Vísir - 20.07.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 20.07.1957, Blaðsíða 10
10 VISIR Laugardaginn 13. júlí 1957 r ENGI2TO VEIT SÍNA ÆVWNA eftir ^jrloreiice f\oda. Jane varð íyrri til að rjúfa þögnina: „Ertu glaður yfir þessu, Allan?" Hún mælti lágri röddu og hjúfraði sig að honum, og hann svaraði: „Eg er svo hamingjusamur — að ég geri líklega einhverja vitleysu. Það er ekki að vita nema ég komi með rugguhest handa honum, þegar ég kem heim á morgun." sagði hann hlæjandi. „Ég er viss um, að það verður stúlka. Heldurðu, að þér þyki leiðinlegt, ef svo yrði?" „Ég varð vist að láta þig ráða því og vera jafnánægður hvort sem þú kemur með dreng eða stúlku. En mér finnst nú heppi- legra, að fá strák, því að þá verða félagar hans allir skotnir í systur hans, sem vafalaust kemur á eftir honum." „Það er dálítið í þessu — verði það drengur, en það næsta verður blátt áfram að vera stúlka." Myndin af Stellu gægðist aftur fram í hugann. En hann gat ekki sagt henni þetta nú, er þau bæði voru svo hamingjusöm. Nú vaknaði kvíði hans um Jane, heilsu hennar vegna. En von- andi færi þetta allt vel. Hann vissi, að hún yrði að fara var- lega, og sjálfuf yrði hann að sýna henni enn meiri umönnunum og ástúð en áður. Ef hann segði henni frá Stellu nú mundi hún vafalaust komast í hugaræsingu, sem gæti haft alvarlegar af- leiðingar. Þau Jane og hann, urðu að geta lifað í þéirri bjarg- föstu trú, að hún tilheyrði honum, og hann henni, og að ekkert í öllum heiminum gæti nokkurn tíma aðskilið þau. Hún stóð upp og dró gluggatjöldin fyrir og kveikti á nokkr- um smídömpum, eins og þau voru vön, þegar þau voru ein heima.á kvöldin. . . „Það ér eitt, sem ég hefi oft hugsað um," sagði hún, er hún var sezt hjá honum aftur. „Og hvað er nú það?" hjónaband þitt var barnlaust. Það eru til menn, sem.., ." j „Að þú kannske kærir þig ekki um börn, af því að fyrra .„En ég er ekkí einn þeirra," sagði hann allhvasst, og iðraði | þess þegar að mæla þannig, en það hafði verkað óþægilega á [ hann, er hún minntist á fyrra hjónaband hans. Hann brosti til að róa hana, því að hann sá, að hann hafði gert hana skelkaða. „Ef Stella hefði lifað, þá hefðum við vafalausí eignast börn, en hjónaband okkar stóð skamma hrið, og við vorum ung og fannst, að ekkert lægi á." „Varstu ekki leiður yfir, að þið áttuð ekkibarn?" sagði Jane hugsi. „Ég hefi aldrei hugsað um það, og það var betra að svo var ekki, en við skulum ekki 'tala um fortiðina. Ég hefi sagt þér, að hjónaband okkar fór út um þúfur löngu áður en hún dó, og ég vildi helzt geta gleymt alveg þessum kafla ævi minnar, ég var ekki hamingjusamur — við skulum ekki fara að róta upp í þessu, Jane.". . r „Þú hlýtur að hafa verið særður djúpu sári, er hún yfirgaf þig," sagði hún hugsi. „Þótt þú hugsir kannsks aldrei um það er ég önnur konan þín, konan, sem. ..." „Talaðu ekki þannig, Jane," sagði hann og greip um axlir hennar, „aldrei aldrei framar. Það sem, er mikilvægast og bezt í lífi mínu, er það, að þú varðst á vegi mínum. Þú hefur gert mig hamingjusaman — ég hefi verið hamingjusamur hverja stund, síðan er fundum okkar bar saman. Það er engin önnur kona, sem er mér neitt. Mér finnst, að ég hafi byvjað lífið, þegar fundum okkar bar saman." Var hann að reyna að sannfæra siálfan sig með þessum orð- um? í gær hafði hann verið svo viss um sjálfan sig og allt, en nú.... eftir heimsókn Stellu.... var eins og einhver vafi hefði laumast inn, hróflað hefðí verið við öryggiskennd hans, — og hann spurði sjálfan sig hvort hann væri ekki að einhveriu leyti meðábyrgur fyrir allt hið illa, sem komið hafði fyrir Stellu, eftir að hún hafði yfirgefið hann. Hafði hann ekki vanrækt hina fögru, lífsglöðu konu sína, sem hafði alið hinar björtustu vonum, er hún batt örlög sín hans, en varð fyrir vonbrigðum, af því að hann hugsaði um það eitt, að brjótast áfram? En nú var Stella, sem hann eitt sinn hafði elskað eins og lífið í brjósti sínu, Stella, sem hann hafði haldið dána, komin inn í líf hans af nýju. „Jæja, Jane mín," sagði hann lágt, — „nú er það bara þú og ég — bráðum verðum við þrjú —" Hann mælti þetta hásum rómi og ætlaði að segja eitthvað meira en í sömu svifum hringdi síminn. Hann gekk að honum og tók upp heyrnartálið. „Halló." „Það er ég, Stella —" var svarað, ,fyrirgefðu, að ég ónáða þig, en ég er í hættu. Ég verð að tala við þig — þegar í kvöld." Jane leit á hann spyrjandi augnaráði, þegar hann hafði lagt heyrnartólið á. Það var ekkert óvanalegt við það, að hringt væri til hans, — og vanalega var það þá svo, að hann varð að vitja sjúklings. Þetta hafði gerst oft og mörgum sinnum, en samt sem áður fannst honum, að hann skorti allt öryggi, er hann nú varð að segja konu sinni ósatt. „Ég er víst til neyddur að fara," sagði hann, „en ég kem fljótlega aftur. Það er sjúklingur, sem þjáist af hjartabilun en ég held, að í bili dugi að láta hann fá sprautu." * Hann gekk fram í forstofuna og tók læknatöskuna, sem allt af var þar tilbúin, ef hann þyrfti að grípa til hennar. Vitan- lega varð Jane fyrir vonbrigðum, að hann skyldi þurfa að fara út einmitt þetta kvöld, er hún hafði vonað að þau gætu lagt einhverjar áætlanir fyrir framtíðina — ekki áðeins fyrir þau ein, heldur líka barnið, sem hún bar undir brjósti. Það var farið að rigna, svo að hann hljóp frá aðaldyrunum að bílskúrnum. Brátt sat hann við stýrið og ók þangað, sem Stella hafði beðið hanri að koma. Það var þægilegur kliður frá hreyflinum, en það ískraði dálítið í gluggaþui rkunni, og það fór í taugarnar á honum. Eftir tuttugu mínútna akstur kom hann að götunni, sem hún hafði nefnt. Hann ók hægt eftir henni og leit á húsiiúmerin, en allt í eiriu skaust einhver fram úr húsagarði, 'svo að hann varð að sveigja snöggt til hliðar. Hann var annars ágætis bílstjóri, en þetta hefði ekki komið fyrir, ef hann hefði vevið jafnaðgæt- inn og vanalega og taugarnar í jafngóðu iagi. Þetta var þá Stella. Til allrar gæfu stöðvaðist hún svo snarlega, að hún varð ekki fyrir bílnum, en litlu mátti muna. Andartaki síðar sat hún við hlið hans, allblaút og lítt snyrti- leg, — gerólík því, sem var, er hún kom til hans í læknastofuna, og það var mikill áhyggjusvipur á henni. „Viltu að ég aki á einhvérn ákveðinn stað?" „Nei, bara eitthvað þar sem við getum talast við í ró og næði." Eftir stutta þögn bætti hún við: „Þekkirðu ekki neinn afskekktan s't'að, vi'ð skógargötu til dæmis, þar sem við getum numið staðar meðan við ræðumst við." Hann ók af stað og fór nú varlegar en áður. Þau ræddu fátt, aðeins orð á stangli fóru á milli þeirra, — honum þótti líka öruggara að þau létu viðræður bíða, því að hann þurfti að hafa allan hugann við aksturinn. Stella hafði ekki ságt eitt'einastá orð um hvers vegna það var svo mikilvægt, að þau hittust þeg- ar þetta kvöld. Nú var komin þoka, að vísu ekki þykk, en hann var þó'til neyddur að aka hægara. Hann.ók inn í trjágöng, þar sem hann eitt sinn hafði geymt bílinn, meðan hann leit inn til sjúklings. Þegar hann sneri kveikjulyklinum sagði hánn umsvifalaust: „Segðu mér þá hvað hefur gerst?" 2J Í4: N*ö»!»d*v»ö»k»u«n«n4 | Ungi maðurinn læddist aftan j að stúlkunni sinni, tók höndunx fyrir augu hennar og lýsti yfir: | — Eg kyssi»þig, ef þú getur ekki gizkað á, hver þetta er. Og þú mátt reyna þrisvar. i — George Washingtonj Thomas Jefferson, Abraham. Lincoln, sagði hún. I * | Kóreustríðið var í algleym- ingi og herspítalinn í Tokyo. óskaði eftir meiri blóðgjöf frá bandarískum hermönnum þar.' Menn í flokki Joes undirforingja voru að undirbúa blóðgjöfina, þegar hann sjálfur lét í ljós ósk um að mega slást í förina. Joe var búinn að vera alllengi £ hernum og hafði tekið þátt í mörgum orustum, oft meS flöskuna með sér. — Joe, sagði yfirmaðurinn, — þeir munda fá 75% alkohol og 25% blóð frá þér, ef til kæmi. ; — Þá verð eg að fara, sagði Joe ákveðinn. — Eg hef ein- mitt það, sem þá vantar £ Kóreu núna yfir vetrarmánuð-^ ina — frostlög! ;: * Faðirinn: — Drengur minhr Eg hafði aldrei kysst stúlkU'. fyrr en eg hitti móður þína. Mundir bú -get'a sagt hið sama. við son þinn? Sonurinn: — Já, en áreiðan- lega ekki verið svona sakleysis- legur á svipinn á meðan. —• Það er satt, sagði eigin- maðurinn sannfærandi. — Eig-, inkona mín hljópst á brott mcð; bezt vini mínum. ;.. . — Það var nú verra. .Var hann laglegur þrjóturinn? — Eg yeit það ekki. Eg.hef: aldrei séð hann! Atviiiiiiileyjsingjuim l'ækkar. Launþegar i Noregi voru E febrúar í vetur 1,170,900 talsins: — það er að segja 5650 fleiri en- i fyrra. Á sama tíma var tala atvinnu- leysingja 25.010 og er það 1518"- færri en árið áður. í. & Suwcuýkj -TAHZAN- 2-1-G3 Öskur apans var ofboðslegt og Jjónið sherist til varnar. Þar vár kominn Bulat, vinur Tarzans, með þrjá af félögum sínum. Ljónið varð tryllt af bræði og snerist gegn þeim. Tarzan togaði í böndin af æsingi. Þetta yrði bardagi sem frægastur yrði í allri sögu frumskógarins. j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.