Vísir - 05.09.1957, Blaðsíða 1

Vísir - 05.09.1957, Blaðsíða 1
17. irg, Fimmtudagirm 5. septcmber 1957 208. tbl V Þarna bjargaði Helgi á hættulegu augnabliki. Drottning fer of oft á skeiðvöllinn. Elísabet gagnrýnd fyrir a5 fara oft á veðreiðar. Enn hefur Elisabet Breta- idrottning orðið fyrir gagnrýni og ávítum vegna hegðunar sinnar. Sunday Pictorial hefur birt tveggja síðu „hræsnisárás11 — eins og' sumir komast að orði — á drottninguna. Þar er ekki komið með neitt nýtt um drotíningu, en bent er á það, að ferðir hennar á kappreiða- brautir, þar sem hún er aðili að veðmálum um hestana, sé eins reglubundnar og ferðir hennar í kirkju. Blaðið bendir á það, að Fil- ippus hertogi hafi fyrirlitningu á veðreiðum, og sé það á allra vitorði, og fyrir bragðið verði drottning að fara í veðreiðaleið- angra sína eiginmannslaus og með systur sinni, móður eða einhverri annari konu. . Enn getur blaðið þcss, að * á síðustu þrem árum bafi drottning liaft hvorki meira Þróttur vaein fyrsta leikinn í Luxemburg. Annar flokkur knattspyrnu- félagsins Þróttar, sem nú er í keppniferð í Luxemburg, lék fyrsta leik sinn sl. þriðjudag við liðið Aris og sigraði með fjórum mörkum gegn engu. Næsti leikur liðsins fór fram í gær, en eigi hafa fréttir bor- ist um úrslit hans. Drengjunum líður öllum vel, þeir eru mjög ánægðir með það sem af er' ferðinni og biðja folaðið að flytja ættingjum og' yinum kveðjur. né minna en 100,000 sterlings punda tekjur af hestum sín- um, því að þetta hafa þeir fengið í verðlaun. Sunday Pictorial klykkir út með því, að menn bollaleggi mikið um það, hvort almenn- ingur venji komur sínar of oft á skeiðvelli, og ef til vill sé rétt fyrir drottninguna að hugleiða, hvort hún egi að venja komur sínar þangað eins oft og hún hefur gert. Tveir bátar á Súðu- veióum frá Akranesi. Frá fréttai’itara VisLs Akranesi í morgun. Frá Akranesi eru gerðu- út tveir bátar á línuveiðár lun þessar niundir. Er þetta aðallega gert i til- raunaskyni á meðan aðrar veið- ar liggja að mestu eða öllu niðri. Þessir bátar eru Fram og Aðal- björg. Hafa þeir fengið sæmileg- an afla af skötu en litið veitt af lúðu. I morgun kom Fram til Akra- ness og hafði hann verið með skötulóð vestur á Breiðafirði. Fékk hann 8-9 iestir af skötu og 8 stórlúður. Hélt báturinn áfram til Pæykjavíkur og selur aflann þar í dag. Þýzka herskipið Bliicher liggur á hafsbotni við Nor- egsstrendur. Áætlað er, að [bað kosti 5—6 millj. kr. að ná því upp. Svarar það ekki kostnaði, sökum þess hve verð á stáli er lágt. B^gging sundlangar í Vesturbænum er hafin. Logar upp úr í Arkansas? Fylkisstjórinn í Arkansas, Orval E. Faubus, hefur símað' Eisenhower forseta, og segir í skeytinu, að hann búizt við, að alríkislögreglan eða hermenn komi og handtaki sig þá og þeg ar, og loftið sé hlaðið sprengi- efni. Áður höfðu borizt fregnir um, að fylkisstjórinn hefði fyr- irskipað að fylkishermenn skyldu gæta þess, að blökku- mannabörn kæmust ekki inn í nokkurt skólahús, sem hvít börn stunda nám í. í gagnfræða skóla í Little Rock var 9 ung- mennum meinað að fara inn í skólahúsið af 200 vopnuðum hermönnum. Hópar hvítra manna höfðu safnast saman og gerðu óp að hinum blökku ung- mennum. 1 Veróur í heild hlð fegursta mannvirki, og auk útilaugar verður þar baðhús og stért skemmtisvæði. Fjárfestingarleyfi liefur fcng izt fyrir byrjunarframkvæmd- um að bvggingu Sundlaugar í Vesturbænum, en á því leyfi hefur staðið um nokkurt skeið — og í morgun kl. 11 hófust fyrstu aðgerðir að laugarbygg- ingunni. Það eru nokkur ár liðin frá þvi vakið var máls á sundlaug- arbyggingu í Vesturbænum, enda talin full þörf á að sá bæj- arhluti fengi sína sundlaug. Ár- j ið 1953 komst skriður á málið er skipuð var nefnd manna til þess að vinna að undirbúningi og skipulagningu en í henni áttu sæti þeir Erlendur Ó. Pét- ursson forstjóri, Jón Axel Pét- ursson forstjóri, Gunnar Frið- riksson forstjóri, Þór Sandholt skólastjóri, Tómas Jónsson borgarlögmaður og Birgir Kjar an hagfræðingur, sem er for- maður nefndarinnar. Réð nefnd in Bárð ísleifsson arkitekt til að Reykvíkingar eru barnakarlar á við Suðurlandabúa. Svíum finnst mikið um barn- eignir hér. Barnsfæðingar liér í Reykja- vík eru tvöfalt fleiri miðað við fólksfjölda en í Stokkhólmi. Eins og menn rekur minni til, var efnt hér til höfuðborgaráð- stefnu Norðurlanda ekki alls fyrir löngu. og sóttu hana full- trúar frá Stokkhólmi sem öðr- um höfuðborgum. Þegar þeir komu heim, spurðu blaðamenn þá um sitt af hverju varðandi ferðina hingað, og er það haft eftir þeim í Dagens Nyheter, stærsta blaðinu í Svíþjóð, að fæðingartaian hér í Reykjavík sé eins mikil og hjá suðrænum og blóðheitum þjóðum. —- I Reykjavík fæðist tvöfalt fleiri börn en í Stokkhólmi miðað við þúsund íbúa, segir blaðið í. þessu sambandi. Þessi öra viðkoma eykur að sjálfsögðu mjög á erfiðleikana í byggingar- og húsnæðismál- um Reykjavíkur, sögðu fundar- menn, og þeim fannst einnig furðanlegt, hversu mikið er byggt hér, en einkum undruð- ust þeir, hvernig hægt væri að standa straum af öllum þessum byggingum. teikna laugina og svæðið um- hverfis hana, en lauginni var ætlaður staður við Hofsvalla- götu gegnt Melhaga. Sérstök fjáröflunarnefnd. safnaði 150 þús. krónum í pen- ingum en auk þess er 1 millj. kr. handbærar til þessara fram- kvæmda frá Reykjavíkurþæ. Seinna bætast við þessa fjár- hæð önnur framlög frá hinu opinbera. Þarna er um útisundlaug að ræða, og verður aðallaugin 10 X 25 metra að stærð, en útúr henni gengur svo grynnri laug, óregluleg í lögun, og' er hún ætluð fyrir börn og aðra, einn- ig til sundkennslu. Næst laug- innj verða steinstéttir en gras- svæði kemur utar og allstórt skemmtisvæði í kring'. Þá er enn fremur gert ráð fyrir byggingu myndarlegs laugarhúss við laugina, en þar verða búningsherbergi á hæð- inni og' tvær baostofur með fullkomnum böðum, önnur fyr- ir konur, hin fyrir karla. í kjallara byggmgarinnar kem- ur lítil laug 10X5 metrar að stærð, sem fyrst og fremst er ætluð sjúklingum til baða og hressingar og enn fremur til þess að kenna yngstu börnum sund. Allt verður mannvirki þetta og svæðið í heild hið myndar- legasta og fegursta. Birgir Kjaran lýsti undir- búningi að mannvirki þessu fyrir blaðamönnum og fleirum í morgun og gat þar sér- staklega aðstoðar, er þeir Þor- steinn Einarsson íþróttafull- trúi og Gísli Halldórsson form. íþróttabandalags Rvíkur hefðu veitt nefndinni við störf henn- ar. Að ræðu sinni lokinni tók Birgir Kjaran fyrstu skóflu- stunguna að hinni nýju laug. «*•: ■ ..... . .. Rússneska þotan á Kefla víknrflugvelli í gær.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.