Vísir - 26.09.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 26.09.1957, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 26. september 1957 Ví SIR 1 J 'GAT&iA I |rHRISTIE tflta? teifcp íimiœ tii... 29 „Af því að við erum einnig þeirrar skoðunar,“ svaraði Dakin. Bvo bætti hann við: „Og tvö heilræði að skilnaði: Eg vona, að þér reiðist mér ekki, þótt eg ráði yður til þess, að bregða ekki fyrir yður alltof mörgum lygum um sama efni. Þá getur orðið úr því hin versta flækja. Eg veit, að þér eruð mjög slyng á þessu sviði, en það er bezt að hafa ósannindin sem fábrotnust.“ „Eg skal hafa það hugfast,“ svaraði Viktoria, hæfilega auð- mjúk. Og hvert 'var hitt heilræðið?“ „Hlustið mjög vandlega eftir því, hvort nokkur nefnir nafn ungrar konu sem heitir Anna Scheele.“ „Hver er hún?“ „Við vitum harla lítið urn hana, en það kæmi sér vel að vita meira." oria fór í felur, unz hann var horfinn inn fyrir, en þá kom hún fram aftur, og mátti það varla seinna’vera', þvi að rétt í þessu kom Edward inn um hliðið, sem vissi að fljótinu. Hún beið ekki boðarina, hallaði sér fram á svalahanariðið og blístraði lágt. Henni fannst Edward enn föngulegri en áður, þegar hann leit snöggt við og litaðist um. „Hó-hæ! Hérna uppi!“ kallaði Viktoria lágt, og þá leit Edward upp. Hann gat ekki leynt undrun sinni, og þá sagði Viktoria: FIMMTÁNDI KAFLI. „Vitanlega búið þér hjá ræðismanninum,“ sagði frú Trench, er Viktoria leitaði ráða hjá henni. „Það kemur ekki til mála, að þér búið í gistihúsinu á flugvellinum. Clayton-hjónin verða alls hugar fegin. ef þér búið hjá þeim. Eg hefi þekkt þau árum sam- an. Við sehdum skeyti, og svo farið þér með iestinni i kvöld. Þau þekkja líka dr. Pauncefoot Jones mætavel.“ Viktoria gat ekki annað en brosað. Það var svo sem ekki mikill vandi að búa til biskup á Kyrrahafseyjum, en það gat orðið erf- iðara að kynnast sjálfum dr. Jones. „Eg.býst við,“ hugsaði hún, „að eg gæti lent í steininum fyrir að viíla á mér heimildir.“ En svo hristi hún af sér drungann, og vaxð vongóð á nýjan leik. Hún gerði ekki ráð fyrir, að menn væru látnir i fangelsi, r.ema þeir hefðu haft fé út úr öðrum mönnum undir fölsku yfirskyni, og það hafði hún ekki gert. Svo fór, að Viktoriu þótti mjög gaman að íerðinni, þótt lestin gæti síður en svo kallazt hraðlest, enda gerði hún sér grein fyrir því, að vestræn óþolinmæði væri harla óheppilegt veganesti í Austurlöndum. Bifreið ræðismannsins var íátin flytja hana rak- leiðis til bústaðar hans, og þegar komið var inn í garðinn að húsá baki, staðnæmdist bifreioin við stigaþrep, sem lágu upp á svalir, er voru meðfram húsinu öllu. Frú Clayton, glaðleg, hressileg kona, kom þegar til móts við Viktoriu. „Okkur þykir mjög vænt um heimsókn yðar,“ tók frúin til máls. „Það er gaman að koma til Basra á þessum tíma árs, og það er gott, að þér skuluð ekki fara úr landi, án þess að sjá borgina. Það er heppilegt, að hér er ekki mikill gestagangur eins og stendur — aðeins ritari dr. Rathbones, skemmtilegur ungur maður. Annars misstuð þér af Richard Baker, sem fór rétt áður en eg fékk skeytið frá frú Trench." Viktoria hafði ekki hugmynd um, hver þessi Baker væri, og taldi aðeins gott, að hann skylöi vera farinn, en hún vissi þó ekki, hversu lieppilegt það var í raun og veru, að hún skyldi ekki hitta þenna aðstoðannann svonefnds frænda síns, dr. Jones, svo fljótlega. Frú Clayton fylgdi Viktoriu brátt til herbergis þess, sem henni var ætlað, og spurði síðan, hvort hún vildr helöur hressa sig á kaffisopa eða með því að fara í bað. Viktoria kaus heldur að fara í bað, og það ekki á sig fá, þótt frú Clayton spyrði hana öðru sinni, hvort hún vildi ekki heldur kaffisopa, því að hús- ; freyjuna Iangaði bersýnilega til þess að skrafa eitthvað við líana sém fyrst. Frú Clayton fór því sína leið, en Viktoria hraðaði sér í baðið, bvoði vandlega af sér ferðarykið, en síðan snyrti hún hár sitt og andlit með nákvæmi þeirri og natni, sc-m ung kona viðhefur, þegarTn'm á að hitta ungan mann, sem hún hefur órðið hrifln af. Viktoria óskaði þess mjög innilega, að hún gæti hitt Edward fyi’st.undir. fjögur augu. ITún vonaöist jafnfrámt til þess, að þótt svo tækist ekki til, mundi hann ekki tala neitt af sér er hann sæi hana, enda var ekki ástæða til þess, aö hann geröi það, því ■að’hann vissi aðeins að hún hét Johes, og hafði ekki húgmynd um neinn skyldleika hennar og dr. Paunceföot: Edv/ard inundi sennilega koma þaö mjög á óvart. að hún skyldi komin til Iraks, og Viktoria vonaðist til þess af þeim sékum, að geta talað við hanit einslega rétt sem snöggvast. : Hún hafði einmitt þetta atriði í huga, þegar hún var búin að dubba sig upp, því aö í stað þess að íara niður í setustoíuna eða hitta húsfreyjuna, þar sem hún kynni að vera stödd þá stundina, íór hún út á svaiirnar. Hún .gerði ráð fyrir, að sér mur.di takast ’að korna auga á Edward, þegar hann kæmi til ræðismannsbú- staðarins, msð því að vera á vérði þar nppi. Viktoria haíði ekki verið þarnr. lengi, þegar hávaxinn, grannur maður, ákaflega hugsi á svipínn. . /> angandi til hússins. Vikt- oi svei Sveinspróf í þeim iðngreinum sem löggiltar eru, fara fram í október—nóvember 1957. Meisturum og iðnfyrirtækjum ber að senda formanni * viðkomandi prófnefndar. umsóknir um próftöku nemenda sinna, ásamt venjulegum gögnum og próígjaldi, fyrir 10. október n.k. Reykjavík, 26. september 1957. IÐNFRÆÐSLURÁÐ Leik- og föndurskóli Kopavogs fyrir börn á aldrinum 4-—6 ára tekur til starfa 2. október.' Þátttaka tilkynnist í shna 1.9652 (Margrét Ólafs- dóttir) eða 18703 (Herdís Jónsdóttir). óskast sem fyrst til allskoriar veitinga- og afgreiðslustarfa. Uppl. milli kl. 5—7 ; dag og á morgu.n. Veitingastofan AÐLON, Aðalstræti 8. Sími 1-6737. Söluhöm oskas! tii að selja miða í Happdrætti Fáks. Glæsilegur vmnmgur — ódýnr miðar. Há sclulaun. Vmmngur: Svartur Buick Super, 4 dyra, módeí 1956. Verðmæti: kr. 200.000.00. hagrs>lái Suíks Smiðjustíg 4, opio dagiega ki. 5—7. Ivær stúlkur éskast í héimavist Laugarnesskólans. — Uppl. gefur forstoðukonan. Simi 32827. a kvöldvökunni f j 4=0 til matarg'erðar fyrir liádegi. Kjötfiáíðin Grimdarstíg 2. Sagan af Raden Sukotjo { Madium á eynni Java ber þess vott, að ástandið innan ríkis-| stofnana er sums staðar jafnve? enn verra en hér á landi. Sukotjo lagði niður kennslu-j| störf fyrir sex árum, en fékk! um daginn tilkynningu frá- menntamálaráðuneyti Indónesíu um að samþykkt hefði verið að veita honum launahækkun. * Viðskiptavinurinn: — Þér virðist ekki eiga hægt með að reikna í huganum? I Þjónninn: — Nei. Satt að segja hefur mér farið stórlegá. aftur. Fólkið hér er vant að segja: — Þér megið eiga af- ganginn. ! ★ ■ i Hann fór í fyrstu sjóferðiná og varð, eins og hann hafði alltaf búist við, frám úr hófi: sjóveikur. | — A, eg að sendatyður eitt- hvaþ að borða, herra minn'?: spurði þernan. | — Nei, fyrir alla muni. Gjörið svo vel að henda því heldur beint fyrir borð og losa, mig við fyrirhöfnina. ★ I Grænmetissalinn: — Heyu'ðu, þú þarna. Ertu að reyna aö taka epli ur körfunhi? j Drangurinn: — Nei. Eg er að reyna að taka það ekki. ★ Hún (ævareið): — Heldurðui eíginlega að eg geti gengiðí með þetta minkaskinn alla ævi ?; | Hann (glettinn): — llvefs vegna ekki elskan mín? Hvaifi gera ekki minkarnir! i * | Eftirlitsmaðurinn: — Hvd lengi hafið þér starfað hér? i Nýliðinn: — Alveg síðan eg heyrði fótatak yðar frmmi á: ganginum. I ¥ 1 Ungu hjónin stóðu í háa rifrildi: Iiann: — Þeir segja að hjóna- bandið verði til þess að fólk líkist hvort öðru, og nú er eg jafnvel farinn að tala eins ogl þú. Hún: — O, blessaður vertu, hættu þcssu kjaftæði. Eiginmaðurinn: — Þú færð þennan hund aldrei til þess a<5 hlýða þér. Eiginkonan: — Hvaða leysa. Þolinmæðin þr vinnur ailar. Þú ættir bezt a; muna, hvaða vandræðum eg I átti í með þig' til að byrja með. Leiðbéináhdinn: — Vitið 'þér> þá, hvernig á að fara að því að , bjarga manni frá drukknun?- < j Ahugasamur nemandi : — Já,. i upp á mína tíu. Fyrgt er að ná ■ manninum upp úr vatninu,. og , síðan að ná vatninu upp úi” manninum. ★ Landkrabbi var spurður aði því, hvort hann vildi ekki ger- ast sjálfboðaliði í kafbáti. —- Nei, það veit sá sem alliJ veit. að ekki læt eg af fús,um vilja skrú mig á skip,'sern sekk-« ur af ásettu ráði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.