Vísir - 18.07.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 18.07.1957, Blaðsíða 4
YÍSIB Fimmtudaginn 18. júlí 1957 WXSX3I. Ð A G B L A Ð Tíiir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. ^itstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Bitatjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími 11660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIE H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. FSsiiiaitiigur í dag: Þorsteinn Jósepsson, l»lts (i)ti tti 0i iits r. Trúin á fangelsin. Meðan sænsku konungshjónin voru hér fyrir liðlega hálfum mánuði, dvaldist hér og nokkur hópur erlendra blaðamanna, sem söfnuðu bæði efni um undirbúning heimsóknarinnar, konungs- komuna sjálfa og ýmis atriði úr lífi landsmanna. Birtust margar frásagnir frá íslandi í sænskum blöðum um þess- ] ar mundir og voru þær næsta misjafnar eins og gengur og gerist, enda bersýnilegt, að sumar hafa beinlinis verið , samdar til þess að móðga og gera lítið úr íslendingum. j En sem betur fer hafa ekki öll dæmin verið á þann veg, sem komið hefir fram í þýð- ingum, er birtar' hafa vérið á prenti hér síðustu dagana. Það er til dæmis fróðlegt að lesa það, sém Nóbelsverð- launaskáldið Halldór Kiljan Laxness hefír látið sér um , munn fara í viðtali við fréttaritara stærsta blaðs á Norðurlöndum, Dagens Ny- heter í Stokkhólmi. Tíðinda- maðurinn hefir hlérað það. að skáldið muni hafa mól- mælt aðföi’um kommúnista i Ungverjalandi og sent þang- að skeyti eins og margtr menn í ýmsum löndum hafa gert. Tíðindamaðurinn er ekki í vafa um, að skáldtð telji, að það sé harmleikur, er hafi gerzt austur i Ung- verjalandi, enda kemur það fram í næstu setningu. Þá hefir tíðindamaðurinn þetta eftir skáldinu — í iauslegri þýðingu: ,,Það er einkenni- legt með þessa frú á fang- elsin — og hún hefir aldrei verið eins mikil og á vorum dögum. Við lifum á timabili fangelsistrúarinnar. Menn halda, að ef menn varpi bara fjöida fólks í íangelsi, þá muni ailt. fara vel. Þetta er óheyrileg heimska, og hún á bæði við um marxista og andmarxista.“ Trúin á fangelsin er ekki ný, en ef til vill er það rétt hjá skáldinu, að hún hafi aldrei verið útbreiddari en einmitt á þessari öld. Hún hefir raun ar verið til eins lengi og sag- an hefir verið að gerast, en tæknin hefir komið henni til hjálpar á vorum dögum, margvísleg tækni, sem bæði gerir kieift að ná til fleiri manna til að varpa i fangelsi og gæta þeirra betur — enda vissulega úr meira að moða með sífjölgandi mannkyni. Margar stefnur hafa bein- iínis verið byggðar á fang- elsistrúnni, fasisminn, naz- isminn og kommúnisminn nú síðast, þótt svo vel hafi til tekizt, að mannkyninu hafi tekizt að hnekkja valdi tveggja fyrrnefndu stefn- anna. Hin þriðja er þó eftir, hálfu hættulegri af margvís- legum ástæðum. Nóbelsverðlaunaskáldið ís-1 ienzka hefir tvívegís sent einvaldsherrum áskorun um að hverfa frá villu sins veg- ar. Slíkt er góðra gjalda' vert, en menn hljóta óhjá-: kvæmilega að velta fyrir sér þessari spurningu í því sam- bandi: Þó að um fordæm- ingu á einstökum atvikum sé að ræða, hefir ekki borið verulega á fordæmingu á sjálfri undirrótinni — trúnni á fangelsin, sem ræð- ur því, að ofbeldisverkin eru framin. Fordæming á þeirri trú hlýtur að vera aðalatriði og vafalaust mundi íslenzkur almenningur fagna því, ef skáldið vildi segja eitt- hvað meira um það, sem það ræddi við tiðindamanninn frá Dagens Nyheter. Fyrir 30 til 40 árum mun Þorsteinn Jósepsson hafa verið einn sprækasti smali í Borgar- íjarðarhéraði, og mundu kindur föður hans og aðrar vafalust i kunna margar sögur af frækn- leik hans og þoli, ef þær væru : ekki löngu dauðar og mættu mæla. Nú er það svo, að ágæti smala er ekki mælt í sekúnd- um, sekúndubrotum, millimetr- um eða þvíliku, eins og frækni margra annarra manna, svo að bækur eru ekki færðar ánýtízku hátt um ágæti. þeirra. Þó hefir Þorsteinn vissulega komizt í bækur fyrir hlaup sín, því að hann gerði nokkrar ferðir hing- að til Reykjavíkur fyrir um það bil mannsaldri og skulfu þá margir. Voru það þeir íþrótta- menn bæjarins, er spreyttu sig jafnan i víðavangshlaupi i hret- viðrum að vorlagi. og munu þeir heldur hafa viljað hlaupa í hrið- arsorta en hafa Þorstein á hæl- um sér eða á undan. Síðan hefir Þorsteinn glimt við sekúndubrot á allt annan hátt, því að hann hefir um langt skeið verið einn iistrænasti ljós- myndari iandsins, svo sem al- þjóð er kunnugt, en við mynda- tökur veltur allt á því, að menn kunni að gera greinarmun á 1/50 og 1/500 úr sekúndu og í þeim efnum eru flestir víðavangs- hlauparar langt á eftir Þorsteini -— jafnvel þeir, sem 'voru alltaf á undan honum í gamla daga. Þorsteinn lét sér ekki nægja að bregða sér til Reykjavikur, þéghr' hann var ,.upp á sitt bezta“. Hann hefír farið viða um iönd, jafnvel haft myndavél og penna á iofti, og hefir hann j skemmt mörgum með því að bjóða þeim í ferðir um fjarðiæg Jönd og álfur. Þorsteinn er.léttur í iund, og einn af þeim, sem geta hjálpað mönnum við að láta visuna rætast, þessa um að „sitja kyrr á sama stað og samt að vera að ferðast“. Sjájfur nýtur hann þeirrar skemmtunar einnig í félagi við bækur sínar, þvi að hann á eitthvað bezta 'einka- bókasafn á landinu. Fleira skal hér ekki upp talið, enda er Þorsteinn eins sprækur og á smalamennskudögum sín- um, svo að hann er fjarri því að vera aliur. Æviskrárritun er þvi ótímabær í hæsta máta. En við félagar Þorsteins viljum þakka honum fyrir márgra ára gott og skemmtilegt samstarf, og við væntum þess, að mega starfa með honum sem lengst. Og fjölskyidu hans sendum við einnig árnaðaróskir á þessum tímamótum. H. P. „Gamall bóndi“ skrifar Berg- máli: „Ég, sem þessar lírtur rita, hokraði í nokkra áratugi, og hefur það verið mín mesta ánægja sumar hvert, síðan ég fluttist hingað, að skreppa í gömlu sveitina og heimsækja kunningjana. Miklar eru breytingarnar frá því sem var á mínum fyrstu búskaparárum. Kerrurnar voru þá að koma til sögunnar, en. reiðingar voru til á hverjum bæ, enda urðu margir að setja v; á klakk, þegar-farið var í kaup- - .’ y - j staðinn með uilina á vorin og 8 ' ’ ' flytja mjölvöru, timbur og ann- að heim, og lengi varð að flytja allt hey af engjum með þessu. móti. En svo breyttist þetta smám saman og nú munu þeir teljandi bæirnir, þar sem enn eru til reiðingar. Nevv York Times skýrði frá því, að í haust verði hafin útgáfa mánaðarrits í París, sem nefnist The American Abroad. I ritinu verður að- allega fjallað um stjórn- mál í Evrópu, utanríkismál, ferðalög p. fl. Sýning í Listamannaskálanum Fjögur ísl. innflutningsfyrirtæki sýna austur- þýzkar vörur, er þau flytja inn. Skógræktin. Fjögur landskunn fyrirtæki, t sem flytja inn vélar frá Aust- ur-Þýzkalandi, hafa stofnað til auka-sýningar á ýmsum þeim vélum, sem bau flytja inn, og er hún : Listamannaskálanum við Kirkjustræti. Er þar öllu smckklega fyrir komið. Fyrirtækin eru þessi: segja af þessum vélum. Fyrir- tækið hefur einnig umboð austur-þýzkra verksmiðja á hverskonar prent- og bók- bandsvélum, og hefur sérstaka sýningu á hinum smærri af slíkum vélum í húsnæði sinu á Klapparstíg 26. (Polygraph- vélar). Ólafur H. Gíslason & Co. Haukur Bjömsson sýnir sýna vogir ýmissa tegunda. ýmsar trésmiðavélar. — H.B. Fyrir tiltölulega skömmum tíma voru margir vondaufir um, að unnt mundi vera að rækta skóg hér á landi, svo að einhvei’ju gagni kæm'. Tilraunin við Rauðavatn virtist ekki bera svo glæsi- legair árangur. Þó höfðu menn fyrir augunum, að sltógur óx hér á landi frá fornu fari, auk þess sem fornsögurnar sögðu um að landið hefði verið viði vaxið milli fjalls og fjöru, er það var numið. En síðari tilraunir hafa fært okkur heim sanninn um það, , að ekki var ástæða til þeirra bölsýni. scm áður ríkti. Með réttu vali á trjátegundum og réttum aðferðum við ræktunina getum við komið upp skógum hér. Við meg- um -ekki ætlast til að þeir renni upp á fáeinum sumr- um, þvú að hér er um þolin- mæðiraun að ræða. En ef við höldurn svo áfram sem við höfum stefnt hingað til. ættu komandi -kynslóðir að geta þakkað þeim, sem hófu fánann, fyrir að skila betra landi en þeir tóku við. Slíkt væri bezti vitnisburður fyrir þétta tímabil. Þegar viðskiptin fóru að bein- sagði fréttamanni Vísis, að á ast til landanna austan til á annað hundrað íslenzkir fag- meginlandinu beindist inn- menn hefðu skoðað vélarnar, flutrtingur þessa fyrirtækis á og lykju upp einum munni um, vogum þangað, og er fengin að þær væru traustar og vand- reynsla fyrir vélunum, því að aðar. Verksmiðjurnar, sem þær hafa í hvívetna reynst vel, þær eru framleiddar í, hafa eru traustar oe smekklegar. j langa og mikla reynslu í fram- .Véladeild SIS sýnir sauma- leiðslu slíkra véla, og var þessi vélar frá Köhler-verksmiðjun- framleiðsla heimskunn löngu um í Altenburg, en þaðan hafa fyrir stríð. far'ið um 3 milljónir sauma- Öll sú frámleiðsla, sem er á véla frá 1871. Eru saumavélar þessari sýningu í Listamanna- þessar kunnar hér á landi sem skálánum, er frá Austur- í flestum löndum heims og Þýzkalandi, og er sýningin eins hafá gefist vel. ■ j konar aukasýning frá aðal- Borgarfell h.f. sý.mv ritv.élar sýningunni í Austurbæjarskól- og rafmagnsi’eiknivélai’, Fjöl- anum, en það eru fyrrnefnd mörg fjTÍrtæki hafa á síðari fjögur' íslenzk fyrirtæki,. sem árum af ágætri reynslu aS . stándá að þesáári aukásýmhgu. Nýju vélarnar. Svo var farið að nota hey- vagna og heysleða, sláttuvélar og rakstrarvélar komu til sög- unnar, og stöku menn fengu sér snúningsvélar. Ég man vel eftir snúningsvél, sem ég eitt sinn sá, og Halldór skólastjóri á Hvann- eyri hafði nýfengið, það mun hafa verið kringum 1910, og var kölluð „sparkarinn“, og kom víst að góðum notum á Hvann- eyrarfit. Mjög hefur það hrifið mig í ellinni áð sjá nýju jarð- yrkju- og heyvinnsluvélarnar, dráttarvélarnar með áföstum sláttuvélunum nýju, en lang- hrifnastur hefi ég orðið af nýju múgavélunum, sem nota má á marga vegu. Það má segja, að nú sé öldin önnur. Þarfasti þjónninn. Það var sú tíðiri, að nauðsyn- legt þótti að eiga góða dráttar- hesta, og þrátt fvrir allar nýju vélarnar, er þeirra oft þörf enn — vélar geta bilað, vantar vara- stykki o.s.frv., og þá getur ver- ið nauðsynlegt að grípa til þeirra, eins og stundum á vetr- um, en nú er bara svo komið að menn treysta á vélarnár, á sum- um bæjum eru engir dráttar- hestar til, og kemur sér oft illa. Vélarnar eru mesta þing, en ég er nú þeirrar skoðunar, að allir bændur kvarta mjög yfir, að þeirra sé skortur, jafnvel þeir sem eiga talsvert af hestum. Ekki fæ ég annað séð en að menn ættu að geta komið sér upp góðum dráítarhestum, ef menn tækju sér tíma til að þjálfa þá, en einhverra orsaka vegna gera það fæstir. Tamning vagnhesta. Á Hýanneyri er piltunum- kennd tamning hesta, aðallega reiðhesta að mér hefur skilist, en vera -má að þeim sé einnig kennt að þjálfa dráttarhesta- efni. Minna mun þó um það. Hygg ég, að á bændaskólanum ætti að gera meira að því en gert hefur verið, að þjálfa pilta í meðferð dráttarhesta, og vekja áhuga þeirra i þfeim efnum. — Lýk svo þessm rabbi og bið mcnn virða á.bfetri yeg. ? Gamall bóndi.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.