Vísir - 28.06.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 28.06.1957, Blaðsíða 4
VlSIB Föstudaginn 28. júní 195T WISI3R 7 DAGBLAÐ Ví«lr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíðux. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritgtjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 1660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Hæg eru heimatökin. Tíminn skrifar í gær um verk- föll þau, sem gerð hafa verið á kaupslcipaflotanum, svo að mörg skip eru nú stöðvuð hingað og þangað í höfnum úti um land, enda þótt und- anþága hafi verið veitt fyrir siglingu örfárra skipa, og er komizt svo að orði um þetta meðal annars: . . . .hags- munakröfur fámenns hóps geta truflað líf og afkomu þúsunda manna. Það renn- ur nú upp fyrir æ fleiri landsmönnum, að verkföll með- þessu sniði eru úrelt fyrirkomulag. Engin deilu- mál verða leyst til frambúð- ar með stríðd. Og verkföll fá- mennra starfshópa í lykil- stöðum er ekkert nema stríð gegn þjóðfélaginu. Það þarf að koma samningum um kjör og kaup á annan grundvöll. Setja málin í ýtarlega athug- un, áður en verkfall skellur á. Fyrirbyggja að skæruhern aður gegn atvinnulífi og þjóðfélagi sé rekinn alla mánuði ársins .... Ný við- horf í kaup- og kjaradeilum er orðið eitt hinna stóru mála þjóðfélagsins.“ Það er á margan hátt skiljan- legt, að Tíminn skuli skrifa þannig, því að flokkur hans hefir nú forustu í stjórnar- samvinnunni með „vinnu- frið“ sem eitt helzta fram- lag kommúnista til þeirra mála. En þar sem kommún- istar eru einmitt aðdlar að stjórn framsóknarflokksins, ættu að vera hæg heimatökin fyrir framsókn að gera eitt- hvað í þessum málum. Kommúnistar hafa árum saman verið áhrifamesti að- ilinn í verkalýðsfélögunum, að því er snertir „hagsmuna- kröfur, stríð og skæruhern- að“. Þeir hafa hvað eftir annað verið hershöfðingjar, liðþjálfar og óbreyttir liðs- menn í stríði gegn þjóðfélag- inu og atvinnuvegunum. Það er ekki úr vegi að minna á það, að kommúnistar, sem nú styðja stjórnina af kappi, hétu því í upphafi verkfalls- ins mikla 1955, að þáverandi ríkisstjórn og atvinnuvegir skyldu fá sitt stríð, úr því að ekki var þegar fallizt skil- yi’ðislaust á kröfur þeirra, sem námu allt að 50%. Verkfallið var síðan fram- kvæmt með dæmafáu of- beldi og ofríki kommúnista, er svifust einskis, til að gera tjón aðila sem allra tilfinn- anlegast. Hér var líka í rauninni um annað og meira en verkfall að ræða. Þetta var styrkleikaprófun af hálfu kommúnista. Þeir voru að athuga, hversu langt þeir mundu geta gengið, án þess að almenningur risi loks gegn þeim, er honum hefði verði nóg boðið. Meðan verkfall þetta stóð, var hlutur Tímans svo aumur, að annað eins hefir eltki þekkzt. Hann þagði vandlega um hvert ofbeldið á fætur öðru. Látið var í veðri vaka, að það væri gert til þess að torvelda ekki samkomulags- horfur, en sannleikurinn var vitanlega sá, að framsókn fann til skyldleikans við kommúnista, og hafði raunar þegar farið að hugleiða, að ef til vill mætti síðar mynda stjórn með þeim, ef þeir væru ekki um of móðgaðir, er þeir stæðu í þessu heilaga stríði fyrir glundroða og upplausn. Folketeatret í Khöfn 100 ára. Gullna hliðið fékk góðar moí- töknr x Osló. Þjóðleikhús&tjóri, Guðlaugur Náds Testamente, eftir Hjalm- Rósinkranz, kvaddi blaðamenn 1 ar Bergman. á sinn fund í gær og ræddi við ( Sjálft mun Folketeatret hafa þá um nýafstaðna för leikflokks sem hátíðarsýningu Den poli- Þjóðleikhússins til Kaup-'tiske Kandestöber, eftir Hol- mannahafnar og Osló. jberg. Það leikrit hefur verið Nationalteatret í Osló og þýtt á íslenzku og heitir Stjórn Folketeatret í Kaupmannahöfn j vitri leirkerasmiðurinn í þýð- buðu leikflokki Þjóðltikhússins jingunni. Hefur það að minnsta í sameiningu í þessa leikför, en kosti verið sýnt tvisvar hér í eins og kunnugt er sýndi leik- jMenntaskólanum í Reykjavík. flokkurinn Gullna hliðið, eftir Þjóðleikhússtjóri lét hið bezta Davíð Stefánsson. Voru tvæUaf för leikflokks Þjóðleikhúss- sýningar í Kaupmannahöfn og ins og rómaði mjög móttökur, ein í Osló. sérstaklega í Osló. Á þessu ári á Folketeatret í Kaupmannahöfn hundrað ára afmæli, eða, nánar til tekið, 18. september í haust. Af tilefni þess hefur það boðið leikhúsum á Norðurlöndum að sýna gesta- leiki. Hafa þrjú leikhús nú þeg- ar sýnt þar, Þjóðleikhúsið Gullna hliðið eftir Davíð Stef- ánsson, Nationalteatet í Osló Et Dukkehjem, eftir Henrik málin tekin tSI umræðu' en 1 Ibsen og Finnska þjóðleikhús-! fyrradaS var lokið umræðum ið grískt leikrit, Ephigencia í um skýrslur forráðamanna. I Aðalfundi SÍS átti að Ijúka í gærkvöldi. Aðalfundm- SÍS stóð enn þá yfir í Bifröst í Borgarfirði í gær. Á fundinum í gær voru fjár- Aulis og Bræðurna sjö, eftir Alexis Kioi. f haust koma svoj Dramaten í Stokkhólmi með leikritið Den stora Rollen, eft- ir Runar Schíldt og Svenska Teatern í Helsingfors með Hans Um fjármál samvinnusamtak- anna urðu allmiklar umræður, en Helgi Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri hafði framsögu fyrir nefnd, sem unnið hefur milli funda að þessum málum I og lagði hann fram tillögur nefndarinnar, voru þær sam- þykktar. Aðalfundur SlS hefur sam- þykkt að endurgreiða til kaup- félaga 3,7 milljónir króna af tekjuafgangi Sambandsins 1956. Auk þess voru 381,000 krónur lagðar í varasjóð, en tekjuaf- gangur að öðru leyti yfirfærður til næsta árs. Fundinum átti að ijúka í gær- kveldi. Höfn byggð fjarri sjó. Alþjóðabankinn hefir lánað 4.8 millj. dollara til endurbóta á samgöngum í Mið-Afríku. Verður gerð nýtízku höfn í Usumbara á bökkum Tanga- nyika-vatns í verndarríkinu RuandalUrundi, sem Belgía stjórnar fyrir Sþ. Sjógangur er jafnan mikill á vatnirilu, því að þar eru suðvestan staðvind- ar. Nú í nokkra daga hafa menn blátt áfram verið hugfangnir aí veðrinu, og það er ekki nema eðlilegt að fólk í landi vinda og regns gleðjist eins og börn þá fáu daga ársinsj sem sjálft land- ið virðist fara í sumaraukaferð suður til hlýrri breiddarstiga með allt sem á því er. Flestir eru þannig gerðir, sem betur íer, að þeir gleyma hinu langa myrkri, strax og ský dregur frá sólu og gleyma frakkanum heima, ef stormurinn lægir um stund; þó eru aðrir, og sérstak- lega þeir, sem um langan aldur hafa átt allt sitt undir sól og regni, sem gleyma því ekki, að sólskinsdagar á Islandi verða sjaldan margir í röð, en þeir eru þess einnig minnugir að illviðri standa sjaldnast lengi, og í skyndi getur breyzt til batnaðar. Það er furðulegt, hvað nokkr- ir sólskinsdagar ög hlýviðri get- ur breytt fólkinu. Þú tekur eftir léttklæddri stúlku, virðir hana fyrir þér með ánægju og hugsar með sjálfum þér: Ný dama? Onei, þú ert búinn að mæta þessari stúlku í allan vetur en bara aldrei tekið eftir henni. Sumarklæðin, sólin og sú innri birta, sem sólin knýr fram gerir stúlkuna létta í hreyfing- um, og það er eftirvænting í hverju spori — og kannski gleymirðu að reikna með vorinu í sjálfum þér. En í eftii’miðdaginn i gy?r mátti sjá áhyggjusvip á mörgu ungu, sléttu og sólbrúnu andliti. Fólk gáði til veðurs, það komu hrukkur á nefið og augun voru kipruð. Spurningin stóð skrifuð í andlitinu: Skyldi hann fara að rigna? Nei, en þeir, sem þóttust sérlega veðurglöggir sögðu von á ausandi rigningu. Af spá veð- urstofunnar var ekkert hægt að ráða. Menn verðga að hugga sig við það, að gangi vindur til aust- lægrar og suðlægrar áttar verð- ur gott fyrir norðan. Norðlenzkir bændur fá þurrk á hey sín, og 200 íslenzk skip, sem á eru um það bil 3000 sjómenn fá gott veður til að veiða síld. Hinsveg- ar er það ekki gott fyrir sunn- lenzka bændur en súgþurrkunar- tækin bæta nokkuð úr skák. Haldist norðlæg átt, getum við Reykvíkingar haldið áfram í sól- baði, en hætt er við að síldin sækist ekki eftir því að leita úr djúpinu í sólbað ef hann er stinnings hvass á norðan — og svo þarf jarðargróður vatn, hvað sem liður sólbökun tvífætlinga. Er breytinga að vænta? Nú eru styrkleikahlutföllín þannig innan Alþingis, að stjórnarflokkarnir geta komið öllum málum fram, sem.þeir hafa minnsta áhuga fyrir. Vaknar því sú spurn- ing, hvort framsóknarmenn hafi í hyggju að gera ein- hverjar þær breytingar á vinnulöggjöfinni, er hafi í för með sér, að erfiðara verði um vik fyrir þá, sem vilja leggja stund á skæruhernað og heyja stríð gegn atvinu- vegunum. Framsóknarmenn halda því fram, að k;ommúnistar hafi snúið af villu síns vegar, og telja það sér til tekna. Nú í væri ekki ósanngjarnt, að menn, kommúnista, ganga undir annað próf í þjóðleg- um fræðum. Vilja kommún- istar taka þátt í því að búa svo um hnútana, eð ekki verði hægt að efna til skæru- hernaðar gegn atvinnulífi landsmanna, ef valdásjúkir flugmenn útends valds telja sér það nauðsynlegt. Vafa- laust vill framsókn tryggja vinnufriðinn með þessu móti, sé þaff ekki hægt á annan hátt, og hún ætti að láta kommúnista ganga undir próf að þessu leyti, Ef hún gerir það ekki, verður að á- ætla, að hún vantreysti þess- um mætu bandamönnum sín- um. Bif reiðaeigendur athugið! Höfum opnað málningarstofu í Skipholti 21 undir nafninu Málningarstoían ARCO Notum aðeins hin þekktu 'arcö ■ PAINTS Quatitu.,. s/xct /eít Alsprautum Blettum Málum auglýsingar. á bifreiðar. bifreiðalökk, grunn, spartsl og bynnir. _ Reynið víösktptín •/o« Xlttt/ii ússon Sinti 3073 MMrafn •Mónsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.