Vísir - 24.08.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 24.08.1957, Blaðsíða 10
10 VISIR Laugardaginn 24. ágúst 19.57 ÍIGATHA I GATH/V I HRISTIE y 0at Utöir lifflja tit... tvo menn, sem eru íulltrúar andstæðra lífsskoðana, hittast til viðræðna, mundi árangurinn sennilega verða hinn sami og ævin- lega áður — aukin tortryggni og misskilningur. En hér kemur þriðja atriðið til greina. Ef þessi ótrúlega saga Carmichaels er zaunverulega sönn, þá ..." Dakin þagnaði. „En hún getur ekki verið sönn, herra," sagði Crosbie. „Hún er alltof fjarri öllum sanni!" Dakin var nú þögull nokkra hríð. Hann sá i anda, en mjög greinilega, alvörugefið, áhyggjufullt andlit, og heyrði rólega, yfir- lætislausa rödd skýra frá furðulegum og ótrúlegum atriðum. Hann sagði við sjálfan sig, eins og hann hafði gert forðum: „Annað hvort er bezti og traustasti maðurinn í þjónustu minni genginn af vitinu, eða þetta er sannleikanum samkvæmt ..." Hann tók til máls og sagði þunglyndislegri röddu: „Carmichael trúði því. Allt, sem hann komst á snoðir um, stað- festi ágizkun hans. Hann vildi óður og uppvægur fara þangað til að afla frekari upplýsinga — og sannana. Ég veit ekki, hvort það var hyggilegt af mér að leyf a honum að f ara. Eigi hann ekki afturkvæmt, hef ég ekki annað fram að færa en það, sem hann sagði mér, og hafði sjálfur eftir öðrum manni. Nægir það? Ekki býst ég við því. Þetta er nefnilega, eins og þér segið, svo ótrúleg saga ... En verði Carmichael staddur í Bagdad þann tuttugasta, svo að hann geti sjálfur skýrt frá þessu í öllum atriðum sem sjón- arvottur, með sannanirnar í höndum ..." „Sannanir?" hafði Crosbie eftir honum snögglega. Dakin kinkaði kolli. „Já, hann hefur sannanir." „Hvernig vitið þér það?" „Hann hefur komið boðum um það með venjulegum hætti með Salah Hassan," sagði Dakin. „Hvítur úlfaldi klyfjaður höfrum er á leið yfir skarðið." Hann þagnaði sem snöggvast og hélt svo áfram: „Carmichael tókst því að afla þess, sem hann hafði ætlað sér, en honum tókst ekki að komast á brott, án þess að grunur félli á hann. Þeir veita honum eftirför. Gætur verða hafðar á öll- um leiðum, sem hann kann að fara, og það, sem verra er, þeir bíða hans einnig hér. Fyrst munu þeir leitast við að stöðva hann á landamærunum, en takist honum að komast klakklaust yfir þau, munu þeir slá hring um sendiráðin og ræðismannaskrifstof- urnar. Hlustið á þetta." Hann blaðaði í skjölum á borði sínu, og las síðan af einu þeirra: „Englendingur, sem var á ferð í bíl sínum frá Persiu til íraks, skotinn til bana — sennilega af ræningjum. Kurdiskur kaup- maður, er var á leið ofan úr f jöllum, var skotinn úr fyrirsát. Ann- ar Kurdi, Abdul Hassan að nafni, er var grunaður fyrir sígarettu- smygl, skotinn af lögreglunni. Lík manns, er síðar reyndist arm- enskur vörubílstjóri, fundið á Rowanduz-veginum. Veitið því at- hygli, að mennirnir eru allir mjög líkir í hátt. Hæð, þyngd, hára- litur og vöxtur mjög líkt lýsingu af Carmichael. Þeir ætla ekki að tefla í neina tvísýnu. Þeir eru staðráðnir í að koma honum íyrir kattamef. Þegar hann verður kominn til íraks, verður hætt- an enn meiri en áður. Garðyrkjumaður við sendiráðíð, þjónn í xæðismannsskrifstofunni, starfsmaður við flugvöllinn, í tollgæzl- unni, á járnbrautarstöðinni ... gætur hafðar á öllum gistihúsum .... Órjúfandi hringur." Crosbie lyfti brúnum. „Haldið þér, að þetta sé raunverulega svona víðtækt?" „Ég tel engan vafa á því. Jafnvel okkar menn hafa ekki haldið sér fullkomlega saman, og það er verst áf öllu. Hvernig get ég vitað, að andstæðingarnir frétti ekki jafnharðan um allar þær ráðstafanir, sem ég geri til þess að hjálpa Carmichael til að kom- ast heilu og höldnu til borgarinnar? Það er ein aðalreglan í þess- um leik, Crosbie, eins og þér vitið, að eiga vin í herbúðum fjand- mannanna." „Grunar yður nokkurn sérstakan?" Dakin hristi höfuðið með hægð, og Crosbie andvarpaði. Svo sagði hann: „Við höldum áfram samkvæmt áætlun, meðan engin breyting verður gerð?" „Já," svaraði Dakin. „Hvað um Croftón Lee?" „Hann hefur faliizt á að koma til Bagdad," „Allir ætla að koma til Bagdad,". mælti Crosbie. „Jafnvel Jói frændi, að því er þér segið. En ef eitthvað kemur fyrir forsetann, meðan hann dvelst hér, þá er hætt við að allt fari í bál." „Ekkert má koma fyrir," svaraði Dakin. „Okkar hlutverk er að sjá svo um, að allt gangi slysalaust." Þegar Crosbie var farínn, sat Dakin lengi hugsi. Svo tók hann auða pappírsörk og teiknaði hring á hana, en undir hann skrif- aði hann eitt orð — Bagdad. Umhverfis hringinn dró hann ýmsar myndir — úlfalda, flugvél, gufuskip, járnbrautarlest — og stefndu þær allar á hringinn. í eitt horn blaðsins teiknaði hann svo köng- ulóarvef, og í hann miðjan skrifaði hann nafn: Anna Scheele. Fyrir neðan setti hann stórt spurningarmerki. Að því búnu tók hann hatt sinn og fór út úr skrifstofunni. Þeg- ar hann var kominn út á Rashid-stræti, spurði vegfarandi ann- an mann, hver þar væri á ferð. Sá svaraði: „Þessi þarna? O, þetta er hann Dakin. Vinnur fyrir eitt olíufélagið. Bezti strákur, en kemst ekki áfram, ónytjungur og letingi. Menn segja líka, að honum þyki gott í staupinu. Hann verður aldrei að manni. Menn verða að berjast með hnúum og hnefum, ef þeir eiga að komast áfram hér." 2. „Hafið þér skjölin um Krugenhof-eignirnar, ungfrú Scheele?" „Já, herra Morganthal." Ungfrú Scheele, sem var snör í snúningum, lagði skjölin fyrir húsbónda sinn. Það rumdi eitthvað í Morganthal, meðan hann las þau, og svo sagði hann: „Þetta er víst allt i lagi. Er Schwartz kominn?" „Já, hann bíður frammi." „Látið hann koma strax." Ungfrú Scheele þrýsti á hnapp — einn af sex. „Þurfið þér frek- ar á mér að halda núna?" spurði hún síðan, og er hann neitaði því, fór hún út úr skrifstofunni. Anna Scheele var með platínuljóst hár, en þó var hún ekki eins og kvikmyndadís. Hárið var greitt beint aftur og dregið saman í hnút í hnakkanum. Augun voru gáfuleg, en hún þurfti að nota sterk gleraugu. Andlitið var smágert, og sá aldrei svipbrigði á því. Hún hafði komizt áfram með dugnaði einum, en ekki vegna fegurðar sinnar. Hún var svo stálminnug, að hún þurfti aldrei að fletta upp í minnisblöðum, og auk þess var hún mjög gætin í öllu dagfari. Otto Morganthal, aðaleigandi fyrirtækisins Morganthal, Brown og Shipperke, er rak bankastarfsemi um heim allan, gerði sér þess ljósa grein, að hann gat aldrei full-launað Önnu Scheele störf hennar. Hann treysti henni í hvívetna. Minni hennar, reynsla, dómgreind og jafnaðargeð voru ómetanleg. Hann greiddi henni mikil laun og hefði tvöfaldað þau, hefði hún farið þess á leit. Anna vissi ekki aðeins allt um viðskipti húsbónda síns, heldur og um einkalíf hans. Þegar hann leitaði ráða hjá henni varðandi síðari konu sína, réð hún honum til að skilja við hana, og hafði stungið upp á hæfilegri meðgjöf, en hún hafði ekki látiö í ljós neina samúð eða forvitni. Hann hélt eiginlega, að Anna væri tilfinningalaus, og hugsaði aldrei um neitt, sem varðaði ekki >ta U £.' k*v*o*2*d*v*ö*k*u*n*ít*1 Ungur nýliði í flugliðihu stóð teinréttur undir hörðum ávít- unum. Honum hafði láðst að heilsa önuglyndum höfuðs- manni og hinn síðarnefndi krafðist skýringa. „Herra höfuðsmaðuv," sagði pilturinn nokkuð óstyrkur, „ég hafði sólina í augun, svo ég gat ekki séð einkennismerki yðar, og vissi því ekki, hvort mér bar að heilsa yður eða ekki." Höfuðsmaðurinn blóðroðnaði niður á háls. „Liðsforingi/* skellti hann upp úr, „hver í fj....... haldið þér eiginlega að sé lægra settur en þér?" * Eiginkonan við mann sinn: —• Þegar ég vil heyra þitt álit, skal ég láta þig vita, hvaS það er. Onugur bóndi með góða mat- arlyst kom inn á veitingastofu: til þess að borða hádegisverð og bað um steik. Þjónninn kom til baka að vörmu spori með disk, sem á var lítill kjötskammtur. ~ \ „Já," sagði bóndinn. „Þetta. er einmitt tegundin. Komið með dálítið al- henni." Sennilega mundir þú ekkí hafa neinar áhyggjur af því, sem fólk hugsar um þig, ef þú vissir, hve sjaldan það gerir það. — Olis Miller. ' • Leynilögreglumaður, sem' kvaddur hafði verið á morð- staðinn, setti upp spekingssvip og sýndist vera í nokkruna vanda: ,,Hm," sagði hann, „þetta er alvarlegra en ég gerði ráð fyrir. Rúðan sýnist vera brotin báð- um megin." ¦^C Baiidaríkjamenn munu losa sig við fleiri dollara £ skemmtiferðum úti um heiira á þessu ári, en nokkum tíma fyrr. f fyrra eyddu jþeir 625 millj. dollara í þess- um ferðalögum. -^- Lahr er lagður af stað frá Bonn með nýjar fyrirskíp- anir. Hann hefur að undan- förnu rætt við von Bretano og Adenauer. £. & SunouqkA -TARZAN — 2131 Tarzan reri íit á lónið og ekki leið á löngu þar til hann kom að trjá- drumbi, sem lá þar bundinn. Hann festi bátinn við drumbinn og kafaöi niður i blátt og tært vafnið. Lónið var djúpt, en á botni þess kom hann auga á lystiskipið á botninum. tíann syntf knálega og fullur eftirvæntingar að flakinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.