Vísir - 13.08.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 13.08.1957, Blaðsíða 4
4 vísre Þriðjudaginn 13. ágúst 1957 WISIK. D A G B L A Ð 1 TI«lr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. RiUtjómcU'skrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00, Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Aígreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími 11660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Útverðir í austri og vestri. Margt er svipað með Finnum og Islendingum, enda þótt þess verði ekki dulizt, að það er einnig margt, sem er mjög frábrugðið með þessum þjóðum. Báðar eru útverðir Norðurlandaþjóðanna, Islendingar í vest- urátt en Finnar í austri, og víst er um það, að margvís- leg áhrif lenda á þessum tveim þjóðum, er hinar verða ekki varar við og kynnast þess vegna vart nema af af- spurn. Öhætt mun að fullyrða, að Islendingar finna til ríkari samúðar og vináttu gagnvart Finnum en flestum öðr- um þjóðum. Það er margt, sem veldur því, að Islend- ingar finna sérstaklega til bróðurþels gagnvart þeim, en senmlega á það einna ríkastan þátt í því, að Finnar hafa orðið að þola margvíslegar þrengingar undir er- lendn stjórn eins og íslendmgar. Örlögin hafa verið Finnum gnmmari en Islendmgum og raunar flestum þjóðum, og þarf ekki að rifja upp dæmi þess, því að svo nýlega hafa þau gerzt, að þau munu flestum í fersku mmm. En Finnar hafa ekki látið bugast, því að þeir hafa jafnan rétt úr kútnum aftur á furðu skömmum tíma, þótt þeir hafi orðið fyrir þung- um búsifjum á margan hátt. Með þrautseigju sinni og elju hefir þeim tekizt að sigrast á ótrúlegum erfiðleik- um, og við íslendingar gætum margt af þeim lært í að sníða stakk eftir vexti. En Finnar eiga fleira til síns ágætis en dugnað og atorku, því að þeir eru einmg listræn þjóð, og hst þeirra á mörgum sviðum er á heimsmælikvarða. Þeir eiga eitt- hvert stórbrotnasta tónskáld, sem nú er uppi í heimin- um, í bókmenntum eru þeir meðal fremstu þjóða, og á því sviði eiga þeir ódauðleg listaverk, sem sum eru kunn hér á landi, en önnur verða það vænlanlega á næstunni. Iþróttamenn eru Finnar einmg ágætir og hafa verið dáðir hér á landi og um langt árabil fyrir afrek sín á því sviði eins og Öðrum. Þar hafa þeir stað- íð jafnfætis eða því sem næst miklu mannfleiri þjóð- um, svo að hróður þeirra mun lengi á lofti í þessum efnum. Islendingar fagna nú fulltrúum þessarar frændþjóð- ar, sem lengst býr í austri, fagna þeim fulltrúum, sem hún hefir valið fyrir þjóðhöfðingja sína. Landsmenn bjóða Kekkonen forseta Finnlands, konu hans og föru- neyti allt hjartanlega velkomið. Og um leið og lands- menn fagna gestum þessumr senda þeir finnsku þjóð- inni vinarkveðjur og óskir um, að samvinna, samheldni og vinfengi bessarra tveggja þjóða, lýðveldanna í hópi Norðurlandaþjóðanna og útvarðanna í austri og vestri, megi verða fölskvalaus framvegis sem hingað til. Sir William Craigie níræður Orðabókin komin út. Síðan 1927, er Sir William ’ félagsins og annað það, er hann Craigie varð sextugur, hafa ís- hefir unnið fyrir hina lang-fyr- lenzk blöð sífellt minnst hans,1 irferðarmestu og lifseigustu er hann átti hálfs eða heils ára- 1 grein islenzkra bókmennta. Þar tugs afmæli. Og í dag, 13. ágúst,' hefir hann óumdeilanlega verið ■ninnu'nst við níræðisafmælis brautryðjandinn, og við verð- har.s. j um að vona, að í aldir frarn muni á þessu sviði gæta ávaxt- anna af starfi hans. En Móses fekk ekki að ganga inn í fyrir- heitna landið, heldur aðeins líta þangað. Slíkt var löngum hlut- skipti leiðtogans. Craigie fékk að vita um hina væntanlegu rímnaskrá Finns Sigmundsson- ar, árangurinn af 30 ára rann- sóknarstarfi, en hann fær naumast að sjá hana, þegar úgáfa hennar hefst á næsta ári. Þegar þeirri útgáfu lýkur, hefir Rímnafélagið lyft Grettistaki og búið í hendur komandi kyn- slóðum. Því miður er nú heilsufari hans svo komið, að til lítils mundi að senda honum kveðjur, eins og íslenzkir menntamenn, ríkisstjórnin og vinir hans hafa gert að undanförnu. Hann mundi naumast fá notið þeirra. Um mánaðamótin maí—júní veiktist hann skyndilega af kranzæðastíflu og var þá dög- um saman milli heims og helju, svo að fremur mun hafa verið búizt við dauða en lífi. Þó sner- ist þetta á þann hátt, að hann hjarnaði nokkuð við, en rúm- fastur hefir hann legið síðan og löngum sárþjáður. Mun talið vonlaust, að um nokkurn eigin- legan bata geti orðið að ræða. Því er það mín bæn fyrir þess- um trygga alúðarvini um meir en fjörutíu ára skeið, að drott- inn láti nú þennan þjón sinn í íriði fara. Þegar kona hans lézt, fyrir tíu árum. skrifaði hann mér að það gleddi sig, að eg hefði ekki séð hana niðurbrotna af sjúk- dómsstríði og að mynd hennar geymist því í huga mínum eins og hún var í fullu fjöri. Sjálfan sá eg hann siðast 22. maí, er eg heimsótti hann með tveim börnum mínum. Þá var hann svo hress og fjörugur að okkur nálega undraði, og-við nutum’okkar þá nokkurra klukkustunda ó- i gleymanlegra samvista með j honum. En þá var þess skammt að bíða, að fregnin um hinn harða sjúkleik hans bærist mér sem reiðarþruma til London. Og þakklátur er eg síðan, að heim- sókn mín frestaðist ekki leng- ur. Eg finn það glöggt, hve eg og land mitt erum snauðari þegar hann er ekki lengur í tölu lifandi manna. Eigi að síður mundi mér sú fregn kærust, að hann væri loks leystur úr á- nauðinni og þangað kominn, er hans góði lífsförunautur um hálfrar aldar skeið bíður hans. I Hitt er hin nýja útgáfa af orðabók Guðbrands (réttara væri Konráðs, og svo vildi Craigie segja), er hann hefir unnið að átta síðustu árin og Oxford University Press (Clar- endon Press) hefir nú sent út. Rúmir átta áratugir eru nú liðnir síðan sú mikla gersemi birtist fyrst, en í fjörutíu ár er hún búin að vera ófáanleg, og hafi skotið upp eintaki, hefir það farið fyrir afarverð. Hin nýja útgáfa mun reynast ómet- anleg lyftistöng námi íslenzkr- ar tungu og kynningu íslenzkra bókmennta úti um heiminn. Og hér heima má vænta að hún efli mjög þekkingu á móðurmáli Bók þes.;i er ekkert smásnuði, I því hún er réttar 900 síður þétt- prentaðar í stærsta fjórblöð- ungsbroti. Prentið er svo fagurt og bandið svo traust og stíl- hreint, að augnayndi er að hafa hana fyrir framan sig. Hér er vitanlega fleirum að þakka en Craigie einum, og þá fyrst og fremst okkar óhvikula vinni Dr. Kenneth Sisam, sem var æðsti ráðamaður Oxford University Press, þegar íslenzka stjórnin samdi um útgáfuna. Skyldum við sjá um þóknun til Craigie’s fyrir starf hans, en bókin siðan verða seld við kostnaðarverði. En hér hefir forlagið gengið lengra en lofað hafði verið, því bókin er seld langt undir kostnaðarverði eða á einar fimm gineur. Gott er að að taka þessu, en þrefalt þetta verð mundi hafa verið nær sannvirði. Mun varla svo snauð- ur námsmaður, að hann hafi ekki einhver ráð með að afla sér hennar. Það er orðið mikið sem Ox- ford University Press, elzta. stærsta og frægasta háskólafor- lag í heimi, hefir fyrir okkur gert fyrr og síðar. Á hinum síðari árum, eða frá því að Lady Craigie andaðist, hefir verið minna um að ís- lenzkir menn heimsæktu Sir William. Þó munu þeir Dr. Al- exander Jóhannesson og Dr. Sigurður Nordal ógjarna hafa komið svo til Englands, að þeir ekki vitjuðu hans. Og þær heim- sóknir hafa verið honum kær- komnar. Um það er mér kunn- ugt. íslenzk þjóð er illa samstillt og því oft erfitt að mæla fyrir munn hennar allrar. En það veit eg þó að eg geri, þegar eg bið guðs blessunar yfir Sir William Craigie og æfistarf hans. Sn. J. Híltl a ra íliii n: Er rösklega 10% nteiri en á santa tíma í fyrra. Bræðslitsíldin er num meiri, söltun tæpur helmingur. í síðustu viku varð heildar-1 Bára, Keflavík afli síldveiðiflotaus heldur j Bergur, Vestm.eyjum um 80 bús. mál og tunnur, mest í bræðslu, eða 67,855 mál, og saltað var í rúmlega 10 þúsund tunnur. Við hlið sinnar ágætu eigin- , meiri en vikuna áður eða alls konu var hann ávallt sælastur og eg veit, að hana hefir hann ávallt þráð öll þessi ár. Engar harmatölur mundu eiga við um burtför hans. Hann hefir lok- ið dagsverki sínu, og var það mikið dagsverk. Sir William Craigie er ekki sonur íslands, en aldrei átti það samt trúrri son eða dyggari, og um langan aldur hefir það orðið að venju að lita á hann í hans eigin landi sem íslending engu síður en Skota. Nafn hans verð- ur ávallt órjúfanlega tengt ís- landi. En bæði er það, að þrá- sinnis hefir áður verið nokkuð greint frá störfum hans fyrir okkar þjóð, og líka hitt, að hér er nú ekki r.úm til þess. Enn er og það, að í svipinn væri eg lítt til þes§ fær, því að svo stendur á, að eg-verð að fá ann- ars manns hönd til þess að koma 3850 5055 5220 3012 3378 3595 3248 3538 3726 3725 Grundfirðingur, Grafarn. 3185 Grundfirðingur II., Gr. 5702 mál Guðbjörg, ísafirði 3138 5210 Bjarmi, Dalvík Björg, Eskifirði Björn Jónsson, Rvik Einar Hálfdáns, Bol. |Erlingur V., Vestrn. þessum orðum á pappírinn. En Akurey, Hornafirði tvennt er það, sem vart verður um þagað við þetta tækifæri. Hið fyrra er stoínun Rímna- Um siðustu helgi var heildar Fákur, Hafnarfirði aflinn, sem hér segir (aflinn J Garðar, Rauðuvík um sama leyti í ívrra í svig- Glófaxi, Neskaupstað um): Bræðslusild 435,919 (245,173), saltsíld 124,814 tn.IGuðfinnur, Keflavík (257,845). fryst síld 12.681 tn. Guðm. Þórðarson, Gerðum 3188 5309 3856 1297 3473 4600 4099 3158 3497 3937 5561 3091 7058 4493 3217 5309 meira. (9544) eða samtals 573,408 mál Gullborg, Vestm.eyjum og tunnur (512,562). jGullfaxi, Neskaupstað Vegna rúmleysis verður að ^ Gulltoppur, St.-Vatnsl. þessu sinni að nægja að birta Gunnvör, ísafirði skrá yfir þau skip, sem fengið Gylfi II., Rauðuvík hafa 3000 mál og tunnur eða Hafrenningur, Grindav. Hafrún, Neskaupstað Hagbarður, Húsaík Hannes Hafstein, Dalvík 7593 Heiðrún, Bolungavík (Heimaskagi, Akranesi 4656 Helga, Reykjavík 3079 Helga, HúsBvík 3938 Helgi Flóventsson, H. Keflavík Botnvörpuskip: Jörundur Akureyri Mótorskip: Akraborg, Akureyri Arnfirðingur, Reykjavík Baldur, Dalvík Baldvin Þorv., Dalvík' 5006 Hilmir 5797 1 Friuahaid á 7. *ííu,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.