Vísir - 04.10.1957, Side 10

Vísir - 04.10.1957, Side 10
10 VÍSIR Föstudaginn 4. október 1957 j^GATHA PhRISTÍE 0ar teifar liqýjœ til... 38 „Hafið' ekki áhyggjur af þvl. í þessum leik er oft langt milli þess, að manni verði eitthvað ágengt. Þó getur svo sem verið, að þér hafið orðið einhvers vísari, þótt þér gerið yður ekki grein fyrir þvi strax, en eg treysti þó ekki á það, þegar eg bað yður um að fara þangað." „Má eg' halda áfram að þreifa fyrir mér?“ spurði Viktoria. „Langar yður til þess?“ svaraði Dakin. ,,Já,“ sagði Viktoria. „Edward heldur, að hann geti kannske útvegað mér vinnu hjá Olíuviðargreininni. Eg gæti kannske komizt að einhverju þar. Fólkið þar veit víst eitthvað um Önnu Scheele." „Það er fróðlegt að vita, Viktoria. Hvernig urðuð þér þess áskynja?" Viktoria endurtók það, sem Edward kvaðst hafa eftir Katrínu, að mikið mundi gerast, þegar Anna Scheele kæmi til borgarinn- ar — hún mundi segja fyrir verkum. „Þetta getur verið gott að vita, Viktoria," sagði Dakin ánægður. „Hver er þessi Anna Scheele eiginlega?“ spurði Viktoria nú. „Þér hljótið að vita eitthvaö um hana — hún getur varla verið aðeins nafnið eitt?“ „Hún er meira en nafnið eitt. Hún er einkaritari amerísks fjármálamanns, sem hefur sambönd um allan heim. Hún fór frá New York til London fyrir um það bil tíu dögum, en síðan er hún horfin.“ „Horfin?" sagði Viktoria. „Hún er vonandi ekki dá!n?“ „Við vitum það eitt í því efni, að lík hennar hefur ekki fundizt.“ „En hún getur verið dáin?“ „Já, það getur vel verið, að hún sé dáin,“ mælti Dakin. „Var hún — ætlaði hún einnig að koma hingað til borgar- innar?“ spurði Viktoria. „Eg hefi ekki hugmynd um það,“ svaraði Dakin. „Svo virðist, ef taka má trúanleg orð þessarrar stúlku, sem þér nefnduð áðan.“ „Eg get kannske orðið einhvers fleira áskynja um hana í Olíu- viðargreininni," mælti Viktoria, og var nú enn áhugasamari en áður. „Kann a'ð vera, en eg verð enn að áminna yður um aö fara gætilega í hvívetna, Viktoria. Samtök þau, sem við eigum í höggi við, skirrast einkis, ef þau telja, að einhver ætli að leggja stein í götu þeirra. Við höfum þegar fengið ærnar sannanir fyrir því. Eg mundi harma það sárlega, Viktoria, ef lík yðar fyndist á floti , Tigris-fljóti einhvern morguninn.“ Það fór hrollur um Viktoriu, og hún var ósköp hógvær, þegar hún mælti: „Þér eigið við, að það geti farið eins fyrir mér og Sir Rupert Crofton Lee? Það minnir mig annars á það, að mér fannst eitthvað einkennilegt við hann, er hann bjó í gistihúsi Tios, eitthvað, sem kom mér á óvart. Eg vildi óska, nð eg gæti rifjað það upp....“ „Hvað fannst yður einkennilegt við hann?“ spuröi Dakin af áhuga. „Mér fannst hann öðru vísi en áður.“ Svo hristi hún höfuðið hálfgröm, þegar Dakin leit spyrjandi á hana. „Eg man það kannske seinna, en líklega er það ekki mikils virði.“ „Það er aldrei að vita, hvað er mikils virði og hvað ekki,“ svaraði Dakin. Viktoria braut nú upp á öðru atriði, og sagði: „Edward lítur svo á, að ef honum takist að útvega mér stöðu hjá Oliuviðar- greininni, ætti eg að leigja mér herbergi hjá einhverri fjöl- skyldu í borginni í stað þess að vera um kyrrt hér í gistihúsinu." „Það mundi þykja óeðlilegt, ef þér gætuð búið hér, úr því að þér þurfið að fá stöðu,“ svaraði Dakin. „Gistihúsin hér eru ekki neinar góðgerðarstofnanir. Pilturinn yðar virðist annars vera með höfuðið í lagi,“ bætti hann við. „Langar yður til að kynnast honum?“ spuröi Viktoria með ákefð. Hún varö fyrir dálitlum vonbrigðum, þegar Dakin hristi höf- uðið mjög ákveðinn. „Nei, segið honum að forðast mig fýrir alla muni. Því miður hafa kringumstæðurnar hér um nóttina, þegar Carmichael dó, ráðið því, að þér eruð tortryggð — eðlilega. En það er ástæðulaust að setja Edward í samband við það atvik eða mig á nokkurn hátt — og það er mikilvægt fyrir okkur.“ „Mig hefur lengi langað til að spyrja yður, hver muni hafa stungið Carmichael til bana,“ sagði Viktoria. „Gerði það einhver, sem elti hann hingað? „Nei,“ svaraði Dakin með hægo. „Það hefur varla gerzt þannig.“ „Hvers vegna ekki?“ „Hann kom á báti eftir fljótinu — lagði að landi hér fyrir neðan — og enginn veitti honum eftirför. Við vitum það, því að eg haíði mann á verði við fljótið.“ „Þá hefur einhver í gistihúsinu gert það?“ a kvöSdvökunní f! ^£=Q AHan Inglis, 34 ára gamall* sem búsettur er í Sydney í Ástr alíu, var sektaður um rúmar þúsund krónur, eftir að hafa farið í heimsókn til konu sinn- ar, sem hafði yfirgefið hann, með tvær flöskur af kampa— víni, óhlaðna byssu og þann einbeitta ásetning, annað hvort að halda strax upp á endumýj- aða vináttu þeirra cða beita ognunum til þess að ná frúnni heim aftur. ★ Lögreglumaður einn í New- „Já, Viktoria, og það, sem meira er um vert, einhver í þessari ‘ Jersey tók eftir því fýrir nokkru álmu gistihússins hefur gert það — því að eg hafði sjálíur gætur ,'síðan, að nýr brunaliani haíði á stiganum, og upp hann kom ekki nokkur maður.“ Hann virti | verið settur upp í hverfi hans fyrir sér spurningarsvipinn í andliti Viktoriu, og bætti við: „Þá Þegar hann athugaði málið er ekki um svo ýkja marga að ræða. Við erum í hópnum, sem til greina kemur, svo og frú Trench, Markús og systur hans. Þá eru einnig tveir aldurhnignir þjónar, sem hafa starfaö hér árum saman,' maður, sem heitir Harrison og er frá Kirkuk, en um hann vitum við ekkert, og hjúkrunarkona, sem starfar í sjúkra- húsi Gyðinga.... Hver, sem væri úr þessum hóp, hefði getað gert þetta, og þó getur það ekki átt sér stað vegna einnar veiga- mikillar ástæðu." „Carmichael var mjög var um sig. Hann vissi, að hann var að ná settu marki í hættulegri för, og hann fann jafnan á sér hætturnar — eðlisávísun hans stóð vörð um hann, ef svo má segja. En hvers vegna brást hún honum i þetta sinn?“ „En lögreglumennirnir, sem komu og framkvæmdu leitina?“ spurði Viktoria. „Nei, þeir komu eftir að hann haföi verið stunginn — neðan af götunni. Eg geri ráð fyrir, að einhver hafi gefið þeim merki. Nei, þeir stungu hann ekki. Það hefur einhver gert, sem Car- michael þekkti vel, maður, sem hann treysti.... eða þá maður, sem hann taldi alveg óskaðlegan. Ef eg aðeins vissi...." 2. Árangur eða unninn sigur hefur jafnan í för með sér nokkurn afturkipp. Viktoriu fannst það dásamlegt, þegar hún var að berjast við að komast til Bagdad, lagði af stað þarigað, leitaði að Edward og fór síðan að kynnast leyndardómum Olíuviðar- greinarinnar. Nú var hún búin að ná hverjum áfanganum af öðrum, og þá kom það einstaka sinnum fyrir, að hún fór að hugleiða málin, og velti því jafnvel fyrir sér, hvað hún væri eiginlega að gera? Fögnuðurinn yfir að hitta Edward var kom- inn og raunverulega horfinn aftur. Hún unni Edward og hann elskaði hana. Þau unnu flesta daga undir sama þaki, en hvað höfðust þau eiginlega að, ef málið var skoðað í köldu Ijósi veru- leikans? Viktoria. vissi ekki, hvernig Edward hafði farið að því að út- vega henni stöðu við Olíuviðargreinina. Henni var allsendis ókunnugt um það, hvort hann hefði beitt viljaþreki sínu til þess að fá þessu framgengt eða fært fram einhver rök, sem dr. Rath- bone hefði ekki staðizt. Hvort sem satt var, þá var hitt víst, að hún hafði fengið vinnu, en hún var hárla lélega borguð. Viktoria var öllum stundum í herbergi, þar sem rafmagnsljós logaöi ail- an daginn, sat þár og skrifaði hvíldarlaust á ritvélargarm, og það, sem hún var látin rita, voru allskonar tilkynningar, bréf og ávörp varðandi stefnuskrá Olíuviðargreinarinnar. Edward nánar, komst hann að því, að hér var um eftirlíkingu úir korki að ræða, sem eigandi næsta húss hafði sett upp, til þess að halda bílastæðinu fyr- ir framan húsið auðu, þangað tl hann þyrfti sjálfm- á því að. hadla fyrir bíl sinn. ★ Gimsteinaþjófurinn Sidney- Lewis í Manhattan var yfirleitt. vel til fara og gaf nokkra skýr- ingu á því, eftir að lögreglan. hafði haridtekið hann fyrir að hafa stolið verðmætum, sem alls námu um 25.000 dölum: „Maður verður að lifa, það vitið þið. Hvers vegna ekki að reyna að komast sæmilega af?“ ★ Mjólkursali einn í Englandr var fyrir nokkru sektaður um 100 krónur vegna slæms flösku- þvotts. Frú Evelyn Schonfield. hafði kvartað yfir því við heil- brigðisyfirvöldin, að hún hefðr fengið mjólkurflösku með bréf- snepli í og á hann hefði vei'ið skrifað með rauðu bleki: „Eng- in mjólk í dag.“ ★ Sigga: — Já, eg sagði þér al- veg eins og er. Það hefir enginn kysst mig, að undanteknum eiginmanni mínum. Stína: — Þú segir ekki satt? En hvort ertu annars að kvarta- eða hæla þér?. ★ Faðirinn: — Segíu mér eitt, drengur minn: Hvernig í ósköp- i unum stendur á því, að þú ert hafði haft emhverix grun um það, að ekki væri allt með felldu - aptaj- ]æo-stUr um starfsemi þessa fyrirtækis eða samtaka, og Dakin hafði einnig hallazt að því, en hún, Viktoria Jones, var þarna komin til þess að grafast fyrir um það, hvort eitthvað væri hæft í þeirri skoðun E. R. Burroughs P Tarzan synti til strandar, j þar sem honum var ákaft ]• fagnað af vatnasvertingjun- um fyrir að hafa ráðið nið- urlögum Kraka. Sjálfur lét hann lítið yfir og sagði: „Cross var hinn raunveru- legi óvinur ykkar, og harin hefur komizt undan.“ „Hann er ekki sloppinn alveg enn- þá,“ sagði einn svertingj- anna skyndilega. „Sjáið!“ í þínum bekk? Sonurinn: — Sannast acf segja skiptir þessi spurning þín, engu máli, því að við fáuxn sömu kennsluna í hvorum end- anum sem við erurn. ★ Getur þú ekki fund;ð þér eitthvað að gera? sag"i húsmóð- iriri við bxtlarann, sem var ;ia. meðmæli frá n hjá síóast. ú cklri c.'ðið koniinn ti! þess r — Jú, .j i. sa;:o en állir biója un; þeim, sem eg va — Nú, gctur þér ú'i un þau? — Nei. því er nú verr. Vinnu- veitandinn dó fy-rir þrjálíu og fjórum árum. •ir Allir: Mciddist Gunna mikiS í bílslysinu um helgina? Doddi: Nei, nei, mikil ósköp. Það skófst bar dálítið af máln- ingu af henni.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.