Vísir - 24.07.1957, Blaðsíða 5

Vísir - 24.07.1957, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 24. júlí 1957 VÍSIR Fréttabréf af Vestfjörðum: Félagsheimili vígt í H s ^ jps MemgrimsTirOi. Unnlð við vatnsveitu fyrir Flateyri. Fréttabréf frá Vestfjörðum. 19. júlí. Sunnudaginn 1G. þ. m. var vígt nýtt félagsheimili að Kirkjubóli í Steingrímsfirði. Sr. Andrés Ólafsson prófastur í Hólmavík vígði húsið, en Bene dikt Grímsson bóndi og spari- sjóðsstjóri á Kirkjubóli lýsti byggingunni og byggingarfram kvæmdum, sem alls hafa kostað um 900 þúsund krónur. Gáfu hrsppsbúar, sem alls eru 108, alla vinnu við bygginguna, aðra en fagvinnu. Félagsheimili þetta er myndarlegt hús, 315 m2 að flatarmáli og nokkuð yfir 1600 rúmmetrar. í húsinu er' salur til mannfunda, veitingasalur og rúmgott leiksvið. Aðalsalurinn tekur um þrjú hundruð manns í sæti. Aðalfélagsheimilið hefur hlot ið nafnið Sævangur og ber nafn með rentu. Að lokinni vígsl- unni s.l. sunnudag var almenn skemmtun. Var þar mikið fjöl- menni og góður fagnaður. Það vekur furðu, að jafn fá- mennur hreppur og Kirkjubóls- hreppur er, skuli hafa komið upp jafnmyndarlegri byggingu tiltölulega skuldlítið, en það hef ur unnizt með einstökum sam- tökum hreppsbúa og góðri for- ustu. Raforkan færist út. Vinnuflokkar frá rafveitum ríkisins vinna nú í sumar að raflýsingu sveitabæja báðum megin Steingrímsfjarðar frá virkjun. Er ætlazt til að þorp- ið í Drangsnesi fái raforku i sumar frá áðurgreindri virkjun. Sláttur hefur gengið vel í Steingríms firði það sem af er. Tún eru yfirleitt vel sprottin. Á harð- lendum túnum er þó léleg sprettá. Tíðarfar er hvarvetna iúð bezta. Mæla margir að þetta sumar sé líkast sumrinu 1939, er þótti eitt hið bezta, sem kom ið hefur hér um slóðir. Ný vatnsveita á Flateyri. Á Flateyri í Önundarfirði er nú unnið að nýrri vatnsveitu um frá stærri vatnsföllum, en.á einum stað var sjávarfalla- straumur aflgjafinn. Það var í Brokey í mynni Hvammsfjarð- ar. Rétt fyrir síðustu aldamót hlóð bóndinn þar, Vigfús Jón Hjaltalín, garð þvert yfir mynni vogs vestan í Norðurey. Dyr voru á garðinum og setti Vigfús þar niður spjaldkarl, sem sneri kvarnarsteinum. Norðurey er skilin frá sjálfri Brokey af ör- mjóu sundi. Árið 1901 gerði Vig- fús brú til Norðureyjar rétt ofan við lendinguna í Brokey. Árið eftir flutti hann spjaldkarlinn í flóðgátt brúarinnar. Þar maiaði kvörnin bæði með aðfalli og út- falli, en hclt kyrru fyrir á liggj- andanum. Myllan var notuð í fjöldamörg ár til kornmölúnar og annarra smávika, en hefur nú verið lögð niður. Ekki er mér kunnugt um, að sjávarfalls- straumár hafi verið notaðir anri- ars staðar hér við land, Iivorki fyrr né síðai', sem hreyfiáfls- ÆTjafi á likan hátt og í Brc'key/ fyrir kauptúnið. Er vatnið tek- ið úr Klofningsá og leitt það- an inn á Flateyrina. Standa von ir til, að á komandi hausti verði verkinu það langt komið, að allmörg hús fái vatn úr þess- ari nýju leiðslu. Handfæraveiðar. Sjö bátar, flestir litlir, stunda nú handfæraveiðar frá Flateyri. Þeir hafa allir aflað vel; sumir ágætlega. Slys, traktor veltur. S.l. mánudag var Greipur Guðbjartsson verzlunarmaður á F]ateyri að sækja mold á drátt- | arvél út í Eyrarland. Þegar um það bil var lokið að moka mold inni í kerruna, valt hún og trakt ^ i orinn niður fyrir bakkann, sem var allhár. Greipur var á trakt- ornum, er hann valt. Meiddist hann nokkuð og leið illa tvo næstu sólarhringa á eftir, en nú er líðan hans betri. Rannsóknarflugvélar veðurtepptar. Tvær danskar, litlar flugvél- ar, sem stunda rannsóknir á Grænlandi, komu til ísafjarðar 17. þ. m. og lágu þar í rúman sólarhring, sökum slæmra lend- ingarskilyrða í Grænlandi. Flug vélarnar fóru frá ísafirði að- faranótt 19. þ. m. Húsabyggingar eru nú meiri á ísafirði en ver ið hefur fjölda ára. Mest er byggt af íbúðarhúsum. Eru allt um þrjátíu íbúðir í byggingu, en fæstum þeirra verður lokið á þessu ári. Er mikið unnið að byggingunni í aukavinnu aðila, einnig nokkuð með samhjálp. Landsbankinn er með nýja bankabyggingu í smíðum. Vorð ur þar einnig íbúð bankastjóra og húsvarðar. Bygging þessi er á suðurhorni Pólgötu og Flafn- arstrætis. — Arn. Tékknesk vörubifreið sýnd hér. Laust fyrir helgina var hér til sýnis tékknesk vörubifreið af geröinni PRAG V3S, sem að ýmsu leyti er talin henta vel íslcnzkum aðstæðum. Er hér um að í'æða rúmlega 5 lesta bifreið og hefur hún. að sögn framleiðenda, til að bera alla kosti Tatra-111 gerðarinn- ar, sem hér var sýnd fyrir tveirn árum og vakti nokkra athygli, en þótti full þung. PRAGA V3S er hins vegar létt- ari og mjórri og hentar því bet- ur brúm og vegum hér á landi. Þar að auki er svo hægt að aka bifreiðinni um algerar veg- leysur. Efnilegir íþróttamenn meðal unglinganna. Úrslitin í unglingameistaramótinu. Unglingamcistaramót ísland.s 1957 liófst á MelavelUnum í ReyU.javík á föstudagskvöldið 19. þ. m. Árarigur Úlfars Björrissonar i kúluvarpi var mjög athyglisverð ur. Úlfar er 18 ára og nálgast af- rek hans Ilusbys á sínum tíma. 100 metra hlaupið, ' þar sem keppendur voru 19, var 'mjög ■spennandi. Hástökk Eyvinds Erlendssonar var mjög gott. Úrslit í einstökum greinum urðu þessi, fyrsta dag keppninn- ar: 110 m. grindahlaup: 1. Erynjar Jensson, ÍR 18,0 sek. 2. Hglgi R. Trauslas. KR' 1S,2 — 100 m. lilaup: 1. Brynjar Jensson ÍR 11,7 sek. 2. Óíafur Unnsleinsson UMFÖ. 11,7 sek. 3. Björn Sveinssori, ÍBA 11,9 sek. 54,2 sek. 2. Ólafur Unnsteinsson, UMFÖlf. 54.5 sek. 3. Jón Gísla- son, UMSE 56,1 sek. 4i Örn Stéin sen, KR 57,1 sek. 1500 m. hlaup: 1. Kristleifur Guöbjörnss. KR 4:048 mín. 2. Jón Gislason UMSE 4:196 min. 3. Margeir Sigur- björnsson ÍBK 4:29,1 mín. 4. Ragnar Þórsteinsson KR 4:402. Hástökk: 1. Eyvindur Erlendsson UMF Self. 1,76 m. 2. Helgi R. Trausta- son KR 1,65 3. Brynjólfur Jens- son ÍR 1,60. 4. Ómar Ragnarsson ÍR 1,55 m. Langstökk: 1. Bragi Hjartarson iB Akui’- eyri 5,90 m. 2. Ölafur Unnsteins- son UMF ölf. 5,83. 3. Ingvar Þor- valdsson KR 5,66. 4. Guðjón Guö- mundsson KR 5,53 m. 400 ni. hlaúp: | Kúluvarp: 1. Kristleifur Guðbjörnss. KR ] 1. Úlfar Björnsson UMF Fram £ 13,61 m. 2. Brynjar Jensson lR 12,68. 3. Guðmundur Sigurðsson iBK 12,37 m. Spjótkast: 1. Björn Sveinsson IB Ak. 47,26 m. 2. Guðm. Sigurðsson ÍBK 44,20 3. Sigurður Steingríms son UMF Fram 41,59. 4. Invar Þorvaldsson KR 37,30 m. Það var athyglisvert og mjög til fyrirmyndar að af 20 skráð- um keppendum mættu 19 til leiks, og sá eini, sem ekki gat mætt var úr Reykjavík. Annar dagur, 20. júlí Úrslit: 200 . hlaup: 1. Ólafur Unnsteinsson UMF Ölf. 24,4 sek. 2. Björn Sveinsson iBA 24,8. 3. Bragi Hjartarson IBA 24.8 sek. 800 m. hlaup: 1. Kristleifur Guðbjörnss. KR 2:01,2 min. 2. Jón Gíslason UM- I SE 2:01.9. 3. Margeir Sigur- björnsson ÍBK 2:11,4 4. Reynir Þorsteinsson KR 2:16,7 mín. 3000 m. hlaup: 1. Kristleifur Guðbjörnsson I<R 9:20,4 mín. 2. Jón Gíslason UMSE 9:35,8. 3. Margeir Sigur- björnsson iBK 9.36,2 min. 400 m. grindáhlaup: 1. Kristleifur Guðbjörnsson KR 65,4 sek. 2. Sigurðúr Stein- grímsson UMF Fram 67,2 sek. 3. Margeir Sigurbjörnsson iBK 69,8 sek. Þrfstökk: 1. Einar Erlendsson iBK 12,41 m. 2. I-Ielgi R. Traustason KR 12,20 3. Guðjón Guðmundsson KR 12,08 4. Gylfi Gunnarsson I<R 11.91 m. Stangarstökk: 1. Brynjar Jensson IR 2,64 m. Aðrir komusf ekki byrjunarhæð- ina. Sleggjukast: 1. Brynjar Jensson iR 31,65 m. 2. Úlfar Björnsson UMF Fram 23,76 3. Sigurður Steingrímsson UMF Fram 21.08 m. Krlnglukast: 1. Úlfar Björnsson UMF Fram 37,16 m. 2. Gretar Ólafsson ÍBK 35,92. 3. Brynjar Jensson iR 34,30. 4. Þórarinn Lárusson KR 34,30 m. ’Np" :3 = \T , ^YIHPUUQ L . i” GIUGGAR HF fIKIfH0tTI5-iim“82287.:j M.s. Dronning Alexandrine fer til Færeyja og Kaup- mannahafnar, laugardaginn 3. ágúst. — Pantaðir fai'seðlar óskast greiddir fyrir 26. þessa mánaðar, eftir þann tíma verða ósóttar pantanir seldar, ef nauð krefur. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Erlendur Pétursson. Tryggvagötu. Stöðvun Litlafells. Olíufélagið hefir beðið Vísi fyrir eftirfarandi: Olíufélagið h.f. óskaði eftic- því þann 17. þ. m., aðverkfalls- menn leyfðu, að „LitlafeliF tæki gasolíu úr ,,Hamrafellf‘'' og flytti til síldveiðiflotans, þac- sem birgðir þess í Reykjavík og. Hafnarfirði nægðu aðeins nokkurra daga hér syðra, enn- fremur var beðið um heimild ti þess að flytja olíu frá Reykja- vík til hvalveiðistöðvarinnar. Verkfallsmenn svöruðu þess- um tilmælum neitandi meíi bréfi, dags. 18. júlí svohljóS- andi: „Höfum móttekið bréf yðar, dags. 17. þ. m. Verkfallsstjöm F.F.S.Í. tekur ekki afstöðú íE beiðni yðar um undanþágu fyrir losun á hluta farmsins úr m.t. „Hamrafelli“, þar sem ekkl er um beinan olíuskort að ræða. Beiðni varðandi fuelolíu til h.f. ,,Hvals“ er synjað.“ Föstudaginn 19. þ. m. kl. 10.45, var skipstjóranum á ,,Litlafelli“ því sent svohljóð- andi símskeyti: „Engin olía til flutninga sök- um verkfalls. Ákveðið leggja skipinu Reykjavík.“ Þann 20. júlí telur verkfalls- stjórnin sig stöðva þetta olíu- flutningaskip og skrifar útgei'ð- kini svohljóðandi bréf: „Við leyfum okkur að til— kynna yður, að undanþága sú, sem olíuskipinu m.s. Litlafelli var veitt 21. júní 1957 til olíu- flutninga vegna sildveiðanna, er hér með afturkölluð, þar eS útgerðarstjórn skipsins liefir farið út fyrir það verksvið unt notkun skipsins, sem undan- þágan heimilaði, með því a® taka sementsfarm til flutnings® ■ í tilefni þéssa hefir skipstjór- inn á „Litlafell" þetta að segja: ,,Að gefnu tilefni lýsi ég því hér með yfir, að útgerðarstjórit mín gaf ekki fyrirmæli um at$ taka þá 200 poka af sementi til Reykjavíkur, sem um borð í m.s. „LitlafeH" voru látnir á Akureyri í s.l. viku. Sementspoka þessá tók ég fyrir einn starfsmann skipaút- gerðarinnar og taldi mig veras að gera honum persónulegan greiða. Ég hefi að gefnu tilefni greint verkfallsstjórn F.F.S.Í. frá of- anrituðu. Ennfremur vil ég taka fram, að þegar ég greindi útgerðar- stjóra skips míns frá því, að ég hefði tekið umrædda sekki um borð í skipið og skýrði sjónar- mið mitt í því sambandi lagði hann bann við því, að sementi® yrði losað úr skipinu. Bernharð Pálsson (sign)“. Ofanritað teljum vér rétt a5 almenningi sé kunnugt og vilj- um um leið upplýsa, til þess aS hægt sé að líta á stöðvun olíu- flutninganna með m.s. „Litla- felli“ í réttu ljósi, að skipið , hafði raunverulega verið bundið í tvo daga, þegar stöðvunar- bréf verkfallsmanna barst út- gerðinni mánudaginn 22. þ. nu Reykjavík, 23. júlí 1957. Skipadeilð S.Í.S. BEZT AÐ AUGLÝSA1 VlSI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.