Vísir - 01.08.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 01.08.1957, Blaðsíða 4
VISIR Fimmtudaginn 1. ágúst 1957 TOSIR. D A G B L A Ð JTkir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Rltitjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. y Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18.00. Afgreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. ]J I Sími 11660 (fimm línur). 'l'! Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. . I | íj"! Breytt vinnulöggjöf ? Dulbúið setulið a Sum stjórnarblaðanna hafa nokkrum sinnum tæpt á því að undanförnu, að. kom- ið væri út á varhugaverða braut í vinnudeilum hér á landi, svo að breyting þyrfti .að verða á þessu. Rétt er þó að geta þess, að Þjóðviljinn hefir ekki tekið svo til orða, því að hann mun enga á- stæðu telja til að gera breyt- ingu í þessu efni. Þótt hann hafi skammað „íhaldið" fyr- ir verkfallið — alveg eins og Tíminn hefir gert, því að enginn munur er á þessum blöðum, síðan Heródes og Pílatus urðu vinir — er' honum ekki eins leitt og hann lætur, því að í rauninni eru verkföll það fyrirbrigði, sem hann óskar, að sem mest gæti hér á landi. Þetta vita allir, og þarf ekki um að ræða. En önnur spurn- ing mun mjög ofarlega á baugi meðal alis almennings, og hún er sú, hvort kratar. og framsókn muni hafa í hyggju að bera fram á næsta þingi einhverjar tillögur til breytinga á löggjöfinni um vinnudeilur, svo að girt verði fyrir hjaðningavíg af völdum verkfalla í framtíðr inni. Það er ekki nóg, að þessi stjórnarblöð kveinki sér og beri sig illa, ef þau hafa síðan hvorki þor né getu til að reyna að ráða bót á þéim vanda, sem þau segja, að við sé að stríða. Núverandi ríkisstjórn hefir reynzt næsta blauð og úr- ræðalaus, því að ef afrek hennar eru skoðuð niður í kjölinn, kemur á daginn, að hún hefir ekkert gert annað én að binda viðskipti þjóð- arinnar austur á bógintt í eins ríkum mæli og húa treysti sér til. Um önnur „afrek" er ekki að ræða, og menn verða sennilega að bíða árangurslaust, ef þeir gera ráð fyrir, að stjórnin finni einhver úrræði í þá átt að firra þjóðina tjóni af vihnu- deilum framvegis. Heimurinn skiptist nú i tvær andstæðar fylkingar. Annarsveg- ar eru kommúnistar með sitt sér- staka stjórnarfar og fjárhags- kerfi. Rússar og Kínverjar eru í brjósti þessarar fylkingar. — Hins vegar eru lýðræðisþjóðir með sitt lýðræði í stjórnarhátt- um og kapitaliskt fjárhagskerfi. Þar eru Bandaríkjamenn og Englendingar í fararbroddi. Á milli þessara fylkingar eru eink- um negrar i Afríku og brúnir menn i Asíu, auk Araba, Þess- ar frumstæðu þjóðir eru vafalít- ið auðunnin bráð kommúnism- ans, þar sem þær eru aldar upp við einræði í einhverri mynd og vantar alla menntun og þroska til að geta tileinkað sér „lýð- ræði" í stjórnarfari og atvinnu- háttum, enda erfitt að gefa for- skriftir til að fara eftir um stjórnarfarslegt lýðræði, sem varla getur talizt með sama hætti í neinum tveimur lýðræð- isrikjum veraldarinnar. 1 þeim stórveldaátökum, sem nú eiga sér stað, verða smáþjóð- ir eins og Islendingar að taka af- stöðu til átakanna, hvort sem þeim líkar betur eða ver. Þetta hafa Islendingar gert með því að ganga í varnarbandalag vest- rænna þjóða. Afleiðing þessar- ar afstöðu er dvöl varnarliðs, —¦ eða setuliðs — vesturveldanna í landinu. Hjá þessu varð' ekki komist, þar sem islendinga skorti kunnáttu, fjármagn og manndóm til að takast þessar varnir í sínar hendur. Ýmsir góðir og gegnir menn í þjóðfélaginu telja dvöl yarnar- liðsins í landinu hinn rnesta voða. Þetta eru yfirleitt einfald- ar og góðar sálir, 'sem sjálfsagt meina það, sem þær halda fram, að dvöl hermanna i landinu sé hættulegt þjóðerni og siðgæði fslendinga. Auðvitað er þjóðern- S ishættan engin. Islendingar hafa svo mikið samneyti við umheim- I inn nú orðið, að þeim er ekki búin þjóðernisleg hætta af vilvist nokkurra einkennisklæddra út- lendinga, sem dvelja að mestu samanhnipraðir á afskektum út- skaga. Siðferðisgrýlan er hé- góminn einber, enda mikið til hætt að hampa henni. Þessir einföldu en heiðarlegu andstæðingar varnarliðsins, eða setuliðsins, virðast ekki athuga það, að austurveldin, kommún- istaríkin, hafa hér setulið, sem er miklu hættulegra íslenzku þjóðinni og sjálfstæði en ame- ríska setuliðið. Þessir rússnesku setuliðsmenn tala islenzku, hafa ísienzkan rikisborgararétt, og klæðast venjulegum borgaraleg- um fötum. Það er þess vegna erfitt að vara sig á þessum setu- liðsmönnum. Þjóðræknir, ís- lenzkir borgarar, komast ekki hjá að umgangast þá, þó þeir vildu, því að ytra útliti eru þeir eins og heiðarlegt fólk. Væru , þeir einkennisbúnir eins og t. d. ámerisku hermennirnir, væri hægt að sneiða hjá þeim. En með því að dulbúast hefur þeim tek- izt að komast inn á Alþingi, í bæjar'stjórnir og í ríkisstjórnir. — Ef íslenzkir kommúnistar, sem eru opinberír talsmenn . rússiíeskra stjórnarhiátta, igengju einkennisbúnir, eins og rússneskir hermenn, mundu Is- lendingar tæpast samneyta þeim, eins og þeir gera nú. Þá mundu jafnvel „saklausir ein- feldningar" vara sig á þeim. Kolbeinn Kaldaljós. Hver er orsökin? Það er eftirtektarvert, að í um- ræðunum um verkfallið að undanförnu, en það er nú orðið eitt lengsta verkfall, sem um getur hér á landi, hafa stjórnarblöðin forðazt eins og heitan eldinn að nefna kjarabætur þær, sem flugmenn fengu í vetur. Rík- isstjórnin beitti sér fyrir lausn flugmannaverkfallsins, og lausnin var á þá' leið, að augljóst var, að hún hlaut að draga dilk á eftir sér. Það er nú komið á daginn, mjög áþreifanlega, að asninn ' var leiddur í herbúðirnar ' með þessu. Kröfur stéttanna ! um kjör byggjast svo mjög á samanburði við aðrar stéttir. Verzlunin Ás var reist við fiskreitina. sambærilegar eða ekkiv eftir ástæðum, ¦ að yfirmenn á skipum hlutu að krefjast kjarabreytinga, þegar flug-j menn höfðu fengið sín kjör bætt. Þetta hefði ríkisstjórn- in átt að vita, þegar hún af- réð að bjóða flugmönnum stórum aukin gjaldeyrisfríð- indi, sem vart yerða metin til fjár, eins og ástatt er. Þegar yfirmenn á skipun- um líta á kjarabætur flug- manna, telja þeir, er-flestir verða að stunda nám lengur en flugmenn til að geta komizt í stöður sínar, að þeir beri skarðan hlut 'frá borði. Og þá er ekki að sökum að spyrja. Hún var stofnsett fyrír 35 árum. Skattpíningin. En þetta er ekki eina orsökin, þyí að sitthvað fleira kem- . ur til greina, og' meðal ann- ars skattpíningin, sem rík- isstjórnin stendur fyrir og jókt stórkostlega á síðasta yetri. Þótt því sé haldið fram af stjórninni, að fram- f ærslukostnaður hafi ekkert hækkað við það, að lagður. 1 var 250 milljóna króná ' : skattur á þjóðina fyrir síð- *. ustu jól, veit þó hver af sinni- [ pyngJM, að allur kostnaður ' við heimilishald. og hvers- kyns starfsemi hefir vaxið stórlega. Þeir, sem hafa að- stöðu til, krefjast bættra kjara til að standa straum af auknum útgjöldum, og auknar álögur ríkisstjórnar- innar leiða því óhjákvæmi- lega til kjaradeilna og alls- kyns vandræða, er þéím fylgja. Það eru þyí aðgerðir ríkisstjórnarinnar sjálfrar, er Hafá skapað þann vanda, sem nú er við að glíma. í dag er Verzlunm Ás, ein af elztu mat- og nýlenduvöru- verzlunum þessa bæjar, 35 ára. Stofnendur hennar voru þau hjónin Helga Árnadóttir og Geir Halldórsson, og er liaim enn starfandi viS verzlunina. Verzlunin he.fur ávallt verið til húsa þar sem hún er enn í dag, á Laugaveg 160, og var á sínum tíma innsta eða austasta verzlun í bænum og þá innan við alla byggð, Skýringin er sú, að þá vbru fiskvefkuhar'- stöðvarnarhve'r við aðra á þessu svæði, sem nú er allt komið undir býggð. Fiskverkunarstöðvarnár. . hpfðu íbúðarskálá þa'r sem fastafólkið hafði héimavist, og var það til þess að mæta þörf- um þessa fólks, að verzlunin var staðsett þarna, og reyndist það vinsæl ráðstöfun. Þau hjónin ráku svo verzlun- ina . við vaxandi vinsældir í áratugi. Eftir kröfum tímans hafa á síðustu árum verið gerðar miklar breytingar og endur- bættir á gömlu búðinni og auk þess stofnaðar 2 búðir í nýju hverfunum, önnur að Brekku- læk 1, hin. á Melhaga 2. Allt eru þetta kjörbúðir. Núverahdi 'stjórhandi. verzl- unafihnar er' Svavar - H. Guð- mundsson, sonur stjúpsonur Geirs. Helgu cg ' „Útvarpshlustandi" hefur sent Bergmáli eftirfarandi bréf: „I bréfi frá „Hlustanda" seni birt var í dálki Bergmáls fýrir skömmu var minnst á það, að í smáklausum í blaði hér i bær,- um um útvarpið, væri allt frem- ur lofsamlegt, en margt mætti þó að útvarpinu finna, ef „vel i væri leitað" en annars f jállaði ! bréfið aðallega um þuli útvarps- Gagnrýni. Það er vitanlega ekki nema eðlilegt, að í blöðum sé sagður kostur og löstur á útvarpinu, en sannasta mynd fengju menn af því hverjum augum þjóðin lítur á útvarpið, ef útvarpshlustendur gerðu meira að því en þeir gera, að segja álit sitt um það i stutt- um bréfum til blaðanna, og ekkt aðeins um það, sem þeim finnst ábótavant, heldur líka um það, sem þeim finnst gott og lofs- vert. Þannig myndi sönnust gagnrýni koma fram, því að það eru skoðanir almennings sem þurfa að koma fram. Það verð- ur nokkuð einhæft, ef sami mað- ur er alltaf að skrifa um sama efni, þótt margt geti einníg kom- ið fram i slíkum skrifum. Fyrir mér vakir ekki að amast við slikum skrifum, þótt mér finnist þau deyfðarleg til lengd- ar, og ólíkt hressilegra að lesa klausur einhverra útvarpshlust- enda, sem taka sig til af eigin , hvötum og láta skoðanir sínar i ljós. A öðru máli. Annars er ég á öðru máli en „Hlustandi" um sumt. Eg er hon^ - um sammála um, að alltaf verð'- ' ur að lesa skýrt og að raddirnar verði að vera góðar, en mér og mörgum öðrum finnst ólíkt [ skemmtilegra að hlýða á allhrað- an lestur en mjög hægan. Aðal atriði er, að skýrt sé lesið. Hrað- , ur lestur er hressilegri. Annars- mun ógerlegt að verða" yið allra kröfum í þessu efni sem fleirum. ' Það væri t. d. ekki hægt að fyrir- skipa mjög hægan lestur, aðeins vegna þess, að „skilningur er misskarpur" eða „heyrn mis- jöfn". — Útvarpshlustandi". Tif Öskju meh eldhús í bíl. Tvær ferðir til Öskju verða farnar í ágúst á vegum Orlofs, B.S.Í. í samvinnu við Guð- mund Jónasson. Fyrri ferðin hefst þann 10. Farið verður í Landmanna- laugar, yfh- Tungná að Fiski- vötnum og dvalið þar daglangt. Þaðán verður ekið yfir Köldu- kvísl og í Jökuldal að Gæsa- vöthum og til Öskju. Þaðan verður haldið í Herðubreiðar- lindir, gengið á Herðubreið, síðan til Mývatns og til Akur- eyrar. Þaðan verður flogið til : Reykjavíkur. j Fararstjóri vérður Sigurður ' Þórarinsson jarðfræðingur. Með í ferðinni verður Jón Brynjólfs- son matreiðslumaður, er hefur til umráða sérstaka bifreið til að framkvæma alla matreiðslu. Síðari ferðin verður farin 21. ágúst. « Indverjar fluttu út 25O.«0ft lestir af tei á sl. ári* og Bret- ar voru aðal kaupendurnir. Tónlistarkeppní t Moskvu. Efnt verður til alþjóðlegrar tónlistarkeppni ungra tónlistar- mann'a 18—30 ára í fiðluleik og píanóleik í Moskvu í marz— apríl 1958 og er keppnih kem>d við rússneska tónskáldið Tsjækovski. Tónlistarkeppnin er opin öll- um til þátttöku. Undirbúnings- nefndin greiðir kostnað af dvöl keppenda í Moskvu og ferð þeirra fram og til baka. Veitt verða átta verðlaun fyrir píanóleik og önnur átta fyrir fiðluleik. Hæstu verðlaun í hvorum flokki eru 25 þúsund rúblur og heiðurspeningur ur gulli. Önnur verðlaun 20 þús- und rúblur, þriðju 15 'þúsund rúblur o. s. frv. Sigurvegarar verða að skuld binda sig til að taka þátt í hljómleikum án • sérstakrar. þóknunar. Einnig verða sigur- vegurunum tryggðar " hljóm- leikaferðir um Sovétríkin. Nánari upplýsihgar gefur sendiráð Sovétríkjanna \ í Reykjavík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.