Vísir - 13.07.1957, Blaðsíða 6

Vísir - 13.07.1957, Blaðsíða 6
6 VlSIB Laugardaginn 13. júlí 1957" WISZR ---- D A G B L A Ð Vlrir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjcri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. ,,x Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Rltstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími 11660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F, Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Spyr sá sem ekki veit. Mkirlijfs ogp Ínítaafíl: Neytandi spyr þeirrar spurn- ingar í Alþýðublaðinu í fyi'radag, hvers v.egna olíu- verð lækki ekki hér á landi, enda þótt það hafi færzt í samt lag annars staðar eftir að endi var bundinn á Súez- deiluna og skurðurinn var opnaður á nýjan leik. Iiafa vafalaust margir áhuga fyrir því að vita þetta — ekki neytandi Alþýðublaðsins einn — og það er mjög vel til fundið að koma fyrirspurn um þetta á framfæri hjá Al- þýðublaðinu, einu af stuðn- ingsblöðum núverandi rík- isstjórnar. í lok fyrirspurnar sinnar, sem lieitir „Hvers vegna lækkar ekki olíuverð á íslandi?“, er spurt um það, hvort munur- inn á verðlagi hér og erlend- is stafi að einhverju leyti af „óhóflegum yfirstjórnar- og dreifingarkostnaði“ hjá fé- lögum þeim, sem hafa olíu- flutning og sölu á hendi hér á landi. Um þetta skal ekkert fullyrt hér, en að sjálfsögðu liefir ríkisstjórnin í hendi sér að athuga það atriði. En allir menn ættu að vita ann- að, og það er þetta: Olían, sem flutt var til landsins í vetur og vor, var flutt fyrir verð, sem bundið var með samningi svo lengi, að flutn- ingsgjöld á frjálsum mark- aði voru orðin aðeins brot af hinu umsamda flutnings- gjaldi, þegar samningurinn var loks á enda. Þetta gerviverð, sem ríkis- stjórnin hélt uppi fyrir eig- endur Hamrafells, hefir vit- anlega haft þau áhrif, að olíuverð hefir ekki lækkað til notenda. Og á þaðmá enn frémur benda, að Hamrafell fljúur enn olíu fyrir miklu hærra verð en sett er upp á frjálsum markaði, svo að lækkun á, olíuverði, sem fram hlýtur að koma bráð- lega, verður ekki eins mikil og hún gæti orðið, ef ríkis- stjórnin gengist ekki bók- staflega fyrir því, að olíu- verð hér sé sem hæst. Þetta eru atriði, sem ,,neytandi“ Alþýðublaðsins gerir sér vit- anlega fulla grein fyrir. Hann skrifar af svo mikilli þekkingu um olíumál, bunk- erverð og eðlisþunga, að hann er bersýnilega aðeins að gera sér upp vanþekk- ingu, þegar hann þykist ekkert vita um þetta háa verðlag á olíunni hér. Það sýnir þó, að einhverjir að- standendur ríkisstjórnar- innar eru orðnir hálfhrædd- ir við þann leik, sem leikinn hefir verið að undanförnu með farmgjöld Hamrafells og olíuverð hér. Alþýðublaðinu hefir einu sinni orðið hált á að verja olíu- hneyksli, sem framsóknar- menn stóðu að fyrir nokkr- um árum. Því lauk með maklegum dómi yfir þeim, er að því stóðu. Alþýðublað- ið er bersýnilega orðið hrætt um, að hinu nýja olíuævin- týri samvinnumanna muni ljúka á svipaðan hátt, að minnsta kosti frammi fyrir dómi þjóðarinnar. Þess vegna er neytandinn látinn bera fram fyrirspurn sína. Hún er ágæt, en hún hefði gjarnan mátt vera borin fram fyrr. Það er fullkomið alvörúmál, hvernig stjórnin hegðar sér í oiíumálunum, því að hér er um að ræða þá vöru, sem öll útflutningsframleiðsla landsmanna byggist á. En einmitt af því að landsmenn komast ekki hjá að nota olíu vegna útgerðarinnar, knýja framsóknarmenn fram okur- verð fyrir olíuflutninga. Þannjg vinna þeir markvist að aukinni dýrtíð í landi, erfiðari afkomu allra — nema sjálfra sín. Helfflsmeistarakeppn!. Hér stendur nú yfir fyrsta heimsmeistarakeppnin, sem efnt er til hér á landi, keppni stúdenta um heimsmeistara- tignina í skák. Mótið sækja 13 þjóðir úr þrem heimsálf- um, og hér er því staddur blómi æskunnar í heirnin- um í því sviði andlegra iþrótta, sem nýtur virðingaf hvarvetna. Það er gaman fyrir íslenzka skákmenn að taka á- móti þessum slynga skákmanna- hópi, því að ætla má. að það geti taiizt nokkur viðurkenn- ing á skákm'.nnt íslendinga, að þegið var það boð að halda mó:io hér að þessu sinni. Væntanlega verc-ar þet'.a einnig til að glæða til muna þann ánægjulega skákáhuga, sem hér hefir ríkt að undanförnu. Við þurfum að rækta hann eftir megni, því að iðkun skák- Hvort fær blindur leitt blind- an? Munu þeir ekki báðir falla i gryfju? Þessi kunnu orð Jesú eru í 6. kapitula Lúkasarguðspjalls. I-Ivert miðar har.n þessari lík- ingu? 1 næsta versi á eítir talar hann um lærisvein og meistara. Afstaðan þeirra í milli er hin sama og líkingin bendir til: Ann- ar leiðir, hinn íyfgir. Menn fara yfirleitt ekki fram úr fyrirmynd- um sínum: Hver, sem er full- numa, verður eins og meistari lians. Margir voru leiðtogar og meist arar þeirra tíma. Og þeir eru margir enn, margir, sem bjóðast til vegsagnar og um margt að velja til áhrifa og eftirbreytni. En hver er fær um skilyrðis- lausa forystu? Hver er maklegur þess að heita meistari annarra? Hver er hæfur til þess að segja án fyrirvara: Fylg þú mér? I Jesús er ekki í vafa um þetta. Hann segir: Einn er yðar meist- ari, en þér eruð allir bræður. Komið til mín allir, fylgið mér, lærið af mér. | Eitt er augljóst: Biindur fær ekki blindan leitt. Slík samfylgd verður báðum til ófarnaðar. I Víðkunn mynd eftir hollenzka málarann Brueghel sýnir, I iivernig fer, þegar blindur leiðir blinaan. Þeir eru nokkrir saman á þessari mynd, einir sex saman, og allir blindir, paufast áfram • hver eftir öðrum og einn leiðir annan. En sá fremsti er þegar fallinn í gryfju og sá næsti í | þann veginn að faila á hann ofan. Hinum, sem siðar ganga, 1 eru sömu örlög vís. | Það þarf ekki að því að spyrja, hvernig fer, þegar biindur leiðir . blindan. En eru ekki flestir sjáandi? Sjáum vér ekki veginn og hætt- ur lians? Er nokkur hætta á því, að vér kunnum ekki fótum vor- um forráð og sjáum ekki rétt? Jesús fer ekki mörgum orðum um það, hvernig sjón vorri er farið. Hann bregður með einni spurningu snöggu leiftri yfir tiitekið atriði — og afhjúpar það, hvernig mannlegum augum er háttað, hvernig þeir sjá: Hví sér þú flísina, sem er í auga bróður þíns, en tekur ekki eftir bjáikánum, sem ér í þínu éigin auga? , Engin smávegis sjónglop! Við hvern er hann að taia? Mig og þig? Er okkur rétt lýst með þessu? Þe.'r, sem gefa sér tóm . til þers að hugsa málið. rúúnu verða að kannast við. að lýsingin sé ekki staðiaus, að orðin um bjálk- ann og fiísina séu skeyti, sem hæfl 'oss eigi fiarri hje.rtastað. íþróttarinnar getur ekki að- eins orðiði mörgum æsku- manna góð dægbádvöl heldur og forðað frá óhollum venj- um, Þéss vegna -fagnar allur almenningur því, að þessi heimsmcistarakeppni er háð hé'r, en ýæhíir þess, ao gest- unum þvki för sín góð, hvort sem þeir verða sigursælir eca ekki. Þegar vér skoðum og metum gjörðir og framkomu, skakkar að jafnaði nokkuð miklu um niðurstöðu eftir því, hver i hlut á. Flísin verður að bjálka, ef náunginn á í hlut, bjálkinn að flís, ef hann stendur í eigin auga. Þú grípur til lítils háttar ósannsögli til þess að skýra eða afsaka það til dæmis, að þú stóðst ekki við gefiö loforð. Þér finnst öldungis ósaknæmt að fara þannig að — það skaðar engan, en er sjálfum þér til áþreifanlegs hagræðis. Slík ómerkilegheit eru ósýni- leg og skaðlaus flís, finnst þér. En ef þú stendur einhvern .annan að þessu sama, þá finnst þér það frámunalega óvandað framferði, auðvirðilegt og fyrir- litlegt. Svolítil yfirsjón í reikningi gleymist furðu fljótt, ef við- skiptavinur hafði skaðann. Hún verður stórfelldari og minnis- stæðari, ef tapið er á þína hlið. Vér notum ósjálfrátt tvenns kon- ar vog og mæli eftir því, hvort vér afgreiðum oss sjálfa eða aðra menn. Það var sagt um írægan her- foringja, sem var eineygður, að hann hafi átt að bregða sjón- aukanum fyrir blinda augað, þegar yfirherstjórnin gaf honum merki um undanhald, af því að orrustan væri töpuð. Hann vann orrustuna. Sjálfkrafa þokast sjónaukinn fyrir blindan blett á sjáaldrinu, þegar samvizkan gefur merki ' um, að vér höfum tapað. Vér teljum oss trú um. að vér séum I að vinna á hólmi lífsins með því að feiast þannig. Og tii frek- ari staðfestingar á þeirri skoðun beinist sjónaukinn þangað, sem aðrir eru að tapa eða virðast standa höllum fæti. Og þar er það álitshnekkir. blettur á mann- orði. skapgerðarbrestur. sem er meinlaust vor megin eða jafn- vel ávinningur. Sjónaukar stækka og skýra það. sem fiarlægt er. Augun fá ósjálfrátt eigind sjónaukans, þegar skimað er eftir bróðurnum og ávinningum hans. Allt stækkar,- sem miður fer hjá honum. Flisin verður að bjálka. ' Sjaldnast förum vér á fund þess manns, sem friðsjár vorar . og smásjár hafa beinzt að, til j þess að benda honum i bróð- j erni á þau missmíði, sem vér. þykjumst hafa séð. En vér erum einatt greiðviknir á að lána sjón- tækin eða t.já þeim það, sem vér ( höfum oröið visari. Og þótt flísin yrði rétt. skaplega stór í aug-' um þess, sem fyrstur fann, mun j hún taka skjótum vexti, þegar j hún fer að eanga frá munni í j munti. E;n fiiiður hefur stund- r-n éhænsnum við ,'eð v"’-y-r* ' —af gjefu pg I ílugufótur að fe'trm grip. © Gr’ rið hefnr verið úr s' I rn. -aa ný- I-—■ í hö’-bmi O'-ir'-QKfoj. j S.-Englandi, v-r :;f frosk-' i manninuin Crabb. i Moldar uppgröfturinn úr Miklubraut veldur mönnum áhyggjum. Austurbæingur hefur beðið Bergmál að koma á framfæri spurningu varðandi Klambratúnið. Moldarbylur af Klambra- túni. Það, sem bakar Austurbæingi áhyggjur er það, að nú er unnið sleitulaust að því að grafa upp nærliggjandi götur og flytja jarðveginn á Klambratúnið, þar sem jafnframt er dreift úr hon- um. Heldur Austurbæingurinn því fram, að komi rok í þurrki, muni koma hinn mesti moldbyl- ur yfir bæinn og valda miklum sóðaskap í görðum og húsum. Hann langar því til að vita hvað fyrirhugað er í þessu efni, hvort fyrirhugað sé að sá grasfræi í svörðin til að binda hann, eða hvort aðrar ráðstafanir verði gerðar til þess að koma i veg fyrir moldbyl. Hrannar skrifar um sama mál á þessa leið: Sumarið hefur verið afbragðs gott það sem af er, og júní- mánuður allur eindæma góður, allur gróður ber þess ljósast vitni, garðar í Reykjavík munu fegurri og gróður meiri en oít áðui' i byrjun júli, og eru skrúð- garðar bæjarins ekki síðri þar en aðrir. Hafliði skrúðbóndi og ráðunautur er smekkmaður á lit blóma og val blómtegunda, og ekki er hvað sízt ánægjulegt að ganga um skólagarða Reykjavik- ur en þar er öll umhirða til sóma og prýði. Vill láta þekja með túnþökum. En illa lýst mér á allan moldar uppgröftin úr Miklubrautinni sem keyrður hefur verið inn á Klambratúnið, ef ekki verður þakið með túnþökum, eða sáð nú þegar þó ekki væri nema höfr- um í flagið, hafrarnir binda þó ekki jarðveginn nema í bili, verð- ur illfarandi um Miklubraut eða búandi i næstu húsum þegar hauststormarnir byrja fyrir al- vöru. Þá væri ennfremur æski- legt að vatnsbílamir létu sjá sig á Miklubraut og í Hlíðar- hverfinu og eru verkfræðingar bæjarins visir til að sjá um þá framkvæmd. Bergmál væntir þess, að það', sem drepið er á í bréíum þess verði tekið til athugunar þegar. — Sennilega væri heppilegt, að þekja með túnþökum. Er nokkuð til fyrirstöðu á, að haga verk- inu þannig, að unnt sé að byrja á því þegar og þekja svo jafn- hraðan eins fljótt og við verður komið? -------------- Heíur fengið 1000 lítra blóðs. Kona nokkur í Hull í Englandí hefir á undanförnum 10 árum orðið að fá blóðgjöf á viku fresti. Hún er haldin blóðsjúkdómi, sem orsakar, að rau.ð blóðkorn myndast ekki í blóði hennar. Gera læknar ráð fyrir, að húrt geti fengið bót rneina sinna sið- ar, en þangað til verður liún að fá bióðgjöf með reglulegu milli- bili. í. sl. viku Iiafði hún fengið slíka blóðgjöf 665 sinnum, og alls fengið 1000 lítra af blóði. © Allar brezkar hersveitir eru nú farnar frá Jórdaníu — 10 vikum fyrr en saniið var uni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.