Vísir - 20.07.1957, Blaðsíða 6

Vísir - 20.07.1957, Blaðsíða 6
6 VÍSIB Laugardaginn 20. júlí 195T' VISIR D A G B L A Ð ▼íilr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíðux, Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Rititjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00, Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími 11660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Kirhja otf trúntálz Ef auga þitt er sjúkt. Stórhættulegt athæfi. Það er bersýnilegt, að Lúðvík Jósepsson, sjávarútvegsmála ráðherra, hefir orðið meira en lítið skelkaður yfir því glappaskoti að leyfa tugum báta að stunda flat- og bol- fiskveiðar undir því yfir- skini, að þeir ættu að veiða humar. Hefir ráðuneyti hans gefið út langa greinargerð til þess að þvo hann af allri synd, er. ef menn lesa tilkynn inguna gaumgæfilega, munu þeir þó sjá, að sekt ráðherr- ans er mikil, og að hann get- ur með engu mófi skotið sér undan mjög þungri ábyrgð, sem hann hefir skapað sér með því að athuga ekki sinn . gang. f greinargerð ráðherrans segir, að á undanförnum árum hafi ekki verið veitt nema sára- fá leyfi til humarveiða fra Vestmannaeyjum, en þar munu menn hafa gerzt brot- legir — eins og nú, þótt í minni stíl væri — svo að tvö síðustu árin fengu Vest- mannaeyingar engin leyfi. Andmælti deild Fiskifélags- ins í Eyjum því, að leyfi væri veitt. En svo segir í greinargerðinni, að engin andmæli hafi borizt að þessu sinni, og þá er rokið upp til, handa og fóta, og nægir ekki minna en að láta nokkra tugi báta hafa heimild til aðskafa landhelgina við suðurströnd- ina. j Ráðherrann heldur þvi fram,1 að Fiskifélagið hafi lagt blessun sina yfir þetta, og þar með á hann að vera sýkn saka. En sem yfirmaður þessarra mála hefði hann átt að athuga, hvort einhverjar þær breytingar hefðu orðið á atvikum í sámbandi við humarveiðarnar, er gerði að verkum, að þær væru ekki framar varasamar lengur, er enn fleiri skip ættu að stunda ær. Sýkna hansverður því að sekt, sem hann mun ekki geta þvegið af sér, þótt hann verði áratugum saman í ráð- herrastól. Og raunar er allur ferill hans, síðan hann sett- ist í ráðherrastól fyrir tæpu ári, sannkalíaður raunaferill. r Arangurslaus þvottur. En það er annað, sem einmitt þessi ráðherra hefði átt að hafa hugfast, þegar hann á- kvað að vera örlátur við Vestmannaéyinga í þeirri von, að nokkur atkvæði féllu í staðinn á lúðurþeytara kommúnista þar í kjördæm . inu. Hann hefði átt að minnast þess, að það kynní að vera hættulegt fyrir mál- stað okkar í landhelgismál- inu að hleypa tugum báta inn í landhelgina — undir hvdða yfirskini sem væri. Þessi sjálfskipaði landhelgifaðir íslendinga, sem þóttist allt vita um landhelgimálin, áð- ur en hann gerðist ráðherra, hefði átt að sjá það í hendi sér, að hann gæti bókstaflega eyðilagt málstað íslendinga í þessu máli um alla framtíð, ef hann færi ógætilega með völd sín á þessu sviði. En þegar hann varð ráðherra, varð hann skyndilega ger- samlega úrræðalaus, eins og menn vita, en þó kastaði fyrst tólfunum, þegar hann fór að úthluta humarveiði- leyfunum. Þá; gerist hann bókstaflega svo hættulegur, að það er þjóðárvoði, að hafa hann í því sæti, sem hann hefir verið að reyna að fylla undanfarið ár. Aðrir ráðherrar ættu að gera sér grein fyrir því, að stjórn- in græðir ekki beinlínis á þvi að hafa slíkan mann innan vébanda sinna. Og þjóðin hefir. ekkert annað en skömm og skaða af því, að þessi manntegund skuli fá að beita áhrifum sínum í eins mikilvægum málum og land- helgimálinu. Stjórnin ætti því að sjá sóma sinn í því að gefa ráðhérra þessum kost á að taka pokann sinn, áður en hann bakar landi og þjóð enn meira tjón. Það er ástæðulaust að gefa þess- um manni enn einn ,,sjans“. Honum hefir misteRizt um flest af því, sem hann hefir átt að gera, neffia að beina viðskiptum íslendinga inn á austræna markaði, þar sem þau eru rígbundin um nokk- ur ár. Að því leyti hefir hon- um tekizt ágætlega, og þar hefir einm 't verið um að- aihlutverk hans sð ræða. Fyrir það mun hann upp- skera ríkuleg laun hjá þeim. scm hann mun telja betra að starfa fyrir en ívanþakkláta íSlehzka’’ áíþýðú. ef kánn ekki að meta þjóðræknis- . baráttu hans og íleiri slíkra. Enginn sér sjálfan sig. Og menn nota ekki slækkunargler eða smásjár til þess að finna eða rannsaka ávirðingar sínair. Sumir höfðu skemmtun af því, þegar þeir voru börn, að horfa í öfugan sjónauka. Þá smækkar allt og færist fjær. Er það ekki yfirleitt þannig, sem sjónin breytist, þegar horft er yfir eigin feril, ágalla, mis- tök? Bjálkinn verður flís. Það er þessi sjónskekkja, er Jesús minnir á, í líkingu sinni um bjálkann og flísina, öllum til varnaðar því að þótt mönnum sé ólíkt farið á þessu sviði sem öðrum, þá er hér um hneigð að ræða, sem með nokkru móti segir til sín hjá oss öllum og lætur til sín taka, alltjent í hugsun, ef ekki í orð- um og gjörð. En nú getur komið fyrir, að, meistarinn eini og sanni, hnn lifandi Drottinn, hitti mann í raun og veru í hjartastað, þegar hann segir: Hræsnari, drag fyrst bjálkann út úr auga þínu, með þeimmæli, sem þér mælið, mun * yður aftur mælt verða. Þú varst að dæma bróður þinn. Nú tek ég sama mæli, sem þú mælir honum, og mæli þér. Hvernig skyldu mál þín standa þá? Þú aetlir að vita, hvernig þú lítur út í firðsjá himnanna, í smásjá alvizkunnar, í röntgentæki heilagleikans! Þú þyrftir að draga út bjálkann þinn, lækna hryllileg lýti þín. Og etru fær, um það? | Það er þá, sem það rennur upp til hlítar, að hér er sá meistari, sem einn getur metið og mælt og dæmt. Þvi að hann einn er sjáandi. Hann einn get- ur dregið út bjálkann, læknað lýtin. Þá verða það manni virki lega gleðitíðindi, sannkallað fagnaðarerindi að fá að vita það, að þessi meistari, hann, sem einn var lýtalaus og full- kominn, Guðs heilagi sonur, var ekki sendur til þess að dæma, heldur til þess að heim- urinn skyldi frelsast fyrir hann. Þá verður það í sannleika fagnaðarríkt að’ fá þá sjón, sem heitir trú, augun, sem eygja hann, er kom í heiminn til þess að flytja sekum miskunn, gefa blindum sýn. Hann var ekki kominn til þess að dæma. En hann dæmir samt. Ella getur hann ekki frelsað. Dómur hans er ekki markmið, heldur leið að marki. Hann dæmir ekki til þess að ná sér niðri, ’ dylja eigin lýti, upphefja sjálfan sig á kostnað annarra, eins og mennirnir gera. Hann dæmir á sama veg og sá, er sjónina hefur og tek- ur í tauma hins,- sem btihdur ætlar að ana í ófæru. Jesús flettir ofan af,, afhjúpar, vegna þess að hann vill hjálpa, bjarga Það er ekki unnt að bjarga ef eklci or belrt á voðann. Þú getur ekki einu sinni fegrað hús þitt, * garð eða flík nema þú sjáir það, * sem ei’ ljótt. Þú héldir ekki lífi vikulangt, ef líkami þinn gevði þér ekki viðvart um það, sem skaðvænt er. Qg ..háskalegt. i Fýrsta lexianr í námi lær.i- ■ I sveina Jelus Kríft's er áð verðá vitandi þess lýtis, þess meins, sem heitir synd. Og síðasta lexían líka. Því að þeir, sem vita ekki til meina sinna eða vilja ekki við þau kannast, leita ekki bóta, þiggja ekki hjálp. Jesús er birtan, sem berst við myrk,rið, heifsan, sem herjar gegn eitrun og dauða. Hann dæmir til þess að geta frelsað! Áminning hans er þessi: Þú dæmir í blindni um bróður þinn, því að ef auga þitt er sjúkt, þá ertu allur í myrkri, og' auga þitt er sjúkt. Það sést m. a. á því, hvernig flísar verða að bjálkum í augum þér og bjálkar að flísum. Hvaðan kem- ur þér svo dómsvald yfir ná- unga þínum? Þú ert sjálfur dæmdur. Og þegar þú dæmir af mannlegu miskunnarleysi, þá ertu að afneita og loka úti þá guðlegu miskunnsemi, sem er þín eina von. Athugaðu eig- inn gang og skimaðu ekki eftir öðrum í því skyni að uppheíja þig og afla þér málsbóta. Veríu ekki blindur af blindum leidd- ur út í ógöngur né öðrum blind- um til falls. En þessi áminning og aðvör- un grundvallast á gleðiboð- skapnum (sjá Lúk. 6, 36—38): Þú átt föður, himneskan föður, og hann er miskunnsamur. Af miskunnsemi vitjar hann þín og tjáir þér, að þú, hið seka barn, sért tekinn í sátt sakir hins hreina og heilaga Sonar, sem gjörðist bróðir þinn og borgunarmaður. Láttu nú sjá, að þú þiggir þetta.. Vertu öðr- um bræðrum þinum, eins og faðirinn er þér: Miskunnsam- ur, örlátur, hjartahlýr, góðfús, sýknandi, samúðarríkur. Láttu sjá, að þú sért barn þess ríkis, þar sem ekki gildir lögmál end- urgjaldsins, heldur fyrirgefn- ing. elska, náð. ^BSBBÍBlÍÍgat É IsfBSBlSeV. Frá fréttaritara Vísis Akureyri í gær. Gunnar Schram símstjóri ó Akureyri fór nýlega norður til Grímseyjar til að aíhuga og undirbúa símalögn á alla baéi í eynni. Mun vera fyrirhugað að leggja síma um eyna og á hvern bæ, en til þessa hefur aðeins verið til sími á einum bæ. Staurarnir, sem fara eiga í þessa framkvæmd liggja sem stendur um borð í Reykjafossi og nást sennilega ekki þaðan fyrr en verkfallinu lýkur. í Vísi í gær var sagt frá upp lýsingaritinu „Facts about Ice land“, sem nú er komið út i 6 útgáfu, en það hefur einnig ver ið þýtt á dönsku (Fakta om Is land) og þýzk útgáfa kemur í byrjun næsta mánaðar. Það hefur verið vakin athygli á því, að æskilegt væri að kaup- sýslumenn sendu viðskiptasam- böndum sínum erlendis þetta rit, og einnig, að þeir, sem eiga vini og kunningja erlendis, sendi þeim ritið. Skal einnig hvatt til þess hér. Metið að verðleikum. Eg hefi reynslu íyrir því, að margir kunna vel að meta þessa litlu, en þarflega upplýsinga- bækling. Á ferðalögum með er- lendum blaðamönnum erlendis hefi eg haft með mér nægilega mörg eintök handa starfsfélög- um, og auk þess nokkur vara- eintök, ef fleiri skyldu vilja fá ritið. Sannast að segja hafa margir gripið það fegins hendi, enda margir allsendis ófróðir um Island, einkum blaðamenn frá hinum suðrænni löndum. Einnig hefur það verið vel þegið í ritstjórnarskrifstofum erlendra blaða. „Þennan bækling ætla eg að hafa með mér út i sveit um helgina", sagði ritstjóri við Lundúnablað við mig fyrir nokkru, er hann fékk bækling- inn hjá mér, — “ og svo læt eg hann í safnið okkar.1' í áfranihaldi af þessari útgáfu mætfi gjarn- an gefa út fleiri bæklinga um Island, menningu og atvinnu- vegi, þar sem rætt væri ýtarleg- ar um sumt það, sem stiklað er á í þessum yfirlitsbæklingi. Þessir bæklingar þyrftu ekki að vera, nema í mesta lagi. ein örk (16 bls.), í stærra broti þó en „Facts about Iceland", og . leggja mikla áherzlú á smekk- j legan frágang ekki siður en efni. j Alla slíka bæklinga ætti að ) selja mjög vægu verði — og að sjálfsögðu ætti að hafa upp- lag svo riflegt, að hægt sé að láta þá í té ókeypis þeim, sem leita upplýsinga um ísland er- lendis, hjá ræðismönnum ís- lands, ferðaskrifstofum o.s.frv. Sótti landbúnaðar- sýníngu erlendis. Einn mesti viðburður ársihs á svlði landbúnaðarins — The Royal Show — fór fram dagana 2. til 5. þessa mánaðar í Nor- wicli í Euglandi. Á þessari landbúnaðai’- og mjólkursýningu var 'sýnt allt það bezta og fullkomnasta, sem England hefur fram að bjóða í þeim efnum. Fyrii' atbeipa hedbrigðjsrrir lá-, ráðhcrra sótti þes.sa .sýningu Kári Guðmundsson, mjólkureftir litsmaður ríkisins. Mokafli eyfirskra handfærabáta. Frá fréttaritara Vísis Akureyri í gær. Mokveiði hefur verið hjá eyfirskum handfærabátum. Árabátar frá Hrísey, sem fiska þar úti í fjarðarmjmninu hafa veitt með afbrigðum vel og allt upp í 800 til 1000 krónu hlut á dag. Þrír litlir handfærabátar frá Hrísey sem hafa veitt á svæð- inu norður undir Grímsey hafa. komið með allt að 15 skippunda. afla af saltfiski eftir þriggja daga útivist. Eru 2 til 3 menn á hverjum báti og salta.þeir afl- ann um borð. í Grímsey hefur einnig verið. afbragðs veiði á handfæri síð- ustu dagana. ★ Bandaríkjamemi hafa á þessu ari géfið 44 milljónir chiíiara til baráttu gcgn löinunarvciki með' almcnn- mn samskotum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.