Vísir - 25.09.1957, Blaðsíða 5

Vísir - 25.09.1957, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 25. september 1957 Vf SIB íslandskynning í Austurríkii og Suður-Týról. Týróls-rhúar hafa mikmn áhnga fyrir Islandi. 5 iðtal t'iíi Jitetria tinnetz siintj- hennnm Maria Denietz, ítnlski söng- kennarinn, sem hér hefur dvalizt tim tveggrja ára skeið, hélt eldti alLs fyrir löngu crindi um ísland l'yrir fullu húsi áheyrenda í svo- kölluðum Grödnerdal í Suður- Týról. Þar efndi Demetz ásamt tveim Islendingum, þeim Svanhviti Eg- jlsdóttur söngkonu og Maríu Gísladóttur píanóleikara úr Hafn arfirði til sérstaks Islandskvölds 30. ágúst s.l. við frábærar undir- tektir. Frú Svanhvít söng við undirleik Mariu, en Demetz, ilutti um klukkustundar erindi um Island, þar sem hann rakti m. a. söng þjóðarinnar frá upp- hafi og fram á þennan dag og hina sérstæðu menningu hennar. Þá ræddi hann um íslenzka hljómlist og loks talaði hann um náttúru landsins og hinar miklu andstæður milli elds og isa. I 3ok erindisins söng hann nokkur ísienzk lög. Maria Demetz hefur skýrt Visi svo frá að áhugi þar syðra fyrir íslandi vírðist mjög mikill. Á- heyrendasalurinn, þar sem Is- lands kv-öldið var haldið, rúmaði hálft þriðja hundrað manns og var þéttskiaður. Á eftir barst Xtemetz fjöldi fyrirspurna um Island og hvaða möguleikar væru á að komast hingað. Þá gat Demetz þess ennfremur að i und- irbúningi væri að kynna Island i Salzborg og væntaniega víðar í borgum Austurríkis með erinda- flutningi, Skuggamyndum og fleiru. I utanferð sinni í sumar tók Demetz með sér tónband þar sem nemendatönleikar hans frá s.l. vetri voru hljóðritaðir. Kvað hann það hafa vakið furðu allra hljómlistarmanna ytra hvað raddir Islendinganna voru fagr- ar og miklar, og undruðust hvað hljmólistarlíf hér á landi væri komið á hátt stig. Sjálfur kvaðst Demetz einnig vera undrandi á ' því, og ekki sízt nú, eftir að hafa ' hlustað á óperuna Tosea í þjóð-1 leikhúsinu. Kvað hann hvaða ó-' peru i stórborgum álfunnar geta i verið fullsæmda af þeim flutn- ingi. Nú er Maria Demetz i þann veginn að hefja söngkennslu hér á ný og býst við að hafa áþekk- an nemendafjölda og hann hafði s.l. vetur, en þeir voru þá miili 20 og 30 talsins. Segir hann það vera sitt höfuð áhugamál aðj koma hér upp óperuskóla og ] vekja áhuga almennings fyrir sönglist. Kvað hann sig langa til | þess að férðast um lándið, efna til söngnámskeiða á nokkurum! stöðum og leita þar að efnum1 eða röddum til þess að koma1 þeim til frekari náms. Ánægjulegri Luxemburgar- ferð Þróttar lokið. Eorráðamenn Knattspyrnufé- lagsins Þróttar ræddu í gær við fréltainenn í tilefni al' nýafstað- inni keppnisfcrð annars flokks félagsins til Luxemburg. Gagnkvæmt boð. Fiokkurinn fór utan um síð- ustu mánaðamót í boði þekkt- asta liðs Luxemburgar, Spora, en aðallið þeirra kom hingað í boði Þróttar á síðasta ári og lék hér nokkra leiki, eins og kunnugt er og voru Þróttar- tmenn nú að endurgjalda þá heimsókn. Einn af fararstjórum Spora frá í fyrra var Jean tVester, er yinniU' við tónlistardeild Lux- emburgar útvarpsins, og var hann leiðsögumaður Þróttar- manna ytra. Sögðúst þeir eiga -honum mikið að þakka, því hann hefði ekki sleppt af þeim hendinni frá því þeir komu og þangað til þeir fóru. Keppnin sjáli'. Fvrstu tvo leikina ytra lék Þróttur í borginni Luxemburg, þann fyrri við liðið Aris og sigraði Þróttur þá með fjórum mörkum gegn engu, hinn síðari svo við gestgjafa sína Spora og tapaði Þróttur þeim leik með einu marki gegn tveim. | Þriðja leiltinn léku þeir svo í iðnaðarborginni Esch við liðið Jeunesse og endaði sá leikur í jafntefli: finim mörk gegn fimm. - Síðásta -leikinn -léku þeir svo í Köhr i Þýzkalandi við mjög sterkt lið að nafni 1. FC Köln og vann Þróttur þann leik með tveim gegn einu. Fagrir gripir. Flokkurinn kom með nokkra fagra gripi lil baka, minjagripi er þeim voru afhentir í sam- bandi við keppnina og förina sjálfa. Bar þar hæst sérstæður heiðurspeningur, er mennta- málaráðherra Luxemburg af- henti þeim, og eru þeir fyrsti erlendi flokkurinn er hlýtur slikan grip. Merkir staðir. Eftir því sem tími vannst til voru Þróttarmönnum sýndir merkir staðir og annað, er at- hyglivert þótti í augum ferða- manns. Skoðuðu þeir m. a. mið- aldakastala einn mikinn, þá var þeim og sýnt risastórt stál- iðjuver og sýnt að öllu leyti hvernig stálið er unnið. Landslag er þarna ákaflega fallegt. Islandsferðin ógleymanleg. Það má segja að Spora menn hafi borið Þróttarliðið á hönd- um sér allan þann tíma, er þeir voru úti. Minningarnar frá ís- landsferðinni í fyrra eru þeim'] ógleymanlegar, slíkri gestrisni og þeir urðu aðnjótandi hér,1 segjast þeir seint geta gleymt. Island og íslendingar eiga stórt rúm í hjörtum allra þeirra' Spore-manna er komu hingað, I og þá ekki siður aðstandenda1 þeirra og kunningja, því þeirj hafa verið ósparir að segja frá hinum konunglegu móttökum, er þeir sögðust hafa fengið hér hjá Þrótti í fyrra, og einmitt þess vegna lagði hver og einn sig fram um að gera nú dvöl Þróttar einn samfelldan sól- skinsblett. Heimsóknir nauðsyn. Það þarf ekki að taka fram,' að slíkar félagsheimsóknir landa á milli eru ákaflega þrosk andi fýrir íþróttamennina sjálfa tengir þá fastari böndum, og1 fær þeim eitthvað til að keppaj að, sem hver og einn getur ekki' hreppt. Enda sýndi það sig,! sögðu Þróttarmenn að lokum,l að framkoma liðsins á velli sem utan var hin prúðmannlegasta, > og þeir komu ekki aðeins frarri þarna sem annar flokkur Þrótt- ar, heldur sem fulltrúar þjóð- ar sinnar, og þannig var ein- mitt á þá litið allan tímann’, og stóðust þeir þá raun með mikl- um sóma. LJOSMYNDASTOFAN ASIS AUSTURSTRÆTI 5 • SIMI17707 Sen tlisveinn óskast frá næstu mánaðamótum, hálfan eða allan daginn. Uppl. i síma 1-11-50. Harald Faaberg h.f. Frá Iðnaðarmálastofnun íslands: FYRIRLESTRAR UM Skrifstofustjórn verða haldnir í Iðnaðármálastofnun íslands 2.—11. októ- ber n.k. — Fyrirlesarár verða Bandaríkjamennirnir Mr. Edward J. Gauthier og próf dr. O. Richard Wesséls. Fyrirlestrarnir verða fluttir kl. 16—19. Þátttöku þarf áð tilkynna fyrir 28. sept. Allar nánari upplýsingar í skrif- stofu IMSÍ, símar 1 98 33 eða 1 98 34; 1*1*1 ÞAKXA HINUM fjölmörgu vmum og ættingjum, sem glöddu mig á 75 ára afmæli mmu. Guð blessi ykkur öll. Sigurbjörg Guðmundsdóttir, saumakona, Leifsgötu 13. §tarísstúlka óskast á veitingastofu Loftleiða á Reykjavíkurflugvelli. Uppl. hjá bryta. Sími 18440. LOFTLEIÐIR H.F. Starfsstúlkur óskast í eldhús og borðstofu Kleppsspítalans. — Upplýsingar hjá ráðskonunni í sima 34499 milli kl. 2—4. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA. Handbremsubarkar Cheyrolet, Dodge, hægrihandar. Fánastengur, sólskyggni . úr plasti. Lúðraflautur 12 og 24 volta, inni-ljós Frostlögur — Miðstöðvarslöngur. SMYRILL, húsi Sameinaða — Sími 1-22-60. Sem nýr fitupottur (Friture, þýzkur) til sölu, ódýr, einnig vegna þrengsla kælikassi til sölu. Uppl. aðeins frá kl. 1—2 og 7—8. Sím 1-5960. Aðalfumlur Verzlunarráðs íslands verður haldinn í húsakynnum ráðsins dagana 26. og 27. september. Fundurinn hefst kl. 2 e.h. á fimmtudag. Dagskrá samkvæmt 12. gr. laga V. í. Stjóra Verzlunarráðs íslands. Bifreiö til sölu Ford-vörubifreið, gömul, er til sölu nú þegar. Á bif- reiðinni er 6 manna hús ásamt vörupalli með háum, sterk- um skjólhliðum. Nánari upplýsingar um sölu bifreiðarinhar gefur Albert Jóhannesson bifreiðastjóri, Vifilsstaðahæli. Skriistofa rikisspíUlanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.