Vísir - 13.07.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 13.07.1957, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Laugardaginn 13. júlí 195’J’ • • ■ • • • • • • • • • i ANDNEMARNIR f ® • EFTIR RUTH MOORE ..... • ...... • **•••* m —- Það er það, sagði Natti. —■ Og maður hefur alltaf þörf fyrir það, Piper. Þegar þeir komu aftur niður að ströndinni, stjökuðu þeir bátnum út yfir grynningarnar í lækjarósnum, og Maynard vatt upp seglið. Bátsskelin sigldi niður með bugðunum út þangað, sem „Mary Cantril“ beið eftir henni, með skír og svört siglu- tré sín, sem skáru sig vel úr, þar eð þau bar við tunglsskinið og hvítan himininn. Á meðan Meynard og áhöfnin losaði mastrið af bátsskelinni og hófu léttan skrokk hennar upp á þilfar „Mary Cantril11, huggðu þeir Frank og Natti að kútnum. Undir rygðuðu járnarusli Jóels gamla var fjársjóður Edda, alveg eins og Natti hafði skilið við hann, og næsta morgun festi Charley Tansley kaup á öllum nauðsynjúm til mylnu- byggingarinnar í Boston. Fólkið frá Somerset hafði lært margt af ættmönnum Cliarleys Cantril — ekki aðeins, hvernig byg'gja átti notalega bjálka- hagaði sér. Það er tilgangslaust að rifja það upp. Þeim mun kofa og hvernig haga ótti lífinu til sveita, þvi margt fólksins var minna, sem sagt er, þeim mun betra. | Þegar gamalreynt í þeim efnum. í sannleika sagt höfðu piltar ___ Rétt er það, sagði Natti. 1 Charleys haft til að bera kunnáttu og snilli, sem dýrmsett var Hann hikaði. Alla leiðina niður með ströndinni frá Somerset að þekkja; þeir voru allir veiðimenn og fiskimenn. En aðal- hafði hann óttast um Betu. Ekki það, að hann óskaði eftir að hitta hana, ef hann ætti um það að velja, en hann fann til skyldu til að komast að því, hvar hún héldi sig og fullvissa sig um að hún nyti þeirrar umhyggju, sem hún kynni að hafa þörf fyrir. Hann hafði gert ráð fyrir að geta fundið hana á greiða- sölustaðnum, en autt húsið með svörtum, gapandi gluggum sínum benti í þá átt, að þar hefði enginn búið í langan tíma. — Hvar er Beta, Piper, veiztu það? — Hún beitti ýmsum brögðum þarna upp frá um.skeið, sagði Piper. Það var mjög líkt honum að segja, að hann ætlaði ekki að rifja það upp; hann komst ekki hjá því að hjala dálítið. — Það voru margir í kringum hana. Félagsskapur, sem þú og ég hefðum ekki kært okkur um. Síðan held ég að hún hafði orðið leið á öllu saman, því einn góðan veðurdag flutti hún og þessi kunningi hennar — veit ekki hver hann var, hann var mér ókunnugur — allt út úr húsinu. Seldu tvo eða þrjá vagn- farma af eignum móður þinnar og tóku afganginn með sér. Sumir sögðu að þau hefðu haldið vestur. Þau eru hvergi hér um slóðir lengur. Þetta var þjófnaður, ekki satt, Natti? — Ég er hræddur um það, sagði Natti. — En það skiptir ekki miklu máli, Piper. Við mamma munum ekki snúa aftur hingað. Beta mátti eins fá húsmunina, eins og þeir lægju hér og fúnuðu. Piper rétti úr sér. Það leyndi sér ekki, að hann var langt frá því að vera sammála. — Sumum getur fundist svo um upplausn föðurhúsa sinna, sagði hann, — en öðrum ekki. Honum finnst, að ég eigi að láta þetta fá meira á mig, hugsaði Natti með sér. Ef til vill hefur hann rétt fyrir sér, ég veit það ekki. Hann svipaðist um í kringum sig og virti landslagið, sem kom honum kunnuglega fyrir sjónir, fyrir sér í tunglskininu, og honum fannst það í rauninni þegar vera orðið hálf-gleymt. Sú taug, sem hafði bundið hann við það — aðallega ábyrgðartil- finning hans gagnvart Betu og greiðasölustaðnum — hélt nú ekki lengur, og hann var ekkert annað en glaður yfir því. Hið eina, sem vert var að varðveita — frá pabba og skemmtilegu samvistunum við Edda — hafði hann með sér til sinna nýju heimkynna. Það var ekkert eftir hér á þessurn stað, sem of margar endurminningar voru bundnar við. — Við verðum að fara, Piper, sagði .hann. — Verðum að ná flóðinu fyrir bugðurnar. Hann hélt úti handleggnum og flutti kútinn dálítið til, og forvitni Pipers sleit að lokum af sér öll bönd. -—■ Hvað er eiginlega í jíútnum? Hvað er þetta, sem þú ert að burðast méð? spurði hann og Natti hallaði kútnum, til þess að gera honum kleift að sjá niður í hann. Gamla járnaruslið hans pabba þíns, ei það sem ég sé? Ham- ingjan góða, járn hlýtur að vera sjaldséð þarna upp frá, þar sem þið búið. atriðið, það sem höfuðmáli skipti, hafði verð ósagt cg ókennt, þegar veturinn gekk í garð og ættflokkurinn hélt inn í lauf- lausan skóginn með gleði og eftirvæntingu; þá hafði runnið upp fyrir fólkinu, frá Somerset, að svo fremi að mennirnir væru ekki örvæntingarfullir eða óttaslegnir, þurfti hin kalda veðrátta alls ekki úð vera tími harðinda. Og á næstu mánuðum komust þeir að ráun um að þetta var rétt. Þök húsanna voru þétt, gnægð brennis og nógur matur. „Bessie“ var dregin upp á þurrt yfir veturinn, en „Mary C.“ lá við ankeri á höfninni. Þótt þeir þyrftu að höggva ísinn frá byrðingi hennar á köldum morgnum, fraus hún samt aldrei inni; sjávarföllin brutu upp ísinn á höfninni og báru hann burtu. Og „Mary Cantril“ var bjargvættur þeirra. Corkran fór tvær ferðir niður til Weymouth um veturinn og hafði meðferðis ýmsan varning, sagaða trjáboli, saltaðan fisk, skinn og fiður sjávarfugla. Somerset fólkið sleppti ekki hend- inni af neinu, sem unnt var að ná tökum á og skipta fyrir nauðsynjar. Það var furðulegt, hve margar tegundir um var að ræða------jafnvel dúnn í dúnsængur gaf gott af sér. Og það bezta af öllu var það, að með þessu móti höfðu karlmennirnir ætíð eitthvað fyrir stafni. Þegar „Mary C.“ lagði af stað niður til Weymouth, gátu þeir farið líka og heimsótt eiginkonur og börn. Veturinn var kaldur og langur; hann flutti með sér djúp- an snjó, frost og ís; en það komu dagar, sem hægt var að stunda útivinnu--------mildir dagar, þegar vorið virtist ekki langt undan, kaldir dagar, sem þó voru ekki of kaldir, þegar heiður himnninn og sólin á hjarninu yljuðu fólkinu um hjarta- rætur og starfið og vonirnar glöddu hug þess. Þegar karlmenn- irnir fengu tíma til, unnu þeir við smíði nýrra bjlkahúsa. í ann- ari ferð Corkrans komu nokkrar kvennanna og barnanna með honum til baka á „Mary C.“, og fjölskyldurnar sameinuðust á ný. Það var ekkert vit í því að hræðast veturinn. Áður en veturinn komst í algleyming, höfðu karlmennirnir flutt undirstöðu mylnunnar hans Andrésar gamla Cantril yfir flóan, stein fyrir stein, og síðar farið með þá á bátum upp að fossinum fyrir ofan nýja bæinn. Það hafði verið lýjandi starf, en höggvinn steinn var. höggvinn steinn, og þá var erfitt að komast yfir. Áður en snjór lagðist yfir, hafði undirstaðan verið reist að nýju, og nú var unnið í skóginum við fossinn við undir- búning yfirbyggingarinnar. Fossinn var að mestu leyti frosinn; aðeins lítill straumur rjátlaði fram af brúninni og myndaði klakabönd, sem brustu með miklu háreysti jafnskjótt og sólin tók að breiða út geisla sína um hádegisbilið. Vegurinn- inn í bæinn var greiður, og umhverfis nýiu myln- una var rutt fyrir auðu athafnasvæði; í allar áttir út frá þessari litlu verksmiðju breiddi skógurinn, mílu eftir mílu af voldug- um trjám, sem voru ýmist þakin eða jafnvel hulin í snjó. Það var á þessum stað við fossinn, á öðrum degi febrúar- mánaðar, sem Frank var við vinnu sína er hann fékk skilaboð {(•v*ö*I*d*v*ö*k*ii*n«n*f ....................... — Að hata syndina en ekki syndarann er boðskapur, sem auðvelt er að skilja en sjaldan er fylgt, og það er þess vegna,, sem eitur hatursins breiðist út í heiminum. Mahatma Gandhi. ★ f Ættingjar gamallar pipar- kerlingar höfðu sent hana til rannsóknar hjá lækni. Eftic gaumgæfilega athugun tók hann til máls og sagði: — Eg finn ekkert óeðlilegt. Eg mun segja ætingjum yðar það.“ — Ó, eg þakka yður fyrir,. læknir, sagði gamla konan mjög innilega. — Þrátt fyrir allt er þá ekkert óeðlilegt við það aS halda upp á pönnukökur, er það annars? f — Auðvitað ekki ,sagði lækn- irinn. — Hví skyldi það vera„. mér þykja þær mjög góðan sjálfum. — Segið þér satt?“ spurði. gamla konan áköf. — Þá verð— ið þér að koma einhverntíma í heimsókn til mín. Eg á þrjár fullar ferðatöskur af þeim. j ★ Sirkussýningin náði hámarki. þegar ljónatemjarinn fór með höfuðið inn í opið ginið á ljón- inu. Þá sneri einn áhorfandinn sér að sessunaut sínum og sagði: „Mynduð þér þora þetta? ,,Það er ekkert að þora, en eg kann bara ekki við það aci hafa hár uppi í mér.“ ~k 1 Dieter Borsche keypti sér hatt í verzlun í Hamborg og bað um að hann yrði sendur heim. Þegar hann var búinn að borga sneri hann sér að- sölustúlkunni og bað hana aS- gleyma nú ekki heimilisfang- inu. Og vissulega lá hatturinn inn- pakkaður í forstofunni þegar hann kom heim. En þegar hamn tók umbúðirnar utan af hon- um rak hann augun í bréfmiða og á honum las hann: „Stina Kröger, Ham.borg-Altona„ Steinhuderweg 24.“ £ & Butfouqká ~ T A R Z A M —• 2397 \ Skemmtilegasta hrædýr skógarins 'er hyenan, taltaði Brister. Það er ekkert sem gleður þær meira en hjálparvana menn. En þið skuluð muna það, að ef þær fara að gerast leiðinlegar, þá er augvelt fyrir ykkur að opna munninn og fá ykkur sopa. Hann er brjálaður, sagði Redfield og svo biðu fangarnir í hinni óhugnan- legu þögn, sem varð þegar eitríð byrjaði að drjúpa í andlit þeirra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.