Vísir - 29.06.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 29.06.1957, Blaðsíða 10
1Ö VlSIR Laugardaginn 29. júní 1957 • • • • •• • • • • • i AHDJVEMARMR • • m m • • • • • • • EFTIR SSUTH 310011,1 • o • • • • 72 • • • • gerðu upp við sig, hvað til bragðs skyldi taka. Frank gat ekki trúað því, að Mike væri dáinn; hvenær sem honum kom það í hug, fann hann aðeins til kynlegs dofa. En eins og hinir hafði hann engan tíma til að hugsa um það, og fyrir það var hann þakklátur. — Bezt, sagði hann, held ég væri að byrja á að ferma bát- ana og sigla niður ána; koma kvenfólkinu og börnunum út úr reykjarsvælunni. Hann varð dálítið hissa, þegar mennirnir í hópnum hættu að tala sín í milli og tóku að hlusta á hann. Þeir virtust ætlast til þess að hann héldi áfram, svo hann gerði það. — Nokkrir ættu að verða hér eftir með báta sína og kanna hverju unnt verður að bjarga þarna fyrir handan, þegar urn hægist, sagði hann og lyfti hendinni í áttina til þess staðar, sem tim eitt skeið hafði verið Somersetbær. — Ég efast þó um, að það verði mikið. Veiðarfæri og fleira þess háttar ásamt byss- unni minni er um borð í Bessie. Tókst nokkrum að bjarga byssu sinni og púðri? Það kom í ljós, að fimm menn höfðu komið byssum sínum og nokkru af skotfærum undan. Langflestir áttu eina eða tvær fiskilínur, því þær voru jafnan, til hægðarauka, geymdar um borð í litlu bátunum. — Hvað, þetta eru hreinustu auðæfi! sagði Frank. — Að vísu getum við ekki lifað kóngalífi, en við munum halda líftórunni. Fyrir þremur dögum lagði Corkran af stað, svo hann ætti að koma til baka eftir tíu daga. Eins og þið vitið kemur Mary C. með vetrarforðann að þessu sinni. Og það eru aðeins tíu dagar, J þangað til báturinn kemur. Bessie getur hýst konurnar og smá- börnin, en ekki í þessari svækju, nema vindáttinn breytist. | Mayngrd, vinur, þú þekkir þig á þessum slóðum. Hvert er ráð- legast að fara? í ármynninu er ágætt fiski. Þar eru hörpudiskar og skelfiskur, og dýralíf ætti að vera í skóginum. — Þar er dýralíf nú, setjum svo, sagði Maynard lágum rómi. — Að öllum líkindum hefur eldurinn þó hrakið öll veiðidýr i burt þaðan nú þegar. Og á þessum árstíma er líka ómögulegt að segja fyrir um, hvaða stefnu vindurinn tekur. Ef svo vildi til, að hann legðist í norðvestur, mundi eldurinn verða á undan okkur niður að ármynninu. — Iiinum megin við ána, þá? En einhver sagði: — Nei, þar er alls staðar foraðsfen. — Ég held að það sé bezt fyrir okkur, að fara tafarlaust af stað, sagði Maynard. — Svo framarleg sem hann byrjar ekki að rigna, logar eldurinn vikum saman í skóginum. Eins þurr og hann er, eru allar líkur á að hann muni loga veturlangt einhvers staðar í skóginum, nema hann snjói venju fremur. Ég mundi helzt leggja til að farið yrði yfir á ströndina hinum megin við flóann og með því móti reynt að komast hjá eldinum frekar. — Ég er þeirra skoðunar líka, sagði Frank. — Natan, er höfnin þín fyrir handan nægilega djúp fyrir Bessie? — Yfirdrifin, sagði Natan stuttur í spuna. Næg veiðidýr og fiski líka. Hann hafði staðið álengdar og stigið óstyrkur í sinn hvorn fótinn til skiptis og velt því fyrir sér, hvað hann gæti gert. Bátur hans var á brott, og byssan hans sömuleiðis; það leit út fyrir að fólkinu veitti ekki af sínum bátum sjálfu. Þar á ofan var hann miður sín vegna Karólínu. Hann efaðist að vísu ekki um, að hún væri heil á húfi, en hún hafði verið alein alla lið- langa nóttina og nú hlaut hún að hafa komið auga á reykinn og logana hinum megin við flóann. — Þá förum við þangað, sagði Frank. — Ég held strax, vegna útfallsins, Maynard? — Sammála, sagði Maynard. — Jæja, úr því að við ætlum þangað öll, sagði Natti fullur ákafa, — gæti ég þá ekki fengið lánaðan bát og lagt af stað þangað? Konan mín er þar ein. Maynard snéri sér við snögglega og leit á hann. — Ein fyrir handan? sagði hann. — Hamingjan hjálpi mér, kunningi. Hann seildist eftir byssu sinni, sem hann hafði lagt varfærnis- lega í skut báts þess, sem dreginn hafði verið á land við hlið hans. — Ég áetla að taka bátsskelina mína og skreppa út í eyjarnar og hitta ættflokkinn, sagði hann. Þeir hljóta að hafa lagt eitt- hvað upp fyrir veturinn og eru vísir til að hlaupa undir bagga með okkur upp á sama seinna. Einhverjir af strákunum slást svo með í förina og hjálpa okkur við skytteríið og skakið, þangað til báturinn kemur með vetrarforðann. Af stað, félagi. Ég skila þér af þín megin flóans í leiðinni. Hann virtist vera þeirrar skoðunar, að þeim lægi lífið á; engu að síður tók hann stefnuna yfir ána, jafnskjótt og nærstaddir höfðu hrundið litlu skekktunni, sem hann nefndi bátsskelina sína, á flot. Þeir sigldu inn í reyk og- óþverra, sem enn lá yfir rústum brunninnar bryggjunnar, — og fiskaði borðið sitt upp úr ánni. Natti rétti honum hjálparhönd við að innbyrgða borðið, þunglamlegt og rennblaut, og koma því fyrir upp á endann í klefanum, þar sem það tók næstum meira rúm en fyrir hendi var. í áhyggjum sínum og óþolinmæðinni yfir að komast ekki tafarlaust af stað, hugsaði hann með sér, — að allir Cantrilarnir hlytu að vera snarvitlausir. En þegar þeir komust af stað og blærinn fylti seglin, komst hann að raun um, að þessi Cantril var ekki svo vitlaus, að hann vissi ekki, hvernig sigla átti báti. Natti hafði aldrei séð bát sigla eins vel og skelin hans Maynards Cantril gerði. Hann hélt, þegar hann gaf gamla manninum við stjórnvölinn gaum, að í rauninni hefði hann sjálfur aldrei séð báti siglt áður. Þeir urðu að berjast á móti vindi niður ána; eins og sakir stóðu var aðfall, og straumurinn, þó léttur væri, stóð gegn þeim. Samt sem áður komst báturinn talsvert áfram án þess að verulega gengi yfir hann; Natti fylgdist af undrun og aðdáun með þeim hraustlegu höndum sem léku um stjórnvölinn. Vindurinn var enn hvass um sjöleytið, þegar þeir náðu niður í ármynnið. Aðfallið streymdi öfluglega úr austri til móts við suðvestan-vindinn. Flóinn var, að þeim svæðum undanteknum, sem voru í landvari, mjög úfinn, og hvíta öldutoppa var hvar vetna að sjá. Maynard tók stefnuna út á flóann og báturinn skar hafflötinn. Báturinn virtist í fljótu bragði vera seglin tóm — gífurleg breiða af seglum með tilliti til stærðar bátsins sjálfs og þegar fyrir alvöru fór að gefa á hélt Natti að hann mundi, í sporum Maynards hafa rifað seglin dálítið. En það gerði Maynard ekki. Hann virtist ekki gefa vatninu neinn gaum. Natti kom auga á austurstrog undir einni þóftunni, tók það sér til handargagns og byrjaði að ausa. Maynard sagði eitthvað. — Hvað? Natti teygði sig aftur eftir. Ef gamli maðurinn hafði verið að gefa honum fyrirmæli um að rifa seglin eða eitt- hvað þess háttar vildi hann ómögulega missa af því. — Ég sagði, bölvaður skrjóðurinn! öskraði Maynard. — Hver — ég? spurði Natti eftirvæntingarfullur. — Þessi árans skekta. Hún er ekki góð. Hefur aldrei verið. — Hvaða vitleysa, Maynard, sagði Natti og starði á hann. — Ég hef aldrei séð annan eins bát. k.vö*!*d*v»ö*k»u*n*n*i »••••••••••••••••••••••• Emin Mussein í Nicosíu var tekinn fastur og sakaður um að hafa komizt yfir konur með hótunum. Hafði hann hrætt þær til samlags við sig með því, að ef þær létu ekki að vilja hans myndi hann með göldrum breyta þeim í ösnur. ★ í listaskólanum í Pittsborg var fyrirsætu sagt upp starfi á þeim forsendum, að hún neitaði að fara úr skóm. Þegar nem- endur skólans fóru fram á það, að fá að teikna fætur hennar og tær eins og aðra líkamshluta, veigraði hún sér við því og sagði, „að einhversstaðar yrði að draga markalínuna.“ ★ Lítil stúlka var að æfa á fiðluna sína. í stofunni hjá henni var stór veiðhundur, sem , spangólaði í sífellu á meðan stúlkan spilaði. Loks kom þar, að þessi samhljómur fiðlunn- ar og ýlfursins í hundinum fór í taugarnar á systur hennar, sem einnig var viðstödd í stof- unni. „Geturðu ekki einhverntíma spilað eitthvað," spurði hún, sem hundurinn kann ekki?“ „Barnið er lifandi eftirmynd föðurins," sagði móðirin veikri röddu, en stolt, þegar hún leit það augum fyrsta sinni. „Góða bezta vertu ekki að ergja sig út af því,“ sagði ljósmóðirin, „aðalatriðið er það, að barnið er hraust.“ Norðmenn smíða kjarnorkukaupför. Frá fréttaritara Vísis Osló í júní. Fimm norskir útgerðarmenn liafa nýlega tekið liöndxmi sam- an um stofnsetningu kjarnorku málastofnunar, er skal liafa það ] markmið, að fylgjast með nýj- iingum á sviði kjarnorkuofna, sem henta til orkugjafa fyrir kaupför. Fyrir þessa framtakssemi hef- ur Noregur tekið annað sætið, næst á eftir Bandarikjunum, í kapphlaupinu um smíði kjarn- orkuknúinna kaupfara. -TARZAN 238!) HS Wizmv Hie WAV PAS-T <5ZOT£5QUE £TALACT\T££ ANP NOW A LAZ6Z ZOCK- mLLSPZootA expANPep fóíozs him. Hlö TOfTCHLlCHT CUPOStiLV KSFLSCT5P OfP A ££CT\Ou OF THS 0POC WAU, TAZZAN &A6P£P. H£Z£ WA6 A V£IN Or COLV 60LP — 0Z6T£f<'O ££OZ£T! C. /?. SuncuqkA Nú gekk hann lengra inn í hell- inn og tók hann þá eftir afkima, sem ■enginn virtist hafa -komið í áður og brátt kom hann á þann stað er bergið hindraði för hans lengra. Blysið bar daufan og flöktandi bjarma, en í hinu daufa skini þess tók hann eftir ein- hverju í berginu sem glitraði. Þarna var lausnin. í berginu var æð aE skíru gúlli. '

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.