Vísir - 08.08.1957, Blaðsíða 1

Vísir - 08.08.1957, Blaðsíða 1
95. árg. Fimmtudaginn 8. ágúst 1957 184. tb!. Reynt að bægja óþurftarmönnum frá síldarbæjunum. Frá fréttaritara Vísis. Raufarhöfn. Lítið hefur verið um landíegur liér í sumar, þá sjaldan það hef- ur verið, hafa tiltöiulega fá skip verið inni. Drykkjuskapur hefur verið með minna móti af þéim sökum. Leynivínsalar hafa ekki látið standa á sér nú, frekar en undan- farin sumur, lögreglan' hefur gengið vel fram í því, að upp- ræta þá, hafa verið teknir 7 *bil- stjórar með óeðlilegar áfengis- byrgðir, 4 þeirra hafa meðgeng- ið sölu. Miklir örðugleikar eru hjá lög- Teglunni vegna þess að ekkert fangahús er á staðnum, hefur komið fyrir að orðið hefur að hafa 4 ölóða óróaseggi járnaða inni í barnaskólanum í einu. — Fangahús verður að reisa hið bráðasta. Aðfaranótt sunnudags kom hingað fœreyskt fiskiskiþ með veikan mann, hafði hann fengið heilablóðfall, andaðist hann hér í sjúkraskýlinu á sunnudags- morgun. Sæmundur Kjartans- son læknir hefur komið hér upp sjúkraskýli, og hefur verið ráð- in hingað hjúkrunarkona í sum- ar, frú Sigríður Blöndal Reykja- vik. Er mikil bót að þessu hvoru tveggja, þar sem svo mikill fjöldi fólks er hérsaman kom- ínn, er nauðsynlegt að hafa sjúkraskýli, og góða aðhlynn- ingu fyrir sjúklinga hér. Fólk er nú tekið að streyma liéðan, virðast stúlkurnar eiga Æifiðara með að bíða eftir sölt- amarsíld, .en sjómennirnir. -— Vit- að er um einn sunnanbát, sem reif illa nótina, og er farinn heim. m§Æ síid söltuð í Husavík. — Paisigas' búsiíjay. Frá fréttariíara Visis. Húsavík í morgun. Ekkert hefur verið saltað hér af síld, það sem af er vertíð, en í fyrra voru saltaðar 20 þiísund tunmir í Húsavík. Eru þetta þungar búsifjar, er segja má að komi niður á hverju einasta heimili hér, því vinnu- laun við hverja tunnu eru um 100 krónur — eða 2 milljónir alls — sem bæjarbúar fara nú á mis við. — Síldin hefur allan tímann verið öðru hvoru megin við okk- ur. Géð reknetaveiði á Húnafloa. Góð reknetaveiði hefur ver- ið í Húnaflóa undanfarið. í dag eru 10 bátar væntanlegir til Skagastrandar með 1000 tunn- ur af síld. Að því er Vísi var símað frá Skagaströnd í morgun streyma nú þangað bátar til rekneta- veiða. Hafa þeir fengið 2—3 tunnur í net af söltunarhæfri; síld. íldarmerkingaj Plast er til margra hluta nytsamlegt. Hér sést til dæmis létt garðhús úr plasti, sem sýnt var í London fyrir skemmstu. Garð- kannan er einnig úr plasti, en væntanlega er stúlkukindin úr holdi og blóði! likil síldveíðí 90 sjó illur út af Austfjörðu Snæfell, Heðgi og flelrl síkip g&i p&r u Austur-Þjóðverjar bíða bjargráða Krúséfs. Þarfa a§ geta sialsst samanhurð víÖ V.-Þj I Viðræður JHlilli austur-þýzkra og rússneskra koiiíiministiskra leiðfoga hófust í Austur-Beriín í gærkvöldi, að loknum hátíða- höldum vegna komu þeirra Krúsévs og félaga hans. Birtar hafa verið tvær opin- ^berar tilkynningar, en þar segir fátt annað, en að rætt hafi verið um ýmisleg mál i anda skilnings og samstarfs. í vestrænum blöðum eru ýms- ar getgátur bornar fram vegna komu Rússanna til Austur-Berl- ínár, og er það ætlun sumra, að Rússar muni nú leggja kapp á, að breyting verði á í A.-Þ., að þvi leyti, að það verði ekki fram- vegis jafn lélegur „sýningargrip- Átta lönd taka þátt í síldar- rannsóknum á Norðursjó, sem nýlega eru hafnar. M.a. er í ráði að merkja 40.000 síldar. Fyrir hverja merkta síld, sem veiðist, verða greiddar 10 n.kr., svo fremi að námvæmar upp- lýsingar fylgi um hvar síldin veiddist og hvenær. Vonast menn til, að með þess- um síldarmerkingum fáist mikil vægar upplýsingar um göngur síldarinnar. Löndin, sem taka þátt • í rannsóknunum, eru: Noregur, Danmörk, Vestur-Þýzkaland, Stóra-Bretland, Holland, Pói- land, Svíþjóð og Ráðstjórnar- ríkin. Albert og Ríkarður ekkí með í kvöld. Annar leikur rússneska knatt- spyrnuliðsins Dynamo er á Melavellinum í kvöld kl. 8. Áttu þeir að keppa vig úrval, er Landsn. valdi, skipað þessum mönnum: Björgvin Hermanns- son, Árni Njálsson, Guðm. Guð- mundsson, Guðjón Finnboga- son, Halldór Halldórsson, Hauk- ur Jakobsson, Halldór Sigur- björnsson, Ríkharður Jónsson, Albert Guðmundsson, Guðm. Óskarsson og Skúli Nielsen. Nú jhafa þær breytingar orð- ið á liðinu að hvorki Ríkharður né Albert verða með. Haukur Jakobsson tekur stöðu Rík- harðs en í stað Hauks kemur Reynir Karlsson inn. Gunnar Gunnarsson tekur síðan stöðu Alberts. Ríkharður er með slæma hálsbólgu, en ekki var kunnugt um forföll Alberts, er blaðið fór í prentun. , i ur" fyrir kommúnistiska fram-'j kvæmdasemi og það hefur verið, þar sem það sem kunnugt sé standi Vestur-Þýzkalandi langt að baki. Nú verði að sýna, að hið kommúnistiska skipulag dugi og sé samkeppnisfært — og er nú beðið eftir bjargráðum Krúsévs. 1 ræðu, sem hann flutti \ið komuna til Austur-Berlinar, lof- aði hann austur-þýzku stjórnina, en gagnrýndi Bonnstjórnina, og kvað hana standa í vegi fyrir sameiningu Þýzkalands. -^- Talað er um, að Francis Spellman, kardínáli í Banda ríkjunum, verði ef til vill næsti páfi. Frá fréttaritara Vísis, Raufarhöfn i morgun. Frá því í gær þar til kl. 9 í morgun hafa 40 skip landað hér á Raufarhöfn. Flest eru skipin með Jítinn afla um 200 mál, og komu Iangan veg eða um 170 sjómilna leið frá Raufarhöfn. í nótt fengu nokkur skip mikla síld 90 sjómílur aust-suðaustur af Dalatanga. Ægir var þar í gær og mældi mikla sild og sagði að þar vœru geysistórar torfur. Vitað er um að Snæfellið fyllti sig þar og er á leið til lands, en siglingin tekur um 17 til 20 klst. Helga frá Reykjavík er einnig á leiðinni til Raufarhafnar með fullfermi og er hún væntanleg hingað seint í dag. Þá hefur Jón Þorláksson og Jörundur fengið mikla síld á þessum slóðum. All- mörg skip voru á þessu svæði. Veður var gott, logn en þoka, þvi skipin eru einmitt i þokubeltinu. 1 morgun var komið bjart veður og kaldi á norðaustan og er varla að vænta veiði á þessum slóðum í nótt nema að lygni. í vb. Geiri goia við Ver- búðarbryggju í inorgun. Káetan bran öl! að innan og litlu munaði, að eldur kæmist í vélarrúm. í morgím kl. 7,08 var slökkvi arrúmið, þegar slökkviliðið liðið kvatí niður að Verbúða- : kom á vettvang og gat það öryggju, en þar hafði kviknað komið í veg fyrir það. Var í vélbát. Var hringt frá Fisk- i fyrst álitið, að einhverjir væru niðri í bátnum, en svo reyndist höllinni. Þegar slökkviliðið kom á ekki. Fannst enginn maður á vettvang, reyndist það vélbát- ' staðnum, sem virtist hafa neitt urinn Geir Goði, KE. 28, sem með þennan bát að gera. eldurinn var í. Lagði reyk mikinn og hita upp úr káetunni. Þegar farið var að rannsaka í káetunni reyndist eldurinn aðallega vera í fremri stjórnborðskojunni. Var eldurinn mikill í káet- unni og brann hún mikið að innan, og kojan brann öll og káetan sviðnaði að innan, eins og áður er sagt. Var eldurinn að komast í vél Svo sem áður er sagt, var slökkviliðið kvatt niður á Ver- búðarbryggju kl. 7.08. Um átta leytið var það búið að slökkva í bátnum, en tveir slökkviliðs- menn voru skildir eftir um stund, ef eldur skyldi leynast í bátnum, og komu þeir um kl. 9 og var þá talið ástæðulaust að vera lengur á verði við bát- !'¦: I M.l inn. ; ,_, _|______j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.