Vísir - 03.10.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 03.10.1957, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 3. október 1957 YfSIR ||gaTHA LhRISTIE /Ular teitir tiflýja tii... 35 athafnalífsins og kunna loks ekki að einbeita huganum aö neinu verkefni, sem þeim kann að vera fengið til urlausnar,” svaraði ræðismaðurinn að endingu. Hugur Viktoriu var í miklu uppnámi, þegar hún gekk til hvílu um kvöldlð! Hún hafði náð marki því, sem hún hafði sett sér, þegar hún afréð að reyna að komast til Bagdad. Henni hafði tekizt að finna Edward! Nú gerði afturkippurinn vart við sig. Það var alveg sama, hverra bragða hún neytti — hún fann til talsverðra von- brigða yfir endurfundum þeirra. Það var að nokkru leyti tortryggni Edwards, að hann vildi ekki leggja trúnað á sögu hennar, sem olli því, að henni fannst allt svo óraunverulegt, og líkast því, að það hefði verið sett á svið eins og leikrit. Hún, Viktoria- Jones, lítilmótleg vélritunar- stúlka frá London, hafði komið til Bagdad, hafði séð ókunnan mann myrtan fyrir augunum á sér, eða þ'ví sem næst, hafði ge'rzt spæjari eða eitthvað álíka stórkostlegt, og loks hafði hún hitt manninn, sem hún unni í frumskógagarði, þar sem pálma- greinar svifluðust yfir höfði þeirra, og að ölíum' líkindum ekki svo langt frá þeim stað, þar sem hinn upprunalegi aldingarður i Eden hafði verið endur fyrir löngu. Upp í huga hennar komu allt í einu brot af vögguvisu, sem hún hafði ekki heyrt frá því að hún var i æsku. Þar.var spurt, hversu langt væri til Babylon, og hvort unnt væri að komast fram og aftur fyrir myrkur. En hún var ekki komin þaðan aftur — henni fannst, að hún væri enn í Babylon. Kannske kæmist hún þaðan aldrei framar — hún og Edward yrðu kannske að vera þar um kyivt um alla framtíð. Svefninn var að nú tökum á henni, og þá sagði hun allt í einu við sjálfa sig, að það hefði verið eitthvað, sem hún hafði endilega ætlað að spyrja Edward um úti í garðínum. Þau vora í aldin- garðinum í Eden — hún og Edward — hún var byrjuö að leggja spumingu fyrir Edward — þá hafði frú Clayton kallað til þeirra — það var eins og því hefði samstundis verið stolið úr henni, sem hana fýsti að fræðast um hjá lionum.... En hún varð að rifja það upp og bera fram spurninguna, þvi að hún var svo mikilvæg.... Það var eitthvað bogið vio þetía — pálmatré — garður — Edward — Anna Scheele — Rupret Groften Lee — það var eitthvað gransamlegt við þetta allt saman.... Æ, ef hún gæti aoeins rifjað upp fyrir sér.... Kona kom eftir gangi í gistihúsi — kona, sem var smekklega búin — það var Viktoria sjálf — en þegar hún kom nær, reyndist hún vera með andlit Katrínar. Edward og Katrin — fjarstæða! | Hún sagði viö Edward: „Komdu, við skulum finna Lefarge-------j Gg þá sá hún hann allt í einu. Hann var með gula hanzka og! hökutopp. Edward var horfinn, og hún var ein sins liðs. Hún yrði að komast frá Babylon, áður en myrkrið skylíi á.... Allt í einu sá hún blóðblett myndast á: hermannsjakka — hún tók til fót-j ana — flýði, sem fætur toguðu eftir gangi í gistihúsi. Og þeir veittu henni eftirför. Viktoria hrökk uþp með andfælum. 3. „Þér drekkið vitanlega kaffi, er það ekki?“ spurði frú Clayton morguninn eftir, þegar Viktoria kom niður. ,,Mér sýnist, að þér séuð hálf-guggin. Eg vona, að þér séuð ekki að vérðk lasín.“ „Nei, það amar ekkert að mér í því efni,“ svaraði Viktoria, og reyndi að vera hin kátasta. „Eg verð þó að kannast við það, að eg svaf ekki alveg eíns vel, og eg á yfirleitt vanda til. Eg veit þó ekki, hvað því olli, að eg lá andvaka fram eftir nóttu. Ekki var það því að kenna, að rúmið væri ekki þægilegt, því að það var ágætt.“ Frú Clayton sneri sér nú að manni sínum, sem kom inn í stofuna rétt i þessu: „Viltu gera svo vel að kveikja á útvarpinu, Gerald? Það er næstum komið að fréttunum." Edward kom iiin í stofuiia á því augnabliki, er merki var gefiö um að fréttalestur mundi hefjast, og svo tók þulurinn til máls: „Forsætisráðherrann gerði neðri málstofunni í gær frekari grein fyrir niðurskurði innflutnings frá dollaralöndum. Fregn frá Kairo hermir, að lík sir Ruperts Crofton Lee hafi fundizt í Nílarfljóti.” (Viktoria lagði kaffibollann snögglega frá sér, cg frú Clayton rak upp undrunaróp). „Sir Rupert fór úr gisthúsi því, sem hann ætlaði að búa í, skömmu eftir að hann kom til borgarinnar með flugvél frá Bagdad, og. kom ekki aftur til gistihússins um nóttina. Hans hafði veriö saknað í fullan sólarhring, þegar lík hans fannst á floti í fljóttinu. Krufning hefur leitt í ljós, að Sir Rupert hefur ekki drukknað, heldur hefur hann verið stunginn hnífi í hjartastað. Sir Rupert var heims- frægur ferðalangur, einkum þekktur fyrir ferðir síðar um Kína og Baluclristan, og hafði skrifað nokkrar bækur um ferðalög sín.“ ,,Myrtur!“ hrópaði frú Clayton, skelfingu lostin. „Eg held bara, að hætturnar sé fleiri í Kairo nú en á nokkrum öðrum stað í öllum hciminum. Hefur þú nokkra hugmynd um, hvað er eigin- lega að gerast þar, Gerald?“ „Eg vissi aðeins, að hans var saknað,“ svaraði maður hennar. „Sv.o yirðist, að komið hafi verið með bréf til hans, er hann var staddur í gistihúsinu skömmu eftir kómuna héðan, og að hann hafi samstundis farið þaðan fótgangandi án þess að segja nokkr- um starfsmanni • gistihússins, hvert förinni væri heitið.“ „Þarna sérðu, eða þú ættir nú að minnsta kosti að fara-að sjá.það," sagði Viktoria við Edward, þegar morgunverðinum var lokið, og þau voru ein saman. „Það er allt hverju orði sannara. sem eg hefi verið að segja þér. Fyrst er þessi maður, Carmichael, eða hvað hann nú hét, myrtur í gistihúsinu, þar sem eg bjó, og nú er búið að senda Sir Rupert Crofton’Lee sömu leiðina. Eg sé bara eftir því, að eg skyldi hafa talað illa um hann áour. Það svo svo illa gert. Það liggur i augum uppi, að það er verið að reyna að koma öllum fyrir kattarnef, sem hafa einhverja þekk- ingu á þessurn málurn, eða grunar, að ekki sé allt með felldu hér um slóöir. Edward, heldur þú, að svo geti farið, að röðin sé komin að mér — að eg verði næst .fyrir barðinu á þessum óþjóða- lýð?“ „Guð sér oss næstur, Viktoria, eg sé ekki betur en að þú sért hrifin af þeirri fjarstæðukenndu hugmynd! Eg verð að segja eiiis og mér finnst, hvort sem þér líkar betur eða ver, að þú hefur alltof mikið hugmyndaflug. ,Eg fæ ekki skilið, hvers vegna nokkrum manni ætti að detta í hug að reyna að koma þér í hél, því að sannleikurinn er sá, að þú veizt ekki neitt um þetta — en eg vona samt, að þú farir sérstaklega gætilega í öllu fram- vegis.“ „Við verðum bœöi að vera mjög gætin, þvi að eg er búin að flækja þig í þetta óheiliamál," sagði Viktoria. „O, eg er svo sem ekki að kvarta yfir því,“ mælti Edward. „Þáð er dálítil tilbreyting að frétta um þetta.“ „En þú verður að gæta þess að fara þér ekki að voða.“ Það fór hrollur um Viktoriu, þegar hún hugleiödi örlög þau, sem þau gætu hlotið af hendi illvirkjanna. „Þetta ef alveg ægilegt — hann virtist svo hress og — og — eg á við Eir Rupert, og hann er samt dáinn líka. Þetta er skelfilegt. Hvað skyldi eiginlega gerast næst?“ SEXTÁNDI KAFLI. 1. „Jæja, tókst yöur að finna piltinn yðar?" spurði Dakin, þegar Viktoria var komin aftur til Bagdad cg þau lúttust í gistihúsinu. Hún kinkaöi kolli. „Urðuð þér nokkurs vísari að öðru leyti?“ Viktoria hristi höfuðiö heidur raunamædd, en hann bætti við: E. R. Burroughs TARZ4M 2W& Tarzan hafði sært Kraká . til ó.íi'iv og kólkrabbaguð- jnn fökk þunglamalega ni'ður á botn lónsins meðan Tarz- an flýtti bér upp á yfirborð- ið eins hratt og honum var ' frekast unnt. Hann kofn upþ og teygaði að sér.heiintemt, ■ ferskt loftið.... en í sama' mund kbm hann auga á Jim Gross, sem vár að leggjá á flótto í táfi-sínum. SKSPAUTeeRÚ RÍKISINS M.s. Skjaldbreið vestur til Flateyjar á Breiða- firði hinn 7. þ.m. Tekið á rnóti ilutningi til Arnarstapa Grundarfjarðar Stykkishólms — og Flateyjar í dag. Farseðlar seldir árdegis á laugardag. „HERÐUBREIÐ" austur um land til Þórsliafnar hinn 7. þ.m. Tekið á móti flutningi til Hornafjarðai' Djúpavogs Breiðdalsvíkur Stöðvarfjarðar Fáskrúðsfj arðar Borgarfjarðar Vopnafjarðar Bakkafjarðar — og Þórshafnar í dag. Farseðlar seldir árdegis & laugardag. „Skaftfellingur" fer til Vestmannaeyja á morg- un. Vörumóttaka daglega. Orval af kveikjurum Kveikjaralögur Pípuhreinsarar BÖLUTURNINN í VELTUSUNDI Sími 14120. Einhleypur bóndil í sveit óskareftir ráðskoriú. Góð húsakynni. Þéttbýlt. Má hafa með sér barn. — Tilboð sendist Vísi fyrir föstudagskvöld n.k. merkt: „43:0.“ Samkomur Kristniboðsfélagið í Reykjavík efnir til kvöldsamkomu í Hallgrímskirkju, annað kvöld kl. 8.30. Bjarni Byj- ólfsson, ritstjóri, segir frá íslenzka kristniboðinu i Kor.so. Dr. theol. Magnús Jónsson flytur ræðu. Helga Maghúsdóttir lcennari: Ein- söngur. — Öll hjartan- lega velkomin. Tekið verður á móti gjöfum til kristni- boðsins. KENNSLA í ýmsum grein- urn. Uppl. í síma 22827. (921 BiLKENNISLA. — Sírnl 32250. — tj[l» BILKENNSLA. 19107. Sími ..(Í28

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.