Vísir - 26.08.1957, Blaðsíða 1

Vísir - 26.08.1957, Blaðsíða 1
47. írg. >i i Mánudaginn 26. ágúst 1957 199. íbl. Tveir menn slasast við Kleif arvat n. Bííl fór út af veglnum og stórskemmdist. Á laugardaginn varð umíerð- arslys í svokölluðu Vafnsskarði við Kleifarvatn, er bifreið fór út af veginum og tveir menn slösuðust. Ekki er blaðinu kunnugt um með hvaða hætti slysið bar að höndum, en lögreglan í Hafnar- firði taldi það hreina mildi að ekki'skildi þó hafa tekizt verr til en raun varð á. Auk bifreiðastjórans voru þrír farþegar í bifreiðinni, hjón með barn. Bæði bifreiðastjórinn og karlmaðurinn sem með hon- um var, beinbrotriuðu. Mun -ökumaðurinri haía viðbeins- brotnað og jafnvel fótbrotnað, en hinn maðurinn lærbrotnaði. Læknir kom á staðinn og bjól um meiðslin til bráðabirgða enl s:ðan voru þeir slösuðu fluttir á sjúkrahús. Bilreiðin var talin mjög illa farin og stórskemmd, m.a. lagð-.) ist topþurínn að verulegu leytij saman og því talið hreinasta mildi að ekki skyldi hafa orðið meiri og alvariegri slys á fólki en raun varð á. Bifreiðih var í algeru óökuhæíu ásigkomulagi og bifreið send frá Vöku til.t þess að sækja hana. Tveir menn gefa sig fram vií fögregluna og játa innbrot. Höfðu stolið verðtnætum fyrir mörg þúsund krónur í Hamrahlíð 31. ur nepnpraifsinu. Hefur idgsí í tvö skiítin—annað skiptið vi5 mnbroi — en í morgun var hann ófundinn Má veiða 600 hreiodýr í ár. Ve&iiímmn stendw nú sem hæst. Veiðitími hreiiMlýra stendur nú ýfir' i Mulasýsium. Er að þessu sinni himilt að veiða allt að 600 hreindýr i Múla- sýslum. Veiðin skal fara fram á tímabilinu 17. ágúst til 20. sept. Þó getur ráðuneytið, sem um þessi mál fjallar, leyft veiðar síðar á árinu, ef í ljós kemur.að eigi héfur á aðalveiðitímabilinu teklzt að ná þeirri tölu dýra, sem heimilt er að farga, enda mæli j eftirlitsmaður' hreindýranna með lenging veiðitimans. Veiðitimi hreindýra stóð í fyrra yfir frá 15. ágúst til loka septembermánaðar. Mátti þá veiða allt að 700 hreindýrum. Á laugardagskvöldið komu iveir menn á fund Ingólfs Þor- steinssoí^ar rannsoknarlög- leglumanns og skýrðu honum frá því að rétt áður hefðu þeir brotizt inn í hús hér í bænum <og stolið verðmætum, sem skipti þúsundum — ef ekki tugum þúsunda króna. Var þarna um að ræða inn- brot í hús, sem var í byggingu við Hamrahlíð 31 hér í bæ að- faranótt s.l. föstudags, og skýrði Vísir frá því á föstudaginn. Þarna hafði verið stolið elda- vél, bökunarofni, korkplötum og plastplötum til klæðningar í eldhúsi og skiptu verðmæti þessi samanlagt mikilli fjárhæð, sennilega 20—30 þúsund krón- uni. Sýnilegt var að verðmæt- unum hafði verið ekið burt á bifreið. Nú gáfu menn þeir, sem valdir voru að þessum verknaði, sig fram af fúsum vilja við rannsóknarlögregluna og ját- uðu hreinskilnislega fyrir henni innbrotið og stuldinn, jafnframt því er þeir vísuðu á hina stolnu muni, sem allir fundust ó- skemmdir. Kváðust þeir hafa framið innbrotið í ölæði, en hefðu séð eftir öllu saman er af þeim rann. Þá játaði og annar mannanna að hafa ekið bíl í ölv- unarástandi. Hvorugur þessara manna hef- ur komið við sögu lögreglunn- ar áður. Um 40,000 manns fallnir og fýndir í stríðinu í Alssr. Her Frakka lieíui* íellí ÍÍJ5 þií*. Síðdegis í gær strauk fangi enn á ný úr Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg, og var hann ól'undinn laust fyrir hádegi í morgun. Fangi þessi, Jóhann Víglunds- son frá Akureyri, hefur tvívegis strokið út úr Hegningarhúsinu áður og það með skömmu milli- bili. Annað skiptið strauk hann á- samt þremur öðrum föngum út úr Hegningarhúsinu, en þeir voru allir geymdir í sama klefa. Þeir háðust strax aftur. Fyrir nokkrum dögum brauzt Jóhann aftur út, og þá einn síns liðs. Rannsóknarlögreglumenn fóru strax á stúfana að leita hans, er ljóst varð um strok hans, og. fundu hann þar sem hann hafði brotizt inn í skrifstofu fyrir- tækis hér í bænum. Var það nokkrum klukkustundum eftir að hann komst út. Um hálf sexleytið í gærdag tókst Jóhanni enn að strjúka út úr Hegningarhúsinu, og þrátt fyrir miklu leit lögreglumanna var han enn ófundinn laust fyr- 'ir hádegið í morgun. Hefur . rannsóknarlögi'eglan lýst eftir honum og biður alla þá, sem kynnu að yerða hans varir, að láta hana yita þegar í stað. Jóhann er 17 ára gamall, lít- ill vexti og ljóshærður. Þegar fhann strauk, var hann klæddur blágráum yinnubuxuum, skyrtu í sama lit og hvítum strigaskóm. Hann var berhöfðaður., . • Hussein konungur og Suhra- , wardy forsætisráðherra Pak istan hafa ræðst við og ein- huga um að bæla niður starf semi allra undirróðursafla. — Forsætisráðherra Pakist- ans lýsti sig samþykkan arabisku stefnunni gagnvart Palestínu. Mettilraunir frjáls- íþróttamanna. í dag kl. 5,30 fer fríjm innan- félagsmót á Melavelliniim. Mun þá verða keppt í 400 m. grinda- hlaupi, stangarstökki, langstökki og kúluvarpi. Meðal keppenda munu væntan- lega verða kunnir frjálsíþrótta- menn og ekki ósennilegt að eitt eða tvö met „fjúki", því veður- skilyrði eru öll hin beztu. 8-9 þús. kr. stolio frá Loftlei5um í nótt. í nótt var innbrot framið í skrifstofu Loftleiða hér í bæ. Hafði þjófurinn brotið upp tvö skrifborð og hirti úr þeim allmikil verðmæti, eða rösklega 6 þúsund krónur í íslenzkum peningum og verðgildi 2—3 þús. króna í erlendum gjald- eyri. Giaamis. Seint á þessu ári verða þrjú -ár frá því að uppreist Alsír- búa hófst gegn frönsku stjórn- arvöldunum. Hafa þau gefið út tilkynn- ingu með margvíslegum upp- lýsingum um tjón af völdum viðureignarinnar. Kemur þar fram, að hersveitir Frakka eru taldar hafa orðið 35.000 upp- reistarmönnum að bana, auk þess hafa um 20,000 verið tekn- ir til fanga. Á sama tíma hafa Frakkar misst 2900 menn, sem •fallið hafa, auk 9000 særðra manna og 700, sem eru týndir, en margir þeirra geta verið á lífi ,— sumir í haldi hjá upp- aðrir liði reistarmonnum, þeirra. j Af óbreyttum borgurum hafa : farizt 6000 Móhameðstrúar- menn og 945 Evrópumenn, en þar við bætist tala særðra —• 3700 uppreistarmenn og 2700 'menn.af evrópskum ættum. Þar 'við bætist, að saknað er 2440 borgara og 140 þeirra af evrópsku bergi brotnir. ' Baráttan hefur farið harðn- andi síðustu mánuðina, því að manntjón var aðeins helmingur þess, sem getið er hér að fram- an, í byrjun febrúarmánaðar. •Þá var talið, að Frakkar hefðu ! fellt 19,000 uppreistarmenn. • Yfír AtSantshaf a tniii. Brezk herflugvél hefur flogið yfir Atlantshaf á 6 klst. og 4 mínútum. Þar með var raunverulega hnekkt meti Canberra þrýsti- loftssprengjuflugvélar, því að Valientflugvélin, sem líka er þrýstiloftssprengj uflugvél, var 40 mínútum skemur á leiðinni, en flugið verður ekki skrásett sem met, þar sem enginn eftir- litsmaður var í hennL Flogið var. frá Kanada til flugvallar í Norfolk. Norskur seifangarí fastur í Grænlandsís. Skipverjarníi' konDnir út á ísinii og hjálp að berasl. Norslfur selfangari, Polar- björn, skrúfaðist fastur í Græn* landsis i gær og er talinn svo mikið brotiim að skipstjórmn heldur að hann brotni og sökkvi lun leið og ís greiðir frá. Skipverjar eru allir komnir út á ísinn með leiðartæki og mat- mæli og eru allir björgunarbát- arnir heilir. Skipið er hér uni bil beint út af Meistaravík, eða um 360 sjó- milur í norður frá Reykjavík. Danskt eftirlitsskip er við ís- röndina, þar sem norski selfang- arinn er inni klemmdur, en kemst ekki inn í isinn. Enn held- ur danskur Catalinuflugbátur vörð um staðinn, þar sem Polar- björn situr fastur og heldur uppi látlausri ljósaskothrí? og merkia sendingum, til að leiðbeina heli- kopterum frá ameríska hernur.i, sem eru á leið á staðinn til r5 leiðbeina hinum - nauðstödc'.u skipverjum af Polarbjörn. Eins og áður er sagt, er sol- fangarinn Polarbj'örn skrúfaöur fastur í isninn og er hann svo mikið brotinn, að skipstjórinn álitur að skipið brotni um leið og is leysir frá.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.