Vísir - 20.07.1957, Blaðsíða 8

Vísir - 20.07.1957, Blaðsíða 8
HISIA Laugardaginn 20. júlí 1957 Læknahús - ;>> Framh. af 12. síðu. hvergi samrýmist heilbrigðis- kröfum nútímans. Um þetta er ekki að sakast við læknana, þeir eiga ekki annars völ. Nú þegar bannað er með lögum að taka íbúðarhúsnæði sem lækn- ingastþfur, þrengi'st enn kost- ur læknanna í þessum efnum. Víða verður því ekki viðkomið, að hafa nauðsynlega aðstoð vegna plássleysis og vinnuskil- yrði öll svo léleg, að þjónust- an við sjúklinginn verður öll seinlegri og erfiðari en annars þyrft að vera. Að erlendri fyrirmynd. Til þess m. a. að bæta úr þessum vandkvæðum hefur Læknafélag íslands og Lækna- félag Reykjavíkur ákveðið að beita sér fýrir byggingu ,,Do- mus Medica“ og hafa alla for- ustu um það, enda verði húsið endanlega eign læknafélag- anna. Um 30 læknar hafa nú þegar ákveðið að setjast að í byggingunni með lækninga- stofur sínar. Það tíðkast nú víða erlendis og þó sérstaklega i Ameríku — að hóþar lækna og séríræðinga í sem flestum greinum læknis- fræðinnar hafi með sér nána samvinnu undir einu þaki, til þess að sjúklngarnir fái sem bezta og fullkomnasta þjón- ustu og’ rannsókn á sem skemmstum tíma.’Þannig lækn ingamiðstöð hefur m. a. verið fyrirhuguð í „Domus Mediea“, og m'un hun verða sniðin eftir þeim fyrirmyndum erlendum, er bezt þykja gefast. Þar verð- ur fönlgendeild. rannsóknar- stofur og öll íæki, sem tilheyra nýtízku lækningastofnunum. Bætt úr brýnni nauðsyn. Fólk, sem leitar lækna í Reykjavík, er iðulega sent út og suður um allan bæinn til rannsókna hjá ýmsum sérfræð- ingum og í rannsóknarsfofnun- um. Hjá því verður ekki kom- izt, en þetta verður æði tíma- frekt, þreytandi og allt að því óþolandi fyrir þá. sem eru las- burða eða eru bundnir við fásta e'vinnu. Fólk utan af iandi, sem leilár sérfræðinga í Reykjavík. é c, 't mjög erfitt úppdráttar. Eru dæmi þess, að sjúklingar hverfi þurtu áður eh unnizt hefur tíma til að rannsaka þá að fullu. Á lækningamiðstöðin að geta gegnt mikilsverðu hlut- verki í þá átt, að veita sjúk- lingum, er þangað ieita, full- komna rannsókn á staðnum og firrt þá erfiðleikum, sem fjöldi íólks á nú við að stríða. Fjárfestingu synjað — en læknar bjartsýnir. Þegar á ailt það er litið, sem gert er fólkinu í landinu til hagsþóta, hljóta læknasam- tökin að vera bjartsýn á fyrir- greiðslu sinna byggingai'mála. Að vísu hefur ekki fengist fjár- festingarleyfi enn, þó þeiðni um það hafi verið ítrekuð þrisv- ar sinnum, og hefir því ekki verið hægt að hefja fram- kvæmdir eins og ætlunin var. En læknar vænta þess að úr þessu rætist nú. Hópur lækna óskar að koma starfsemi sinni i fullkomið nýtizku horf, til þess sð peta veitt fjölda sjúk- linga víðsvegar af landinu ORLOF B S í. MRD4FB Í TtlR | = í dag kl. 13.30 | : =-E tveggja daya ferð í =—= == Þórsmörk. Osóttar == = = farpantanir seldar = | i=i eftir kl. 12. 1=§ === í dag kl. 13,30 = = skémmtiferð um = : rr— Suðurues. Farið að == jf== Höfuum, Sandgerði, = E Keflav. og Grindav. = = === Síðd.kaffi 1 flugv.h. == r = Á morgun kl. 9 E z = = skemmtiferð að = = == Gullfossi, Geysi, = = = Skálholti og Þing- = = r—= völlum. =—r Á morgun kl. 9 =~= Skemmtiferð í = = § 5 Þjórsárdal með við- = = = komu að Iljálp, === f E Stöng, Gjá, Selfossi, = = : = írafossi og Þing- = z völluin. SÖGU RÍKA RI fljóta ' fyrirgreiðslu og full- komna rannsókn. Engum gctur blandast hugur um, að allt stefnir þetta til aukinnar menningar og mannheilla. „Domus Mediea“ á senr fyrr segir að rísa af grunni við Miklatorg milli Eskihlíðar og Hafnarfjarðarvegar, grúnnflöt- ur byggingarinnar verður 600 fermetrar og koma 10 læknar til n?eð að hafa aðsetur á hverri hæð. Ekki er fullráðið, hve hátt húsið verður, en áformað er að | byggja það í áföngum svo hratt sem fjárfestingaryfirvöldin leyfa. Úti fyrir húsinu verða bílastæði fyrir nokkuð á annað hundrað biíreiðir. t Að byggingamálinu starfar tíu manna nefnd undir forystu Bjai’na Bjarnasonar og eiga að auki sæti í henni þeir læknarn- i ir Bergsveinn Olafsson, Eggert Steinþórsson, Hannes Þórarins-j son, Jón Sigurðsson, Jónas Bjarnason, Karl Magnússon.j Ófeigur Ófeigsson, Ólafur i Helgason og Páll Kolka. Johan Rönning h.f. Raflagnir og viðgerðir á ölium heimilistækjum. — Fljót og vönduð vinna Sími 14320. Johan Riinmng h.f. 1—2 HERBERGI og eldhús óskast. Uppl. í síma 17113. ^_______________________(612 TIL LEIGU stórt herbergi með aðgangi að síma og baði. Uppl. í síma 34933. (615 ELDRI maður óskar eftir kjallaraherbergi sem næst miðbænum. Tilboð, merkt: „Ábyg'gilegur“ leggist inn á afgr. blaðsins fyrir 26. þ. m. (622 HÚSEIGENDUR. — Vii kaupa 2ja-—3ja herbergja fokhelda íbúð sem næst bænum. Nöfn og heimilis- föng leggist inn á afgr. blaðsins fyrir föstudags- kvöld, merkt: „Útborgun — 141“,(623 STOFA til leigu fyrir eina til tvær reglusamar stúlkur, __Uppl. á Framnesveg 2. (632 ÍBÚÐ óskast. Tvö hei'- bergi og eldhús óskast. Inn- an Hringbrautar. Tvennt ró- legt. Uppl. í síma 24845. — ________________________(630 ÚTBYGGING, stofa og eldhús, er til leigu. Allt út af fyrir sig, á Þverveg 14. — Shni 16203. Allar uppl. og íbúðin sýnd eftir kl. 7 í kvöld. (601 HREINGERNINGAR. — Vanir menn. Fljót afgreiðsla. Sími 32607. (542 HREINGERNINGAR. — vanir menn og vandvirkir. — Sími 14727.(894 HREIN GERNING AR. GLUGGAPÚSSNINGAR. Vönduð vinna. Sími 22557. Óskar. „(210 IIREINGERNINGAR. — Vanir menn. Fljót afgreiðsla. Sími 19561. (392 HÚSEIGENDUR. Önn- umst hverskonar húsavið- gerðir, járnklæðum, bikum, snjókremum. Gerum við og lagfærum lóðir. Innan og utanbæjar. Símar 10646, 34214 (áður 82761). (493 HUSÉIGENDUR, athugiS. Mála, bika, snjókrema og annast margvíslegar viðgerð- ir á húsum. Sími 14179 til 6 á kvöldin. (598 MÁLA þök, glugga, snjó- krema, girði og lagfæri lóð- ir. — Sími 32286. (552 MÁLA giugga og þök. — Sími 11118, cg 22557. (289 VIÐGERÐIR. Málum þök, gerum við lóðir og sprungur í veggjum. Sími 34-414. (448 KAUPUM FLÖSKUR. — Sækjum. Flöskumiðstöðin, Skúlagötu 82. — Sími 34418. (000 Sími 13562. Fornverzlunin, Grettisgötu. Kaupum hús- gögn, vel með farin karl- mannaföt og útvarpstæki; ennfremur gólfteppi o. m. fl. Fornverzlunin, Grettis- götu 31. (135 HÚSGAGNASKÁLINN, Njálsgötu 112, kaupir og selur notuð húsgögn. herra- fatnað, gólfteppi og fleira. Sími 18570,(43 BARNAVAGN óskast; lít- ill, tvísettur, danskur klæða- skápur til sölu sama stað. — Sími 32008.(613 KONA óskar að komast í samband við veitingahús, með heimabakaðar kökur o. fl. Tilboð, merkt: „Bakstur —123“ sendist afgr. blaðs- ins fyrir mánudagskvöld. — (614 DAGSTOFUHÚSGÖGN. Tveir svefnstólar til sölu, selst ódýrt. Heiðargerði 16. Sími 32145. (616 PEDIGREE kerruvagn til sö!u. Miklubraut 60, I. hæð t. h. (617 W'eröir oí/ ferðatiiej FERÐASKRIFSTOFA PALS ARASONAR, Hafnarstræti 8. Sími 17641. 8 daga ferð um Sprengi- sand 21,—28. júlí. Ekið yfir Sprengisand í Landmanna- laugar. 11 daga ferð yfir Sprengi- sand og Fjallabaksveg 21. júlí til 2. ágústs. Ekið yfir Sprengisand í Landmanna- laúgar og til Kirkjubæjar- klausturs. 6 daga ferð til Veiðivatna og Landmannalauga 23.—28. júlí. Ekið vérður um Skarð til Veiðivatna. Á.fjórða-degi verður fárið í Landmánna- laugar. 11 daga ferð til Veiði- vatna og um Fjallabaksveg 23. júlí til 2. ág. 10 daga ferð um Fjalla- baksveg og Þórsmörk 27. júlí til 5. ág. Ekið verð'Ur til Landmannalauga um Fjalla- baksveg til Núpsstaðar og um'Vík í Mýrdal i Þórsmörk. (571 SKAT.TA- og útsvars- kærur gerðar. Bila- og fast- eignasalan, Vitastíg 8 A. Við- talstími mill. 5—7 síðd. (498 ISUIOi * S2 til sýnis og sölu á Bald ursgötu 34 í dag. — TÖIÍUM að oltkur utan- hússmálningu og þök. Helzt stærri verk. Uppl. kl. 7—9 á kvöldin. Sími 19808. (580 STÚLKA óskar eftir at- vinnu. — Tilboð, merkt: „Strax“ leggist inn á afgr. biaðsins fyrir mánudag. (618 HANDSAUMA hnappagöt, merki sængurfatnað og handklæði. — Uppl. í síma 2-3777. (631 MÚRARI, eða lagtækur maður oskast nú þegar til lengri eða skemmri tima, eftir samkomulagi. Þeir, sem hefðu áhuga fyrir þessu leggi nafn sitt inn á afgr. blaðsins, merkt: „Múrari“ fyrir mið- vikudag. (629 íslandsniót 2. fl. Laugardaginn 20. júlí. Á Valsvellinum: Kl. 14: Fram — Þróttur. Kl. 15.15: Akranes — Hafnarfjprður. Á Framvellinum: Kl. 14: K.R. — Víkingur. íslandsmót 3. fl. Laugardaginn 20. júlí á Framvellinum. Kl. 15: Akranes — Kefla- vik. Islandsmót 4. fl. Laugardaginn 20. júlí á Háskólavellinum. Kl. 14: Keflavík — Valur. Kl. 15: Akranes —- K.R. Mótanefndin. Samkomur K. F. U. IVI. SAMKOMA annað kvöld kl. 8,30. Blrgirj Albertsson og Jóhannes Ingibjartsson tala. Allir velkomnir. (626 PÍANÓ til sölu. Verð kr. 13.500.00. Uppl. Nýlendu- götu 15 A. Sími 1-6020. (620 ÞÝZKT móttökutæki til sölu, eingöng'u fyrir ama- töra. Uppl. Miðtúni 32, kjall- ara. Sími 24916. (621 CHEVROLET fólksbifreið 47 model, til sýnis og sölu I dag. Bifreiðasala, Njálsgötu 40, —__________________(635 BÍLL án útborgunar, Plymouth "42. til sölu. Bif- reiðasalan, Njálsgötu 40. — Sími 11420. (634 DANSKT, útskorið sófa- sett. sófaborð. stofuskápur og lítil bókahilla. Einnig 2 svefnstólar til sölu. selst ó- dýrt. Heiðargerði 16. Simi 32145._________________(633 BARNAVAGN, vel með farinn óskast. Simi 10063. (627 BARNAKERRA og k’erru- poki til sölu á Bárugötu 40. (628 SÍDASTL. hriðjudag var hjálparmótorhjólinu R 611 stolið frá fiskvinslustöð Bæj- arútgérðarinnar við Gra'nda- veg. Þeir. sem kynnu að geta gefið' einhverjar uppl. eru vinsamlegast beðnir að láta rannsóknarlögregluna vita. (619 TELPA tapaði brúnu seðla veski með á þriðja hundrað krónum 18. þ. m. Sími 34578. (625 LEIGA BÍLSKÚR óskast, helzt vestarlega á Hringbraut. — Uppl. í síma 19828. (624

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.