsson (sign).“ Hinn 15. febrúar s.l. skrifaði Vinnuveitendasambandið Far- manna- og fiskimannasamband- inu eftirfárandi bréf: „Vér leyfum oss hér með að vísa til bréfs fulltrúa H.F. Eimskipafélags Islands, Skipaútgerðar rikisins, Skipa deildar S.Í.S., Jökla h.f. og Eimskipafélags Reykjavikur h.f. til yðar dags. 19. desem- ber 1956 varðandi kröfur Vél- stjórafélags Islands, Stýri- mannafélags íslands og Fé- lags íslenzkra loftskeyta- manna til breytinga á kjara- samningum þessara aðila. Þar sem oss hafa ekki bor- izt kröfur þessar, eru það vinsamleg tilmæli vor, að oss verði sendar þær svo fljótt sem verða má, til þess að við- ræður um þær geti hafizt sem fyrst. Eins og yður er kunnugt standa nú yfir samningar við Sjómannafélag Reykjavikur um kaup og kjör háseta og kyndara, og teljum vér æski- legt, ef unnt er, að samning- ar yfirmanna á skipunum yrðu endurskoðaðir á sama tíma. ..■ti Virðingarfyllst," Farmanna- og fiskimannasam- bandið svaraði þessu 20. febrúar s.l. þannig: „Vér viðurkennum móttöku heiðraðs bréfs yðar dags. 15. þ.m., varðandi tilmæli yðar um að Vélstjórafélag Islands, Stýrimannafélag Islands og Félag íslenzkra loftskeyta manna sendi yður kröfur sín- ar um breytingu á gildandi kaup- og kjarasamningum ' þeirra við útgerðarfélög far- skipanna. Vér höfum komið þessum tilmælum yðar á framfæri hjá stjórnum nefndra sam- bandsfélaga og hafa svör þeirra verið samhljóða á þá leið að með þvi að uppsögn þeirra á samningunum á s.l. hausti, miðað við 1. jan. 1957, hafi af yður og viðkomandi útgerðarfélögum ekki verið talin lögleg og mundi ekki tekin gild, ef um ágreining yrði að ræða, þá telji félögin tilgangslaust að setjast að samningaborðinu. Á félaga- og stjórnarfund- um téðra sambandsfélaga hef- ir .verið samþykkt að segja upp gildandi kaup- og kjara- samningum miðað við 1. júni þ.á., með þeim fyrirvara, sem enginn ágreiningur getur ris- ið út af, og geta þau því eigi breytt þeirri ákvörðun úr þessu.“ Öllum ætti því að vera Ijóst, að það var á farmönnum en ekki á útgerðunum sem strandaði, að t kröfur farmanna fengjust rædd- ar, þar sem útgerðirnar fengu kröfurnar ekki í hendur, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og óskir, enda er það mála sannast, að kröfurnar voru ekki tilbúnar fyrr en um mánaðamótin apríl- maí s.l. og bárust útgerðunum ekki fyrr en 3. maí. Reykjavík, 25. júní 1957. Vinnuveitendasamband Islands, Vinnumálasamband samvinnufé- laganna. GLERULL nð- í mottum til einangrunap a m stöðvarkötlum og rörum . fyrirhggjandi. i. Þorláksson & Norðmann h.f. Bankastræti 1 1. Norskir sjómenn sigruðu um daginn í kappróðri á björgunarbátum í Nevv York — L áttrmda skipti. MYNOI KOnk ÍLIA FYMR okkor-m JÍtLAaA EISÉNHOVA'ERS FORSFTA OK CAaNK«/AAtT AFVöPNuNARf FTlRLÍT Síldin... Framh. af 1. síðu. austan Færeyja lágu nú um 50 til 60 mílum austar en í fyrra. I efstu 50 metrum Atlantssjávar- ins undan Noregsströndum er kaldara en 1956. Á 100 metra dýpi er hitadreyfingin svipuð og í fyrra. Samanburður á hitastigi í 20 metra dýpi og síldarmagni leiddi í ijós, að mjög mikið síld- armagn var á mótum Atlants- sjávarins norðaustan Eæreyja, Mjög mikið síldarmagn fannst á svæðinu milli 66 gráðu og 68 gráðu N.br. og 6 til 10 gráðu VI. Mikið síldarmagn fannst á 64 gráðu N.br. milli 6 og 10 gráðu VI. og einnig miili 65 gráðu og 67 gráðu N.br. og 10 og 12 gráðu VI. Annarstaðar fannst allmikið síldarmag^i á takmörkuðum svæðum og er það sýnt á kortunum sem útbýtt verður. Lega sildarsvæðisins norðaustan Færeyja var áþekkt þvi sem var 1955 en þó er síld- arsvæðið öllu stærra nú. Á haf- svæðinu austan íálanás 65 gráðu til 68 gráðu N.br; og 6 gráðu til 12 gráðu VI. fannst' meira sildar- magn í vor en á undanförnum árum. Á þessu ári eins og í fyrra fannst. meira síjda|rmagn i vor en á undanförnum árum . Á þessu ári eins og i íyrra fannst mikið sildarmagn um 68 gráðu N.br. bg 14 gráðu VI., norðaust- ur af Langanesi. Hvað átumagnini. t /.rtí »nð- víkur sýna gögn ra^nsóknar- skipanna Prófessor Mesjatsevs og Ægis, að átumagnið reyndist meira nú en í fyrra í mið- og austurhluta Noregsþafs og und- an vestur og norðvesturströnd Islands. Einarsgarður við Laufásveg. I gær fór fram athöfn S Gróörarstöðinni við Laufásveg- inn, þar sem garðinum var gefi® nafn — Einarsgarður — af til- efnj 90 ára afmælis Einars HelgaSonar garðyrkjumanns, sem kom garðinuni upp. Einar Helgason er einn af frumherjum á sviði garðræktar í landinu og liggja eftir hann. ómetanleg störf, ekki sízt méð þeirri fræðslu, sem hann veitti almenningi, í bókum , sínum „BjárkirV og „Hvannir“. í gær voiu 90 ár liðin frá því Einar fæddist og í tilefni af því var garðinum gefið nafnið „Einarsgarður". Fór fram há- tíðleg athöfn í garðinum, þar sem Gunnar Thoroddsen borg- arstjóri flutti erindi og minnt- ist Einars Helgasonar og braut- ryðjendastarfs hans í þágu garðræktar í landinu. Að því búnu lýsti Hafliði Jónsson garð yrkjuráðunautur Reykjavíkur- bæjar endurbótum og brevtir.g- um sem gerðar hafa verið á garðinum að undanförnu, eða frá því bærinn tók við honum árið 1943. Á einstöku stað, er komið fyrir nafni Einars og ár- tölunum 1867—1957 með blóma skrauti, sem Sigurður Albert Jónsson garðyrkjumaður hefur gert. Ymsar breytingar aðrar hafa vei'ið gerðar á gai'ðinum og eru hiriar smekklegustu í hvívetna. Á sl. ári átu Bandaríkja- menn 17.4 pund af sælgæti á hvert mannsbaru — 800 gr. meira vn 1953. HALLÓ STÚLKUR! Ungan bónda við Akureyri vantar stúlku eða ráðs- konu. Uppl. í síma 81985 kl. 6—8.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.