Vísir - 28.06.1957, Blaðsíða 5

Vísir - 28.06.1957, Blaðsíða 5
Föstudaginn 28. júní 1957 Yism 5 Ahugaljósmyndarar fá aukið vinnuhúsnæði. Efnt verður til Ijósmyndasýningar í haust. Fclag áhugaljósmyndara í Reykjavík hefur fengið nýja hækistöð fyrir félaga sína til viðbótar vinnustofunum er það hafði áður á Hringbraut 26. Þessi nýja bækistöð er í tómstundaheimili Æskulýðsráðs Heykjavíkur á Lindargötu 50. Þar fær félagið fjögur eða fimm herbergi til afnota þrjá daga vikunnar, þ. e. á miðviku- dögum, laugardögum og sunnu- dögum og eru þau búin nauð- sjmlegustu tækjum til ljós- B.S.Í. Ff RÐ4F8ETIIÍ [Laugardag 29/6 kl. [ 1:30, 2 daga ferð í :Þórsmörk og 2 daga í ferð í Landmanna- j laugar. : Laugardag 29/6 kl. 12, tveggja daga ferð : í Húsafellsskóg og Surtshclli. rSunnudag 30/6 kl. 9, skemmtiferð um : Borgarfjörðinn. Ek- ! ið um Hvalf jörð að ; Bifröst. Um Hvítár- : síðu, Húsafellsskóg, ■Uxahryggi tilÞingv. Föstudag og sunnu- i dag kl. 9 skemmti- ferð að Gullfossi og Geysi. SJON E R SOGU RÍ K ARI myndagerðar, en sjálfir leggja einstaklingarnir til efni. Er þetta til mikilla hagsbóta fyrir félagið, því aðsókn að vinnustofunum á Hringbraut- inni er meiri heldur en unnt er að vinna a. m. k. stundum. í endurgjaldsskyni fyrir húsnæð- ið segja félagar i Félagi áhuga- ljósmyndara ungu fólki, sem sækir tómstundaheimilið, til í ljósmyndagerð. Fer sú tilsögn fram þá daga, sem félagið hef- ur vinnustofurnar ekki til um- ráða. Það fyrirkomulag hefur verið haft á, að hver sá, sem notar vinnustofurnar, greiðir 30 krónur fyrir allt að 5 klukku- stunda notkun í senn. Sama fyrirkomulag mun og gilda um vinnustofurnar á Lindargötu. í haust efnir félagið til Ijós- myndasýningar í bogasal Þjóð- minjasafnsins og verður hún opnuð um miðjan september n. k. Félagið'hefur einu sinni efnt til sýningar áður. Það var fyrir fjórum árum og tókst í hví- vetna mjög vel. Þarf ekki að efa að í haust verður margt góðra mynda á sýningunni þvi í félaginu eru fjölmargir bráð- snjallir myndatökumenn. Ann- ars er öllum heimilt að sýna hvort heldur þeir eru félagar eða ekki. Unglingadagurinn á sunnudag 7. júlí. Ákveðlð hefur verið að ung- lmgadagtuinn 1957 verði sunnu- daginn 7. júlí og að framkvæmd dagsins verði með sama fyrir- komulagi og var á síðasta suniri. Ráðgert er að leikir í 3. og 4. flokki fari fram á hverjum knattspyrnuvelli landsins fyrir hádegi kl. 10 til 12. Framkvæmd leikjanna verði algerlega í hönd- um viðkomandi ráða eða banda- laga og sjái þeir aðilar um f jölda leikja, liða og annað, sem snertir framkvæmd knattspyrnukapp- leiks. Eftir hádegi fari fram keppni í tækniþrautum innan 3. og 4. flokks, og verði keppt milli ein- staklinga og sveitafélaganna á hverjum stað, en bezta sveitin í 3. flokki hvar sem er á landinu hlýtur bikar, sem Lúllabúð gaf 1956, en bezta sveitin innan 4. flokks hlýtur bikar gefinn af Jóni Magnússyni. Báðir gripirnir eru farandgripir. Um kvöldið er fyrirhugaður leikur milli tveggja úrvalsliða unglinga i Reykjavík. ♦ ♦ ♦ tthífiMhHafólay 50 ata 10. Iandsmót haldið á Þingvöllum 29. og 30. júní 1957. ♦ ♦♦ MÞagshrú Laugardagur: Kl. 9.00 Skrúðganga íþróttafólks. — 9.20 Ávarp forseta íslands. — 12.00 Matarhlé. — 14.00 íþróttakeppni. — 18.00 Matarhlé. — 20.00 Útifundur, framsöguræður flytja fulltrúar landsfjórðunganna. :— 21.30 Vikivakar, dans. Þennan sama dag hefst kl. 14,30 sundkeppni í Hveragerði. Sunnudagur: Kl. 9.00 Skrúðganga íþróttafólks. — 9.30 íþróttakeppni. — 12.00 Matarhlé. — 13.30 Guðsþjónusta, sr. Eiríkur J. Eiríksson. —- 14.00 Hátíðin sett, Stefán Ól. Jónsson. — 14.10 Fimleikasýning. — 14.25 Lúðrasveitin Svanur leikur. — 14.30 Ræða, Bernharð Stefánsson alþm. — 15.00 Almennur söngur. — 15.10 Ræða, sr. Jóhann Hannesson. — 15.30 Einsöngur, Kristinn Hallsson. — 15.50 Ávörp erlendra fulltrúa. — 16.00 Bændaglíma. — 16.30 íþróttakeppni. — 16.50 Vikivakar, dans. — 17.10 Matarhlé. — 18.40 Knattspyrnukeppni. — 20.00 Mótsslit: Ávarp formanns U.M.F.Í. Verðlaunaafhending. Dans. ♦ ♦ ♦ Stöðugar ferðir frá Bifreiðastöð Is- lands, báða dagana. Tjaldstæðum úthlutað á staðnum. Veitingar verða seldar. HATÍÐARNEFND Fimm afbrota- myndir. Glæpaalda í bíóunuin. í fimm af- sjö Reykjavíkur- bíóanna eru nú sýndar glæpa- myndir og ætti því hinn tals- vert stóri aðdáendahópur slíkra mynda að vera ánægður. Gamla Bíó sýnir Rauðhærð- ar systur,.spennandi mynd um glæpaklíku, serri ætlar að koma í veg fyrir, að heiðarlegur maður verði kosinn borgar- stjóri í borg þeirri, er þeir fram að þessu hafa ráðið lög- um og lofum í. Þarna kemur Jón Payne heilmikið við sögu og stundum erfitt að greina á milli hverjum hann fylgir. — Margir deyja af byssuskotum og einn deyr úr hræðslu, enda orðinn fjörgamall, karlgreyið. Austurbæjarbíó sýnir Eitur- blómið, franska leynilögreglu- mynd. Hún er bönnuð fyrir börn innan sextán ára, en það hefði verið alveg nóg að banna hana fyrir börn innan tíu áraj því þó harkan sé mikil og mannslífin vart metin hærra en íslenzka krónan, þá er myndi in ákaflega barnalega gerð. Nýja Bíó sýnir Hver myrti Vicki Lynn? Það tekur raun- verulega talsverðan tíma að finna út, hver það gerði og. eins og í öllum miðlungs.. glæpamyndum, þá var morð- inginn eina persónan í mynd- inni, sem hafði enga ástæðu tii þess. Eg er nærri því viss um, að hann þekkti veslings Vicki: sama og ekki neitt. Annars er margt gott í mynd þessari. Spói. Landskeppni Dana og Islendinga í frjálsum íþróttum fer fram á íþróttavellinum í Reykjavík næstkomandi mánudag og þnSjudag, 1. og 2. júlí kl. 20,30 báða dagana. Sala aÓgöngumiða hefst á Iþróttavellinum í dag kl. 1 e.h. til klukkan 7. Á morgun (laugardag) verða aðgöngumiðar seldir á Iþróttavellmum klukkan 1—5 og frá kl. I e.h. báða keppmsdagana. Tryggið ykkur miða í tíma. Mótsnefndin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.