Vísir - 04.10.1957, Blaðsíða 3

Vísir - 04.10.1957, Blaðsíða 3
Mörg hundruð stóðhrossa eru rekin j fir Örnólfsdalsá stóðréttardaginn við Litlu Þverá. Þann dag er mikið líf í tuskunum allt frá morgni til kvölds, fyrst á heiðum frammi en síðar í og við i rétt ina. Stóði réttað í Þverárrétt. Réttirnar eru hinar einu sönnu og upprunalegu þjóðhátíðir Islendinga. ■ ]>verárrétt á bréiðan blett I byggð sem konungsríki. Steypt og slétt er stuðlanett J stórbyggingarlíki. ' I>að er síðasti sunnudagur í september og i dag er stoðinu réttað í Þverárrétt í Borgarfirði — mestu rétt héraðsins bæði af stóði og fólki. Þverárré+t er ékki le. gra én svo frá Rtykjavík að það er hægt að fara í hana að morgni og koma aftur suður að kvöldi, ef maður verður þá ekki svo heppinn að hella sig fullan og — deyja. Og nú beizluðum við gand- inn — mótorvélina -— að sjálf- sögðu, og þeystum allt hvað.af tók norður til uppsveita Borg- arfjarðar. Það var rétt um há- degisbilið, sem við komum að Þverárrétt, en stóðréttin hefst þar venjulega ekki fyrr en nokkru eftir hádegið, enda vor- iim við á undan öllu stóði þang- að. Og þar eð veður var bjart og fagurt þótti okkur ráðlegast að fara nokkuð á móti gangna- mönnunum og fylgjast með stóðrekstrinum til réttar. Það er ævintýri fyrir sig. Við ókum með skógarjaðrinum, heimund- ir Helgafell, en snarbeygðum þar tij suðvesturs, unz við kom- um að Kjarvarará, Kjarará, Örnólfsdalsá, Þverá, eða hvað hún annars heitir. Þar sem fyi'st er komið að ánni er vað yfir hana og þar myndi stóðið rekið yfir. En nú bólaði ekk- ert á stóðinu handan árinnar, svo við ákváðum að skreppa Jengra inn nreð ánni að bænum Öx'nólfsdal, efsta byggða bólinu í Þverárhlíð. Þar nutum við mik illar gestrisni húsr-áðenda á meðan viö biðum eftir að sjá stóðhjörðina koma innan dal- inn. Og ekki höfðum við lengi beðið unz við sáum fyrsta Iróp- inn birtast sjónum okkar, koma skokkandi niður með ánni og brátt birtist svo aðalhjörðin. hundruð stóðhi-ossa, sem komu á hraðri ferð af öræfum ofax'' og stefndu til byggða. Það' e. mikil sjón og fögur að sjá stóra hjörð stóöhrossa, ekki sízt þegar þau koma feit og bústin af fjalli. I>að er eitt- hvað villt i fasi þeirra og frjáls- legt, einhver óbundin eðlis- orka, svipmikil og fögur. Og hjörðin rennur niður með hlíð- inni handan árinnar, svo það er t ekki til setunnar boðið ef við ' eigum að fylgjast með rekstr- i inum til x-éttai'innar. Við þökk- |tim því Örnólfsdælingum fyi'ir góðan beina, setjumst upp í bif- reiðina og höldum af stað. Við (ltomum i tæka tíð að vaðinu á ánni til þess að sjá stóðið rekið yfir ána. En þar eru fleiri á- horfendur heldur en við. Það i er meðal annarra frú Helga Fietz ljósmyndari frá ]>ýzka- landi, en það var hún, sem stóð að mvndabók Almenna bókafé- i J t lagsins um Island og tók sjálf margar ágætar myndir i þá bók. Nú var mér sagt, að liún væri að vinna að nýrri bók um ís- land og ætti lxún eingöngu að fjalla um hesta. Og einmitt ;þai'na á bakka Þverár var hið ákjósanlegasta tækifæri til að Ijósmynda stóðhjörð vaða yf- ir á. Nú er stutt orðið til réttar- innar og hrossin lesta sig eftir götunni, þannig að til að sjá er þetta eins og óralöng slanga, sem hlyklijast áfram eftir öll- um gþtubugðunum, allt frá Þverá og niður að x'étt. Innan skamms er stóðið kom- ið til réttar og dráttur hefst. Og stóðdráttur er stórkostlegt fyrirbæri. Getur verið það að minnsta lcosti. Þarna ganga um rosknir bændur, sem hyggja ao svipmóti hestakyns síns og mörkum, ef þess er liostur. En þeir leggja sig lítt í stórræði, heldur láta þeir unglingunum þau eftir. Og strax þegar vissa er fengin fyrir eignarhaldi á hverju stóðhróssinu er eklii hætt við það fyrr en það er komið í réttan dilk. Stundum gengur það greiðlega fyrir sig, það er. rekið með mestu liægð og stillingu úr almenningnum yfir í viðkomandi dillí og ekk- j ert merkilegt skeður. En stund- um er þetta öðruvísi og fer þá eftir ýmsu. Stundum er það verður að beita þau valdi. En stundum er það líka ínönnun- um að Icenna. Þeir eru ungir og vilja sýna fræknleik sinn, fimi og afl. Að minnsta kosti býr í í þeim athafnaþrá, og áður en nokkurn varir liafa þeir varpað sér á háls ti'.vppisins og nú hefst aðgangur, sem oft verður bæði harður og langur og' á ýmsa vegu um stund, enda þótt hon- um lykti þó jafnan með sigri mannsins. Nú er það einu sinni svo, að enginn einn maður ræður við baldinn fola, jafnvel ekki fol- ald ef það er stvggt og skap- mikið. Það þarf fleiri til. Og þessir ,,fleiri“ koma ævinlega til hjálpar áður en einstakling- urinn hefur beðið fullan ósig- ur. En stór, sterk og stygg tryppi láta ckki buga sig fyrr en í fulla hnefana og það er ! gaman og stunduxn stórkostlegt * að sjá þau átök, sjá frelsið frá sumrinu brjótast fram i fnísi og leiftui'snöggum hi'eyfingum, blikandi augnai'áði og spennt- um vöðvum. Það hleypur hring eftir hring um almenninginn; hristir þi'já eða fjói'a menn aft- ur og aftur af sér, hleypur nokkra stund fi'jálst innan um hin stóðhrossin en er síðan grip ið af mannahöndum á ný. Einn eða tveir hanga í taglinu, aðrir tveir í faxinu, og loks reynir enn einn að grípa um snopp- una eða að ná einhvei's konar höfuðtaki, sem jafnan gerir illt verra, því þá ærist skepnan fyrst fyrir alvöru. Við bi-egður i þessuin átökum, að skepnunni vei'ður fótaskortur og steypist ?á öll hersingin niður í svaðið. í þurru veði'i og eftir þurrka gerir þetta ekki ýkja mikið’ til, því þá er almenningurinn til- tölulega þurr, en eftir undan- gengnar í'igningar horfir þetta allt öðru vísi við. Þá standa svartir menn á fætur aftur þótt þeir hafi verið hvítir, þegar þeir duttu. Um leið bregður hæðni- glampa fyrir í glettnisfullum ungmeyjaaugum, sem fylgjast með því sem fram fer utan frá réttarveggnum. Engir mannfundir né sam- komur á íslandi hafa á sér jafn sterkan, sérkennilegan og þjóð- legan blæ sem réttir. Svipmót þeirra helzt æ hið sama gegn- um ár og aldir, hver sem breyt- ing verður annars á menningu og þjóðlífi, atvinnuháttum og siðum. Réttii’nar, athafnir rétt- 1 armanna og gleði fólksins yfir endui'heimt sauðfjár og stóðs 1 af fjalli er allt hið sama í dag og það var fyrir mörgum öld- um. Réttirnar ei'u einu mann- ( fundirnir á íslandi, sem sam- bærilegir eru við þjóðhátíðir erlendra þjóða, hátíðir, sem standa á göinlum merg og eru ; þáttur úr lífi og athöfnum fólks ins sjálfs. Við gerum 17. júní, 1. desember eða aðra tyllidaga aldrei að þjóðhátíð í þessa orðs eiginlegustu og fyllstu merk- j ingu. Það eru réttirnar aftur : á móti, og sá kaupstaðarbúi, | sem ekki heíur komið í réttir, I hann hefur misst af helgidómi, sem sveitafólkinu er márgfalt j dýrmætara en hin fegursta guðs ! þjónustu á stórhátíð. Réttírnar á íslandi erxí það sama og uppskeruhátíðirnar eru vínekrubóndanum — og þó öJlu meira, því uppskera bóndans á íslandi á djúpar, sálrænar í'æt- ur, rætur til ástar og vináttu til dýranna, sem hafa alizt upp á heimili hans og notið þar um- hyggju í blíðu og stríðu. Það er því ekki að ástæðulausu og eng- in furða, þótt bóndinn og smali hans sleppi fram af sér beizl- inu örstutta stund að loknu rétt arhaldi og rétti þá hvor öðrum vasapelann, sem fram að þeim tíma hefur verið að mestu ó- snertur — en sett engu að síður svip á rassvasa flestra réttar- manna. Það líður að kvöldi, senr. hníg ur sól til viðar, í'éttai’haldi er lokið og nú heyrist skvaldur, hiátrar og söngur bæði innan réttar og utan í'éttarveggja. — Menn eru í uppskeruvímu árs- ins. Afkomu bóndans er borgið til jafnlengdar á næsta ári og því skyldi hann ekki gleðjast, vera sáttur við guð og menn eina stutta kvöldstund og syngja tilverunni lof og dýrð í alsælu vímunnar. — Hvort myndi ekki jafnvel Helgi Hjör- var og Skeiðamenn fallast í faðma ef þeir hittust í réttum. En áður en varir kernur að þeirri stund, að í'elca verður stóðið heim áður en náttmyrkr- ið skellur á. Dilkarnir tæmast hver af öðrum, stóðhrossin taka á sprett með i'eista makka, blakt andi fax og frán augu. Hundgá heyrist livaðanæva, en röskir riddarar þeysa kringum stóðið ! Frh. á 9. síðu. Hér sést sérkennandi atvik úr stóðrélt. Tveir menn liafa náð taki á faxi hestsins og spyrna við fótum eftir getu, en ekkert dugir því skjóni hleypur eftir ssr' áður eins og mennirnir séu hrossunum að kenna, þau eru fis eitt. Þriðji maðurinn hangir i tr.glinu, en það dugir heldur ekki til. baldin og stygg og vilja ekki fara óneydd inn í dilkinn. Þá Þverárrétt í Borgarfirði cr ein af elztu og jafnframt stærstu steinstéypuréttúm landsins. Hún var byggð árið 1911 og er því bráðum hálfrar aldar gömul. Kostnaður við hana var 9 þús. kr. auk sjálfboðavinnu við flutninga og annað, og var það stórfé og mikið átak í þá daga. Þá má geta þess, og er í frá- sögur færandi, að sami réttarstjórinn liefur verið í Þverárrétt frá því er hún var byggð, cn það er bændahöfðinginn Davíö Þorsteinsson á Arnbjarnarlæk, en hann varð áttræður fyrir nokkrum dögum. Hann sést hér hægra megin á myndinni innan um stóðið í almenningi Þverárréttar. Föstudaginn 4. október 1957 VfSIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.