Vísir - 28.09.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 28.09.1957, Blaðsíða 10
10 VfSIR Laugardaginn 28. september 1957 j^GATHA PhRISTIE /Ulaf leifar ttygja til... 32 en að þú hefðir verið skírður Edward.“ „Hittir þú dökkhærða stúlku þar? Með frekar sítt hár?“ spurði hann. „Já,“ svaraði Viktoria, og varð heldur þurrari á manninn. „Það er Katrín. Hún er ákaflega viökunnanleg stúlka. Hafir þú minnzt á Edward, hefur hún vitað strax, við hvern þá áttir.“ „Já, því gæti eg trúað,“ sagði Viktoria talsvert hryssingslega. „Hún er einkar alúðleg og 'elskuleg stúlka,“ mælti Edward. „Fannst þér það ekki.... Hún er að vísu ekki lagleg — næstum ólagleg — en hún vinnur mikið við nánari kynni.“ „Einmitt það?“ Viktoria ætlaði til þess að rödd sína væri í jökulköld, en Edward virtist alls ekki taka eftir því. „Eg veit svei mér ekki, hvernig eg hefði komizt af án hennar,“ sagði hann. „Hún tók mig upp á arma sína, þegar eg kom fyrst, og eg hefði verið eins og mesti kjáni án hennar. Eg er sann- færður um, að þið verðið miklar vinkonur." „Eg geri ekki ráð fyrir því, að okkur veitist tækifæri til þess,“ .svaraði Viktoria. „0-jú-jú,“ mælti Edward. „Eg skal útvega þér vinnu hjá okk- um með einhverju móti. Eg segi karlinum, hvað þú sért slyng í vélritun og þess háttar.“ „Hann verður víst ekki lengi að komast að hinu gagnstæða,“ sagði Viktoria. „Eg skal áreiðanlega útvega þér vinnu hjá okkur, svo að þú lendir ekki á neinum flækingi," mælti Edward hinn öruggasti, „því að þá lentir þú sennilega í Burma eða Mið-Afríku. Nei, Viktoria mín, eg ætla að hafa nánar gætur á þér héðan í frá. Eg treysti þér ekki. Það er of mikið flækingseðli í þér.“ „Dæmalaus kjáni ertu,“ hugsaði Viktoria með sjálfri sér. „Eg færi ekki héðan, þótt ljónum væri sigað á mig.“ Upphátt sagði hún hinsvegar: „Það gæti annars verið gaman að starfa fyrir Oiíuviðargreinina.“ „Eg segi ekki að það sé gamanmælti Edward, „en það er fróðlegt.“ „Heldur þú enn, að eitthvað sé skrítið viö það fyrirtæki?“ spurði hún, og bætti við, er hann hristi höfuðið: „Nei, góði minn, eg held, að þú hafir haft rétt fyrir þér í því.“ Edward leit snögglega á hana. „Hvers vegna segir þú það?“ „Kunningi minn sagði það við mig,“ svaraði hún. „Hver?“ spurði hann. „O, bara kunningi minn,“ mælti hún. „Stúlkur af þínu tagi eiga og marga vini,“ rumdi í Edward. „Þú kvelur mig, Viktoria. Eg brenn af ást til þin, en þér er alveg sama um mig. „Nei, ekki alveg — mér er ekki alveg sama um þig,“ mælti Viktoria og átti bágt með að leyna gleði sinni. Svo spurði hún: „Edward, er nokkur, sem heitir Lefarge, tengdur Olíuviðargrein- inni eða einhverju, sem þú þekkir?“ „Lefarge?" sagði Edward. „Nei, mér er ekki kunnugt um það. Hver er það?“ Viktoria svaraði með annari spurningu: „Eða kona, sem heitir Anna Scheele?" Að þessu sinni voru viðbrögð Edwards allt önnur. I-Iann sneri sér snögglega að Viktoriu, þreif um annan handlegg hennar og spurði: „Hvað veizt þú um Önnu Scheele?“ „O, Edward, slepptu mér! Eg veit ekkert um hana. Mig lang- aði aðeins til að vita, hvort þú vissir nokkuð um hana.“ „Hvar heyrðir þú hana nefnda? Minntist frú Clipp á hana?“ „Nei — ekki frú Clipp — að minnsta kosti man eg það ekki, en annars samkjaftaði hún aldrei, svo að eg mundi sennilega ekki muna það, þótt hún hefði nefnt þetta nafn ásamt fjöl- mörgum öðrum.“ „En hvers vegna datt þér í hug, að Anna Scheele væri eitthvaS viöriðin 01íuviðargreinina?“ spurði hann. „Er hún eitthvað við hana riðin?“ spurði Viktoria á móti. Edward svaraði með hægð: „Eg veit það ekki.... Það er allt svo óljóst." Þau vc "u nú komin að garðshliðinu við læðismannsbústájinn. Edward leit á armbandsúrið sitt. „Eg verð að fara og reyna að afreka eitthvað,“ rnælti hann. „Eg vildi óska, að eg kynni eitt- hvaðhvað í arabisku. En við verðum að tala nánar saman síðar, Viktoria. Það er svo margt, sem mig langar til að spyrja þig um.“ | Trouble With Harry), Jean „Það er líka margt, sem eg þarf að segja þér,“ svaraði Viktoria. Simmons (Guys and Dolls); Beztu leikkonur að dómi Breta. Brezka akademían hefir nu útnefnt 10 leikkonur sem ,,beztu útlendu leikkonur“ árs- ins 1956. Átta þessara kvenna léku í kvikmyndum, sem framleiddar voru í Hollywood. Þær eru: Ava Garner (Bohwani Junc- tion), Susan Hayward (I’ll Cry Tomorrow), Carroll Baker (Baby Doll), Kim Novak (Pic- nic), Shirley MacLaine (The Stúlka, sem gædd hefði verið úreltri hetjulund frá löngu lið- inni öld, hefði vafalaust reynt að vernda væntanlegan eiginmann sinn fyrir öllum hættum, en Viktoria var sannarlega ekki af þeim stofni Evudætra. Hún leit svo á, að karlmenn væru ekki I .jíður fæddir til þess að horfast í augu við hættur en neistar leita upp í móti. Hún þóttist sannfærð um, að Edward mundi ekki þakka henni fyrir að láta hann fara varhluta af hætt- unum. Og þegar hún hafði hugsað málið nokkra stund, var liún alveg sannfærð um, að Dakin hefði alls ekki ætlazt til þess, að hún gætti þess, að Edward fengi ekkert um það að vita, sem hún hafði tekið sér fyrir hendur. 2. Um sólarlagsbil um kvöldið voru Edward og Viktoria á gangi í garði ræðismannsbústaðarins. Frú Clayton hafði haldið því fram, að kvöldin þar væru köld sem um vetur i Bretlandi, svo að Viktoria hafði farið í ullarkápu yfir sumarkjólinn. Sólarlagið var undurfagurt, en hvorugt þessarra ungu skötuhjúa veitti þvl eftirtekt. Þau ræddu um mikilvægari efni. „Þetta byrjaði einfaldlega á því,“ sagði Viktoria, „að einhver maður, sem eg þekki ekki, kom inn í herbergi mitt í gistihúsi Tios, og varð fyrir hnífsstungu." Sennilega finnst fæstum þetta einföld byrjun, og Edward var í þeim hópi. Hann starði á hana, steini lostinn, og spurði: „Og varð fyrir hverju?" „Hann var stunginn með hnífi,“ svaraði Viktoria. „Að minnsta kosti held eg, að hann hafi verið stunginn, en verið getur, að hann hafi verið skotinn, þótt eg hefði þá átt að heyra skot- hvellinn. Svo mikið er að minnsta kosti víst,“ bætti hún við, „að hann var dauður.“ Anna Magnani og Marisa Pavan (báðar í The Rose Tattoo). Strokpfaiígar á kvikanynd. John Iluston mun stjórna töku myndarinnar „The Brava- dos“, sem gerð verður á vegum 20th Century Fox-félagsins. Myndin fjallar um fjóra fanga, er tókst að strjúka úr fangelsi í fylkinu Nýja Mexico í Bandaríkjunum árið 1900 og leitina sem að þeim var gerð. 35 kvikmyndir frá Warners. Warner Brotliers-félagið hyggst framleiða 35 kvikmynd- ir á næstunni og eru nokkrar þeirra þegar komnar á markað- inn. Meðal þeirra eru eftirtaldar jmyndir: „The Spirit of St. „Hvernig gat hann komizt inn í herbergið til þín, ef hann var ;Louis“, er fjallar um hið sögu- dauður?“ lega flug Charles A. Lindberh til Parísar árið 1927. James Ste- „Ó, Edward, dæmalaust getur þú verið vitlaus," sagði Viktoria, wart fer með aðalhlutverkið. og síðan hélt hún áfram frásögu sinni, sem var ýmist ljós eöa ^ðrar eru t d Hollywoddtár“ ógreinileg. Henni var það ekki gefið að gera frásögn sína sögu- lega, þegar hún hélt sig við sannleikann. Hún sagði hikandi frá þessu, og það voru gloppur í sögu hennar — það var eins og hún væri að búa þetta allt til jafnharðan, en gengi það illa. Þegar hún hafði um síðir lokið frásögn sinni, virti Edward hana fyrir sér, eins og hann legði ekki fullkominn trúnað á hana. Svo sagði hann: „Eg vona, að þú sért ekki lasin að neinu leyti, Viktoria? Eg á við það, að þú hafir ekki fengið snert af sólsting eða — þig hafi dreynit eitthvað skrítilega eða neitt svo- leiðis?“ „Hvaða vitleysa er þetta eiginlega í þér?“ svaraði Viktoria önug. „Af því að mér finnst þetta alveg fyrir utan takmörk þess, sem geturátt sér stað,“ mælti hann. „Jæja, mér er sama, hvað þér finnst um það, en það er satt samt,“ sagði Viktoria, og virtist hálf-móðguð yfir því, að Edward skyldi efast um það. „Og allt þetta fjarstæðukennda bull um dularfull öfl, sem sé áð verki i heiminum, auk þessarra leynilegu fyrirtækja eða eg veit ekki hvað í hjarta Tibets og Baluchistans. Eg segi ekki E. R. Burroughs T AHZAPy 2459 og „Svipan“, byggð á sögu eftir Luke Short. Gary Cooper fer með aðalhlutverkið í þeirri mynd. ★ ★ ★ Þýzki kvikmyndaleikarinn Curd Jurgens og Robert Mitcb- um munu leika saman í mynd- inni „Enemy Below“, sem gerð er á vegum 20th Century Fox. Myndin er byggð á sam- nefndri bók eftir R. A. Rayner og fjallar um viðureign skip- stjóra á þýzkum kafbáti og skipstjóra á brezkum tundur- spilli í síðari heimsstyrjöld. ★ ★ ★ © Indverska kvikmyndin „Ap- ara.j ilo“ (Ilinn ósigranlegi) íilaut fjTstu verðlaun. Önnur verðlann idaut ítalska kvik- myndin „No'.t ' Biance“ (Hvít- ar nsetur). Það var á kvik- myn<Ia’’'í;ð;ni’i í Feneyjum, nn þes.;i verðlaun vorn veitt. Tarzan og Jim Cross voru nú báðir í heljargreipum i kolkrabbaguðsins. Apamað- urinn beitti hníf sínum öfl- uglega gegn örmunum, sem vöfðust utan um hann. Þeg- ar sárunum fjölgaði sleppti Kiaki tökum sínum á Cross, til þess að geta einbeitt sér gegn Tarzan. Gagntekinn af ótta hraðaði Jim sér upp á yfirborðið og synti eins hratt og honum var unnt til báts síns. $ S-y>’-væ-»’t freg;>'”’i frá Bo'in, •'T 1 :ir c-u í ’sr'zk- nm bk"" o • g«-t ráð r—.-.. „p :v: vcr3'æ’d'"'i á Vídks',v:\gs2cn snorrr”! á ræ -'v', cða sem svnrar t l 70 stdp.. — &c«;r - hilar kosia ná.TySÍ'' sipd. í Bret- ,NP"'a, la’íli. Laýt v rð’’r út í nýja sciuaóku á næsta ári. Talið er, að Þjóðverjar óttist nfl samkeppni af Breta háifu, á markaðinum fyrir litlu bíl- ana.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.