Vísir - 30.07.1957, Page 1

Vísir - 30.07.1957, Page 1
VI 47. árg. Þriðjudaginn 30. júlí 1957 177. tbL- Viðræður í London um afvopnunarmálin hafnar. Uppreistin í Oznan verður einnig rædd. Formlegar viðræður utanrík- Isráðherra Bretlánds o'g Banda- ríkjanna hefjast í dag. Munu l>eir fjalla. um ýms alþjóðleg vandamál, fyrst og fremst af- vopnunarmálin. Sélvvyn Lloyd sagði í gær á þiligi, áð þeir mundu einnig ræða uppreistina í Oman. John Foster Dulles ræddi þegar eftir komuna við Whitn- ey, sendiherra Bandarikjanna í London, og Harold- Stassen, sem sitúr fund undirnefndar- innar, en hann er ráðunautur Eisenhowérs forseta í afvopn- unarmálum. Að þeim viðræð- um loknum ræddust þeir við 6- formlega í sehdiráðlriu, Dulles Og Selwyn Lloycl. Yfirlýsing þríveldánna. . \ Samtímis komú, Dullésar. var þirt í Berlin og undirrituð þar yfirlýsing Bretlands," Banda- ríkjanna og V.-Þýzkalands, þar sem endurtekð er hv.er sé af- staða þeirra til sameinipgar, og er þar lögð áherzla á frjálsar kosningar og að Þýzkaland taki sjálft ákvörðun um framtíð sína. — Allmikið er rætt um þessa yfirlýsingu í blöðum Bretlánds í morgun og kemur fram í þeim sumum, að heppi- Jegra hefði verið, að yfirlýsing- in hefði haft eitthvað að flytja, sem væri annað en endurtekn- ing á fyrri stefnu, eitthvað sern sýndi hugkvæmni, og að reyna bæri nýja leið til samkomu- lags. Daily Telegraph segir þó, að varlega beri að fara í til- slakanir, sannleikurinn sé sá, að Ráðstjórnarríkin vilji Þýzka- land samkvæmt sínum eigin tillögum, og þess vegna muni þeir leitast við að halda Aust- ur-Þýzkalandi í greip sér eins lengi og þeir geta. Bandaríkin, S.-Arabía og Onian. Blöðin ræða einnig uppreist- ina í Oman í tilefni af komu Dullesar. Viðurkenna þau, að Bandaríkin hafi unnið - gott verk með stuðningi við S.-Ara- bíu til mótvægis við Nasser, en þau megi ekki fara út í það að styðja S.-Arabíu gegn soldán- inum í Oman. ,A!bert" er 35 ver&a tilbúinn. Björgunai-skip Norðúrlands ,,Albert“ er nú loksins að verða tilbúið. Gert er ráð fyrir að skipið rnúni geta farið í reynslu- för sína um næstu helgi. - Smiði skipsins hefur orðið tafsöm og hefur afhendingu þess verið frestað mánuð eftir mánuð vegna ýmissa orsaka. En nú virðist að smíði skipsins sé brátt lokið ef ekkert ófyrirsjá- anlegt kemur fyrir. Skipið er að sjá hið vandað- asta, en dýrt mun það verða. Slysavarnadeildir kvenna á Norðurlandi hafa lagt fram all- mikið fé til smíði skipsins en landhelgisgæzlan á að sjá um allan rekstur þess. % Curd Jiirgens er fyrsti þýzki leikarinn, seni imi 25 ára skeið býðst aðalhlut\rerk i Hollywodd-mynd. Suðurlandssíldin enn ekki söltunarhæf. TaSsvert magn af síld en hún er aðems 7—9 prósent að fitu. ! Frá fréttaritara Vísis. — Akranesi í morgun. Fjórir bátar eru byrjaðir reknetaveiðar, en þær ganga aðeins miðlungi vel. Sérstak- lega er það bagalegt livað síld- in er mögur. Á laugardaginn var, þegar síðasta fituniæling var gerð, reyndist síldin ekki nema frá 7 til 9 prósent af fitu og er það langlum of lítið til þess að hún sé söltunarliæf. Þar af leiðandi fer síldin öll í bræðslu og rriunar það miklu á verði, ef hún væri söltuð. Einstaka bátar hafa fengið mjög góðar lagnir, 200 til 300 tunnur, og væri það verðmæt- ur afli ef síldin væri söltuð. í fyrra byrjuðu Akranesbát- ar reknetaveiðar þann' 27. þ. m. og var síldin þá feit og sölt- unarhæf. Flinsvegar er talið mikið síldarmagn í sjónum og sýna dýptarmælar mikla og' greinilega lóðningu. Síldin heldur sig aðallega við botn- inn og er það tilgáta manna að hún sé að hrygna. Ef svo er þykir líklegt að hún muni skjótt fitna að hrygningu lokinni, ef átuskilyrði eru fyrir hendi. Im 1000 skip stunda síldvei&ar vii) ísland. Kenna köldum yfirborðssjö, að herpinótaveiðin brást. Þegar Mayi'lovver II. kom. til Nevv York skömmu eftir kom- una til Portmouth, var mikið uni dýrðir. Eitt af loftt'örunv bantlaríska ílctans lieilsaði þá. þessum óvenjulega farkosti með bví að fljúga yfir bann. Stóð vörð um Þegar verið var að grafa fyrir símastreng, sem á að' liggja gegnum gamla kirkju-j garðinn í Aðalstræti mokaði einn af verkamönmuium of- an af hauskúpu. Þrátt fyrir regnskúr gáfu vegfarendur um Kirkjustræti sér tima til að staldra við og líta á hauskúpuna. Lög- regluþjónn stóð vörð yfir beinum hins látna Keykvík- ings. Ýsuvei&i að glæ&ast í siunar hafa fáir bátar stundað veiðar með línu og handfæri í Faxaflóa, enda hef- ir afli verið tregur og sjómenn lítið borið úr býtum. Nú hefur afli hinsvegar glæðst til muna og er nú reit- ingsfiski. Nokkur undanfarin haust hafa allmargir bátar stundaö ýsuveiði í net og hefir það gef- ist ágætlega. Upp úr miðjum næsta mánuði, þegar dimma tekur nótt er gert ráð fyrir að netabátarnir byi’ji veiðar. Frá fréttaritara Vísis. Oslö í júlí. Vikuna 14. til 20. júlí bárust litlar fréttir af síblarafla nörsku skipanna við ísland. Tvö skip, Geitnng og Haugar, höl'ðu feng- ið 750 og 830 tunnur af sild, en yfirleitt var síldveiðin mjög lé- leg og þó einkum vegna óliag- stæðra veiðiskilyrða. Mikil þátttaka er í Íslandssílcl- veiðum og er talið að alls séu 1000 skip þar í sumar, aðallega íslenzk og norsk. Fréttaritari Haugesunds Dag- blad segir að sildveiðin við Is- land sé mjög svipuð og hún var í fyrra, nema að í ár haldi síldin sig austar og sé hvað mest á svo- kölluðu Fcereyjagrunni, eða aust.norðaustur af Langanesi. Á aðalsildarsvæðinu austur af Is- iandi er sagt að sé jítið um átu Og að síldin lifi aðallega á eigin fitu, en safni hrognum og svil- um þar til hún fer til Noregs- stranda til að hrygna í janúar febrúar 1958. A. Godtfredsen, sá er skrifar í Haugesunds Dagblad, álítur að gott útlit sé fyrir sildveiði í rek- net á hafinu austur af Islandi í haust. Að visu megi telja að hei-pinótaveiðinni sé lokið og þar um megi kenna köldum yfir- borðssjó, en það hindri ekki góða reknetaveiði á þessum slóðum. G. O. Sars. Hafrannsóknarskipið G. O. Sars .kom til Rodö þann 22. þ. m. eftir að hafa verið að rannsaka göngu feitsildar milli Færeyja og Noregs. Leiðangursstjórinn Oiav_ Dragesund hefur greint frá því í blaðaviðtali að norðaustur af Færeyjum 150 til 200 mílur hali verið svartur sjór af sild, ef taka, má þannig til orðs, því sildin óð ekki en kom fram á mælitæki skipsins. Ef að líkum lætur ætti að v’erða góð veiði í reknet á þess-' um slóðum eða á Helgelands- grunni í ágúst. Nýjar ioftárásir á virki í Oman. Brezkar orustuþotur fóru í birtingu í morgun til árása á virki í Oman. í gær voru gerðar árásir á virki nálægt Niswa. Flugmið- um var varpað niður fyrir á- rásirnar, svo að uppreistarmenn vissu á hverju þeir áttu von. Brezkt herlið er komið til Buraimi-vinjanna, Nagy sleppur ekkl fyrst um sínn. Imre Nag-y, fv. forsætisráð- herra, Ungverja, miui ekki látinn laus fyrst um sinn. Vegna fyrirspurna erlendra fréttamanna um Nagy og mál hans, hefir utannkisráðuney t i Ungverja tilkynnt, að hann muni. dveljast i Rúmeníu „lengi enn“ og verði ekkert um mál hans sagt, eins og nú standi sakir. Hafði myrt 16 af 100 er hann var handtekinn. Ovenjufegt morðmál upplýst í Iran. Lögreglunni í Teberan tókst í byrjun vikunnar að uppiýsa eitt óv’enjulegasta morðmál, sem um gétur í Iran. • Þegar lejl'ð var úranimn-leit í 1300 ferkm. landi i Color- ado i sl. viku íétu 2000 menn skrá skáldr l'yrir sig. Sextán menn voru myrtir í borginni Uhv’az í suðurhluta ' landsins á aðeins einum mán- uði. Það einkennilegasta við þetta var það, að mennirnir voru allir í sömu stétt — þeir voru vörubifreiðastjórar. Þeg- ar feng'in var aðstoð ríkislög- reglunnar í Tehean, tókst að upplýsa málið eftir talsverða leit og fyrirhöfn. Það, sem komið hafði fyrir, er þetta: Fyrir röskum mánuði biðu mæðgur tvær bana af völdum vörubifrejðarstjóra. Hins seka var leitað, en ógern- ingur reyndist að komast að því, hver mundi hafa ekið yíir konurnar. Er svo var komið, af- réð sonur og bróðir hinna myrtu kvenna, Sadegh Kordeh, sem raunar var vörubifreiðarstjóri sjálfur, að „taka lögin í sínar hendur“, og hann vann þess dýran eið, að hann skyldi hefna móður sinnar og systur með því að myrða 100 vörubifreiða- stjóra. Honum hafði tekizt að standa við heit sitt að einum sjötta — eða þar um bil — þeg- ar hann var tekinn, því að þá hafði hann orðið 16 manns að bana, eins og að framan getur.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.