Vísir - 06.07.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 06.07.1957, Blaðsíða 10
10 VÍSIR LaugardagLnn 6. julí-1957. ♦ • ............................................. í m ANBNEMARNIR EFTIR RUTH MOORE • • • • • • • • • • • • 76 1' Á ströndimjí minnkaði hávaðinn. Hópurinn sundj'aðist. Ungu mennirnir réttu úr bökum sínum og gengu burtu tveir eða þrír saman og skyldu Lem Cantril eftir marflatan, strengdan milli stauranna og raekilega festan. Senn myndi flóðið hylja hann. Fyrsta snævi þakta fjallinu, sem Natti og Karólína sáu, þegar þau sigldu inn í höfnina sína, gáfu þau nafnið Vetrar- fjallið, af því að snjórinn settist snemma á það og hélzt þar lengi. Það var ekki mjög hátt, í kringum þúsund fet, vaxið voldugum grenitrjám. Tindur þess var úr graníti, kringlóttur og brugðóttur, eins og þyrping af stórum steinskálum, sem kastað hefði verið á hvolf, og eftir rigningu glitraði á yfirborð þeirra í sólskininu; en fyrsta daginn í nóvember var allt hvítt af snjó aftur. Það hafði rignt dálítið daginn áður, stutt skúr, en nú var farið að kólna. Um nóttina gekk kuldabylgja yíir og þjótandi norðanvindúrinn hrakti skýin af himninum; en hann skildi tindinn líka eftir fannhvítan og Ijómandi, og niður í miðjar hlíðar vorú grenitrén snævidrifin, svo að þau líktust einna helzt feldi gamals bjarndýrs. — Sýnir það, sem koma skal, sagði Natti. — En komi það sem koma vill, bætti hann við. Honum stóð öldungis á sama. Honum var rótt innanbrjósts óg vel á vegi staddur; nýi, trausti skálinn var fullur af forða, fötin voru hlý — allt hafði borist í hendur á þeim með Mary C. og þau höfðu eignast nábúa líka, hann og Karólína. Það höfðu verið reistir tíu bjálka- kofar milli trjánna við höfnina þeirra, að vori, þegar það sem eftir var af f'ólkinu, kæmi aftur til baka frá Weymouth mundi enn fjölga. % i Fyrstu tíu dagana eftir að skógareldurinn breiddist út byggðu karlmennirnir, sem átt höfðu heima í Somerset, gróf- gerð skýli fyrir konur sínar og börn, og nutu til þess aðstoðar manna Charleys Cantril. Hver einasta spýta, sem fyrir hendi var, var nýtt til hins ýtrasta. Þeir fóru ásamt Cantrilunum á veiðar í skóginum og skak úti á bugtinni, svo enginn átti við svengd að búa. Handan við flóann logaði eldurinn glatt í skóg- , inum, því vindurinn blés í bálið og enn hafði ekkert rignt -þeim megin. Á nóttunni barst heitur og illur þefur út yfir ■ flóann, vakti konurnar og olli stöðugum byltum hjá börnun- I um, sem áttu erfitt með svefn við slíkar aðstæður. Á tíunda , degi kom Corkran O’Neill og lagði skipi sínu Mary C. á höfn- ' inni, en hann hafði í ármynninu hitt menn, sem þangað höfðu verið sendir til móts við hann til þess að segja honum, hvernig komið var og hvert balda skyldi. Cork kom í land, munnur hans var samanherptur og svipur- inn grimmúðlegur. Hann nefndi aðeins einu sinni þann ógn- þrungna og djúpa harm, sem hann bar í brjósti vegna fráfalls vinar síns og frænda, sem hann hafði elskað meir og innilegar en bróður. — Hjarta mitt er kulnað, sagði hann, um leið og hann tók í hendina á Frank. Síðan snéri hann sér ótrauður að affermingu bátsins, sem flutti með sér hinar brýnu nauðsynjar. Flest kvenna og barna var sent niður til Weymouth til vetrar- dvalar. íbúar Somerset ætluðu ekki að gefast upp; á samkomu, sem efnt var til umhverfis varðeld þeirra, á miðju því svæði, sem núverandi híbýli þeirra afmörkuðu, — var ákveðið að halda saman. En spurningin var sú, hve miklar birgðir væru og hve mörg bjálkahús unnt yrði að byggja áður en snjór legg- ist yfir byggðina? Það varð úr, að konurnar fóru og með þeim tíu menn, sem skyldu sjá þeim borgið yfir veturinn. Hinir urðu eftir; þetta var ríkulegt land og þeir höfðu einsett sér að sleppa ekki höndunum af því. Nokkrar kvennanna fóru samt ekki. Karólína varð eftir, og Elísabet vildi ekki yfirgefa Frank, þó hann gerði sitt bezta, til þess að fá hana til að fara. — Mér hefur í öll skiptin gengið auðveldlega að fæða börnin mín, sagði hún honum. — Og ég hef talað við hana Nan Gorham. Hún veit allt sem þörf er á að vita. Ég vil ekki fara, Frank. Ég vil ekki yfirgefa þig. Síðasta skipsfarminn af timbri, sem farið hafði frá Somerset, hafði Corkran tekist að selja á háu verði. Hann hafði keypt það sem þurf'ti, og þó voru dálitlir peningar eftir. í leiðinni heim, eftir að hann hafði skilað fólkinu af sér í Weymouth, kom hann me'ð slatta af timbri aftur til þessa timburhéraðs. Bessie hafði forystuna fyrir heilli flotadeild smábáta, sem sigldi aftur yfir flóann. Ilún var einna líkust feitri önd, með ungana sína á eftir sér. Með vasklegri framgöngu á svæðinu í nánd við brennandi skóginn, heppnaðist mönnum að bjarga unnu timbri söngvarinn. „Hvað get eg fyrir úr gömlu viðarstöflunum meðfram ströndinni við ármynnið. yður gert> Á e" kannske að Nokkuð af því var brunnið; en talsvert var samt óskaddað.’skrifa nafnið mitt f vasabókina Þeir héldu upp til Somerset og tíndu saman það, sem að nokkru 'yðar?“ gagni mátti koma úr rústunum. Það fór þó ekki svo, að þeir j „Nei, eg kæri mig ekkert fyndu mikið — tvær smáhrúgur af gömlu drasli, sem lá á um það gn eg finn ekki mann_ ströndinni og eldurinn hafði látið í friði, nokkrir staurar og inn minn f þessu mannhafi og endar, sem þeir grófu upp úr kulnandi öskunni, og gamla vegna þess að þér hafið svo Z4 k«v*ö*!*d*v*(i*k«ii*n*íi*i ••••••••••••••••••v#c### Um hinn heimskunna söngv- ara, Benjamino Gigli, er sögð eftirfarandi saga: Það var löngu eftir að hann var heimsfrægur orðinn, að hann hélt söngskemmtun í ít- alskri stórborg. Að söngnum. loknum fór hann út úr húsinu bakdyramegin. Þar beið hans roskin kona, vel klædd, og bar á sér heldri kvenna snið. ,,Þér eruð Benjaminó Gigli?“' sagði liún spyrjandi. „Jú, það er eg,“ svaraði járnið af mylnunni, sem að vísu hafði orðið illa úti. Þeir fundu og jarðsettu þá, er látizt höfðu, þó jarðneskar mikla rödd langar mig að biðja yður að hrópa ,Emilio‘ eins hátt. leifar þeirra væru ekki miklar fyrirferðar. Ekki fundust nein 0g þér getið.1 merki um Jósúa Cantril, því eldurinn hafði gjörsamlega tox’tímt kölkuðum beinum hans og breytt þeim í ösku. Frank stóð „Hvers vegna giftið þér vður hryggur í huga við þann stað, sem vesalar leifar bróður hans ekki, herra ofursti?“ höfðu verið grafnar á, dvaldist þar nokkra hríð eftir að hinir „Mín náðuga! Eg hefi þegar fóru. af fúsum vilja tekið þátt í þrern. Gamli kirkjugarður Cantrilanna hafði einnig orðið fyrir stórstyrjöldum.“ brunanum, með augljósum afléiðingum. Öll trémerki á gröf- Smælki. „Herra læknir! Haldið þér ekki að það væri ráðlegt fyrir um indíánastúlknanna voru brunnin til ösku og enginn mundi framar geta sagt til'um, hvort Susie, Anna, Lizzie, Ansy, Delie, Feensy eða Rebekka höfðu vei’ið jarðsettar hér eða þar. Synir’mig að liggja í rúminu nokkra Andrésar Cantril höfðu komið stórum granít legsteini fyrir á daga?“ leiði hans; leiðið var nú alsett ösku og steinninn næstum ósýni- j „Heldur nokkrar nætur, ungl legur. Andspænis Frank voru rústir borgarinnar. Blá áin rann maður.“ 'kyrrlátlega meðfram sortnuðum bökkum sínum; að baki honum I ★ eyðilegur skógurinn, víðáttumikið landsvæði þéttskipað, svört- um, ljótum trjástönglum, sem reykur liðaðist upp á milli. — Þetta er hræðilegur staður að yfirgefa þig á, ságði hann blíðum rómi. Ó, Mikael, minn ástkæri, þetta var merkilegt land, sem þú fannst, og sárt fyrir mig að fyrst núna skuli ég sjá, hvað ég get gert þar sjálfur. Hann kraup á kné við gröfina og gaf tárum sínum iausan tauminn; fyrst er nokkur stund hafði liðið, reis hann upp aftur og hélt á eftir hópnum. Hann var hugsandi meðan hann gekk niður eftir; honum fannst það einnig biturt, að undir stórum steini, sem fallið hafði úr reykháf mylnunnar, hafði hann fundið bækur Mikes, þær er hann hafði fært inn í fyrstu færslur sínar viðkomandi bæn- um, — óskaddaðar. Ættflokkurinn dvaldi um kyrrt, þar til fór að rigna fyrir alvöru um miðjan nóvember. Rigningin barst yfir úr norð- austri, og samfara henni kom æðandi stormur, sem grúfði yfir flóanum mestan hluta Keillar viku. Það var beinlínis skýfall, vátnið streymdi niður í stríðum straumum; sveitin var á floti, uppþornaða brunna fyllti og vatn settist í lægðir. Þær kyrr- „Eg las í giftingarfregnum. um daginn, Adolf, að þú hefðir verið að kvænast." „Já, satt að segja var eg orð- inn dauðleiður á að þurfa af? stoppa sokkana mína sjálfur, og: það gerði útslagið!" ★ „Þér haldið því fram, frús. að það hvíli leyndardómur yfir fæðingu yðar ... . “ „Já, það er fæðingardagur- inn!“ .... ★ „Eg er búinn að drekka svo> mikið, að nefið á mér er orðiið blóðrautt. Hvað get eg gert við því?“ Kunninginn: ,,Blessaður haltu bara áfram, þá verður það blátt!“ C SuwcughA —TARZAN 2391 Eftir skipun Bristers leiddu svert- ingjarnir hinn lasburða prófessor út utr tilraunastofunni, þar sem hann feafði legið í roti eftir byssuskefti Bristers. Þeir höfðu líka meðferðis einkennileg rannsóknartæki. Það brá fyrir brjálæðiskenndum svip á and- liti Bristers er hann sagði: Eg hefi alltaf haft ánægju af dramatískum atburðum, sagði hann og mér finnst í raun og veru viðeigandi að þið deyið froðudauðanum. En eg hefi komið því svo fyrir, að þið beinlínis óskið ykkur að verða froðudauðanum að bráð og vera mér um leið þakk- látir fyrir þá miskunn, sem eg sýni ykkur. ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.