Vísir - 02.10.1957, Side 4

Vísir - 02.10.1957, Side 4
4 V 1 S IB --•’n- T*‘1 Miðvikudaginn 2. október 1957 WISIK. ------D A 6 B L A Ð Jfíatr kemur út 300 daga á árl, ýxnist 8 eða 12 bl&ðsi&ur. Ritítjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. ákriístofur blaðsins eru í IngóKsstræti 3. Eitgtjóraarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. fi^QQ—18,00. Sími 11660 (fimm línur). f'í Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.I’. Vísir kostar kr. 29,00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið i lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. AðatfumhirVerziunarráis íslands. Minnst 40 ara afinælis. — Ymsar álykíanir fnndarins. Tíminn og sagnfræ&i Tonbees. Leiðari Tímans á sunnudaginn var fjallaði að mestu um brezka sagnfræðinginn Ai'n- j old J. Tonbee, sem hér var á dögunum, og sögukönnun hans. Er helzt að skilja á höfundi leiðarans, að Tonbee sé framsóknarmaður og flytji þann boðskap, að samvinnu- stefnan sé hið eina „vonar- ljós komandi kynslóða“ og „líklegasti farkosturin fvrir ! þjóðirnar til að komast á til ] fyrirheitna landsins“. Talar blaðið í þessu sambandi um tvær aðgangsharðar sveitir, serh berjist um völdin í heim inum og einstökum þjóðfé- lögum — annars v.egar kapí- talismann og hinsvegar só- síalismann, og loks hinn gullna meðalveg þarna á milli, sem hér á íslandi er ' náttúrlega Framsóknarflokk- 1 urinn! Hann kvað geta kom- ið í veg fyrir að þessum ] sveitum ljósti saman. Þar á að vera hin þriðja og rétta leið — „leið samvinnu og ' bræðralags og hins full- ! komna réttlætis í efnahags- legum greinum"!! Stjórnmálaskrif Tímans eru oft á þann veg, að annaðhvort fylgjast höfundar þeirra á- kaflega illa með þróun mál- anna eða þeir meta annað meira en þjónustuna við sannleikann. Vera má líka, að þeir séu orðnir þreyttir og staðnaðir í hugsun, af því að tyggja upp sömu slagorðin og fjarstæðurnar mánuðum og jafnvel árum saman. Það er alveg út í hött að tala um kapitalistiskan öfgaflokk hér á íslandi. Hann er enginn til. Hins vegar er til hér sósial- istiskur öfgaflokkur, sem á aðalsökina, ásamt Frarn- sóknarflokknum, á ófarnaði íslenzks efnahagslífs. Lík - lega hefur Framsóknar- flokkurinn gleymt sér ger- samlega í baráttunni við hið ímyndaða ,,afturhaldslið kapitalismans“, því ekki verður séð að hann hafi gert sér minnstu grein fyrir þeim voða, sem þjóðfélaginu staf- ar af áhrifum kommúr.iUa, ef frá eru skildar nokkia: skammaræður, sem Eysteiivi hélt um þá hér fyrr, á áruan, þegar þeir vildu ekki fara í ríkisstjórn með Framsóku- armönnum. • Það er formaður Framsóltnar- flokksins, flokks ;,hins gullna meðalhófs“, sem fyrst og fremst á sök á því, að „ríkisbáknsdýrkendur sósí- alismans“, féndur ríkjandi þjóðskipulags, hafa nú verið leiddir til æðstu valda í ís- lenzku þjóðfélagi. Og þótt Hermann Jónasson hafi hælt sér af því, að hann hafi i stjórnarsamstarfinu neytt kommúnista til þess að hverfa frá fyrri stefnu sinni á ýmsum sviðum, þá verður ekki annað séð en kommún- istar hafi að verulegu leyti ráðið þeirri óheillastefnu, sem valin var í efnahags- málunum. Að sjálfsögðu ber þó fjármálasnillingur Fram- sóknar, Eysteinn Jónsson, aðal ábyrgðina, sem fjár- málaráðherra, og eru það hörmuleg örlög fyrir þennan speking og postula „hins gullna meðalhófs“, að þurfa að framkvæma fyrirskipanir niðurrifsaflanna i þjóðfélag- inu og starfa með þeim að því, að eyðileggja efnahags • grundvöll þjóðarinnar. Tíminn endar þessar hugleið- ingar sinai' um framsóknar- heimspeki Tonbees með þeirri niðurstöðu, að sam- vinnustefnan sé það sem koma skal, af því að hún „uppræti ófrið“ og „beri í sér félagslegt og efnahags- legt réttlæti“. Sé þessu þannig farið, hlýtur þessi stefna að vera orðin meira en lítið afskræmd hér á íslar.di. Er Samband íslenzkra Sam- vinnufélaga, með þeirri að- stöðu, sem því hefur verið sköpuð, af Framsóknar- mönnum, á kostnað annarra verzlunarsamtaka og ein- staklinga í landinu, tákn urn „félagslegt og efnahagslegt réttlæti“? Ber hatur Fram- sóknarmanna á Reykjavík og skemmdarstarfsemi sú, sem þeir hafa fyrr og síðar, ýmist staðið fyrir eða tekið þátt í gagnvart bæjarfélag- inu, vott um að þar sé stjórn- málaflokkur, sem þræða vilji hinn gullna meðalveg og láta allar stéttir og lands- hluta njóta sama réttar? Ekki benda kosningatölurn- ar hér til að margir Reyk- víkingar líti svo á. Fæstir þeirra trúa þvi, að ‘„íram- . sóknarmennskan“ sé, „von- arljós komandi kynslóða“. Það væri lika Ijóta villu- Ijósið, Aðalfundur ð'erz.lunarráðs Is- lands var haldinn í húsakynnum ráðshis dagana 26. og 27. þ.m. I upphafi fundarins minntist Gunnar Guðjónsson, formaður ráðsins, kaupsýslumanna, er lát- ist höfðu frá því að síðasti að- alfundur var haldinn, og vottuðu fundarmenn hinum látnu virð- ingu sina með því að risa úr sætum. Fundarstjórar voru kosnir þeir Árni Árnason og Hjörtur Hjartarson. Fundarritari var Sveinn Finnsson. Formaður ráðsins, Gunnar Guðjónsson, flutti ræðu um efna- hagsmál þjóðarinnar Þorvarður J. Júlíusson, fram- kvæmdarstjóri ráðsins, ílutti skýrslu um störf stjórnar’ ráðs- ins á starfsárinu. Eftirtaldar nefndir störíuðu á fundinum. Viðskipta- og verð- lagsmálanefnd, skattamálanefnd og allsherjarneínd. Nefndirnar störfuðu að kvöldi fyrri fundar- dags og að morgni þess síðari. Umræður um tillögur neíndanna fóru fram seinni fundardaginn, en að þeim loknum voru birt úrslit stjórnarkosninga. Stjórn V.I. skipa nú eftirtaldir menn. Tilnefndir af félögum: Stefán Thorarensen, ísleifur Jónsson, Gunnar Ásgeirsson, Július Björnsson, Hans R. Þórðarson, Páll Þorgeirsson, Gunnar Guð- jónsson, Egill Guttormsson, Björn Hallgrímsson og Gunnar Friðriksson. • Kosnir: Hallgrímur Fr. Hall grímsson, Þorvaldur Guðmunds son, Othar Ellingsen, Magnús J Brynjólfsson, Sveinn Guðmunds son, Haráldur Sveinsson. Kristj án Jóh. Kristjánsson, Tómas Björnsson, íngólfur Jónsson og Sigurður Ágústsson. I kjörnefnd voru kosnir þeir (Guido Bernhöft. Árni Árnason jOg Páll Jóhannesson. Endurskoð- jondur voru kosnir Hilmar Feng- er og Sveinn Ólafsson. Að afloknu aðalfundinum á I föstudaginn var 40 ára afmælis ■ ráðsins minnzt með hófi a& Hótel I Borg. Meðal gesta voru forseti íslands og frú. Ræður fluttu, forseti íslands, Gunnar Guðjóns- son, formaður V. 1., Ingólfur Jónsson, fyrrv. ráðherra og Magnús Kjaran, stórkaupmaður. Viðskipta- og verðlagsmálanefnd Viðskiptamál. Fyrir nokkrum árum mörkuðu stjórnarvöld landsins þá stefnu, að viðskiptin við útlönd og inn- anlands skyldu vera sem frjáls- ust og haftaminnst, og að at- vinnuvegirnir skyldu standa á eigin fótum án styrkja. Þessi stefna var einnig yfirlýst með þátttöku i alþjóðasamtökum, er vinna að eflingu frjálsra við- skipta og hafa náð góðum ár- angri, aðildarþjóðunum til mik- illa hagsbóta. Nú hefur verið horfið af þess- ari braut hér á landi, tekin upp höft og auknir styrkir, og vikizt undan merkjum hinnar alþjóð- legu samvinnu. Það er augljóst, að með lögunum um útflutnings- sjóð heíur ekki tekizt að ná jafn- vægi í greiðsluviðskiptunum við útlönd. Verzlun landsmanna hef- ur á ný verið færð í fjötra og þjónusta hennar við almenning lömuð. Aðalfundur V. í. 1957 varar eindregið við þessari óheillaþró- un og bendir á nauðsn þess, að gerðar verði sem fyrst ráðstaf- anir, sem miði að sem frjálsust- um viðskiptum, enda hefur reynzlan sýnt, að frjáls viðskipti við eðlilegar aðstæður skapa hagstæðust verzlunarkjör fyrir neytendur. Fundurinn gerir sér ljóst, að nauðsynlegt skilyrði fyrir þvi, að þessu marki verði náð, sé það, að fjáríesting og neyzla þjóðar- innar verði ekki meiri en raun- verulegar þjóðartekjur leyfa. Það er því nauðsynlegt, að ríki og bæjarfélög, sem ráða fir mikl- um hluta þjóðarteknanna stuðli að jafnvægi með því að stilla í hóf framkvæmdum sinum og öðrum útgjöldum. Það er ennfremur höfuðnauð- syn, að skapað verði traust á verðgildi peninga, svo að sparn- aður eflist, en hann er undirstað- an undir eðlilegri, haftalaustri fjárfestingu. Þótt slíkar ráðstafanir komi ekki sízt niður á verzlunarstétt- inni, telur fundurinn þær óhjá- kvæmilegar, til þess að frjálst og heilbrigt efnahagslif fái þróazt. Allsherjarncfnd. Aðalfundur V. 1. 1957 vekur at- hygli á því, að yfirfærsla fyrir írílistavörum sé að. miklu leyti stöðvuð, og þvi sé orðinn skortur á ýmsum nauðsynjavörum, og valdi það truflunum í ýmsum greinum atvinnulífsins, sem ráða þyrfti bót á sem fyrst. Jafnframt gerir aðalfundurinn kröfu til þess, að innflutningsyf- t irvöld og gjaldeyrisbankar hafi nánara samstarf við V. 1. um reglur þær og áætlanir, sem gerð , ar eru um innflutning slikra vara. i ( Athyglisverð mynd í Gamla Bíói. Kvikmynd S.Í.B.S., Sigur lífsins, sem nú er sýnd í Gamla Bíó er athyglisverð mynd, scm allir ættu að sjá. Myndin er allvel gerð, en það sem gerir hana athyglis- verða er að hún greinir frá einum mesta sigri - íslendinga á sviði heilbrigðismála. Myndin hefur verið gerð á . , . _ , ... „ , , . . a, að bryna anuðsyn ber til, að þremur s.l. arum og er hun . .. Skattamálanefnd. Aðalfundur V. í. 1957 vill enhþá einu sinni vekja athygli ; útbúin með íslenzkum, dönsk- jum og enskum skýringartexta. Myndin hefur verið sýnd víðs- vegar í Danmörku. Gunnar R. Hansen réði gerð nú þegar verði hfaizt handa um gagngerða endurskoðun á lög- gjöf um 'skatt- og útsvars- greiðslur fyrirtækja. Fjöldi fyrirtækja greiðir nú myndarinnar og samdi tánJist- , meira en lireinar tekjur sínar ina við hana, én Gunnar ftúnar Ólafsson sá um myndatökuna. í skatta, en samvinnufélög og Framli. a -5. síðu. | Fundu írar Ameríku. 1 tímaritinu Irish Digest birtist r.ýlega grein sem nefnist „Did the Irish discover Ameriea?“ (Fundu Irar Ameriku?), eftir Charles Duff. Dreþur höfundur- inn á það, sem segir í fornum íslenzkum sögum (Landnáma Eyrbyggja saga), til stuðnings þvi, að Irar kunni að hafa fundið Ameriku. Nefnir hann og, að frægir fræðimenn, er litil kynni hafi haft af sjó og farmennsku, hafi farið um það háðulegum orðurn, að írar hafi getað siglt til fjarlægra landa i segldúks- bátum, en á vorum timum hafi menn siglt á flekum heimsálfa milli, og hafi þó Irar til foma átt miklu vandaðri skip en segl- dúksbáta. Guðleifur Guðmundsson. Höfundurinn segir frá Guð- leifi, sem um getur i Eyrbyggju, en sú frásögn er skáldleg og skemrntileg og vissulega er ekki ótrúleg hrakningasaga sæfar- endanna, Guðleifs og félaga hans. Þessi kafli sögunnar nefn- ist „Sögn um Björn Breiðvik- ingakappa". Bak þá langt vestur í liaf. Guðleifur hét maður. Hann var sonur Gunnlaugs hins auðga úr Straumfirði, bróðir Þorfinns,, er Sturlungar eru frá komnir. Guðleifur var farmaður mikiil. Hann átti knörr mikinn, en ann- an Þórólfúr, sontir Eyra-Lofts, þá er þeir börðust við Gyrð, son Sigvalda jarls. Þá lét Gyrð- ur auga sitt. — Það var ofar- lega á dögum Ólafs hins helga, að Guðleifur. hafði kaupferð vestur til Dyflinnar. En er hann sigldi vestan ætlaði hann tii Is- lands. Hann sigldi fyrir vestan Irland og fékk austan veður og landnyrðinga, og rak langt vest- ur í haf og í útsuð.ur, svo að þeir vissu ekki til landa. En þá var mjög á liðið sumar, og hétu þeir mörgu, að þá bæri úr haf- inu. Eigi vissu þeir hvert land það var. Og þá kom þar, að þeir urðu við land varir. Það var ritikið land, en eigi vissu þeir hvert land það var. Það.ráð tókú þeir Guðleifur, að þeir sigldu að land- inu, því að þeinr þótti illt að eiga lengur við hafsmegnið. Þeir fengu þar höfn góða. Og er þeir höfðu þar litla stund við land verið þá koma menn til fundar við þá. Þeir kenndu þar engan mann, en helzt þótti þeim, sem þeir mæltu írsku. Brátt kom til þeirra svo mikið fjölmenni, að það skipti mörgum hundruðitm. Þessir menn veittú þeim að- göngu og tóku þá höndum alia og ráku þá siðan á land upp. Þá voru þeir færðir á mót eitt og dæmt um þá. Það skildu þeir, að sumir vildu, að þeir yæri drepnir, en sumir vildu, að þeim væri skipt á vistir og værí þejr þjáðir. Mikill maðúr og garpleg-ur. Og er flokk þennan bar þang- að að, sjá þeir, að undir merkinu reið mikill maður og garplegur og var þá mjög á eíra aldur og hvítur fyrir hærurn. Allir menn, er þar voru fyrir, hnigu þeint manni og fögnuðu sem herra sínum. Fundu þeir þá brátt, að þangað var skqtið ráðum og at- kvaAum, sem hann var. Siðan sendi þessi maður éftir i 'þeim Guðleifi. Og er þeir komu [ fyrir þennan mann, þá -mælti

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.